Morgunblaðið - 20.11.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1977, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1977 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir GunnarssOn. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Verzlunarfrelsi í þágu almennings Verðlagsmál hafa lengi verið til umræðu og skiptar skoð- anir um það, hvort hagsmunir neytenda séu bezt tryggðir með verðlagsákvæðum á borð við þau, sem nú eru við lýði eða afnámi verðlagshafta. Nú fyrir nokkrum dögum samþykkti verðlagsnefnd 10%hækkun álagningar, sem í raun þýðir, að álagning hækkar um 1 prósentustig á þeim vörum, sem hingað til hefur mátt leggja á 10% o.sv.frv. Þessi leiðrétting er gerð til þess að gera verzluninni kleyft að standa undir auknum útgjöldum en t.a.m. launakostnaður einn á þessu ári hækkar um 60%. Þessari ákvörðun verðlagsnefndar var tekið með þeim hætti á síðum kommúnistablaðsins, að verzlunin hefði fengið afhentar yfir borðið 3000 milljónir króna. Sú yfirlýsing er einkar athyglisverð í Ijósi þess, að enn hefur verzlunin ekki í tið núverandi ríkisstjórnar fengið samþykkta jafn háa álagningu og hún hafði í viðskiptaráðherratíð Lúðvíks Jósepssonar. M.ö.o. þegar Alþýðubandalagið fór með við- skiptamál fékk verzlunin hærri álagningu en hún hefur i dag! En hvað sem þvi líður er Ijóst, að fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þvi, að núverandi verðlagsákvæði eru neytendum í óhag. Raunar heyrast nú stöku raddir í hópi kaupmanna um það, að þeim sjálfum henti betur að viðhalda prósentuálagningarkerfi, þótt yfirgnæfandi meirihluti verzlunarstéttarinnar sé áreiðan- lega þeirrar skoðunar. að frelsi í verðlagsmálum sé öllum fyrir beztu. Morgunblaðið hefur lýst eindregnum stuðningi við afnám verðlagsákvæða og frelsi i verðlagsmálum. Þessi stuðningur Morgunblaðsins við frelsi á þessu sviði byggist fyrst og fremst á þeirri sannfæringu blaðsins, að með frelsi í verðmyndun sé hagur neytenda bezt tryggður. ®y99Í®n<ii rök hafa verið færð fyrir þvi, að meðan núverandi verðlagningarkerfi er við lýði stuðlar það að óhagstæðum innkaupum frá útlöndum og hærra vöruverði. Verðsamkeppni í matvöruverzlun sem fer stöðugt vaxandi sýnir hins vegar, að verzluninni er treystandi fyrir frelsi á þessu sviði og að það mun tryggja neytendum lægra vöruverð Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, ræddi verðlagsmálin sérstaklega á fundi Kaupmannasamtaka íslands í liðinni viku. Á fundi þessum lýsti forsætisráðherra yfir eindregnum stuðn- ingi við frelsi i verðmyndun en benti jafnframt á, að verðlags- höft hefðu um langa hrið verið trúaratriði hjá hagsmunasam- tökum og stjórnmálaflokkum. Hins vegar kvaðst hann þeirrar skoðunar. að viðhorf almennings væri að breytast og slík hugarfarsbreyting fólksins í landinu væri forsenda þess að unnt yrði að koma á frelsi á þessu sviði. Geir Hallgrimsson upplýsti á þessum fundi. að væntanlega yrði frumvarp að nýrri verðlagslöggjöf lagt fyrir þetta þing og afgreitt. Hann kvað augljóst, að i frumvarpi þessu mundi felast málamiðlun og vel gæti svo farið, að nauðsynlegt yrði að ganga lengra i málamiðlun en hann sjálfur teldi æskilegt til þess að koma umbótum fram. Hins vegar sagði forsætisráðherra, að hann teldi mikilsvert að fá fram einhverja breytingu í verðlagsmál- um, stiga eitthvert skref þannig að hreyfing kæmist á málin. í lok ræðu sinnar á fundi Kaupmannasamtakanna sagði Geir Hallgrimsson: „Ég er ekki að lofa gulli og grænum skógum og ég vara við of mikilli bjartsýni i sambandi við það frumvarp, sem lagt verður fyrir Alþingi um nýja verðlagslöggjöf. Það á vafalaust eftir að va(da einhverjum ykkar vonbrigðum. en það verður spor í rétta átt. Við skulum hafa það markmið fyrir augum að koma á frjálsræði i verðmyndun, á lánamarkaðnum og i gjaldeyrisverzlun, ekki vegna einnar stéttar heldur vegna heildarinnar Þvi mikilvæga hlutverki, sem verzlunin gegnir, getur verzlunin þvi aðeins sinnt að hún hafi til þess viðunandi skilyrði." Þau verðlagshöft, sem hér hafa verið við lýði i áratugi. hafa litt dugað i baráttunni gegn verðbólgunni. Það er timi til kominn að reyna nýjar aðferðir. Ein þeirra er sú að afnema verðlagshöft og gefa verzlunina frjálsa einnig að þessu leyti. Slikt frelsi mun stórauka samkeppni í verzlun og verða kaupmönnum og innflytjendum hvatning til þess að ná hagstæðum innkaupum. Mörg rök hniga að þvi, að vöruverð til neytenda myndi beinlinis lækka, ef þessi háttur er á hafður, enda þótt hagur verzlunar batni einnig vegna hagstæðari verzlunarhátta Við eigum að gera þessa tilraun, ekki fyrst og fremst vegna verzlunarstéttarinnar, heldur vegna almennings, vegna neytenda. Matvæla ástandiö er med skásta fyrtrbari i «"d' Or. Jvkyl' H I yfirl«lú «»«inl1 .r * raun«r «»k. (f! .tel Söru I óvember nk. ’2 utanUndsferðir. td krónur. 6 »ly« irrBlil I ■» ■» I Sovjfrlkjunu ■ Ida JöMp nokk - -. ijomuou «1 Ilrei J»»»p þrui brrvih lra«i uverandi lluglreyi* Rey kj avíkurbréf Laugardagur 19. nóvember Dr. Jekyll Fyrra sunnudag birti Magnús Kjartansson dálítið furðulega rit- smíð um Ólaf Jóhannesson, fyrr- um forsætisráðherra sinn, og fylgdi henni stór teikning af hin- um síðarnefnda eftir Kjartan Guðjónsson, þar sem Ólafur er að leggja framsóknarkabal, enda er þetta pólitísk mynd og styðst við ný-raunsæið í myndlist. Brosið á öiafi var svo ýkt, að minnir einna helzt á hvitu hrossbeinin, sem Finnur Jónsson málaði utan um söguna af strokuhestinum Stjörnu, og hékk lengi vel uppi í stofu 6. bekkjar B. í Menntaskól- anum í Reykjavík. Mynd Finns var þó ólikt áhrifameiri, enda stirðnar húmor Kjartans í brosi Ólafs Jóhannessonar með þeim hætti, að listrænt markmið mynd- arinnar hverfur til upphafs síns, svo að tekið sé til orða eins og ,,góður“ gagnrýnandi mundi gera, ef honum væri mikið niðri fyrir: pólitísk list þarfnast pólitískrar sannfæringar, En myndin af Ölafi Jóhannes- syni er að sjálfsögðu ekkert aðal- atriði í sambandi við furðusmíð Magnúsar Kjartanssonar, þvert á móti á hún einungis að vera dálít- il undirstrikun á heiti hennar, „Dr. Jekyll og mr. Hyde“. Af ein- hverjum dularfullum ástæðum minnir gálgahúmor Magnúsar talsvert á nýútkomna bók Örlygs Sigurðssonar, nema hvað fyndni Örlygs er að sjálfsögðu miklu náttúrlegri, einkum í afmælis- og minningagreinunum, enda sagði hann I samtali við ritara þessa bréfs: ,,Ég hef gefið sumum í af- mælisgjöf að skrifa ekki um þá í Moggann, og aðrir hafa frestað þvi að deyja af einskærum ótta við að ég mundi skrifa um þá minningargrein, t.a.m. frænkur mínar margar hér fyrir sunnan — og hafa þær náð háum aldri fyrir bragðið. Þannig hef ég stuðlað að langlífi fólks — og geri aðrir bet- ur. Annars fjallar allt sem ég skrifa um sjálfan mig, en það sér bara enginn." Ekki hefur Magn- úsi Kjartanssyni tekizt það, sem örlygi skáldbróður hans tókst: að fara I launkofa með sjálfan sig. En aftur á móti liggur í augum uppi, hver er tilgangur Magnúsar með greininni um Ólaf Jóhannes- son, þó að tilgangur Örlygs liggi ekki alltaf í augum uppi. En Ör- lygur segir, þó ,,að öíl ferðalög væru farin til horfinnar æsku“, eins og einhver framúrstefnu- maður hefur víst komizt að orði, „og því er ég alltaf að leita að barninu I sjálfum mér og öðrum“. Smíð Magnúsar Kjartanssonar er einnig ferðalag. En hann er ekki að leita að barninu í Ólafi Jóhann- essyni, síður en svo, heldur mr. Hyde, svo geðfelld, sem þessi sam- líking er! Grein Magnúsar Kjart- anssonar er þannig einnig ferða- lag, þó ekki inn I bernsku hans, heldur til þeirra ára, þegar þeir Magnús og Ólafur Jóhannesson sátu saman f vinstri stjórn með bros á vör og Magnús þóttist þess fullviss „að persónuleiki hans (Ólafs) er ekki vitund klofinn". t fyrrnefndu samtalskorni við örlyg sagði hann, að það fyrsta, sem hann gerði alltaf, þegar hann færi inn í flugvél væri að taka fram ælupokann, teikna mynd á hann og fá sér bjór til að yfirstíga flughræðsluna, „en hún fylgiröll- um stórséníum, eins og kunnugt er .. og eina Ieiðin til að yfirstiga hræðsluna er að ganga á vit henn- ar trekk í trekk“. Það er augljóst, að Magnús Kjartansson á eitthvað svipað erindi við Ólaf Jóhannes- son, ef dregnar eru ályktanir af sálfræðilegri útlistan Örlygs Sig- urðssonar. Og enda þótt Magnús Kjartansson hafi ekki gengið á vit hræðslunnar „trekk I trekk“ til að yfirstíga hana, hefur hann nú a.m.k. gert það einu sinni of oft. Pólitísk hræðsla er sízt betri en önnur hræðsla, þvi að hún er ótti við að missa völd oj* yfirráð. Það er dálítið spaugilegt og sorglegt í senn að horfa upp á Magnús Kjartansson af öllum mönnum sakna þess með einstæðum hætti að vera nú ekki lengur spilafélagi Ólafs Jóhannessonar og þeirra framsóknarmanna, en huggar sig alfarið við þá fullyrðingu Steins Steinars, að það hafi verið vit- laust gefið: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefid. Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Hitt er undanskilið, hver gaf. Það var „nefnilega" íslenzka þjóð- in í síðustu kosningum! Allt er þetta í anda Örlygs Sig- urðssonar og undarlegt, að hann skuli ekki enn hafa tekið þátt í þessu spili. Engum væri ætlandi að spila það með jafn eftirminni- legu brosi á vör. En pólitíkusarnir hafa allir staðið saman um það sem einn maður, að Örlygur Sig- urðsson og hans líkar kæmust ekki að spilaborðinu, enda hefði hann klumskjaftað þá á auga- bragði, og jafnvel Magnús Kjart- ansson hefði flúið á vit bernsku sinnar og aldrei snúið aftur, því að Örlygur er náttúrukraftur, sem ekkert stenzt, en það er Magnús ekki. Og það sýnir betur en flest annað, hvað lýðræðið er í raun og veru húmorlaust, að Bandaríkjamenn skuli vera að velta því fyrir sér mánuðum og jafnvel árum saman, hvort þeir eigi að leyfa konkorde-þotum að lenda í New York vegna hávaða, á sama tíma og örlygur Sigurðsson er þar aufúsugestur. Órlygur segist vera „lítillátur listamaður" og eiga þeir Magnús Kjartansson lítillætið sameigin- legt, eins og alkunna er. En hann og þeir á Þjóðviljanum geta lært fleira af Örlygi, t.a.m. það, sem hann segir sjálfur um ritsnilli sína, að „hér stendur bunan eins og vélbyssuspýja út úr þessum lítilláta listamanni ...“ En það er engin vélbyssuskothríð úr Þjóð- viljanum og hefur ekki verið — og engir fallið fyrir þeirri kúlna- hríð, nema spörfuglar og þreklitl- ir pólitískir spjátrungar. — eða mr. Hyde Af þessu sést, að grein Magnús- ar Kjartanssonar minnir talsvert á nýja bók Örlygs Sigurðssonar, fremur en Robert Louis Steven- son, enda þótt frumleikann skorti og slagkraftinn og þá ekki sízt þennan „sveiflukennda mandó- línsskjálfta og iistræna titring", sem er einkenni á skrifum skáld- málarans, eins og hann lýsir því sjálfur. En það er eftirtektarvert, hve Magnúsi hefur hrakaö í list- rænu mati, því að sú tilvitnun í fslenzka ljóðlist, sem honum virð- ist hvað eftirminnilegust, er svo- hljóðandi: Þetta er Hlíðarhreppsnefndin, hún er að skríða í Kuðunginn. Ekki er frfður flokkurinn, mér finnst að prýði hundurinn. Sjá nú allir að þarna er verið að læða inn í úttekt um Ólaf Jóhann- esson dálitlum lofspng um „hund- ínn“, sem lagður hefur verið yfir hálendi íslands og er nú farinn að gelta. Þetta er sem sagt ættjarðar- ljóð um orkustefnu Magnúsar Kjartanssonar, iðnaðarráðherra, en það er annar maður en sá, sem nú situr á þingi og æfir sig í fornum framburði íslenzkum, eins og kunnugt er. Þó eru áhrif Örlygs Sigurðsson- ar á Magnús Kjartansson greini- legust í þessum lævísu setning- um, þar sem Magnús skýlir sér á bak við ummæli forseta Samein- aðs þings, Asgeirs Bjarnasonar, og væri nú gaman að vita, hvort Asgeir treystir sér til að standa við þær fullyrðingar, sem Magnús hefur eftir honum: „Ég þekki að vísu þær kenningar sumra sál- fræðinga að menn geti haft tví- jafnvel Örlygur Sigurðsson dott- inn út úr myndinni. Magnúsi Kjartanssyni hefur tekizt að klumskjafta hann á prenti. Það er eins og dottið hafi á dúnalogn og spilamennskan sé ekki lengur grin, heldur forboði mikilla tfð- inda: hundabyssuhvellur og tjald- ið fellur. Farsinn er orðinn að átakanlegum vestra, kúrekarnir tyggja vindlana, brjóta viskíglös- in, leita sér skjóls með hendur á byssubeltinu — og af öllum mönnum stendur Asgeir Bjarna- son einn á sviðinu, þegir þunnu hljóði af alkunnri Ijúfmennsku, svo að enn sé vitnað i Magnús Kjartansson, og bíður þess, sem verða vill. Það er ekki undarlegt, þó að hann vilji nú hætta þessum leik. En þar sem Þjóðviljinn er aL vörublað, eins og allir vita, og Magnús Kjartansson alvörupóli- tíkus, þá eru nú orð Steins Stein- ars hætt að vera fyndin, þegar hann sagði af alkunnu æðruleysi: Við lifum á erfiðum timum. Þegar nokkurt málgagn á íslandi alið eins á hatri, tortryggni og öfund og Þjóðviljinn um margra áratuga skeið, með þeim árangri auðvitað, að svokallað stéttahatur er fyrir löngu orðið að eins konar mein- semd í mörgu fólki, bæði í Al- þýðubandalaginu og vinstra meg- in við það. Nú tekur Magnús Kjartansson allt í einu niður grimuna, sem hann notaði til að spila við Ólaf Jóhannesson, setur upp englahárið og gerir upp sak- irnar við engan annan en „föður Jósep Stalín" dauðan (auðvitað). Og hann talar svofelldum orðum við unga fólkið, sem ýmist flýr Alþýðubandalagið eða mænir þangað vonaraugum: „Þessi átak- anlega tímaskekkja (guðspjall Stalíns og annarra marxista af hans kynslóð) ætti nú að vera liðin hjá, en þó ástunda hópar af ungu og myndarlegu fólki hér á Íslandi enn þá iðju að tilbiðja baráttumenn eins og Trotský eða Maó og líta á kenningar þeirra eins og trúarbrögð ..Þetta eru allt í bezta lagi í baðstofu Þjóð- viljans? Hefur nokkur heyrt talað um erfiðleika hjá Alþýðubanda- laginu? Hafa t.a.m. ritskýrendur Þjoðviljans nokkurn tíma horft af öðrum eins sjónarhóli í saman- lagðri sögu blaðsins — eða hvað? Dæmi um útsýnið af þessum háa sjónarhóli birtist á sunnudag- inn í Þjóðviljanum, en hann mun vera hæsta þúfa, sem hægt er að komast upp á, að áliti marx- istískra húmorista. Þar segir m.a. svo — og „fríkar" höfundur greinarinnar að sjálfsögðu „út“ án þess að ganga fram af nokkr- um manni, enda hvorki efni né ástæða til þess: „Þó slá Reykja- víkurlýsingar hans flest úr (svo!) sem fyrr hefur verið gert: hljóðlátt er holtið en í hábænum iðkaður ómstrið- ur söngur var fyr ó langt er nú um liðið siðan láréttum í hinsta sinn þar verðir mér vörpuðu á dyr (útumholt&hólablús) skiptan persónuleika,. firna sund- urleitan. Eg las ungur fræga skáldsögu sem breski rithöfund- urinn Roberl Louis Stevenson skrifaði um þetta fyrirbæri á önd- verðri þessari öld, Dr. Jekyll og mr. Hyde. Hann greinir þar frá visindamanni, Jekyll að nafni, prúðum og drengilegum, sem finnur upp lyf til þess að draga fram verri hluta persónuleika sins. Þegar hann tekur inn lyfið breytir hann i senn um útlit og innræti, verður ferlegt afstyrmi sem vinnur hin verstu óhæfu- verk. Mér þótti sú kenning for- seta sameinaðs þings að Ólafur Jóhannesson væri fyrirbæri af þessu tagi harla kynleg; hins veg- ar láðist forsetanum að geta þess, hvort Ólafur væri Jekyll sem dómsmálaráðherra og Hyde sem formaður Framsóknarflokksins — eða öfugt.“ Nú er farið að hitna í kolunum. SpiJamennskan í algleymingi. Og Örlygur Sigurðsson er leiðinleg- ur, þá er hann samt skemmtileg- ur; en þegar Magnús Kjartansson er skemmtilegur, þá er hann ævinlega leiðinlegur. Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd Annað er það, sem vekur at- hygli i pökergrein Magnúsar Kjartanssonar: Þær áhyggjur, sem hann hefur af æsku flokks síns og bernskubrekum „róttækl- inga“ hér á landi. Magnús Kjart- ansson er að sjálfsögðu nógu gáf- aður maður til að sjá í hendi sér, að ástæða er til að hafa slíkar áhyggjur. En hann verður, ásamt flokksbræðrum sínum, að líta i eigin barm og leita þar svara við efasemdum sínum. Eða hefur alvöruþrungin aðvörunarorð til þessa unga fólks. En þau koma því miður úr hörðustu átt. Marx- isminn er hvergi iðkaður sem vís- indi, heldur trú og guðspjall. Hann er með sama marki brennd- ur og guðspjöll annarra ofsatrúar- manna. (Nú mun Sovétstjórnin jafnvel hafa sæmt morðingja Trotskýs æðsta heiðursmerki i til- efni af afmæli byltingarinnar — og þótti engum mikið!) En hví skyldi Magnús Kjartans- son þurfa að hafa allar þessar óskaplegu áhyggjur af æskunni? Er ekki i raun og veru allt í stakasta lagi? Situr ekki grallara- spóaleg fyndni húmorlausra marxista í fyrirrúmi i mestum hluta af því, sem skrifað er í Þjóðviljann, enda þótt hún birtist þar einatt sem hátíðleg alvara og grátt gaman? Magnús ætti að geta litið miklu glaðari pólitiska daga en fram kemur af grein hans um ólaf Jóhannesson. Eða er ekki „Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu" er einnig mjög gott dæmi um Reykjavíkur- rómantik Megasar, aðferðafræði hans, og ekki sist málfar, en þar segir meðal annars: I skoti utaní grjótinu anganþrungnu þríhyrndu, hvar þrifnaðar stundar biggi óstórar vandanir (!—ek) & í pakkhúsi við höfnina hlandgræna dröfnina þar eru helvítis göfugir kamrar — hurða andvani en þar gái ég mér á lókinn með göfgina i sálinni gulir eru straumar þinir hland mitt í skálinni. Fer því sú skoðun að verða ,,at- hugandi" hvort ekki sé orðið timabært að taka niður hausinn á Tómasi sem trónir á Langafortói og setja Megas í staðinn, þvi nú hefur þeim síðarnefnda fyrstum tekist það sem Tömas fyrstur reyndi: að yrkja boðleg reykjavík- urljóð. En þá er líka öruggt, að einhverjir myndu úthverfast (svo!) gjörsamlega." Þetta stendur svart á hvítu í Þjóðviljanum á sunnudaginn var, alþýðubandalagsfólki til íhugun- ar, en öðrum til efs um það, að menningarleg íhaldssemi „þjóð- frelsishetjanna" sé í fullum blóma. Og spyrja má með Magn- úsi Kjartanssyni: hvort er Þjóð- viljinn dr. Jekyll á sunnudögum og mr. Hyde hvunndags — eða öfugt? Það er athyglisvert, sem ungur rithöfundur, sérfræðingur í líf- fræðilegri sálarfræði, Ernir Snorrason, segir nýlega i samtali og á hér heima sem e.k. innskot og markverð áminning: „Ég var reyndar ekki í París árið 1968, heldur í borginni Tours. Við fór- um samt mikið til Parisar á fundi sem nefnd rithöfunda og náms- manna stóð fyrir. I þeirri nefnd voru meðal annars Jean-Paul Sartre og fleiri. Það kom strax i ljós þarna, að hreinleiki og einurð i skoðun Ieiðir til terrorisma í einhverri mynd. Terrorisminn þróast einhvernveginn uppúr byltingarhugsjón. Það er bara spurning um hvort lilgangurinn helgi meðalið, og hjá flestum er það nú ekki." Og enn fremur: ,,Ég var póli- tiskt hugsandi hér áður fyrr, en heltist einhverra hluta vegna úr lestinni. Er núna einna helst á því að allt sé að verða eins og Orwell lýsti því í bók sinni „1984“. Að allir séu að verða eins. En þó ég sé vinstrisinnaður þá get ég ekki hugsað mér að allir séu vinstri- sinnaðir." Nú veit að vísu enginn hvað er að vera „vinstrisinnaður", en ýmsir, ekki sizt „róttæklingar" við Þjóðviljann og „vinstra" meg- in við hann, mættu vel íhuga þessi orð ungs, leitandi manns, sem trúir ekki á „Stóra pabba", þjóðfélagið sem einhverja alls- herjar forsjón. Slik trú hefur i för með sér taugaveiklun, segir hann. Um slíka taugaveiklun fjallar þetta Reykjavikurbréf. r Arangur marxistískra „vísinda” En snúum okkur aftur að spila- mennsku Magnúsar Kjartansson- ar. Hann segir um Jósep Stalín: „Það slys gerðist í sögu marxism- ans, að í Sovétríkjunum komst til valda Jósep nokkur Stalín, sem ungur hafði verið sendur i skóla grísk-kaþólskra guðfræðikreddu- meistara í Tvílýsi, þar sem augu Geirs Hallgrímssonar hættu allt í einu að vera alvarleg en ljómuðu af gleði í haust. Jósep þessi breytti fræðikenningu í guðspjall sem enginn hefði hæfileika til þess að túlka nema hann sjálfur, en ef aðrir reyndu það urðu þeir að sætta sig við opinberar galdra- brennur samkvæmt fordæmi ka- þólskra . . .“ Aður var Magnús Kjartansson búinn að fullyrða, að Alþýðubandalagið væri flokkur „sem styðsl við fræðikenningar marxista. í þvi sambandi er vert að rifja upp, að marxisminn er fræðikenning, tilraun til þess að skilgreina þjóðfélagsvandamál á hliðstæðan hátt og náttúruvísind- in kanna og skilgreina náttúrulög- málin." Nú vita samt allir, að einu vís- indin. sem hafa sprottið af þessari fræðikenningu eru þau sem kenna fólki að útrúma samherj- unt sinum jafnt sem andstæðing- um, hvernig eigi með vísindaleg- um aðferðum að koma alheil- brigðu fólki inn á geðveikrahæli og pynta það þar með aðferða- fræði dr. Jekylls, og hvernig hægt er á vísindalegan hátt að murka . lifið úr rithöfundum, þagga niður í þeirn eða senda þá með valdi í útlegð. Þetta eru einu sjáanlegu merki hinna miklu „marxistísku visinda", sent Magnús talar um. Hann og raunar allir aðrir ættu að kynna sér vandlega grein, sem dr. Sigurður Friðjónsson. háskóla- kennari i líffræði, skrifaði i Morg- unblaðið næstliðinn sunnudag undir fyrirsögninni: Valdstjórn og visindi. Þar fjallar hann um hin marxistísku „vísindi", og hve grátt þau hafa leikið sovézku þjóðina. Niðurstaðan i þessari stórmerku grein dr. Sigurðar um örlög erfðafræði i Sovétríkjunum og Lysenkós eru m.a. þessar: Um Vavilov: „safn hans varpar nýju ljósi á allar hugmyndir okk- ar um uppruna nytjajurta". (Vavilov var dæmdur til dauða: hann Iifði ekki af fangavistina og dó úr næringarskorti 26. janúar 1943); um marxistísk „vísindi": „vis- indalegar rannsóknir eru beygðar undir ok hugmynda um stéttabar- áttu, sem eru þeim framandi. Þessi tilraun til að binda visindi á ákveðinn stjórnmálalegan klafa felur i sér misþyrmingu hinnar vísindalegu aðferðar og fráhvarf frá frjálsri hugsun"; um marxisma og nazisnta: „Hugmyndin um aðgreiningu borgaralegrar líffræði frá öreiga- liffræði á grundvelli stéttahug- taka er hliðstæð tilraunum naz- ista í Þriðja riki Hitlers til að kljúfa visindi í arýsk norræn of- urmennavísmdi og gyðingleg bolsevísk væsklavisindi á grund- velli kynþátta. Hin visindalega aðferð viðurkennír engar aðgrein- ingar af þessari tegund... A sama hátt og kynþáttahugmyndir nazista voru harla losaralegar var merking hugtaksins „borgaraleg- ur visindamaður" í reynd övið- komandi þjöðfélagsstéttum, held- ur táknaði einfaldlega mann. er dirfðist að hafa skoðanir óháðar Flokknum. Notkun þessa hugtaks varð eitt af tækjum einræðisríkis- ins til að binda visindi á stjórn- málalegan klafa og leiddi um síðir til 4ortimingar þeirra greina, er fyrir árásinni urðu“; um árangurinn: „Visindi voru bundin á stjórnmálalegan klafa. Fyrirbrigði og kenningar er koma stjórnmálaerjum á engan hátt við voru ýmist flokkaðar sem „aftur- haldssamar" eða „framsæknar". Hér að ofan hafa þegar verið nefnd fjölmörg dæmi um villi- mennsku af þessari tegund. Hinir sovézku vandhafar urðu fórnar- lömb eigin áróðurs. Tortiming erfðafræði hafði í för með sér beinar og grafah-a’-War afleiðin- ar fyrir sovézk;- ha- sei l'ið." Hvers á Stalín að gjalda? Og nú má spyrja: Tóku forystu- menn Alþýðubandalagsins aldrei þátt í galdrabrennununt? Hafði Þjóðviljinn aldrei neitt að segja um hin marxistísku „visindi" i Sovétríkjunum? Hvernig væri nú að taka niður englahárið, Magn- ús? Þegar Stalín dó. 5. marz 1953, birtist svofelld forystugrein - i Þjóðviljanum tveimur dögum síð- ar og væri nú ekki úr vegi. að Magnús Kjartansson. þáverandi ritstjóri Þjöðviljans, legði út af henni, næst þegar hann tekur sér penna í hönd? Það má vera, að lærimeistari hans. Einar Olgeirs- son, geti lánað honum pennann, sem forystugreinin var skrifuð með — en margt skrítið hefur verið skrifað i Þjóðviljann með þeim penna — og er enn: „Stalín er látinn. Með honum hafa allir hinir fjórir miklu braut- ryðjendur og lærifeður sósialism- ans: Marx, Engels. Lenín, Stalín, kvatt oss. Einhverri stórbrotn- ustu ævi, sem lifað hefur verið. er lokið. Með klökkunt hug og djúpri virdingu hugsa allir þeir. sem berjast fyrir sósialisma á jörðinni. til hins ógleymanlega. látna leið- toga. Vér minnumst hins unga eld- huga. sem vakti undirokaða þjóð sina til baráttu fyrir frelsi og tendraði neista sósialismans í brjósti kúgaðs verkalýðs Kákasus- landanna. Vér hugsunt til baráttumanns- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.