Morgunblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 48
AUGLYSINGASÍMINN ER: 22480 JHor0ttn&I«í>ií> FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1977 LÝSINGASÍMINN ER: 22480 JH*r0xmWafc>ife Korchnoi vann aðra skákina VICTOR Korchnoi sigraði í annarri einvfgisskák sinni við Boris Spassky f Belgrad í gær. Korchnoi tók þar með foryst- una í tuttugu skáka einvfgi þeirra um áskorendaréttinn á Karpov. Fyrstu skákinni sem tefld var á mánudag lauk með jafn- tefli og hefur þvf Korchnoi eins vinnings forskot f einvfginu, hefur hlotið einn og hálfan vinning gegn hálfum vinningi Spasskys. Korchnoi sem hafði svart beitti franskri vörn og fórnaði peði strax í 13. leik fyrir frum- kvæðið. í 20. leik missti Spassky síðan af jafnteflisleið og eftir það hallaði stöðugt undan fæti hjá honum, allt þar til að hann átti ekki annars úrkosta en að gefast upp eftir 40 leiki. Ef Korchnoi sigrar í einvfginu verður Spassk.v þriðji Rússinn sem hann leggur að velli f áskorendaeinvfgjun- um, en eins og kunnugt er flúði Korchnoi frá Sovétrfkjunum í fyrra og settist að í Hollandr. Isfisksölur fyrir 840 millj. kr. það sem af er árinu FRA áramótum fram til 1. nóv- ember s.l. fóru fslenzk fiskiskip 60 söluferðir til útlanda og seldu alls 6.883 lestir fyrir 840,4 millj- ónir króna. Meðalverð á kfló f þessum söluferðum var kr. 122.10. Allt s.l. ár fóru skipin 91 söluferð, þau seldu þá 8.772 lestir fyrir kr. 1.004,9 og þá var meðal- verðið kr. 115,20. Kemur þetta fram í ársskýrlu L.l.Ú. Það sem af er árinu hafa verið farnar 30 söluferðir til Þýzka- lands, 12 bátar og 18 togarar. Samtals hafa verið seld á þýzka markaðnum 4.000 tonn fyrir tæp- lega 600 millj. kr. Segir í skýrsl- unni að ef á heildina sé litið megi segja, að sölur þar hafi tekizt þokkalega, en þó hafi einstaka karfasölur gengið mjög illa, enda mikið framboð verið á karfa í haust. Er það fyrst um að ræða fyrir- tæki i Esbjerg, en þar hefur eitt ísl. skip landað. Þá hafa fiskkaup- menn í Hirtshals verið í Reykja- vík og rætt við L.Í.Ú. um hugsan- leg fiskkaup og ennfremur hefur aðili i Grenaa sýnt áhuga á að fá fisk. Segir að ljóst sé, að nokkuð væri um siglingar á Danmörk, ef innflutningsleyfi væri fyrir hendi, en sækja þurfi um leyfi fyrir hverri löndun sérstaklega og gangi það treglega. I skýrslu L.l.Ú. kemur fram, að nú er unnið að því af dönskum fiskkaupmönnum, að íslendingar fái innflutningsleyfi í sama formi og er í Þýzkalandi. Danír bjóði fast verð fyrir fiskinn og greiði allan kostnað. Hafi þeir mestan áhuga á þorski en einnig ufsa. Á árinu hafa tvö skip landað í Framhald á bls. 37 Þá segir að engar sölur hafi verið í Bretlandi, það sem af er 1977. Ljóst sé, að mikil eftirspurn sé eftir fiski í Bretlandi og hafi fiskkaupmenn þar mikinn áhuga á því að fá fisk frá íslandi. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem L.Í.Ú. hafi fengið frá Jóni Ol- geirssyni í Grimsby séu það sam- tök útgerðarmanna og yfirmanna á togurum, sem standi í vegi fyrir þvi að löndunarbanni verði aflétt. Síðan segir, að áhugi virðist vera fyrir hendi hjá írskum fisk- kaupendum á þvi að fá fisk frá islandi. Engar sölur hafi þó farið þar fram. Ennfremur kemur fram, að mikill áhugi er hjá Dön- um að fá isienzkan fisk og hafi fyrirtæki í þremur bæjum á Jót- landi óskað eftir fiski. Smygl í togara og farskipum TOLLGÆZLAN fann í vikunni nokkurt magn smyglarnings í siglfirzkum togara, þegar hann kom til heimahafnar úr siglingu. Voru þetta 84 flöskur af áfengi og 15 kassar af bjór. Þá gerði Tollgæzlan upptækan smyglvarning, sem fannst í tveim- ur farskipum, sem komu til Reykjavíkur nú í vikunni. Sam- tals voru þetta tæpar 30 flöskur af áfengi, 13 lengjur af sígarettum, 11 kassar af bjór, 62 kg af skinku og eitthvað af fuglakjöti. --- Ljósm.: Frióþjófur. 0,7% af tekjum á árinu Útflutningsverðmæti sjávarafurða eykst um 50% ALVARLEGT vinnuslys varð í spunaverksmiðjunni i Álafossi um áttaleytið i gærmorgun. 26 ára gamall starfsmaður verksmiðj- unnar lenti með hægri handlegg í kembivél og áður en tókst að stöðva vélina hafði hún stórslasað manninn. Fimm rifbein brotnuðu báðum megin og sum þeirra tví- brotnuðu. Þá brotnaði herðablað illa og maðurinn marðist auk þess mikið á höndum og öxl. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgar- spítalans þar sem gert var að meiðslum hans og síðan var hann lagður á gjörgæzludeild sama spítala. „HEILDARAFKOMA fiskveið- anna á þessu ári er rekin með halla, sem nemur 306 millj.kr., en afskriftir nema um 4.134 milljón- um cg er því brúttóhagnaður, sem nemur 3.828 millj.kr. Þetta er mun betri afkoma en undanfarin ár, því þessi halli nemur um 0.7% af tekjum, en var um 11.5% á árinu 1976 og 13.7% 1975. Mestan þátt í betri afkomu eiga loðnu- veiðarnar, en aflaverðmæti þeirra nær þrefaldast milli ár- anna 1976 og 1977,“ sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssamband ísl. útvegsmanna er hann setti 38. aðalfund samtak- anna sem hófst í félagsheimilinu Festi f Grindavik í gær, en yfir 100 fulltrúar víðsvegar að af land- inu sitja fundinn. 1 upphafi fundarins minntist Kristján Ragnarsson látinna út- vegsmanna frá siðasta aðalfundi. Sérstaklega minntist hann þeirra Einars Sigurðssonar frá Vest- mannaeyjum og Jóns Árnason- ar frá Akranesi. Þá minntist for- maður 6 sjómanna, sem hafa drukknað frá sfðasta aðalfundi og risu fundarmenn úr sætum í virð- ingarskyni við hina látnu. 1 upphafi ræðu sinnar, sagði Kristján Ragnarsson, að ytri að- stæður sjávarútvegs hefðu verið hagstæðar á árinu. Kvað hann aflabrögð hjá togurum hafa verið mun betri en undanfarin ár eða 9.5 Iestir að meðaltali á dag hjá minni skuttogurum i stað 8.7 lesta á síðasta ári og 12.3 lestir hjá skuttogurum af stærri gerð í stað 11.0 lesta í fyrra. Þá sagði Kristján að ioðnuafli hefði aukist um 60% frá í fyrra, og leyfilegt magn hefði fiskast af öðrum fisktegundum eins og síld, humri og rækju. „Eina undantekningin frá góð- um aflabrögðum er vertíðarafli bátaflotans, sem minnkaði enn frá síðasta ári og var hann nú minni en nokkru sinni í marga áratugi. Astæðan fyrir hinum minnkandi bátaafla, er að hrygningarstofn þorsksins er nú aðeins um 200 þús. lestir i stað 700 þús. lesta fyrir fáum árum. í þessu efni er þó verst, að ekki er að vænta betri aflabragða á næst- unni, nema róttækar ráðstafanir verði gerðar til þess að byggja upp hrygningarstofninn." 1 ræðu Kristjáns Ragnarssonar kom fram, að verðlag á sjávar- vöruframleiðslu hefur verið mjög hagstætt á þessu ári og farið hækkandi. Horfur eru á, að sjávarvöruframleiðslan verði að útflutningsverðmæti um 81 millj- arður kr. á þessu ári á móti 54 milljörðum á árinu 1976 eða um 50 af hundraði hærra. Sagði hann, að þessi hækkun stafaði af um 15% magnaukningu og um 30% verðhækkun, sem er að % hlutum erlend verðhækkun og '4 hluta vegna gengissigs. Eins og áður segir er afkoma fiskveiðanna betri á þessu ári en undanfarin ár. Bátaflotinn, að frátöldum loðnubátum, býr þó við erfiða rekstraraðstöðu og verður með 870 millj. kr. haila á þessu ári. Afskriftir nema um 1.940 millj. kr. og er því brúttóhagnað- ur um 1.070 millj. kr. Þessi hluti fiskiskipanna hefur minnsta greiðslubyrði vegna þess að hann er elzti hluti flotans. Brúttóhagn- aðurinn mun því vera álíka há upphæð og greiðslubyrðin. Loðnuveiðarnar hafa gengið mjög vel og er áætlaóur hagnaður af þeim995 millj. króna. Skuttogarar af minni gerð, sem nú eru 50, eru reknir með halla, sem nemur um 182 millj. kr., en afskriftir eru um 1.320 miilj. kr. Framhald á bls. 37 Alvarlegt yinnuslys í Álafossi Meðalhá- setahlut- urinn 4 millj. kr. MEÐALHÁSETAHLÚTÚR á fiskiskipaflotanum er talinn verða um 4 millj. króna á þessu ári og hefur kaup sjó- manna ekki verið hærra f aðra tíð, ef miðað er við kaup f landi. I ræðu Kristjáns Ragnars- sonar á aðalfundi L.t.Ú. f Festi í Grindavfk f gær, kom fram, að hann áliti að sjómenn gætu nú vel unað við sinn hlut, en þeir ættu Ifka að vera betur launaðir en aðrar stéttir vegna sfns erfiða starfs. Kvað hann meðalhásetahlut á sfðasta ári hafa verið talinn kr. 2.369.000, en á þessu ári væri talið að hluturinn væri 3.909.000, sem væri 50% hærra en meðallaun verkamanna og um 33% hærra en laun iðnaðarmanna og hefði þetta hlutfall aldrei verið hærra. Aðalfundur L.Í.Ú.: Halli á fiskiskipum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.