Morgunblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1977 Innanlands- flug gengur erfiðlega INNANLANÐSFLUG hefur gengið heldur erfiðlega að undanförnu vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar, blaða- fulltrúar Flugleiða. i gærmorgun tókst að fljúga þrjár ferðir til ísafjarðar, þar af eina með vörur og sömuleið- is tókst að fljúga þrjár ferðir til Patreksfjarðar en ófært var til Þingeyrar. Síðdegis í gær var hægt að fljúga til Akureyr- ar að nýju og voru farnar fjór- ar ferðir þar af ein með vörur. Til Egilsstaða voru flognar tvær ferðir, en ekki var útlit fyrir að hægt yrði að fljúga til Vestmannaeyja og einnig var slæmt útlit með flug til Húsa- víkur. Fyrirlestur um varnir gegn tannskemmdum Prófessor Yngve Ericson, dr. odont. frá Karolinska Institu- tet i Stokkhólmi, heldur fyrir- lestur og svarar fyrirspurnum um notkun fluors gegn tann- skemmdum í kvöld i Norræna húsinu klukkan 17.30. Fyrir- lesturinn er fluttur á ensku og er opinn öllu áhugafólki. Eric- son kemur hingað á vegum Tannlæknadeildar Háskóla ís- lands. Eldur í sumarbústað ELDUR kom upp i sumarbú- stað við Vatnsendablett laust eftir hádegi i gær. Slökkviliðið kom á staðinn og réð niðurlög- um eldsins á skömmum tima og urðu skemmdir litlar. Eig- andi bústaðarins hafði kveikt upp í ofni ög eldur komizt í loft bústaðarins. Þjóðhagsstofnun um 1977: 60% launahækkun 32% verðhækkun NÚ MÁ reikna með að verðhækk- unin á árinu verði 32% að því er segir í nýútkomnu riti Þjóðhags- stofnunar um þjóðarbúskapinn. Launahækkunin á árinu stefnir í 1 60%, sem er eitt mesta stökk á einu ári frá 1942 og er „að mörgu leyti um svipaða hækkun að ræða og fólst í gerðum samningum 1974, en eins og kunnugt er komu fullar verðlagsbætur samkvæmt ákvæðum þeirra samninga aldrei Lentu í Hrakningum á Ólafsfjarðarmúla Ólafsfirði, 23. nóv.— ÞRÍR menn lentu I hinum mestu erfiðleikum í nótt, er þeir voru 12 klukkustundir að komast frá Dal- vik til Ólafsfjarðar, en seinni- hluta dags í gær skall hér á norðan stormur með mikilli snjó- komu. Mennirnir, sem voru á jeppabifreið, voru komnir þar sem Múlavegurinn er hæstur, en þá var veðrið orðið svo slæmt að lengra varð ekki komizt. Gátu þeir haft talstöðvarsamband við Ólafsfjörð og gert grein fyrir hvernig komið væri fyrir þeim. Haft var samband við björgunarsveitina á Dalvík, sem lagði af stað og ætlaði að freista þess að koma mönnunum til hjálpar á snjóbíl. Sóttist ferðin seint sökum storms og snjókomu. Komust þeir eftir 5 klukkustunda barning að sæluhúsi Slysavarna- félagsins, sem er Dalvíkurmegin við Múlann. Björgunarsveitin á Ólafsfiðri hafði einnig freistað þess að ná til mannanna, en skyggni var bókstaflega ekkert vegna hríðarinnar og sást ekki út úr augunum. Um klukkan 04 i nótt tókst þremur skíðamönnum, þeim Birni Þór Ólafssyni, Hauki Sigurðssyni og Guðmundi Garðar- syni, af miklu harðfylgi að brjót- ast til mannanna með hlýjan fatn- að og mat. Aðstoðuðu þeir siðan mennina við að komast tii Ólafs- fjarðar og var hópurinn kominn hingað klukkan um 07 i morgun, Geta má þess, að um 20 mínútur tekur að aka milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í góðu færi. Mennirnir, sem lentu í þessum hrakningum, voru þeir Rúnar Sigvaldason, Grímur Bjarnason og Friðrik Eggertsson. —Jakob. til framkvæmda." Nú er búizt við að útflutningsframleiðslan í heild aukizt nm 13% frá fyrra ári og útflutningsverólag i erlendri mynt er talið munu hækka um 18—19% frá árinu 1976 á sama tíma og innflutningsverðlag hef- ur hækkað um 7—8%. Þjóðar- framleiðslan er talin munu auk- ast um 4%, en þjóðartekjurnar hins vegar um nærri 7.5% að raungildi. Búizt er við að þjóðarútgjöld að frátöldum birgðabreytingum auk- izt um 6%, einkum vegna 8% áukningar einkaneyzlu. Talið er að vöruinnflutningur muni auk- ast um nær fimmtung, en allur innflutningur vöru og þjónustu um 16%. Vegna mikillar hækkun- ar útflutningsverðlags veldur þetta ekki auknum viðskipta- halla, heldur er nú spáð, að hann verði um 4 milljarðar króna, eða nálægt 1% af þjóðarframleiðslu samanborið við 1.7% i fyrra og 11—12% tvö árin næst á undan. Reiknað er með að jöfnuður fjár- magnshreyfinga verði jákvæður um 10 milljarða króna, einkum vegna 16 milljarða króna lántöku umfram afborganir eldri lána, þannig að gjaldeyrisstaðan batnar liklega um nálægt 6 milljarða króna. Erlendar skuldir til langs tíma nema nú nálægt 129 millj- örðum, eða um 36% af þjóðar- framleiðslunni. Samtöl við Jónas Bók Indriða G. Þorsteinssonar byggð á samtölum við Jónas frá Hriflu BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út bókina „Samtöl við Jónas — sviðmesta mann sinnar samtfðar". eftir Indriða G. Þor- steinsson. Jónas Jónsson frá Hriflu var dóms- og kirkjumálaráðherra í stjórn Tryggva Þórhallssonar og hefur hann alla tíð verið mjög umdeildur. Vinnuslys í Hafnarfirði ÞAÐ slys varð vió nýbyggingu Engidalsskóla i Hafnarfirói í fyrrakvöld, að iðnaðarmaður féll ofan i nýgrafinn grunn um 5 metra fall og meiddist töluvert á fótum. Kolniðamyrkur var þegar þetta gerðist og varð maðurinn ekki var við grunninn. Þykir mesta mildi að ekki skyldi verr fara. Bók Indriða G. Þorsteinssonar er byggð á samtölum vió Jónas. í frétt frá útgáfunni segir m.a., að Indriði skili honum sem mannin- um Jónasi Jónssyni og lýsi því, hverjir voru helztu örlagavald- árnir í lífi hans. Á bókarkápu er mynd af Jónasi Jónssyni og Magnúsi Kristjáns- syni fjármálaráðherra á tröppum stjórnarráósins skömmu eftir stjórnarmyndunina árið 1927. I bókinni er fjöldi mynda af Jónasi, fjölskýldu hans og samferða- mönnum og áður óbirt gögn. Þar á meðal hluti úr bréfi þvi sem Alþýðuflokkurinn skrifaði Jónasi að lokinni stjórnarmyndun 1934, þar sem forystumenn flokksins gera grein fyrir því hvers vegna þeir höfnuðu honum sem ráð- herra. Bókin er filmusett og prentuð í prentsmiðjunni Odda h.f., Korpus h.f. filmaði myndir og Sveinabók- bandió h.f. batt bókina. Kápugerð annaðist Rósa Ingólfsdóttir. Jónas Jónsson Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Sjómenn óánægðir með árangur Péturs Sigurðssonar og telja sig hafa verið útilokaða frá prófkjörinu KRISTJÁN Guðmundsson skip- stjóri á Úðafossi kom í gær að máli við Morgunblaðið og kvað sjómenn vera óánægða með út- komu Péturs Sigurðssonar al- þingismanns í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins um helgina og einnig væru þeir óánægðir með framkvæmd kjörsins. Kristján sagði. „Eftir því sem ég þekki til mála gegnum árin þá hefur Pét- ur Sigurðsson mikinn stuðning meðal sjómanna. Kom hann í fyrstu inn á þing fyrir stuðning sjómanna og því er árangur hans nú okkur sjómönnum áhyggjuefni þar sem við teljum hann okkar fulltrúa. Sjómenn áttu i miklum erfið- leikum með að geta haft ein- hver áhrif á úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins vegna framkvæmdar þess. Vegna starfa okkar má telja útilokað fyrir okkur að tak'a þátt i svo stuttu prófkjöri. Við hefðum þurft að geta greitt atkvæði á einhvern máta. Eins og prófkjör hafa þróast þá hafa menn að einhverju leyti getað séð hvert stefndi og því mikilvægt nú að við sjó- menn gætum greitt atkvæði. Kristján stjóri. V. Guðmundsson skip- Við hefðum ekki látið ýta Pétri Sigurðssyni átakalaust til hlið- ar, heldur tekið þátt i þessari atkvæðagreiðslu hefði fram- kvæmd hennar gert okkur það kleift. Ef framkvæmd prófkjörSins var ætlað að sýna lýðræði í verki þá finnst mér farið að halla á lýðræðið þegar stór hóp- ur manna er útilokaður frá þátttöku í prófkjörinu. Ég vil i þessu sambandi benda á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gjarnan átt rneiri hluta utan- kjörstaðaratkvæða i Alþingis- kosningum. Jólakort Styrktarfélags vangefinna Nýkomin eru á markaðinn jólakort Styrktarfélags vangef- inna teiknuð af listakonunni Sólveigu Eggerz Pétursdóttur. Kortin verða seld á heimilum félagsins, Bjarkarási, Lyngási og Læk, svo á skrifstofu félags- ins að Laugavegi 11 og í verzl- uninni Kúnst Laugavegi 70. Allur ágóði af sölunni rennur til málefna vangefinna. * Anægja með tillögu um uppsafnaðan söluskatt Félag Islenzkra iðnrekenda hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna framkom- innar tillögu til þingsálýktun- ar vegna uppsafnaðs sölu- skatts af útfluttun iðnaðarvör- um: Félag íslenzkra iónrekenda lýsir yfir ánægju sinni með framkomna tillögu til þings- ályktunar og beinir þeim ein- dregnu tilmælum til háttvirtra alþingismanna, að þeir styðji hann, því með afgreiðslu máls- ins, sem tillagan gerir ráð fyr- ir, væri rutt úr vegi einni al- varlegustu samkeppnishindr- un útflutningsiðnaðarins. Pólsk grafík á Kjarvalsstöðum Nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum sýning á pólskri grafik- list, sem Listráð Kjarvalsstaða stendur fyrir. Á sýningunni eru 142 verk eftir 34 lista- menn. Nú hafa um 85 verk selst. í sambandi við sýning- una haýa verið haldnir fyrir- lestrar og á sunnudag n.k. verður leikin pólsk nútímatón- list i austursal Kjarvalsstaða. Land rís áfram en skjálftar eru færri LANDRIS hefur áfram við Kröflu og mun landhæð vera orðin meiri en hún var i desember 1975. Híns vegar mun halli stöðvarhússins við Kröflu ekki vera orðinn eins mikill og hann var í september síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum skjálftavaktarinnar í gær. urðu aðeins 3 skjálftar á tim- bilinu frá klukkan 19 í fyrra kvöld og þar til siðdegis i gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.