Morgunblaðið - 17.09.1977, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 17.09.1977, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 37 Æ VELVAKANDI f SVARAR í SÍMA 1^0100 KL. 10—11 rf' FRÁ MÁNUDEGI a Mí/Min&raM'u ir vanimmM tilgang, og tilgangurinn er sá að byggja upp sjálfan sig og ætt sína, þjóðernið tunguna, menninguna og mannvitið. Þetta á að vera al- viðurkennt, og það er ekki í ósam- ræmi við hið trúarlega hugarfar. Þjóðirnar eiga að greinast, en ekki renna saman, því á þann hátt einn getur hver þeirra haft til- gang. Og með þeim hætti getur allt mannkyn orðið samtaka um það markmið sem framundan er. Þorsteinn Guðjónsson.“ Við þetta er engu að bæta öðru en því að fyrirsögnin á bréfi Halldórs Laxness var hans, en ekki blaðsins. En næst er komið að lítilii ósk þriggja kvenna er liggja á Landspitalanum: % Af hverju popptónlist á sunnudags- morgnum? „Okkur langar til að beina nokkrum orðum til tónlistar- deildar útvarpsins. Hvernig stendur á því að poppmúsík er spiluð á sunnudagsmorgnum? Vita ekki allir að ungt fólk sefur til hádegis á sunnudögum? Væri ekki skynsamlegra að leika létta tónlist á þessum tima þegar fullorðna fólkið er að drekka morgunkaffið? Við viljum helzt sígilda tónlist t.d. pianóverk Chopins, valsa eða etýður. Eins væri tilvalið að leika plötur með Poul Robson, Frank Sinatra, Stefán íslandi, Magnúsi Jónssyni eða Hauki Morthens, Sigfúsi Halldörssyni og fleirum. Sem sagt eitthvað sem á við eldra fólkið á meðan unga fólkið sefur. Þrjár konur á st. 16 Landspitalanum." Þessari litlu ósk er hér með komið á framfæri við tónlistar- deildina. Það er svo sem alls ekki víst að allt ungt fólk sofi til hádegis á sunnudögum, til er ár- risult fólk meðal yngri árganga rétt eins og hinna eldri og vera má einnig að sumt yngra fólkið sé alls ekki enn farið að sofa á sunnudagsmorgnum! ÞeSvSÍr hringdu . . . 0 Liprir bíl- stjórar SVR Sveinn Sveinsson, Sólvallagötu 3: „Hér hjá Velvakanda kvart- aði ég eitt sinn um stirðbusahátt strætisvagnabílstjóra, en nú er það búið og gleymt. 10. sept. s.l. þurfti ég að sinna áríðandi erindi og var á siðustu stundu. Eg var ekki staddur nálægt stoppistöð SVR er leið 6 varð á vegi minum. Ég gaf bilstjóranum merki um að ég hefði áhuga á að komast in í vagninn án þess þó að hafa nokkra von um að því yrði sinnt og án þess að gera nokkrar kröfur. Bíllinn var i kyrrstöðu og hieypti bilstjórinn mér inn og gerði mér þar með stóran greiða. Vil ég þakka honum fyrir það, en þetta var kl. 12:30. Aftur i dag, 11.9., stóð svipað á fyrir mér er ég var staddur i Laugarneshverfi. Var ég að koma frá Laugarnes- apóteki er leið 5 ók hjá og var ökumaður kvenmaður. Ekki var ég við stoppistöð, en gaf henni merki að mig langaði að komast inn í vagninn og varð hún við þessari ósk og gerði mér mikinn greiða. Ég þakka henni hjartan- lega fyrir það. fyrir trúmennskuna. ég er orðinn SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á skákmóti í Astralíu í ár kom þessi staða upp i skák þeirra Jamiesons, sem er talinn sterkasti skákmaóurinn þar syðra, og hins 16 ára gamla Rogers, sem hafði svart og átti leik: 21. .. . Hxg2H 22. Be6 — Dd3 (22. . . . Dxe6? 23. Dxe6 — Bxe6 24. Kxg2 var auðvitað hvítuni í hag) 23. Bxc8 (Hvitum yfirsást næsti leikur svarts. Eina von hans var 23. Rcl!?) Hxf2! 24. De4 — De3 (Nú er hótunin 25. ... f3 fylgt eftir af 26. . .. Hh2 + !) 25. Hfl — Hxe2 og hvítur gafst upp. gamall og þreyttur og stirður og þess vegna er ég hjartanlega þakklátur fyrir svona lipurð eins og hjá þessum vagnstjórum báðum.“ % Hákarl og megrunarkúr „Góðan dag Velvakandi. 1) Hvað finnst manneldis- fræðingum um að hafa hákarl sem einn rétt í megrunarkúrinn? Ég mæli sjálf með honum, ég hefi heyrt að hann lækni magasárindi og trúi þvi alveg. Vonandi lærir hver kynslóð af annarri að verka hann rétt, — svo bragðið sé sem bezt. í sumar fékk ég mjög góðan hákarl frá Flat- eyri. Afram með þennan þjóðar- rétt og útrýmum magasárum. Magasýrurnar ráðast ekki á slim- húð maga, sem hefur hákarl innanborðs. 2) Hamingjuöskir til lands- byggðarinnar sem fær að hluSta á Sieglinde Kahmann ásamt Kristni Hallssyni og Sinfóníuhljómsveit- inr.i. 3) Ósk til sjónvarpsins um að taka Migrene-höfuðverk til bæna, a.m.k. i umræðuþætti og fá Jón Bendix lækni og Normu Samúels og fleiri til að ræða þau mál. Kveðjur, Geirþrúður." HÖGNI HREKKVÍSI Svona fyrstu vikuna verð ég að mæta á réttum tíma í skölanum! ■H T 31 £)<jrictcmsa\(l úUouri nn 6Idwíj Dansaðí r Félagsheimili HREYFILS í kvöld kl. 9—2. (Gengið inn frá Grensásvegi.) Fjórir félagar leika Aðgöngumiðar í sima 85520 eftir kl. 8. Klúbbar og félagasamtök Hljómsveitin Pónik og Einar getur nú framvegis tekið að sér að leika fyrir dansi á skemmtunum Leikum að sjálfsögðu alla tegund hljómlistar Umboðssímar 33099 og72805 Geymið auglýsinguna. frumsýnir nýja „Nobody-mynd": ENN HEITI ÉG "NOBODY" Bráðskemmtileg og spennandi, alveg ný, itölsk kvikmynd i litum og CinemaScope um hinn snjalla „Nobody" Aðalhlutverk: TERENCE HILL — MIOU MIOU KLAUS KINSKY Islenzkur texti Bönnuð innan 1 2 ára. Sýnd kl 5, 7.30 og 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.