Morgunblaðið - 18.12.1977, Page 1

Morgunblaðið - 18.12.1977, Page 1
Bls. 65—96 Sunnudagur 18. desember Mjólk höfðum nær aldrei við Kristján Theodársson um föður hans, Theodór FHðriks- son, nthöfund, og líf fjölskyldunnar á uppvaxtarárum hans Kristján Theodórsson, sem í þessu viðtali segir frá föður sín- um og lífi fjölskyldunnar á uppvaxtarárum hans. Theodór Friðriksson, höfundur ævisögunnar t Verum. vorin og fram yfir áramót En á sumrin fór hann lika stundum i burtu. til Hriseyjar, Siglufjarðar og viðar Og hann vann í kolanámunum á Tjörnesi lika, eftir að við komum til Húsavikur Svona hefur þetta verið. að heimilis- feðurnir voru meira og minna í burtu að afla fanga fyrir heimilið Á meðan var sambandslaust við þá. nema hvað stöku sinnum var skrifað En yfirleitt bara beðið — Vorið 1916 fluttum við til Húsa- víkur Þar var stærra þorp. meiri at vinna og arðvænlegra en á Sauðár- króki, segir Kristján Þar var skemmti- legt fyrir stráka að alast upp Við bjuggum lengst af i Gröfum. litlum torfbæ Baðstofan var með timburgólfi og súðbyrt. en borðin voru farin að svigna undan þunga torfsins Sprung- ur voru i súðinni. svo að stráin komu inn Mamma bannaði okkur að slita þau, taldi það ólánsmerki Ef rigndi lak mikið inn Þá voru rúmin tekin frá og látin undir lekann öll tiltæk ilát í baðstofunni var allt eldað á kolavél En framhýsi með moldargólfi var i bænum og hlóðareldhús. þar sem mamma Keyptu kú fyrir skáldastyrkinn ..Ég vissi það áður en ég fór að heiman. að ég mundi verða að flytja úr Rauða húsmu um Krossmessuna vegna þess. að það var nú komið i eigu annars manns, er ætlaði að búa i þvi sjálfur. Fékk ég þá leigt uppi á lofti í norðurendanum i svokölluðu Melsteðs- húsi Hafði það hús lengi verið i eigu Helgu gömlu Steinsdóttur frá Keldu- dal í þessari ibúð vorum við hjónin. þangað til við fluttum frá Sauðárkróki vorið 1916 Á þessu lofti voru þeir fæddir báðir synir minir, Kristján 7 janúar 1912 og Hjálmar 12 septem- ber 1915 Kristján Theodórsson, sem hóf lífs- feril sinn uppi á lofti í Melsteðshúsinu á Sauðárkróki, situr nú hjá okkur á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, þangað kvaddur til að spjalla um föður sinn, Theodór Friðriksson, og lif fjöl- skyldunnar á uppvaxtarárum hans Þessa fólks, sem íslendingum er orðið kunnugt úr sjálfsævisögu Theodórs. í Verum. sem nú er aftur komin út. sögð á 723 blaðsiðum i tveimur bindum Útvarpshlustendum eru frásagnir Theodórs kunnar, þvi Gils Guðmunds- son las bókina sem framhaldssögu ekki alls fyrir löngu Og er frásögnin af upphafi Kristjáns hér að ofan úr bók- inni Heldur frásögnin áfram og sýnir vel aðstæður fjölskyldunnar um þetta leyti „Við höfðum þarna til umráða all- stóra stofu, er náði þvert yfir loftið og var súð báðum megin Höfðum við rúmin okkar undir súðunum sitt hvor- um megin, en borð var á milli rúmanna við gluggann, sem horfði gegn norðri Eldavél höfðum við i öðru horninu fram við dyr Var þessi stofa okkar því allt í senn: dagstofa. svefnherbergi, eldhús og búr — og raunar geymsla lika Þó gátum við geymt utanhafnarföt á ganginum fyrir framan og voru þau þá hengd þar upp á uglur Auk þessar- ar stofu var þarna á loftinu ofurlitið kvistherbergi með austurglugga Bjó þar gömul einsetukona, hæglát og góð viðskiptis Enn var þar suðurstofan lik stofu okkar og bjó Helga gamla Steins- dóttir þar ásamt tveimur hálfvitlausum ungum stúlkum Var það raunalegt að vita af þeim aumingjum rétt við hliðina á sér----Ofan af loftinu var brattur og þröngur stigi og varð að renna sér i röð meðfram reykháfnum til að komast að stiganum Á neðri hæð hússins hafði Helga gamla greiðasölu og söfnuðust þar um hana drykkjuræflar og annar trantaralýður, einkum á haustin Varð þar þá oft ærið hávaðasamt. en furða var það, hvað við hjónin sluppum við ágang Og það var mikil bót i máli, þeim Helgu gömlu og konunni minni kom mjög vel saman Vildi Helga Sigurlaugu alltaf mjög vel, siðan þær voru i Hegranesi báðar Inn á þetta loft í Melsteðshúsinu var nú konan flutt með krakkana og bú- slóðina, er ég kom úr norðurförinni með hálfan skrokk af rauðmaga og sild Þó að ekki væri hluturinn mikill kom okkur vel að hafa þetta nýmeti i soðið En ég var særður eftir bróður- missinn, og heldur fannt mér óyndis- legt þarna á loftinu Saknaði ég Rauða hússins Einkum fann ég til þess. hve ónæðisamt þarna var við skriftir minar. þvi að auk þess. sem oft vildi verða skarkalasamt innan um blessuð börnin (þau voru sex) og á ýmsu lék um lundarfar konunnar, mátti nú búast við háreisti fram eftir nóttu af neðri hæð- inni á þeim stundum, sem ég hafði helzt gripið til skrifta áður Svona fóru þá bestu ár ævinnar, meðan skapið var heitast Og þó að ég legði smásagna- gerðina aldrei alveg á hilluna. tók ég að slá meir. slöku við. eyddi oft mörg- um stundum í það að skrafa við kunn- ingjana og leyfði mér þá léttúð að stunda spilamennsku eins og Jörundur hundadagakonungur Annars var ég oft þaulsætinn heima tímunum saman Ég hafði ánægju af börnunum rninum. sat með þau á hnjánum og raulaði við þau Þau voru vel hraust Anna og Sesselja tóku nú að gerast svo stálpaðar að þær fóru í sveit á sumrin Sesselja var stundum tímunum saman á Hellulandi. en Anna var a m k eitt sumar á Hringveri i Hjaltadal En á veturna var allur hópur- inn heima á loftinu i Melsteðshúsinu Alltaf gat ég krafsað saman einhverja matbjörg handa heimilinu. en um önn- ur lifsgæði var tæpast að ræða Um atvinnu mina árið 1911 skal ég vera fáorður. enda var hún með líkum hætti og verið hafði undanfarin ár Sumarið 1911 réðst ég háseti hjá Eggert Jónssyni, og var Jón Pálmason, sem nú var tekinn við Gránu, miklu liðlegri við mig i skiptum en Stefán faktor hafði verið Var ég þá ekki upp á Kristján Gislason kominn, en vann hjá honum um haustið i sláturhúsinu eins og undanfarin haust” Þannig segist Theodór frá aðstæðum fjölskyldunnar i bókinni í Verum En veturinn sem sonur hans fæðist þarna. fer hann vestur i Bolungarvik til sjó- róðra að venju En konan og börnin biða hans heima Heimilisfaðirinn í burtu — Ég er ekki nema fjögurra ára gamall. þegar við flytjum frá Sauðár- króki. segir Kristján Þó man ég eftir þvi þegar bróðir minn Hjálmar fæðist. en hann er fjórum árum yngri en ég Og ég man eftir pabba þar, sérstaklega vegna eins atviks Pabbi var ákaflega kvikur á fæti og gekk alltaf hratt Ég var með honum á götu. skokkaði á eftir honum Krakkar hlupu i veg fyrir mig og ég dróst aftur úr Ég var farinn að kjökra. þegar pabbr rankaði við sér og sneri við til min Þetta þótti mér vænt um, ekki síst að hann skyldi skamma krakkana Hann var alltaf góður við okkur börnin Annars var hann af- skiptaliti11 v.ð okkur. eins og þá var siður Yfirleitt var uppeldið á þeim tima hjá húsmæðrunum Hann var lika alltaf á förum — Faðir minn var yfirleitt á mótor- bátum á sumrin og fór i verið þegar kom fram yfir áramót Timinn heima var því frá því að hann kom heim á reykti oft kjöt fyrir sjálfa sig og aðra, og þar var soðið slátur Þá fylltist allt af reyk Þarna var stór skápur. sem ég held að pabbi hafi keypt á uppboði. þegar námurekstrinum var hætt Sem betur fer eru þurrviðri mikil á Húsavik. en snjóþungt Það kom fyrir að maður varð að skriða gegn um glugga til þess að komast út Bærinn fór hér um bil i kaf og varð að moka frá dyrunum utan frá Eftir að pabbi kom úr vermu vorið 1922, tókst honum að byggja við baðstofuna. rifa úr henni suðurstafinn og byggja við hana baðstofuhús með timburstafm og stórum suðurglugga Þessi baðstofa var hans einkaherbergi. þegar hann var heima og þar sat hann v.ð skriftir En við notuðum hana þegar hann var i burtu Á haustin, frá þvi að sláturtið var búin. var enga atvinnu að hafa, nema ef skip komu Ekki var nein bryggja heima, og allt flutt i land í uppskipunarbátum Menn fengu vinnu við uppskipun. umskipun á saltkjoti o fl En oftast var ekkert að gera þar til menn.fóru burtu á vertíð um áramótm — Pabbi fór þá stundum fram i sveit. heimsótti Guðmund á Sandi, flutti fyrirlestra í Laugaskóla o fl Við fórum aldrei með honum. enda voru þetta erfiðar vetrarferðir Annars sat hann við skriftir i baðstofunni sinni Móðir min var hugulsöm við hann. þegar hann var að skrifa og vildi ekki trufla hann Ég man oft eftir þvi að hún klæddi sig i buxur af pabba og sótti vatnið, þó iðulaus stórhrið væri úti, til þess að þurfa ekki að kalla á hann Vatnið var sótt i læk. sem rann með- fram bænum Á vetrum skefldi yfir þennan læk og hún fór út, mokaði ofan af honum og sótti vatn — Faðir minn kom oft fram. ef hann hafði skrifað eitthvað og las það fyrir mömmu. eins og til að fá hennar emsögn um það Þau spjölluðu mikið um það sem hann var að skrifa í Gröfum skrifaði hann, held ég. Líf og blóð. Lokadag og Mistur. en handntin sin hafði hann alltaf með sér i verið Hefur sjálfsagt unnið að þeim þar lika, enda var hann þá að reyna að fá þau gefin út Faðir minn sagði okkur krökk unum oft frá ferðalögum sinum og SJÁ NÆSTU SÍÐU Fjölskylda Theodórs. Eiginkona hans, Sigurlaug Jónasdóltir, heldur á Hjálmari syni sínum. Kristján til vinstri. Og fyrir aftan hana standa systurnar Þorbjörg, Anna, Sesselja og Elísabet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.