Morgunblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER 1977
Sr. Bernharður Guðmundsson skrifar frá Austurlöndum nær:
Við erum öðruvísi
Aröbunum þremur sem sátu vio
hlið mér í breiðþotunni, lá eitthvað
mikið á hjarta. Þeir töluðu saman
með andköfum og miklum bending
um, litu ýmist á klukkuna eða landa
kortið. Einn þeirra hafði samanrúll-
aða mottu í kjöltu sér, annar hafði
festi með brúnum kúlum milli hand-
anna. Flugvélin var að lækka flugið,
við vorum að lenda íTeheran, höfuð
borg frans. Arabinn sem hélt á mott-
unni, stendur upp og gengur fram að
eldhúsi vélarinnar, þar var nokkurt
gólfrými. Hann breaðir úr mottu sinni
og leggst á kné. Flugfreyja kemur
aðvífandi og vísar manninum við-
stöðulaust til sætis, enda voru öll
Ijós til lendingar tendruð. Það ríkir
augsýnilega vandræðaástand þarna
við hlið mér, mikið japl og jaml og
fuður — á arabisku.
Flugvélin lendir og sessunautar
mínir eru fyrstir út úr vélinn. Far-
þegaröðin mjakast út, en fljótlega
stanzar hún, menn standa hálfbognir
við sæti sín með þungan handfar-
angur og ekkert gengur né rekur, —
það sígur í menn. Við skyggnumst út
um gluggann og lausn gátunnar
blasir við. Sessunautar mínir þrír
höfðu þotið niður stigann frá flugvél-
inni. Strax og þeir snertu jörðu,
flettu þeir í sundur bænamottum
sínum, sneru sér til Mekka og áköll-
uðu Allah og spámanninn Múhameð
hástöfum. Stundin var runnin upp er
gera skyldi kvöldbæn, þeir voru
meira að segja of seinir. Ekkert
skyldi þvi letja þá við bænariðjuna,
ekki einu sinni 340 flugfarþegar sem
komust ekki niður úr stiganum, án
þess að ganga yfir hina trúföstu!
Starfslið flugvallarins kom með
annan stiga og tengdi við aðrar út-
göngudyr á vélinni aftast. Farþega
skarinn mátti snúa við og ganga með
byrðar sínar eftir endilangri vélinni.
Ekki voru þeir allir sérlega fegnir því.
En það fór ekki milli mála að við
vorum komin i land, þar sem ytri
trúarform eru virt, svo ekki sé meira
sagt.
NÝJIR STRAUMAR
,,Við erum öðruvísi en Arabarnir,"
segja íranir oft og það verður strax
Ijóst á flugstöðinni. Ríkmannlega og
fallega klætt fólk, smekklegir og vel-
hirtir salir, áreiðanleg og hröð þjón-
usta — þetta var sannarlega önnur
reynsla en menn verða gjarnan fyrir i
Arabalöndum. íranir eru líka öðruvisi
útlits en Arabar almennt, trúarbrögð
þeirra eru af annarri grein
Múhameðstrúar en algengust er í
Arabalöndum. Afganar og Pakistan
ar eru næstir þeim í mannfræðileg-
um skilningi og að mörgu leyti
félagslega líka, þótt hins vegar vest-
ræn áhrif séu geysimikil i landinu.
Þau eru þó mest á ytra borði og helzt
i höfuðborginni. Miðborg Teheran
gæti i rauninni verið hvar sem væri á
Vesturlöndum. Stórverzlanir, háhýsi,
pylsubarir, breiðstræti og mögnuð
bílaumferð setja svip sinn umfram
allt á þann hluta borgarinnar.
Aðspurður um erlend menningar-
áhrif, segir Shamaandian, útvarps-
stjóri þar:
— Nei við erum ekki hærddir við
þessi amerisku og evrópsku áhrif,
menning okkar er eldri en tvævetur
og hún hefur safnað i sig þvi bezta
frá nágrönnunum hingað til, það ger-
ir hún enn. Við höfum margt að læra
af ykkur, en hið nýja verður allt að
tengjast hefðum okkar og verða
hluti af persneskri menningu.
OF MIKIÐ —
OFSNEMMA
Það kann að vera að Shamandhian
vinur minn hafi rétt fyrir sér, en það
er hins vegar Ijóst að Írarnir hafa
ekki ráðið við hraðann sem komst á
fjármál þeira við tilkomu olíugróð
ans. Geysimiklar frmkvæmdir hafa
átt sér stað, húsbyggingar, gatna
gerð, orkuver og fleira. GöturTeher-
an eru til dæmis skreyttar geysimikl-
um Ijósaflúri. En það er slökkt á
perunni. Það er geysilegur rafmagns-
skortur á borginni, því að kjarnorku-
stöðvarnar eru ekki tilbúnar. Sama
gildir um umferðina. Umferðaröng-
þveiti rakir, bílar hafa verið fluttir inn
áður en hægt var að sjá fyrir bíla
stæðum eða breikka götur. Hvergi
hef ég séð umferð móta eða réttara
sagt lama líf almennings sem í
Teheran. Göturnar eru svo troðfuliar
af bilum, og það er sem flóðalda
steypist fram þegar grænt Ijós kemur
á götuvita. Flestir verja allt að tveim
timum til að komast til vinnu á
morgnana
Sahmaadian lýsir ástandinu.
— Þá erum við orðin þreytt og
ergileg þegar við loksins komum i
vinnuna og svo kviðir maður þvi að
fara heim á kvöldin. Það er ekkert
félagslif hér lengur. Ef siminn hringir
siðdegis heima, er maður dauð-
hræddur um að einhver sé að bjóða
okkur heim. Við orkum ekki að fara
aftur út á kvöldin, þótt umferð sé þá
ögn minni.
UNDIR EFTIRLITI
Við fyrstu sýn virðist íran vera
opið þjóðfélag. Ekki þarf vegabréfs-
áritun til landsins, litið um inn-
flutningshömlur enda mikið vöruúr-
val i verzlunum. Hins vegar verður
manni Ijóst við nokkra dvöl i land-
inu, að fólk lifir við mikla pressu og
ófrelsi. Menn eru tregir til að ræða
þjóðmál, nema undir fjögur augu.
Það er sagt að Savak, íranska leyni
lögreglan, sé á borð við þá suður-
afrisku og þúsundir pólitiskra fanga
séu í fangelsi við bágar aðstæður.
íranskir stúdentar erlendis hafa
kraftmikil samtök sem vinna gegn
núverandi stjórn keisarans, sem virð-
ist hafa misst tiltrú fólks vegna
margvislegrar spillingar og mistaka
sem komist hafa upp.
— Það er að skapast tóm í þjóðlíf-
inu, og eitthvað mun gerast á næstu
árum sem fyllir það. Kannski verður
það marxismi, kannski kristindómur,
— sagði ungur arkitekt við okkur og
hann bætti við — Við erum öðruvisi
en Arabarnir og munum fara okkar
eigin leiðir, en það er eitthvað i
vændum. Þess vegna er svo gaman
að vera írani nú. —
Það verður spennandi að fylgjast
með framþróun mála i íran, þar sem
andstæðurnar eru á hverju leiti. Við
gengum inn á markaðinn, souk, sem
hann kallast og fylgdumst með fólk-
inu, sem situr árlangt við að hnýta
hin undirfögru teppi. Flest voru það
börn og konur, sem sveipuðu sig
dökkum silkidúkum, svo sem for-
piæður þeirra hafa gert frá aldaöðli,
svo að við sáum einungis hendur
þeirra sem hnýttu hina örsmáu
hnúta með ótrúlegri fima og öryggi.
Út um gluggann sáum við stóran
byggingarkrana lyfta stálbitum uppá
nýbyggingu. Það var ung stúlka sem
stjórnaði krananum.
Inngangur í „Souk“-markaðinn í franskri borg.
Menningarsjóður:
Rit með úrvalsgrein-
um eftir 21 höfund
BOKAUTGAFA mcnningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins hefur gefið
út „Islenzkar úrvalsgreinar II“.
Greinarnar eru valdar af Bjarna
Vilhjálmssyni þjóðskjalaverði og
Finnboga Guðmundssyni lands.
hók avrHÍÍ.
1 bókinni eru greinar eftir 21
höfund, sem allir eru fallnir frá.
Greinarnar eru ritaðar eftir síð-
ustu aldamót að einni undanskil-
inni, sem er eldri.
M0todár greinanna í „Islenzk-
ár urvalsgr “i'nTr TT* enrArm
Jónsson frá Múla, Asgeir Asgeirs-
son, Bjarni Benediktsson frá Hof-
teigi, Einar Arnórsson, Guðmund-
ur Kjartansson, Guðrún H. Finns-
dóttir, Halldór Hermannsson,
Helgi Hjörvar, Indriði Einarsson,
Ingunn Jónsdóttir frá Melum,
Jóhannes úr Kötlum, Jón
Jóhannesson, Magnús Björnsson
frá Syðra-Hóíi, Matthías Jochums-
son, Sigurður Einarsson, Stein-
grímur J. Þorsteinsson, Steinn
Steinarr, Sverrir Kristjánsson,
Þorsteinn Erlingsson, Þorsteinn
M. Jónsson og Þorvaldur
Thoroddsen.
‘titjýl* 'fi‘t\i>U hio|.i')!i.‘i7
Fyrra bindið kpn) ÚM fyrra.
Þorkell Fjelsted, Ferjukoti:
Innflutningur á
landbúnaðarvörum
Síðan XXIV þing Sambands 1
ungra sjálfstæðismanna var hald-
ið í Vestmannaeyjum 16.—18.
sept. sl. hefur Dagblaðið (og einn-
ig Þjóðviljinn, en í minna mæli)
sem gortað hefur af rannsóknar-
blaðamennsku verið með fullyrð-
ingar um að fulltrúar úr bænda-
stétt, sem sóttu þingið hafi sam-
þykkt tillögu um frjálsan inn-
flutning á landbúnaðarvörum, en
þar sem þetta er ekki satt og
enginn úr stjórn SUS hefur séð
ástæðu til að leiðrétta þetta vil 'g '
koma því á framfæri að þetta er
alrangt og finnst mér, að Dag-
blaðið ætti að láta sinar eigin hug-
myndir nægja i sambandi við
landbúnað. Tel ég það vitavert
hjá dagblöðum að þirta fréttir frá
fundum eða þingum án þess að fá
staðfest hvað þar gerist. Hið rétta
um hvað gerðist á þingi SUS í
Vestmannaeyjum i sambandi við
landbúnaðarmál er, að tillaga um
frjálsan innflqtning á landbúnað-
arvörum var vísað til stjórnarinn-
ar án umræðna og þýðir það nán-
ast, að tillagan sé dauð.
Á þinginu voru hins vegar sam-
þykktar tillögur um landbúnaðar-
mál sem margir telja séu einar
þær beztu, sem komið hafa fram
innan Sjálfstæðisflakksins i lang-
an tíma. Þessar tillögur hafa birzt
í heild sinni hér í blaðinu og sé ég
ekki ástæðu til að endurtaka það,
en skora hins vegar á Dagblaðið
og tel því skylt að birta þær i
heild sinni svo allii* geti séð, að
blaðið hefur farið með rangt mál.
Fyrst ég er farinn að tala um
fjölmiðla er ekki úr vegi að nefna
það síðasta sem gerzt hefur í sam-
bandi við fjölmiðla og landbúnað
en það er þegar útvarpið tekur þá
ákvörðun að leggja niður þáttinn
Bændaspjall, sem verið hefur
vikulegur 5 mínútna þáttur i ára-
raðir. Þessi þáttur hefur verið til
mikils gagns fyrir bændur og búa-
lið og þeir menn sem séð hafa um
þættina hafa leyst úr mörgum
spurningum sem til þeirra hefur
verið varpað. Það er mér óskiljan-
legt, að þeir menn, sem ráða
Ríkisútvarpinu, 'taka þessa
ákvörðun vegna þess, að þáttur
þessi hefur þá sérstöðu að þjóna
fólki út um dreifðar byggðir
landsins, sem oft á tíðum á mjög
erfitt að leita upplýsinga til sér-
fræðinga og stofnana landbúnað-
arins, sem flestar eru staðsettar í
Reykjavík. Manni dettur helzt í
hug, að útvarpsráð sé orðið svo
gegnsýrt af áróðri þeim, sem rek-
inn hefur verið gegn landbúnaði
og þeir telji sér skylt að leggja þar
löð á vogarskálina til að veikja
landbúnaðinn. En ég get ekki séð,
að það séu góð skipti fyrir neinn
að leggja þetta bændaspjall niður
og fá eitt bítlalag eða sinfóníu-
öskur í staðinn.
Þess vegna skora ég á þá menn,
sem ráða þessum málum, að
endurskoóa afstöðu sína og lofa
bændum að hafa sitt 5 mínútna
bændaspjall áfram eins og verið
hefur. Einnig er ekki úr vegi að
nefna að ríkið er sjálft stærsti
framleiðandi á landbúnaðarvör-
um í landinu með nokkur þúsund
fjár á fóðrum og það á sama tíma
og sagt er að þjóðfélagið sé að
sligast undan offramleiðslu. Þess
vegna legg ég til, að um leið og
þeir þingmenn, sem sitja í út-
varpsráði, samþykkja að fella
bændaspjallið úr dagskrá Ríkisút-
varpsins beiti þeir sér fyrir að öli
ríkisbú, sem framleiða Iandbún-
aðarvörur, verði lögð niður, vegna
þess að við núverandi aðstæður
eiga þau ekki rétt á sér.
Með þökk fyrir birtingu.
Guðjón Matthíasson:
Lítil saga um veik-
indi og almætti Guðs
Eins og allir vita, verður fólk að
striða við alls konar veikindi, en
sem betur fer geta læknar hjálpað
mörgum og læknað þeirra veik-
indi. En svo er líka veiki, sem
erfitt er að ráða við og ég, sem
þetta rita, varð svo ólánsamur að
fá þessa veiki, sem kölluð er
taugaveiki. Það er þegar taugarn-
ar bila og maður fellur saman.
Þessu fylgir ægileg vanlíðan,
maður missir allan lífsvilja óg
finnst allt óbærilegt og tilgangs-
laust. Maður lokar sig einan af
inni í herbergi og vill ekki heyra
neitt. Maður þolið engan hávaða,
hvort sem það er hávaði frá fólki,
umferð eða músik. Það er aðeins
ein hugsun, sem kemst að, en hún
er sú, að láta sig hverfa fyrir fullt
og allt. En það er margt fólk, sem
ekki skilur þetta og segir sem svo:
Þú getur hjálpað þér sjálfur, ef
þú villt. En hver vill ekki hjálpa
sér sjálfur, ég veit ekki um neinn,
sem langar til að vera veikur, og
ef Það væri svona einfalt, að hver
Guðjón Matthlasson. i
og einn gæti hjálpað sér sjálfur,
þá væri þetta ekkert vandamál og
þyrfti enga lækna.
Min veikindi voru svo alvarleg,
að ég varð að fara á taugahæli.
Þar var margt fólk látið taka meó-
ul í pilluformi 4 sinnum á dag. Ég,
sem þetta skrifa, trúði og treysti á
það, að læknum og hjúkrunar-
fólki, sem þarna unnu, mundi tak-
ast að lækna mig og ég mundi fara
þaðan út svona nokkurnveginn
heill heilsu. En því miður, svo
varð ekki. Ég var þarna í 4 mán-
uði, en þá var mér tilkynnt, að ég
yrði að fara þaðan tiltekinn dag.
Ég mótmælti þessu og bað um að
fá að vera lengur, þvi að ég væri
það mikið veikur að ég treysti
mér ekki til að fara að vinna
strax, en svarið við því var: Þú
ferð út héðan þennan dag fyrir
klukkan 2, og mér sagt að ég gæti
komið einu sinni I mánuði á svo-
kallaða göngudeild til þess að fá
skrifað upp á lyfseðil.
Ég bað um læknisvottorð um
■að. að ég væri óvinnufær um
lákveðinn tíma. Það fékk ég ekki.
I3g spurði vegna hvers fæ ég það
:kki. Svarið var: Við viljum að þú
arir að vinna sem fyrst. En ég er
tlveg viss um það, að ef þessi
æknir. sem neitaði mér um vott-
orð, hefði verið jafn illa á vegi
staddur og ég var, þá hefði hann
ekki farið að vinna. Loks píndi ég
mig til þess að fara að vinna og
þannig gekk það í 2 löng ár. Allan
þennan tíma fór ég á göngudeild
einu sinni i mánuði og á þessum
tíma kynntist ég 4 taugalæknum.
Ég sagði þeim öllum að þetta
gengi ekki, því ég væri alltaf að
fara neðar og neðar, því þessi
meðul hefðu engin áhrif á mig og
spurði þá, hvort ekki væri hægt
að reyna eitthvað annað, en þeir
neituðu því állir óg Sögðu áð þeif
Framhald á bls. 29.