Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 79 „Gleði- fregn” Ný hljómplata KOMIN er út hljómplatan Gleði- fregn, en á henni syngja þrjár systur 12 lög, innlend og erlend. Lögin eru med kristilegum text- um en nafnió á plötunni, Gleði- fregn, er tilraun til að þýða enska orðið „gospel“, eins og útgefandi, Gunnar Þorsteinsson, orðaði það. Það eru systurnar Ingibjörg, Hrefna og Þórey Guðnadætur, sem syngja öll lögin á plötunni, en þær hafa sungið saman frá barns- aldri og sungið m.a. f kórum hjá Hvítasunnusöfnuðinum, en upp- taka plötunnar fór fram í London í síðasta mánuði og tók allur frá-' gangur plötunnar aðeins einn mánuð, en Gunnar Þorsteinsson sagði að það væri mettími. Þrjú lög eru eftir íslenzka höf- unda, m.a. Guðna Guðmundsson en hann er faðir stúlknanna og hefur móðir þeirra, Jóhanna Karlsdóttir, gert texta við það ásamt tveimur öðrum. Hin is- lenzku Iögin eru eftir Helenu Leifsdóttur og Jóhann G. Jóhannsson. Utsetningu og stórn upptöku annaðist enski píanist- inn Peter Bye. Hönnun umslags sá Valdimar Jörgensen um og Prentval prentaði. Sem fyrr segir er Gunnar Þorsteinsson útgefandi en dréifingu annast Fálkinn h.f. Systurnar Ingibjörg, Hrefna og Þórey Guðnadætur syngja öll lög á plötunni Gleðifregn. Forstjóra- staða Ríkis- útgáfunnar auglýst laus MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ hefur auglýst stöðu forstjóra Ríkisútgáfu námsbóka lausa til umsóknar, en Jón Emil Guðjóns- son, sem gegnt hefur starfinu um árabil, hefur sagt því lausu, þar sem hann hefur nú náð eftir- launaaldri. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 28. desember. AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 3Hor0tinþlahiþ Lögreglustöð í Kefla- vík Tilboð óskast í gerð sökkla og botnplötu bygg- ingar lögreglustöðvar í Keflavík. Verkinu skal lokið 1 5. maí 1 978. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaqinn 4. jan. 1978, kl. 1 1.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMi 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 BMW í nýjum búningi ÖRYGGI ER ÓMETANLÉGT BMW bifreiðar eru byggðar fyrir meiri hraða og álag en flestar aðrar bifreiðar. Stefna BMW verksmiðjanna er að sameina eiginleika sportbíls og þægindi einkabíls. BMW er viðbragðsfljótur, lipur, stöðugur í akstri, rúmgóður með stórum rúðum og þægilegur fyrir ökumann og farþega. Góðir akstufseiginleikar tryggja öryggi f akstri. BMW BIFREIf) ER ÖRUGG EIGN. jL KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Gjörið svo vel og skoðið breytinguna um leið og þér gerið jólainnkaupin. GETS AÐALSTRÆTI 2 Full búð af nýjum glæslilegum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.