Morgunblaðið - 17.09.1977, Side 19

Morgunblaðið - 17.09.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 19 „ Allur heimurinn hlær að okkur” — skrifuðu norsku blöðin og krefjast endurbóta á kosningalögæcjöf og talningafyrirkoniulagi Ösló 16. sept. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. „ALLUR heimurinn skellihlær ad okkur", veinaói Dasblaöið í Osló í í»rein sinni uni norska „kosiiingasirkusinn“. og Lars Korvald, fyrrverandi tilvonandi % ■ / VEÐUR víða um heim Amsterdam 16 skýjað Aþena 28 bjart Barcelona 26 léttskýjað Berlin 14 skýjað Brússel 19 bjart Chicago 17 bjart Frankfurt 18 skýjað Genf 19 mistur Helsinki 7 skýjað Hong Kong 32 rigning Hóh.borg 30 sól Kaupm.höfn 13 sól Lissabon 32 bjart London 16 sól Los Angeles 23 skýjað Madrid 29 rigning Malaga 25 léttskýjað Majorka 26 Miami 30 skýjað Montreal 17 skýjað Moskva 7 rigning New York 22 skýjað Ósló 14 bjart Parls 22 skýjað Rómaborg 22 bjart Stokkh. 10 bjart Tel Aviv 29 bjart Toronto 17 skýjað Vancouver 15 skýjað Það var örlítil sárabót fyrir SV, sem beið afhroð í kosningunum, pegar kom í Ijós að frambjóðandi flokksins í Nordland, Hanna Kvamo, hafði hlotið þingsæti sem áður hafði verið talið Hægriflokknum. Hún sést hér með Berge Furre, formanni SV, og Steini Örnhoi, sem báðir féllu í kosningunum. forsætisráðherra í borgaraflokka- stjórn, andvarpaði og sagöi: „Við gerum okkur hlægileg í augum alls heimsins." Verdens Gang líkti „talninga- hneykslinu" við eins konar tomb- ólu. Arbeiderbladet taldi að enn væri ekki séð fyrir endann á þessu og í forystugrein var leið- arahöfundur blaðsins hvassyrtur vegna sifelldra mistaka í fram- kvæmd talningarinnar. Málgagn Miðflokksins, Nation- en, kallaði talninguna „skopleik í mörgum þáttum'1 og Morgenblad- et, sem styður Hægriflokkinn. sagði að enn væri málið ekki til lykta leitt í fimm fylkjum og því væri ekki ioku fyrir það skotið, að enn ein vitleysan kæmi upp á yfirborðið. Aftenposten kallaði talninguna hneyksli og sagði: „Stjórnmála- mennirnir halda niðri i sér andan- um. Kosningahneyksli leiddi til þess að telja varð aftur i Nord- land.“ Forystugrein blaðsins bar titilinn „Skrípaleikur og harrn- leikur". Öll blöðin eru á einu máli um að af þessu megi draga þann lærdóm og þann helztan, að slikt megi ekki endurtaka sig. Arbeiderblad- et bendir á aðferðir sem eru not- aðar við talningu atkvæða í Sví-. þjóð og Danmörku sem eiga þó ekki að draga úr talningarhraðan- um. Blaðið segir að ábyrg stjórn- arstofnun verði að bera ábyrgð á atkvæðatalningu til að komið verði í veg fyrir slíka vitleysu se-ni Framhald á bls. 22. Bretar dæma veiðiþjóf Plymouth, Englandi 16. sept. Einkaskeyti til Mbl. frá A.P. DÓMUR var í dag kveðinn upp yfir spönskum skipstjóra sem sakaður var um að hafa verið með skip sitt að veiðum innan land- helgi Bretlands án le.vfis. Var skiptst jórinn dæmdur til að greiða fimm þúsund sterlings- punda sekt og málskostnað. Skipið Sanga var tekið 130 míl- ur úti af Seilleyju og fært til hafnar. Skipstjórinn Alexandro Roderigues játaði brot sitt. Ekki var farið fram á að afli og veiðar- færi yrðu gerð upptæk en hins vegar varð að setja tryggingu fyr- ir sektinni áður en togarinn fékk að sigla á braut. Aðeins 140 spönskum togurum er leyft að veiða innan 200 milna markanna og leyfi Sanga rann út i júnimánuði. Beiðni um að leyfi skipsins yrði endurnýjað hafði verið lögð fram en ekki afgreidd þegar skipið var tekið. Mao á líkbörunum. Grein í Dagblaði alþýðunnar: • • Onnur kona Maos og sonur drepin af þjóðernis- sinnum Tókíó, 16. sept. AP. HINN 8. september sl. þegar ár var liðið frá andláti Mao Tse-tung formanns í Kína, var það gert heyrum kunnugt að hjúkrunarkonan Chen Yu- ying sem hefði annast um Mao fyrir löngu, hefði skrifað um líf og dauða formannsins I Dagblað alþýðunnar. Þar í seg ir meðal annars frá því hvern- ig dauða annarrar konu Maos bar að höndum fyrir 47 árum Hersveitir þjóðernissinna sem voru að reyna að ná Mao tókst með brögðum á ná konu hans Yang Kai-hui, elzta syni Framhald á bls. 22. Norsku kosningarnar í tölum LOKS hafa birzt endanlegar tölur um úrslit kosninganna i Noregi og fara þær hér á eftir: atkv þings Verkamannaflokkurinn 962 728 42.4% 7.1% aukn 76 aukn 14 Hægri flokkurinn 560 025 24.7 7.3% aukn 41 aukn 13 Miðflokkurinn 196 005 8 6%2 3% tap 12 tap 9 Kristl þjóðarfl 274 516 12 1 0.4% tap 22 aukn 2 Venstre 72 371 3 2% 0 3% tap 2 óbr Nýi þjóðarfl 38 067 1.7% 1 4% tap 0 tap 1 Framfarafl 42 862 19% 3.1% ta p 0 tap 4 Sósíaliski vinstrifl 94 016 4 1 % 7.1% tap 2 tap 1 4 Kommúnistafl (fylgj Moskvu) 8 355 0 4% óbr 0 Kommúnistafl Engin þingsæti (fylgj Peking) 14 109 0.6% 0.2% aukn engin þingsæti Aðrir smáflokkar 5 560 0 2% 0 3% tap engin sæti Sakkarín ekki bannað í bili Washington, 16. sept. Reuter. AP BANDARÍSKA öldunga- deildin samþykkti í dag að fresta því um átján mánuði að lagt yrði bann við notk- un sakkaríns í stað sykurs í matvælum og lyfjum. Bandaríska stofnunin sem sér um eftirlit með matvæl- um og lyfjum hafði lagt til að slíkt bann yrði lögleitt eftir að kanadískar rann- sóknir bentu til þess að stórir skammtar af sakkaríni yllu krabbameini í rottum. Sykursýkissjúklingar svo og framleiðendur drykkja og matvæla meó sakkaríni í stað sykurs mót- mæltu þessum hugmynd- um kröftuglega og töldu að ekkert annað efni gæti komið í staö sakkaríns og væri ekki útlit fyrir að íslendingar að byr ja að skynja sannleikann um Sovétríkin segir í grein í Izvestia Moskvu, 16. september. AP. SOVÉZKI blaðamaðurinn Yuri Goloshubov ritaði í dag grein i Izvestia, máigagn sovézku ríkis- stjórnarinnar um samskipti ts- lands og Sovétríkjanna í tilefni heimsóknar Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra lslands til Sovétríkjaanna síðar í þess- um mánuði, þar sem hann segir að skuggi Atlantshaísbanda- lagsins hvíli enn yfir talandi, en að íslenzka þjóðin trúi á vinsamleg tengsl við Sovétrík- in. Goloshubov ritaði grein sína eftir að hafa heimsótt tsland og m.a. hitt Geir Hallgrímsson að máli. Goloshubov sagði i grein sinni að þvi miður fyndu menn oft fyrir nærveru NATO, en íslendingar væru að byrja að skynja sannleikann um Sovét- ríkin, afrek þess og friðarást. Hann nefndi í sambandi við samskipti landanna aðild Sovét- ríkjanna að Sigölduvirkjun og hafði eftir íslenzkum verka- manni: „Við erum orðnir vinir sovézku starfsbræðra okkar og þökkum þeim fyrir að aðstoða okkur við að búa aflstöðina tækjum." Þá sagði hann frá sovézkum bilum, sem hann hefði séð á götum Reykjavíkur og frá samstarfi íslands og Sov- étríkjanna á sviði nýtingar auð- linda hafsins og fiskverndunar. Eftir viðtal sitt við Geir Hall- grímsson sagði blaðamaðurinn að íslenzki leiðtoginn hefði sagt að samskipti íslands og Sovét- rikjanna nú væru jákvæð og vonir stæðu til að þau héldu áfram að þróast á þann hátt. Hafði hann eftir islenzka for- sætisráðherrarnum: „Við von- umst til að viðskiptatengsl landanna þróist á jákvæðan hátt báðum I hag.“ Að lokum segir i greininni að skv. sovézkum skýrslum hafi Sovétmenn selt Islendingum vörur fyrir 49,4 milljónir doll- ara á sl. ári, einkum olíu og vélar og keypt fisk og aðrar vörur frá islandi fyrir 23,2 milljónir dollara. neitt sams konar kæmi á markað í náninni framtíð. í atkvatðagreiðslunni þar sem mikill meirihluti greiddi frestunartillögunni atkvæði var einnig lögð áherzla á að herða og auka rannsóknir á eiginleikum sakkaríns á tímanum sem gefin er til athugunar á málinu. Hækkun lægstu launa í Banda- ríkjunum Washinton, A.P. FULLTRUADEILD bandariska þingsins hefur samþykkt lög, sem segja fyrir um hækkun á lág- markslaunum i landinu frá janúarmánuði n.k. Launin eigaþá að vera 2.66 $ á klukkustund eða þvi sem nemur um 459 isl krón- um, en i dag eru lægstu tímalaun- in 2,30$ Um 3.1 milljón af 90 milljónum bandariskra verkamanna eru á þessum launum á klukkutimann. Frumvarpið fer nú fyrir öldungadeild þingsins, en þegar hefur samskonar frumvarp verið samþykkt þar í nefndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.