Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 13 Bragi Ásgeirsson Auglýsingagildi sjónvarps- frétta er óvéfengjanlegt, það vita allir og á það ekki aðeins við um vöruauglýsingar heldur einnig að því er viðkemur að vekja athylgi á íþrótta- og list- viðburðum ásámt hvers konar menningarstarfsemi. Iþrótta- hreyfingin gerir sér þetta vel ljóst og er þjónusta sjónvarps- ins á því sviði með ágætum. En öðru máli má segja að gegni um listir, þar er flest í ólestri og því undir hælinn lagt hvort t.d. gild leik- eða listsýning í höfuðborg- inni, eða svipaðir viðburðir á áhugavettvangi í dreifbýlinu, fái stillimynd eða kvikmynd af sliku framtaki stutta stund á skerminum. Oftlega eru gæði lítt metin, en þó er hinum minni íþróttaviðburðum gerð öllu minni skil en þeim merk- ari. Hins vegar fara fréttamenn sjónvarpsins með veggjum á myndlistarsýningar með myndavélar á lofti um hina merkari sýningarsali borgar- innar samtímis þvi að sýna hreyfimyndir af tómstunda- verkum úti á landi. Hér er ranglega staðið að málum og þarf úr að bæta. Þátturinn Vaka er gott fram- tak, en þeir mætu menn sjón- varpsins mega gjarnan halda sér betur við efnið hverju sinni og fremja ekki berlega hlut- drægni, svo sem gerðist ítrekað á sl. vetrí. Gætu menn ekki verið sammála um, að á hljóm- leikjum og leiksýningum eigi hljómlista- og leikfólkið sjálft að skipa öndvegi, en ekki hjá- leitt skraut eða málverk í saln- um né skrautbúningar gest- anna? — Og í beinu framhaldi að þvi mætti ætla að á mál- verkasýningu skipti málverkin og viðhorf málarans ti! listar- innar meginmáli, en ekki sú starfsemi er málarinn notar til að auglýsa sýningu sina. Mörg- um var ofboðið með einum slík- um þætti í vetur, svo sem þegar hefur áður verið vikið að, þegar sjónvarpið undirstrikaði eina slíka auglýsingabrellu málar- ans á þann veg, að til þessa mun enginn listamaður hafa fengið lengri og betri auglýstngu á skjánum fram til þessa. Eftir allt það umstang var svo örstutt og illa tekin m.vnd af sýningu i Norræna húsinu, sem kom þannig út að verða listamannin- um þar til óþurftar. Skálafell — Snemma i vor var mér boðið að vera viðstadd- ur viglsu veitingastaðar á efstu hæð Hótel Esju. er hlotið hefur nafnið „Skálafell". Tilefnið var að einn af efnilegustu lista- mönnum okkar, Leifur Breió- fjörð, hafði séð um loftskreyt- ingu þessara salarkynna. Það hefur allan timan, síðan ég hóf að rita myndlistarsyrpur mínar í ár, verið á stefnuskránni að víkja að þessari skreytingu og finnst mér til þess ærið tilefni. Þetta hefur verið vandasamt verk því að segja má að hér sé of lágt til lofts, en listamannin- um hefur tekist að leysa það vandamál með hugkvæmni, er byggist á fjölbreytni litaðra hringlaga glerforma, spegla og lampa. Það er ósennilegt, að nokkur vínbar hérlendis kom- ist í hálfkvisti við þennan að listrænu útliti, og naumast nokkur um jaf.n fjölbreytilegt útsýni yfir borg og byggð og töfrandi sýn til hafs og' fjalla. Er það ánægjuefni að stjórn Flugleiða skyldi standa að því að virkja islenzka list- og list- iðnað á þennan hátt, og er hér um augljósa sókn til framfara að ræða. Skrautið og prjálið er hér ekki í fyrirrúmi, heldur lát- laus, fögur, listræn umgerð. Vonandi böðar þetta timamót við innréttingu veitingastaða, og gnægð eigum við í dag af efnilegu lista- og listiðnaðar- fólki, sem þráir að takast á við verkefni og sækja á brattann. Vanity Fair, — eða hring- leikahús fáránleikans vil ég helst nefna vörusýningu þá er nefndist „Heimilið" og er nú nýafstaðin. Vafalítið hefur áhrifamáttur auglýsinga- skrums aldrei komið skýrar fram hér en meðan á þessari sýningu stóð. Að þriðji hluti Myndlistarsyrpa Oft var hér svo þröngt á þingi að vafamál er að hvort slíkur mannfjöldi megi safnas't á ein- um stað við slíkar aðstæður, — hvað hefði gerst ef kviknaö hefði í og æði gripið söfnuðinn? Fram hefur komið að slik sýning fylli i eyður í hinum snauða og litlausa skemmtiiðn- aði höfuðborgarinnar, menn nefna hér i senn „tívolí", fólk- vang og jafnvel risahlutaveltur — víst er að „heimilið" var þetta allt i senn að einhverju leyti. Allar stórborgir sjá fyrir þessari þörf á múgsamkomum á fjölbreytilegan hátt, og hér er tækifæri fyrir hugkvæma heila vorra á Norðurlöndum, sem ríf- ast enn hressilega um slíka hluti og listir almennt. Hér er þó verst af öllu, að þessu tvennu er blandað saman, og oft virðist sem starfslaun séu uppbót vegna þess að viðkom- andi hafi ekki fengið lista- mannalaun um eitthvert skeið! Ég og ýmsir aðrir hafa í harnslegri einfeldni litið svo á að starfslaunum væri úthlutað í samræmi við þörf og aðstæður, en hér virðist okkur hafa yfir- sést í meira lagi. Að sjálfsögðu ber að störauka starfslaunin og lengja þau til samræmis við slik laun á Norðurlöndum. en á Að haustnóttum Listmiðlun sjónvarps Skálafell Vanity Fair Listamannastyrkur — Starfslaun Kjarval og F.Í.M. landsmanna skuli safnast á sýn- ingu er vart stendur undir nafni og réttara væri að nefna vörutívolí eða risatombólu er erfitt að skýra. Hér var ekki um neitt gæðamat að ræða, heldur virtist allir þeir, er vildu sýna, komast hér að, svo að hér varð úr einn hrærigrautur. „Að sjálfsögðu mátti sjá margt gott og gilt innan um, en fátt sem hver og einn á ekki kost að að sjá í stórum meira úrvali i nokkrum sérverslunum borgar- innar eða t.d. í byggingaþjön- ustinni við Grensásveg. Hér var allt það tekið með er álitið var að yrði sýningunni auglýsingarefni, og eftirtektar- vert var að sjá Þjóðviljann iklæðast hér fötum stórkapital- ismans með auglýsingaskrumi. að gera góða hluti á heilbirgð- um forsendum t.d. með bygg- ingu stórskála (GrosshUlle) og fjölbreyttri athafnasemi. Hér var þvt miöur ekki um réttar forsendur að ræða, því að margt á þessari sýningu kom heimilinu ekkert við og virðist því rétt að nefna næstu sýningu „Auglýsingahátíðina". Sá er fer inn i störverslun erlendis, t.d. Illums Bolighus í K.höfn, sér margfalt meira og merkilegra, sení að heimilinu lýtur, en á þessari sýningu, og þar er eng- ar deildir að finna fyrir hjáleit- an, erlendan áróður: Spyrji nú einhver hvað hafi hrifið mig mest við að sækja þessa sýningu verður svar mitt fljótlega „hreina loftið er út kom". . . Listamannastyrkir — Starfs- laun. Arlega er á fyrri hluta árs úthlutað listamannastyrkjum, og venjulega um tveim mánuð- um seinna starfslaunum. Nú er svo komið að slikt lógn hvílir yfir vötnum við slíka úthlutun, að flestir eru hættir að nenna að fetta fingur út í margvislegt handahóf, sem er árviss fylgi- fiskur þeirra úthlutana. Þetta er nöturleg framvinda og hér erum við eftirbátar t.d. frænda móti gæti komið að fækka styrkjunum, og alls ekki að rugla þessu saman. Hér þat f aö koma af stað hressilegri um- ræðu —og rjúfa lognið.. . Kjarval og F.I.M. — Vegna þess að ég minntist hér að frani- an á lognið og þar sem þetta er síðasta myndlistarsyrpa min á árinu um íslenzkt efni, er ekki úr vegi að enda þessi skrif með gamansögu a af meistara Kjar- val. A fyrri árum var sannar- lega heitt í kolum i félagsmál- um myndlistarmanna, svo sem kunnugt er, og var deilt óvæg- lega á menn og málefni á félagsfundum, og hnútubitið var slíkt að viðs fjarri er að prenthæft sé. Kjarval sat eitt sinn lengi hljóður á slikum hressilegum fundi hjá F.l.M. fyrir allmörgum árum. Allt í einu ris hann úr sæti og biður um orðið, — þögn sló á þing- heim og allir viðstaddir biðu í ofvæni eftir þvi hvað sjálfur meistarinn hygðist nú leggja til mála. Hóf svo Kjarvai raust sina og mælti: „Nú ætla ég að aðhafast þaó, sem andskotinn hefur aldrei gert, — nefnilega að yfirgefa ykkur." Gekk meist- arinn siðan út og kom aldrei aftur á fund í félaginu. .. Lionsmenn færa endurhæfingar- hælinu ad Vífils- stödum góða gjöf Lionsklúbbur Garðabæjar af- henti i fyrradag endurhæfingar- hælinu að Vífilsstöðum fræðslu- kvikmynd að gjöf, og af því tilefni voru blaðamenn boðaðir til fund- ar. I upphafi fundarins sagði Jó- hannes Bergsveinssön yfirlæknir frá því að erfiðlega hefói gengið að fá þessa kvikmynd hingað og þegar hún loks var pöntuð reynd- ist ekkert fé handbært til að leysa hana út. Þetta fréttu Lionsmenn og þótti þeim kjörið tækifæri fyr- ir sig til að styrkja þá starfsemi sem þarna fer fram. Hreinn Jóhannsson, formaður Lionsklúbbsins i Garðabæ, af- henti Jóhannesi þessa ágætu gjöf ásamt félögum sínum úr stjórn klúbbsins. Hafði Hreinn þau orð að ekki væri loku fyrir það skotið að þeir Lionsmenn gætu hlaupið undir bagga með einhver sérverkefni hælisins. Myndin er tekin þegar Hreinn Jóhannsson, formaður Lionsklúbbs Garðabæjar afhendir Jóhannesi Bergsveinssyni yfirlækni myndina góðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.