Alþýðublaðið - 13.01.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Leikfiúsið: Frumsýning lö.jan. (fimtudag) kl. 8. Dimar. Forsaia: í dagklukkan 5—7. Sími 1292. I 1 ■ I I Andrés G. Þormar: Dómar. ■ ' Á iimjtudagskvö 1 dið sýnir Leik- félagiÖ fyrsta sinni „D6ma“ eftir Andrés G. Þormar. Hefir leikrit- jnu verið breytt mjög frá því, sem það er prentað — og til mik- Sflla bóta. Það er í 4 páttum og gerist á galdrabrennuf>ldinni. Efn- ið er örlagaþrungið og frá því fyrsta tii hins siðasta hvílir ógur- legur örlagaþungi yfir öllum at- burðum. Er kjarni leikritsins að því leyti svipaður „Fjalla-Ey- vindi“. Galdrabrennuöldin var merkileg öld. Þá voru menn Andrés G. Þormar. brendir lifandi fyrir það, sem höfðingjavaM og þar með kirkja þess tíma kallaði galdra — og hver sá, er sagði að galdrar væru ekkii til og kirkjan og höfðingja- valdið fremdi glæpi með brennu- dómum sinum, var taldnn guðníð- ingur og útskúfað úr samfélagi heiilagra. „Dómar“ eru ofnáir um ættar- dramb, hjátrú og galdrabnennur. Ef Þormar hefði verið uppi á brennuöldinni, hefði hann verið brendur fyrir leikrit sitt. Svona verður um ýmislegt það að hund- rað árum liðnum, sem kirkjan og íhald telur nú guðrækni og góða EÍðÍ. — I fyrstu 2 þáttum Dóma eru Jöng saratöl, næstum of löng, en það bætír þó úr, að í sumum þeirra er afbragðs „komik". Leik- urinn stigur með jöfnum hraða og endar á því, þar sem Þórólf- ur og Regina kasta sér í Héraðs- vötn, en ólafur, sýslumannsson- urinn reynir af örvæntingarmætti að bægja á braut samviizkubiti sínu. Hann hefir með kirkju- og höfðingja-valdi fengið brennudóm yfir Þórólf, sem er keppinautur ihans í ástum. Hlutverkin eru í höndum beztu manna Leikfélagsins. Haraldur Björnsson leikur ólaf, Gestur Pálsson Þórólf, Þóra Borg Erlu, Sólveig Eyjólfsdóttir Regínu, Friöfinnur Jón gamla, Brynjólfur Kristján bónda, Marta Kaknan Þórhildi konu hans, Gunnþórunn Öglu og Guðlaugur Guðmunds- son Hilmar biskupsson. V. S. V. Verklýðshreyfmgin aasten íjalls Verklýðshreyfingin austanfjalls vex nú mjög ótt Hafa félögunum Bjarma á Stokkseyri og Bárunni á Eyrarbakka bæzt um 50 félagar samtals síðan í haust, og er það mikil fjölgun í svona litlum þorpum. Félögin halda fundi mjög ört um þessar mundir og ræða um og skipuleggja sam- tökin af miklum áhuga. Bjarmi hefir nýlega eignast sitt eigið hús, og hefir félagið keypt í það útvarpstæki. Sitja verka- mennirnir á Stokkseyri nú á hverju kvöLdi fyrir framan út- varpstækið í fundarsal sínum og hlusta á það, siem útvarpið hefir upp á að bjóða. Ættu verklýðs- félög viðar um land að taka upp jþetta atriði í sambandi við starf- semi sína. Það getur, haft mjög viðtæk áhrif á þroska félags- manna og samtakaheil.d þeirra. Alþýðukonumar eystra eru nú að vakna til meðvitundar um það, að þeim ber að standa við hlið J manna sinna og sona í baráttunni fyrir bættum kjörum alþýðuheim- ilanna, og flykkjast þær því inn í samtökin. Bæði félögin munu hafa tekið ■vel í það, að gneiða hinn hækk- aða skatt tiil samtakaheildar allr- ar alþýðu hér á landi' — Alþýðu- sambánds I&lands. Hafa félögin einnig ákveðið að hækka árstil- lög félagsmanna að mun,. Félagarnir eysíra skiJja það, að fátt er hægt að gera án þess, að eiga fé til framkvæmda. Leiksýningar fyrir bðrn. Æfintýrið umundregieriii I fyrra vetur var sýnt hér leik- rit, dfið urn æfintýrið af „Þyrni- rósu“. Náði leikrit þetta almennri hyi.Ii og var sýnt í 5 skifti. Höf- undur Jeikritsins kallaði sig „Leó- Númi“, og það kvisaðist út ,að hann væri 18 ára piltur, sem legði stund á leikritasmíð. Siðast Jiðinn sunnudag var aft- ur sýnt leikrit eftir sama höfund. Heditir það „Æfintýrið um undra- ^lerin" og er í 5 stuttum þáttum. Stendur sýning þess yfir í 2 klst. Sýning þessi vakti undrun mína. Því að þótt sýnt sé aðal- lega fyrir börn og leikritið samið eingöngu með tiJliti til þess, bregður , fyrir svo 'ötvíræðum hæfileikaglömpum hjá höfundá, að það hlýtur að vekja undran leik- hússgesta, sem við fáu frumlegu búast fyrir fram. „Æfi'ntýrið um undraglerin“ er tæpJega eiins vel úr garði gert og „Þymirósa". Þó verður að áiíta, að söngvarnir séu öllu betri. — Efnið er Iretta: Fátækur söngvinn förasveinn bjargar g&mJum manni úr klóm hrekkjalóma. Gamli mað- urinn býður honum að Jaunum ósk eána, er harm skuli uppfylla. Förusveinninn óskar sér að vera þorfinn aftur í tímiahn í kóngBiríki nokkurt, því hann langar að fræð- ast. Svo verður. Förusvednninn kemst í kóngsrikið og lenditr þar í afarmörgum skritnum æfintýr- um. Þar bjargar hann ungri kon- ungsdóttur úr klóm berserks nokkurs og gengur að eiga hana. Varð hann svo keisari yfir þrem- ur löndum og hún drotning, en hænsahirðirinn, \inur hans, varð jarl. HJutverkin eru sæmiJega af hendi leyst, flest-öll. Sérstaklega er þó kóngsdóttirin, sem ungfrú Auður Matthiasdóttfr leikur, góð. Er þar áreiðanlega á ferðinni efni í Jyriska leikkonu. Enn fremur er svinahirðirinn: „HeLgi hjá Tóm- asi“, allgóður. Hann er mátuiega smáskritínn og bjánaLegur. Börnin fyltu húsið við þessa sýningu og skemtu sér fram úr hófi. Þau klöppuðu svo, að svo virtist að húsið ætlaði aö rifna, og eftir fyrstu viðtökunum að dæma má búast við að „Æfin- EIMSKIPAFJELAGW ÍSLANDS T reykjavi'k „Dettita“ fer héðan á fimtudag 15. janúar kl. 8 siðdegis, fljóta ferð vestur og norður um Jand til Hamborgar. Vörur afhendist á morgun og farseðlar óskast sóttir. týrið um uindraglerin verði sýnt oft enn. Viðtal við höfundinn. Ég varð svo forvitinn, er ég hafði séð „Æfintýrið um undra- glerin", að mig langaði til aö' komast að því, hver væri hi/nn ungi höfundur, En það var ekki létt verk. Loksins fókk ég þó að vita nafn hans o.g ég náði tali af honum. Hann heitir öskar Kjartansson, er 19 ára að aJdri, sonur fátæks verkamanns, sem heima á við Rauðarárstíg. Hann liefir ekki notið annarar mentun- ar en þriggja vetra náms á Verzl- unarskólanum, Og nú vdinnur hann við verzlun, I frístundum sínum hefir hann Lesið öll leikrit, sem hann hefir náð í: Shake- speare, Ibsen, HoJberg, Kvaran, Indriða Einarsson o. fl o. fl. 15 ára gamall skrifaði hann fyrsta Jeikrit sitt. — Nú er hann að semja Ieikrit og tekur efni sitt úr Islendingasögunum. Það er mjög athyglisvert, að ungur piitur skuli hafa getað af- kastað verkum eins og „Þymi- rósu“ og „Æfántýrinu um undra- glerin“ — og það er spá mín, að hann eigi eftir að sýna betur hæfileika s'na. Þessi leikrit — sér- staklega söngvarnir — bera ótvi- ræð merki um skáldgáfu eigi all- Jitla, sem er að þroskast. r. S. n. Væri ekki næ ? Væri. ekki nær fyrir bæjarfé- lagið að kaupa rörin, sem það brúkar, milliliðslaust beint frá v'erksmiðjunm, heldiur en að auðga HeLga Magnússon & Co. Arðinn, sem nú rennur til milli- liðsins, væri hægt að nota til at- vinnubóta, þegar neyðin kreppir að eins og nú. Og hvað skyldi Helgi Magnús- spn & Co. hafa hirt í ágóða af mMIitiðsverzlun sinni við Reykja- víkurborg á öllum undan gengn- um árum. Væri ekki nær, að bæjarfélagið létí atvinnuleysingjana, sem þá og þegar þurfa á öimusustyrk í- haidsins að halda, búa bæjarland- fö út til ræktunar lieldur en að selja það smátt og smátt í litlum pkikum í hendur einstakra manna, sem ekki kunna með það að fara,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.