Morgunblaðið - 20.11.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.11.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐTÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1977 7 HUGVEKJA eftir séra JÓN AUÐUNS Á sunnudaginn var nám- um við staðar þar, sem Jesús hafði tekið sér sæti andspæn- is fjárhyrzlunni í forgarði musterisins og fátæk kona kemur með koparpeningana tvo. Þar var lexíu að læra: Aðrir þeir, sem í forgarðinn komu þennan vormorgun, virðast ekki hafa annað séð en fátæklinga í óhrjálegum flíkum, en þegar Jesús sá hana leggja fram ,,til guðs- þakka'' af örbrigð sinni örlít- inn skerf, opnuðust augu hans, og hann greindi það, sem öðrum var hulið: Guðs- barnið undir gatslitnum flík- um, og um konuna fór hann þeim orðum, að hennar hefur síðan verið minnzt i helgi- dómum og heimilum og verður um ómælisaldur enn. Miklu auðugra yrði lifið, ef við gætum séð mennina, samferðafólkið með auga Krists, sem staðnæmist ekki við ytri búnað, glæsileg eða gatslitin föt en sér manneskj- una, sem búnaðinn ber. Auð- vitað myndi svo skyggnu augu birtast margt, sem er ömurlegt, óhrjálegt. Við fel- um svo margt bak við þann hjúp, sem fæstir sjá í gegn um. Þegar Jóhann Sigurjóns- son skrifaði Fjalla-Eyvind, lögðu gáfaðir höfundar enn stund á að leggja sögu- eða leikpersónum sinum i munn spakmæli, sem gullvæg lifs- sannindi geyma. í þættinum, sem gerist við réttirnar, grun- ar engan að örlagabylur þeirra Höllu húsfreyju og Kára er i aðsigi. Þegar fólkið er að ræða um afbrot og refsingar og útlagana uppi á fjöllum, segir Arngrimur holdsveiki, hálærður maður i skóla mikillar lifsreynslu: ,,Ef refsað væri fyrir hugrenning- ar, fylltust fjöllin af útilegu- mönnum" Við gerum ekki lengur ráð fyrir útilegumönn- um á fjöllum uppi, en væri refsað fyrir hugrenningar þyrfti viðar en í Rússlandi og Chile fangelsi mikil og mörg. Bak við ytri hjúp, sem flesta blekkir, er unnt að fela margt, ekki aðeins það, sem við blygðumst okkar fyrir að láta aðra sjá, heldureinnig hið góða, sem Guði er þóknanlegt, einsog það, sem Kristur sá, og enginn annar, i fátæklegu konunni við fjárhyrzluna Hann var þó sizt á valdi sjálfsblekkinar eða óskhyggju, sem blindaði hann svo, að hann sæi i mönnum aðeins það, sem hann vildi sjá. Sú byrði, sem hann bar og hámarki náði á Golgathahæðinni, kom hon- um i nánari kynni en öðrum við það Ijótasta, dekksta, sem í mannssál getur leynzt, Þá veröld skugga og vonzku þekkti hann öðrum betur og hann mælti þungum alvöru- orðum um þau örlög, sem slik hugarstefna getur bund- ið manninum langt, Guð einn veit hve langt út yfir endimörk jarðar. En svo skyggn var hann þó á hið góða i mannssálunni og möguleika þess, að enginn annar hinna miklu trúar- bragðahöfunda hefur i líkum mæli og hann kennt um gim- steininn, sem i sérhverri mannssál er fólginn, og eilift gildi hverrar einstaklingssál- ar. Vegna þess, hve skyggn hann var á huliðsheima mannsins lét hann ekki blind- ast af því hatri, þeirri harðúð, sem sárast kom niður á hon- um sj'alfum, heldur kenndi, að svo<fýrmætur væri smæsti smælinginn eilifum Guði að himnarnir bergmál- uðu fagnaðarsöngva engl- anna þegar einn slikur synd ari i milljarðanna mergð sneri af helvegi á himinleið, og að ekkert gjald, ekki allursýni- legur heimur gæti orðið full- gilt lausnargjald fyrir einn smælingja Drottins Hugsum um, hve undur- samlegt það er, að hann sem hörðustum örlögum hlaut að mæta af mönnum, skyldi bera slikan boðskap um manninn! Gimsteinninn hafa aðrir lært af Kristi að þekkja. Svo sagði mér norsk mennta- kona, að einhverju sinni hefði hún farið með Ólafiu Jóhannsdóttir á járnbrautar- stöð i Osló til að taka á móti stúlku, sem kom frá betrunarheimili fyrir ..fallnar stúlkur". Norska konan kvaðst hafa sagt eftir að heim kom, við frk. Ólafíu: ..Hvernig gaztu vafið að þér þessa stúlku, sem augljós merki ber lífernis síns, og sagt við hana: Velkomin, fall- ega stúlkan min" Frk Ólafia hafði svarað: Þetta sýnir mér, að þú ert blind Kristsmyndin er að byrja að mótast i sálu þessa syndabarns, og hver mannssál er fögur, sem hýsir þá mynd" Hvað sér þú i þinum for- garði, þegar samferðafólk verður á vegi þínum? Nemur þú staðar við hinn ytri búnað og það sem þú þykist vita ógeðfellt um samferðamann- inn? Finnist þér mann- eskjurnar lágkúrulegar og leiðar, minnstu þá þess, sem i forgarðinum I Jerúsalem gerðist. þegar tötraleg kona læddist feimin frá þeim, sem betri klæði báru en bar gim- stein undir gatslitnum klæð- um í samskiptum ófullkom- inna manna verður margt til að glepja sýn á hið góða, verðmæta. sem i öðrum mönnum býr. Við lendum i andstöðu við umhverfi okkar oft vegna þess, að við sjáum skammt inn á hugarlönd ná- unganna og dæmum þvi eins og börn um verðleika þeirra. í vægðarlausri andstöðu við umhverfi sitt var gáfaða skáldið, sem lengst hefur verið kennt við afdalakotið Bólu. Ekki var það að öllu leyti að verðleikum, sem hann kvað um samferðafólk- ið sumt. En hann hafði einn- íg opið auga á hinu verð- mæta, góða, í mannlífinu. Þessvegna kvað hann: víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. Með þessum orðum Bólu- Hjálmars er ekki fráleitt að ég Ijúki hugleiðingum út frá guðspjalli síðasta sunnu- dags, sögunni af því, sem Kristur sá í sál fátæku kon- unnar við fjárhyrzluna en öðrum láðist að sjá og meta.sjá og gera með fáum orðum ódauðlegt I bók- menntum komandi alda og árþúsunda: Einn af gim- steinum Guðs. Gættu þess i þínum for- garði, á þinum vegi, að það sem þér sýnist verðlaust gler- brot eða grjót, kann að vera gimsteinn eða gull Gimsteinar Guðs Árshátíð Línunnar verður haldin 25. nóvember í Súlnasal Hótel Sögu Miðar verða seldir í Skipholti 9 mánudag og þriðjudag frá kl. 3 —10. Pantaðir miðar óskast sóttir á mánudag. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegni Þjódleikhúsinu Veitingabúö Cafeteria Suðurlandsbraut2 Sími 82200 Gjafaáskriftir lcelandReview SÉRTILBÖÐ ★ Me8 því a8 senda vinum og viðskiptamönnum gjafaáskrift að ICELAND REVIEW um jólin berst þeim ritið reglulega allt næsta ár, fræðir þá heilmikið um ísland — og minnir i hvert sinn á hugulsemi þina: Öruggasta leiðin til að viðhalda góðum tengslum. i( Nýjum áskrifendum veitir útgáfan að þessu sinni sérstök kjör: Með nýrri gjafaáskrift 1978 fá viðtakendur allan 1977 ár- ganginn af þessu litskrúðuga og glæsilega timariti — og gefandi greiðir aðeins sendingarkostnað. Tilboð, sem stendur til áramóta. it Útgáfan sér um að senda viðtakendum fallegt jólakort, sem flytur þeim kveðjur gefanda og greinir jafnframt frá gjafaáskrift- inni. ★ Áskriftin fyrir árið 1978 kostar aðeins kr. 3.200 (með burðar- gjöldum) og sendingarkostnaður vegna ókeypis eintaka 1977 er kr. 400. Samtals kr. 3.600, sem greiðast fyrirfram með áskriftapóntun Undirritaður óskar eftir .... gjafaáskrift/um að ICELAND REVIEW 1978 og að 1977 árgangurinn verði sendur viðtakanda/ endum, nafn/nöfn og heimilisfang/fóng svo og greiðsla — kr. 3.600 fyrir hverja áskrift, eru hjálögð. Nafn __________________________________________________________ Heimili ________________________ Simi __________ Sendist ICELAND REVIEW, Pósthólf 93, Reykjavik. Þeim fjölgar stöðugt sem láta ICELAND REVIEW bera kveðju sína reglulega til vina og viðskiptamanna um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.