Morgunblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1977 tllj m \ íf'.j iM%X. íoam-j-' _ y »« | M ,«3B1" % / ‘ '-1 fl s $ fa : IgOM f|Jjp fl n- ■ S§mmmm ÍÍftmLM 11111 Fiskiskipaflotinn: Kaupir olíu fyrir 7 milliarða á ári OLtA er einn stærsti útgjalda- þáttur útgerðarinnar I landinu og að þvf er kom fram á aðalfundi L.t.tJ. f gær, er olfukostnaður fiskiskipaflotans nú 7 milljarðar á ári. Formaður L.Í.U. Kristján Ragn- arsson sagði á fundinum, að þar sem hér væri um gífurlega upp- hæð að ræða, væri ekki óeðlilegt aó svo stór neytandi, sem útgerðin væri, fengi að fylgjast með verð- myndun á olfu, en það hefði ekki fengist, þrátt fyrir fyrirheit frá stjórnvöldum, þegar olíuverð fjórfaldaðist við sjóðakerfisbreyt- inguna. Kristján sagði, að það sem helzt hefði vakið athygli, þegar olíu- verð hefði verið síðast ákveðið, væri, að reiknað var mun lægra gengi en þá var skráð éða kr. 220.80 fyrir hvern Bandaríkjadal, í stað kr. 206.50, sem var gengið þann dag, sem verðlagningin fór fram. „Ástæða þess er að olía er keypt með 105 daga greiðslufresti, og þá áætlað fyrir gengissigi l'/í% á mánuði, svo ekki tapa oliufélögin á því“, sagði Kristján. Spá Þjóðhagsstofnunar 1978: Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna eykst um 5,5—6% Reiknað er með að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 5,5—6% á næsta ári að þvf er segir f nýútkomnu riti Þjóðhags- stofnunar um þjóðarbúskapinn. Þar segir og að ekki sé hægt að búast við að útflutningsverð sjáv- arafurða hækki mikið á næsta ári og vart meira en um 7% að meðal- tali f erlendri mynt. Gert er ráð fyrir þvf að viðskiptakjörin f utanrfkisverzluninni haldist óbreytt frá yfirstandandi ári. Talið er að útflutningsfram- leiðslan í heild geti aukizt um 2—3% á næsta ári. Heildarsjávar- aflinn er talinn verða 1.350 þús- und tonn, þar af er reiknað með um 315 þúsund tonna þorskafla. Afli botnfisktegunda annarra en þorsks verður að öllu óbreyttu svipaður á næsta ári og í ár, eða nálægt 165 þúsund tonn og vænzt er jafnmikils eóa meiri loðnuafla 1978 en á þessu ári. 1 heild er búizt við 2—3% aflaaukningu á næsta ári og horfur um aðra út- flutningsframleiðslu benda einn- ig til um 2% aukníngar 1978. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 1978 er samneyzla talin munu aukast um 1,5%, en opin- berar framkvæmdir dragast sam- an um 5% á næsta ári. Fjárfest- ingar atvinnuveganna eru taldar munu minnka um 3%, en íbúðar- byggingar aukast um 5—6%. Heildarfjárfestingargjöld eru því talin minnka um 1—2% á árinu 1978. Þjóðarútgjöld munu aukast um tæp 4% á árinu og fylgir því væntanlega aukinn almennur inn- flutningur um 6—7%. Innflutn- ingur fjárfestingar- og rekstrar- vara til álversins er hins vegar talinn munu minnka um 15%. Þjónustuinnflutningur er talinn aukast um 6% og heildarinnflutn- ingur vöru og þjónustu er því talinn aukast um 3—4% á næsta ári. Með jöfnuði í þjónustuviðskipt- um er heildarútflutningur vöru og þjónustu talinn aukast um 3—4% og að óbreyttum viðskipta- kjörum leiðir það til halla á við- skiptajöfnuði sem nemur tæplega 1% af þjóðarframleiðsiu. Þjóðarframleiðslan er talin munu vaxa um 3,5—4% á næsta ári, eða líkt og þjóðarútgjöldin. Framleiðslufjármagn er talið munu aukast um 4—5% og aukn- ing vinnuafls 1978 gæti orðið um 2%. Hrygningarstofn þorsksins aðeins 170 þús. lestir í vetur Dr. Sigfús Schopka: — Líkur á lélegri vetrarvertíð við „ÞAÐ eru lfkur á að hrygn- ingarstofn þorsksins verði ekki stærri en u.þ.b. 170—180 þús. lestir f vetur, en árið 1965 var hrygningarstofninn 1 millj. lesta. Það eru þvf Ifkur á að komandi vetrarvertfð við Suð- ur- og Suðvesturlandi verði ekki betri en á s.l. vertfð,“ sagði Sigfús Schpka fiskifræðingur f erindi sem hann flutti á aóal- fundi Landssambands ísl. út- vegsmanna sem hófst f Festi f Grindavfk f gær. I upphafi sagði Sigfús, að þorskstofnínn hefði hrapað úr 2,6 millj. tonn í tæplega 1,2 millj. lestir á 10 árum, og á sama tima, þ.e. frá 1965 til 1975 hefði hrygningarstofn þorsks- ins minnkað enn meir, eða úr 1 millj. lesta í 200 þús. lestir. Sigfús gat þess að sem kunn- ugt væri hefði Hafrannsókna- stofnunin lagt til að ekki yrðu veiddar meira en 275 þús. lestir af þorski á þessu ári og sama magn næsta ár, en ljóst væri að veiðin færi langt fram úr því Suðurland marki. Rökin fyrir þessarpttl- lögu væru, að ekki væri'Vitað hvort sá litli hrygningarstofn, sem nú væri, gæti viðhaldið þorskstofninum. Því væri t.d. nauðsynlegt að vernda árgang- inn frá 1973 sem mest, en því miður hefði mikið verið sótt í hann á þessu ári og þessi ár- gangur oft verið uppistaðan í afla togaranna. Þá fjallaði Sigfús um ýsu-, karfa- og ufsastofninn, en nán- ar veróur sagt frá erindi hans i Mbl. síðar. Ný þota skráð í ís- lenzka flugflotann NVLEGA var þota af gerðinni DC 8-63 skráð í íslenzka flugflotann, en Flugleiðir festu kaup á vélinni í fyrra með kaup-leigusamningi. Vél þessi tekur 249 farþega og hlaut hún einkennisstafina TF- FLE. Að sögn Sveins Sæmundarson- ar blaðafulltrúa Flugleiða festi félagið kaup á vélinni 1. október í fyrra af Seaboard World Airways í Bandaríkjunum. Vélin var feng- in með þeim skilmálum að leiga gengi jafnframt upp i kaupverðið og áttu Flugleiðir að eignast vél- ina á 7 árum. Var hún áfram skráð i Bandaríkjunum með skrá- setningarnúmerinu N-8630. Fyrir skömmu síðan yfirtók japanskt fyrirtæki C ITOT & Ltd samninginn af Seabord og varð þá að samkomulagi að skrá vélína á íslandi. Vél þessi hefur mest- megnis verið i notkun hjá dóttur- fyrirtæki Flugleiða, International Air Bahama. Einnig hefur hún verið notuð að hluta i Atlantshafs- flugi Loftleióa og eftir áramót verður hún eingöngu notuð á þeirri flugleið, en frá 1. janúar til 1. apríl n.k. mun önnur af tveim- ur DC 8 þotum Loftleiða verða í leigu hjá Cargolux. Umskiptin i tíðar- fari fyrir norðan Bæ. Höfðaströnd. 23. nóv. EFTIR hausttfð svo góða, að kýr voru látnar út fram yfir október- lok, skipti um tfðarfar og frá 11. nóvember hefur verið verulegur veðrahamur, hríðarbyljir og þá sérstaklega á útsveitum. Siglu- fjarðarvegur hefur verið opnaður dag og dag, en lokast jafnan sama daginn aftur. Vegfarendur hafa beðið með óþreyju eftir að Héraðsvatnabrú ytri á Eystri-Héraðsvötnum yrði opnuð til umferðar. Er nú sú leið opin og eylendið að austan, sem oft var erfitt í snjóum, er nú að mestu komið úr umferð. Vestur- hluti á Hegranesi, sem oft teppist, er þó i umferð ennþá. Undanfarið hafa frjótækni- menn verið á ferð um héraðið. Er nú svo komið að fjölda fjár er hægt að fá fang sama daginn og þá ber féð á svipuðum tíma. Er þetta sjálfsagt tækni, sem á eftir að gjörbreyta búskaparháttum. Já, hver veit nema við karl- mennirnir verðum aó mestu óþarfir i framtíðinni. — Björn. Formaður EFTA-ráðsins: Tillögur FÍI samrýmast ekki stofnskrá EFTA RÁÐGJAFANEFND EFTA hélt fund í Sviss f síðastliðinni viku, en ráðgjafanefndin er skipuð fulltrúum atvinnuvega og laun- þega f aðildarrfkjum EFTA. For- maður EFTA-ráðsins var fundar- stjóri, svissneski viðskiptaráð- herrann Brugger. A fundinum minntust fulltrúar lslands m.a. á þá tillögu, sem Félag fslenzkra iðnrekenda hefur gert til rfkis- stjórnarinnar um frestun á niður- fellingu tolla. Lýsti þá svissneski viðskiptaráðherrann þvf, að slík ráðstöfun samrýmdist ekki stofn- skrá EFTA og að honum bæri skylda, sem formanni EFTA- ráðsins, að benda á það. í máli Bruggers kom fram, að ekki væri unnt að heimila frestun almennra tolialækkana, en hins vegar gerði EFTA-sáttmálinn ráð fyrir þvi að leysa mætti vandamál einstakra byggðarlaga og iðn- greina með sérstökum ráðstöfun- um, ef sýnt er fram á sérstaka erfiðleika vegna aukinnar sam- keppni. Islenzku fulltrúarnir á fundin- um bentu á að ýmiss konar stuðn- ingur ríkisstjórna í þátttökuríkj- um EFTA raskaði samkeppnisað- stöðu iðnaðar í öðrum löndum og torveldaði þess vegna fram- kvæmd friverziunar. Ákvað ráð- gjafanefnd EFTA því að tillögu íslendinganna að láta fram fara athugun sérstaklega á styrtyar- starfsemi rikisstjórna við iðnað og hver áhrif slík starfsemi hefði á friverzlun aðildarrikja EFTA. Fulltrúar Islands á þessum fundi voru Gunnar J. Friðriksson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Gisli Einarsson og Agnar Tryggvason. „Ellitrygging fiskiskipa” I RÆÐU Kristjáns Ragnarssonar á aðalfundi L í Ú í gær kom það fram hjá,h°num, að vafalitið hefði á undan- förnum árum verið eytt of miklum fjármunum i endurbætur á gömlum og úreltum skipum. Þess í stað hefði þurft að gera ráðstafanir til þess að greiða eigendum þeirra fyrir að hætta útgerð þeirra Sagði Kristján, að nú væri til athugunar á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins í samráði við L.Í.Ú , hvort heppilegt gæti verið að koma á fót tryggingu er nefna mætti ..ellitrygg- ingu fiskiskipa" til að leysa þetta mál Jón L. Þórðarson látinn JÖN L. Þórðarson, fyrrum for- maður Síldarútvegsnefndar, er látinn sjötugur að aldri. Jón fæddist hinn 21. ágúst 1907 að Laugabóli Nauteyrarhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu, sonur Þórðar Jónssonar, bónda þar, og konu hans Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu. Hann brautskráðist frá Verzlunarskóla íslands 1927. Jón fékkst lengst af við útgerð og síldarverzlun. Hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa, átti 11 ár sæti í stjórn Síldarverksmiðja rikisins, sat í stjórn Tunnuverksmiðju ríkisins og sildarútvegsnefnd um árabil, en var formaður nefndarinnar á árunum 1947—'57. Um skeið var Jón L. Þórðarson formaðu Vinnu- veitendafélags Siglufjarðar og Félags sildarsaltenda. Eftirlifandi kona Jóns er Bryn- hildur Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.