Morgunblaðið - 18.12.1977, Side 6
70
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977
Ertu athugull?
Oft sjáum við hluti og atvik kringum okkur, sem við
tökum varla eftir — og getum þess vegna ekki notið
þeirra, sem skyldi, ef þeir væru einhvers virði.
Reyndu t.d. að spyrja heima hjá þér, hvort einhver
fjölskyldumeðlimur, sem venjulega gengur með klukku,
man, hvernig tölurnar eru á úrinu háns. En hann má
ekki athuga það fyrst? Eru þær rómverskar (I, II, III
o.s.frv.), sést bara önnur eða þriðja hver tala o.s.frv.?
Hvað vantar?
Börnin á myndinni hafa dundað sér við sitthvað síð-
ustu daga. Þau eiga ýmis verkfæri eins og sést á efri
myndinni. En dag einn, þegar þau ætla að fara að taka til
höndunum aftur, vantar ýmislegt í safnið. Þeim kemur
ekki saman um, hvað vantar og byrja að rífast heiftar-
lega. Getur þú ekki hjálpað þeim að finna, hvað vantar
með því að bera saman myndirnar tvær? Þau yrðu þér
sjálfsagt þakklát.
jn>f>[osnnnjp 3o [ofd ‘R8ns>[Áa :usnBq
Þörir S. Guðbergsson
Rúna Gfslatfóttir
Saga um
jólasálm
Á aðfangadagsmorgun
sat Marteinn Lúther eins
og svo oft áður á vinnu-
stofu sinni. Dyrnar opnuð-
ust hægt og Kathe, kona
hans, kom í gættina.
„Heyrðu, Marteinn
minn,“ sagði hún, ,,Ég hef í
svo mörgu að snúast..
Hjálpaðu mér nú svolítið.
Sittu hjá Hans litla, svo að
ég geti haldið áfram að
vinna.
Marteinn stóð upp og
gekk fram að vöggu litla
sonar síns. Hann settist
niður og beygði sig yfir
litlu vögguna og virti fyrir
sér sofandi barnið. Hann
varð hugsi. Hann sá fyrir
sér hinn mikla kærleika
Guðs á himnum. Einmitt á
jólakvöld lá Jesús, sonur
Guðs, eins og lítið ósjálf-
bjarga barn í jötu.
Marteinn varð gagntek-
inn af þessari hugsun og
tók hörpuna sína og fór að
stilla hana. Þarna vð vöggu
litla sonar síns orti hann
sálminn: Af himnum ofan
boðskap ber, og lagið gerði
hann um leið. Þessi sálmur
hefur síðan verið sunginn
á hverjum jólum síðan um
víða veröld.
Mikil lœti þegar
jólin koma
„Af hverju eru svona
mikil læti, þegar jólin
koma?“ spurði Einar litli
móður sína. Mamma hans
svaraði ekki strax. Hún var
önnum kafin við að gera
hreint á baðherberginu.
„Af hverju má enginn vera
að þvf að tala við mann,
þegar jólin eru að koma?“
hélt Einar áfram og fylgd-
ist með hverri hreyfingu
móðurinnar.
„Ha, hvað ertu alltaf að
tauta, Einar minn?“ spurði
móðir hans óþolinmóð.
„Sérðu ekki, að ég er að
vinna, skúra, hreinsa, þvo,
baka, bóna, fægja — ég er
að gera hreint fyrir jólin.
Og vertu svo ekki alltaf
með þessar eilífu spurning-
ar, drengur. Maður fær
bókstaflega aldrei frið.“
Einar saug upp í nefið og
stakk höndunum á kaf í
buxnavasana. Hann leit
um baðherbergið. Engin
gluggatjöld. Þau voru í
þvotti. Engar mottur á
gólfinu. Þær voru í hreins-
un. Allt var á ferð og flugi.
Allir höfðu óvenju mikið
að gera. Enginn mátti vera
aðþví að ræða við Einar.
„Getur ekki pabbi hjálp-
að þér við þvottinn?"
spurði Einar og færði sig
aðeins fjær mömmu sinni,
eins og hann byggist við, að
hún segði honum að fara út
og leika sér.
„Hvenær á hann að gera
það?“ spurði móðir hans,
stanzaði andartak og
þurrkaði af sér svitann.
„Þegar hann kemur
heim úr vinnunni,“ svaraði
Einar blátt áfram.
„Hann hefur bara ekki
tíma til þess, held ég,“
svaraði móðir hans og byrj-
aði aftur að þvo.
„En Bjarni bróðir? Get-
ur hann ekki hjálpaö?"
„Hann er í prófum, bless-
aður, eins og Anna. Það
hjálpast allt að. Allir hafa
miklu meira en nóg á sinrii
könnu. Próf í skólunum
svo að allt heimilið er
undirlagt. Eins og þessi
próf geti ekki verið viku
eða hálfum mánuði fyrr,
fyrst þeir þurfa endilega
að hafa þau.“ Hún hætti
allt í einu að tala og leit á
Einar. Hann skildi auð-
sjáanlega hvorki upp né
niður í því, sem móðir hans
sagði. Hann fann það hins
vegar mjög vel, að enginn á
heimilinu mátti vera að því
að tala við hann. Allir voru
óvenju uppteknir.
Móðir hans settist andar-
tak niður með gólftuskuna
í höndunum.
„Já, hvernig er þetta
annars með þennan bless-
aða jólaundirbúning?“
hugsaði hún. „Hvar enda
öll þessi ósköp? Auglýsing-
ar, auglýsingar, kaup, gjaf-
ir, vinna og aftur vinna og
aukavinna — auk allrar
vinnunnar heima. Börnin
byrja að telja dagana heil-
um mánuði fyrir tímann og
gjafirnar aukast með