Morgunblaðið - 17.09.1977, Side 25

Morgunblaðið - 17.09.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 25 Halldór Vilhjálmsson: Sídari hluti RADSTEFNA EVRÓPSKRAR ÆSKU Það er áberandi, hve mikið af ungum ferðamönnum bæði frá Vestur- og Austur-Evrópu leitar til Póllands. Það er sama, hvar komið er, alls staðar rekst maður á heilu breiðurnar af þessu unga ferða- fólki eitthvað á aldrinum 17—18 ára og um tvítugt, þrammandi með bakpokana sína og smáskjatta, tvo og tvo eða í hópum. Þetta korn- unga fólk býr mest í tjöldum eða á hinum ódýru hótelum Turysty, sem er að finna víðs vegar um landið, og samsvara að sumu leyti ísl. ,,Eddu“-hótelunum, nema hvað Turysty-hótelin eru miklum mun ódýrari. Margt af þessu unga fólki ekur um á eigin bílum, en aðrir ferðast með hinum ödýru pólsku ríkisjárnbrautum landið þvert og endilangt. Þjóðvegakerfi Póllands verður að teljast gott og ágætar hraðbrautir liggja landshornanna á milli. löngu hættur að lesasín eigin dag- blöð eða hlusta á útvarp í frétta- leit, en hefur þeim mun meiri áhuga á að leita sér frétta upp á eigin spýtur hjá erlendum ferða- mönnum. Hagstætt verðlag Fyrir vestræna ferðamenn mun Pólland vera ódýrasta land álfunn- ar. Þannig er hægt að ferðast um endilangt landið á fyrsta farrými í pólskri járnbrautarlest fyrir 7000 ísl. kr.(1100 zíoty). Engum skal ráðlagt að reyna að ferðast á öðru farrými í austur-evrópskri járn- Chocholowska dalurinn í Tatra- fjöllunum, skammt frá Zakopane; vinsæll ferðamanna- staður allt árið um kring. ungis eftir að þessari upphæð fyrir hvern dvalardag hefur verið skipt, öðlast vegabréfsáritunin og dvalarleyfið í landinu gildi. Hið opinbera gengi á einum banda- ríkjadagl er 33 ztoty. Bannað er að flytja ztoty inn í landið eða út úr því, þegar haldið er heimleiðis. Við komuna til landsins fær sér- hver vestrænn ferðamaður í hendur opinberan leiðarvisi um sölu á erl. gjaldeyri; leiðarvísirinn er á þessa leið: „Sala á erlendum gjaldeyri fer fram i NBP (pólska rikisbankanum), útibúum bank- ans, á ferðaskrifstofum, í stærri gistihúsum landsins, á alþjóðaflug- völlum í landinu, á landamæra- stöðvum, í járnbrautarlestum á leið inn í landið eða á leið til útlanda, og á gjaldeyrissölustöðum í höfnum landsins. Sala á er-. lendum gjaldeyri utan ofan- greindra sölustaða er ekki leyfð og varðar refsingu samkvæmt pólsk- um lögum.“ Vart er hinn vestræni ferða- maður samt kominn út úr ein- hverjum þessara ofangreindu gjaldeyrissölustaða, þá er hann ávarpaður af óaðfinnanlegri kurt- éisi á þýzku, frönsku eða ensku: „Góðan dag, herra minn, hafið þér Pólland Pólverjar eru erlendum gestum sinum góðir gestgjafar, og það á ekki eingöngu við um það fólk, sem beinlínis starfar að ferðamál- um, heldur einnig um allan al- menning. Fólk virðist alltaf vera' reiðubúið til að veita útlendingum vinsamlegar upplýsingar, ef spurt er um eitthvað, og smávegis aðstoð er fúslega veitt, ef um hana er beðið. Yfirvöld ferðamála í land- inu hafa lagt sig mjög fram við að gera fólki. sem ferðast um landið og býr í tjöldum eða hjólhýsum, dvölina á tjaldsvæðum landsins sem auðveldasta og þægilegasta. Landsvæðin, sem valin hafa verið undir hin rúml. 300 tjald- og hjól- hýsasvæði Póllands, eru á margan hátt fjölbreyttari en ferðafólk á almennt að venjast i Evrópu. Þá er séð fyrir nægilegu rými fyrir hvert tjald eða hjólhýsi, oftast i litlu skógarrjóðri, þannig að fólk verði fyrir sem minnstu ónæði og átroðningi af nábýlisfólki sinu. Vel útbúnar þjónustumiðstöðvar fyrir tjaldbúa eru hafðar miðsvæð- is, og þar er allt til sölu, sem ferðamaðurinn þarfnast: Benzín á bílinn, gas á suðutækin, öl, vín og brennivin, allt hið nauðsynlegasta i matseldina o.s.frv. Þá eru og fyrir hendi snyrtilegir veitinga- staðir, oftast undir berum himni, þar sem hægt er að snæða fyrir litinn pening, og má geta þess að pólverjar eru hreinustu listamenn í tnatreiðslu, enda sjálfir mjög kræsnir og gera miklar kröfur til gæða matarins. brautalest, a.m.k. ekki að sumar- lagi, því oftast ferðast þrisvar sinnum fleiri farþegar á öðru far- rými heldur en tala sætanna er, og troðningurinn er ólýsanlegur. Þótt farþegatalan fari þannig langt fram úr flutningsgetu 2. farrýmis, bæta a-evrópskar rikisjárnbrautir aldrei við aukavögnum handa fólk- inu eins og reglan er i V-Evrópu. 1 hinum sósialistísku alþýðulýðveld- um er það hversdagsleg sýn að sjá háaldrað fólk, kornung börn með foreldrum sinum og konur jafnt sem karla á öllum aldri flutt 4—500 km leið standandi saman- þjappað eins og kvikfénaður á öðru farrými í járnbrautarlestum, og hið almáttuga riki, eigandi járn- brautanna, krefur þetta fólk um fullt fargjald eins og þá sem hreppt hafa sætin. Fyrirlitningu hins opinbera þjónustufyrirtækis á sinum eigin löndum og viðskipta- vinum virðist engin takmörk sett. Fyrir góða máltíð á veitingahúsi greiðir maður sem svarar 240—360 ísl. kr. (40—60 zfoty); að setja upp tjald á 1. flokks tjald- svæði kostar um 60 kr. á dag (10 zfoty) og hverjum íbúa tjaldsins ber auk þess að greiða um 100 kr. á dag (18 zJoty) fyrir þjónustu. Að leggja hjólhýsi eða bil á sérstökum stæðum á tjaldsvæðunum kostar ferðamanninn einnig60ísl. kr. (10 z4oty) og leiga á smáhýsi fyrir 1—2 gesti kostar um 240 kr. á sólar- hring. Fyrir annan og þriðja flokk tjaldstæða og smáhýsa greiðist mun lægra gjald, Fyrir ferðamenn frá vesturlöndum kostar gisting á a-evrópskum gistihúsum oftast helmingi meira en fyrir gesti frá austur-evrópskum löndum. Þannig kostar gisting fyrir vestrænan gest 200—1200 z/foty (þ.e. 1200—7200 ísl. kr.) fyrir eins manns herbergi, heftir því i hvaða gæðaflokki gisti- húsið er, en næsti maður i röðinni borgar aðeins helming þessa verðs, sé hann alþýðulýðveldis- maður. Gisting á einkaheimilum nýtur mikilla vinsælda hjá vest- rænum ferðamönnum og mjög mörg pólsk heimili taka á móti næturgestum og selja stundum morgunverð; gjaldið fyrir gistingu á einkaheimilum er frá 150—250 zloty (900—1500 kr.) og eru það oftast gistihúsin, sem miðla slikri gistingu. ZJoty os zíoty er mismunandi Þegar komið er inn yfir landa- mæri Póllands eða lent á flugvell- inum í Varsjá, ber v-evrópskum ferðamönnum að skipta 12 US $ eða jafngildi þeirrar upphæðar i hörðum, gjaldgengum, vestrænum gjaldeyri í pólsk ztoty fyrir hvern dag, sem dvalist er i landinu. Ein- ef til vill i hyggju að selja erlend- an gjaldeyri prívat: sterlingspund, dollara, franka, v-þýzk mörk, gyllini, sænskar krónur? Eg býð yður 120 ztot.v fyrir einn banda- ríkjadal." „Já, en opinbert gengi er aðeins 33 z+oty fyrir 1 US $,“ segir hinn óviðbúni vestræni gest- ur. „Já, hið opinbera gengi," segir þá pólverjinn, „ég býð yður 140 zíoty fyrir 1 bandariskan dal. Viljið þér selja?“ Enginn skyldi þó álíta, að pól- verji, sem býður slíka svartamark- aðs prísa fyrir vestrænan gjald- eyri, sé að gera það að gamni sínu, af ævintýramennsku eða glæfra- mennsku. Hann kaupir erl. gjald- eyri á uppsprengdu verði einfald- lega til að öðlast ferðafrelsi. Þvi hafi pólskur þegn eignast á ein- hvern dularfullan hátt, og þá ólög- lega samkvæmt ofangreindum pólskum reglum um sölu og kaup á erl. gjaldeyri, v-þýzk mörk dollara, pund eða annan vestrænan gjald- miðil, þá getur hann gengið inn i pólska rikisbankann og opnað þar reikning á sínu nafni, t.d. með þvi að leggja inn 10 US $, 20 DM eða hvaða vestrænan gjaldeyri sem hann hefur komizt yfir. Enginn, alls enginn dirfist að spyrja hann, hvar eða hvernig hann hafi fengið þennan erlenda gjaldeyri i hendur. Hafi þessi maður náð að safna á þennan lög- í sumarleyfislandinu Póllandi hefur ungt ferðafólk viðs vegar að úr Austur-Evrópu gott tækifæri til að hitta jafnaldra sina frá vestur- löndum og skiptast á skoðunum við þá. Hið frjálsmannlega og vin- gjarnlega viðmót pólsks almenn- ings gagnvart erlendum ferða- mönnum á sinn ríka þátt i að skapa hið rétta andrúmsloft fyrir slík kynni og umræður milli aust- urs og vesturs, og á síðustu árum hefur Pólland þannig orðið eins konar ráðstefnuland evrópsks æskufólks. Þarna eiga sér stað um- ræður og stofnað er til vináttusam- banda milli einstaklinga sem oft reynast haldgóð og nytsöm fyrir báða aðila, enda byggð á eigin áhuga þessa unga fólks og eigin frumkvæði þess. Hinir kommún- istisku fjölmiðlar Austur-Evrópu flytja enn einhæfar og afskræmd- ar fréttir frá vesturlöndum, og er sama tuggan borin á borð dagsdag- lega: atvinnuleysi, siðspilling, of- sóknir á hendur saklausum, fram- farasinnuðum verkalýðsleiðtog- um, morð og eiturlyf. Aðrar fréttir eru naumast birtar, og austur- evrópskur almenningur er fyrir Sukiennice — Klæðahiiilin — við Aðalmarkaðstorgið í Krakow, Suður-Póllandi er byggð bæði f gotneskum og renaissance stfl. Þetta hús er ágadt dæmi um hinar fjölmörgu byggingar, sem prýða horgina, cn Krakow er ein elzta borg Evrópu og eitt mesta menningarsetur Póllands. lega bankareikning sinn hjá ríkis- bankanum upphæð i erlendum gjaideyri, sem . svarar til 130 bandaríkjadala, þá má hann taka hvenær sem er út allt að 125 US $ í hvaða vestrænum gjaldeyri, sem hann kýs; siðan getur hann gengið til lögregluyfirvalda sinnar borgar og beðið um vegabréf sitt til út- landa, sem alltaf er geymt hjá lög- reglunni, þegar pólverji er i heimalandi sinu. (Sama gildir um önnur sósíalistariki). Hafi þessi pólski þegn, sem á 125 bandarikja- dali i reiðufé, hegðað sér skynsam- lega og óaðfinnanlega að dómi pólsku leyniþjónustunnar, þá fær hann eftir fáa daga umbeðið vega- bréf til Vestur-Evrópu og fær að ferðast óáreittur. Hann hefur sem sagt öðlast hið langþráða ferða- frelsi vegna gjaldeyriseignar sinn- ar hjá pólska rikisbankanum. Þess ber þó að geta, að einu sinni á þriggja ára fresti á pólverji, sem hefur hegðað sér skynsamlega og óaðfinnanlega að dómi yfirvalda, kost á þvi að ferðast til vestur- landa, og má hann þá m.a.s. kaupa sér erl. gjaldeyri í rikisbankanum fyrir zíoty, en þó aðeins 150 v-þýzk mörk eða jafngildi þeirra í öðrum vestrænum gjaldeyri. Til að gera sér grein fyrir, hve há þessi upp- hæð er, má geta þess, að gisting á venjul. vestur-þýzku gistihúsi kostar frá 50—60 v-þýzk mörk á sölarhring fyrir einn! En meiri erl. gjaldeyri má pólskkur ferðamaður ekki hafa með sér lögum sam- kvæmt. Krakow Hin fornfræga Krakow i Suður- Póllandi þykir ' fegurst allra pólskra borga. Þegar á 9. öld er borgarinnar getið i heimildum sem helzta verzlunarstaðar Pól- lands, og hún var höfuðborg lands- ins fram til 1609. Krakow hefur sloppið furðu vel við eyðileggingu og hervirki margra styrjalda á um- iiðnum öldum, og borgin komst jafnvel nær ósködduð gegnum hildarleik síðari heimsstyrjaldar- innar. Yfir hinum gamla borgar- hluta Krokows gnæfir Wawel- kastalinn, að mestu í renaissance- stíl, en þessi kastali var aðsetur póllandskonunga um aldir. 1 borg- inni úir og grúir af fornfrægum, sögulegum stórhýsum (alls 760 talsins segja krakowbúar), og ber sérstaklega að nefna byggingarnar við Rynek Giowny (Aðalmarkaðs- torgið), sem eru hinar fegurstu, og byggðar á ýmsum stíltimabilum. Enginn listaunnandi, sem heim- sækir Krakow, verður fyrir von- brigðum með það sem ber fyrir augun i þessari aðlaðandi stór- borg. Hin leynilega hiifuöborg Póllands I Kielcehéraðinu, um 160 km norðaustur af Krokow, stendur borgin Czgstochwa við Warta-fljót. Þetta er ekki einungis mikil stál- iðnaðarborg, heldur einnig háborg hins kaþólska Póllands í Czgstochowa stendur klaustrið og klausturkirkjan Jasna Góra (Geislafjall), en klaustrið var stofnað árið 1382 af Wladyslaw konungi Jagiello. 1 klausturkirkj- unni hangir mynd heilagrar Guðs- móður, sem sögð er máluð af sjálf- um guðspjallamanninum Lúkasi. Pólverjar hafa gífurlega helgi á hinni svörtu madonnumynd í Czgstochowa, en við fyrirbænir hinna trúuðu fyrir framan Guðs- móðurina hafa gerzt mörg krafta- verk. Dýrðarljómann frá hinni heilögu Guðsmóður, klaustrinu og klausturkirkjunni í Czestochwa leggur um allt Pólland og langt út fyrir landamærin, og tugþúsundir pilagríma alls staðar að úr Pól- landi svo og frá öðrum rómversk- kaþólskum löndum Evrópu koma árlega til Czgstochowa til þess að biðjast fyrir, taka þátt í guðsþjón- ustum og veita hinu heilaga sakra- menti viðtöku á Jasna Góra. Hin kaþólska kirkja á sér djúpan og einlægan hljómgrunn í pólskum hjörtum, ekki sizt þegar þjóðin á i þrengingum. Þegar yfirmaður kirkjunnar, Stefan kardináli Wyszinski, talar, hlustar öll þjóð- in. þvi það er pólskur almenning- ur, sem hefur gert kaþólsku kirkj- una að lifandi uppspreltu heillar þjóðar, sem veitir von um frelsi, réttlæti og betri tima pólverjum til handa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.