Morgunblaðið - 18.12.1977, Page 31

Morgunblaðið - 18.12.1977, Page 31
— Minning Bergöveinn Framhald af bls. 87 bankanum. Helga Lísbet, gift Elí- asi Kristjánssyni, búsett í Reykja-' vik. Bragi tæknifræðingur, kvæntur Þorbjörgu Jenny Ölafs- dóttur búsett í Reykjavik. Barna- börnin eru 8. Frá prófborðinu vorið 1933 með fullkomin vélstjóraréttindi ræóur Bergsveinn sig á skipið Fjölni frá Þingeyri til síldveiða um sumarið. Að þeim veiðum loknum, um haustið ræður hann sig til Skipa- útgerðar rikisins, á varðskipið Þór (II). Þá sá skipaútgerðin jafnframt um rekstur varðskip- anna. Á varðskipum er Berg- sveinn til ársins 1946, en þá fer hann yfir á m/s Esju og er hann siðan á strandferðarskipum þang- að til hann hættir og fer í land árió 1974. Astæðulaust er hér að telja upp öil skipin sem hann var á, mörg síðustu árin sem yfirvél- stjóri, en þau skip voru um 10 talsins, varðskip og strandferóa- skip. Varðskipið Þór (II) var byggður sem togari með gufuvél. A stríðsárunum var hann leigður til fiskflutninga. Yfirmennirnir fylgdu skipinu eftir. Aðallega var siglt til Fleetwood, og voru þetta erfiðar og hættulegar ferðir. Ekki mátti sigla með Ijósum og ekki nota loftskeyti af ótta við kafbát- ana. Þetta muna sjómannsheimil- in þar sem fjölskyldan beið í fréttaleysinu, vonaði og bað. Sjómenn segjast aldrei lenda í vondum veðrum. Nei, aldeilis ekki. Þeir kalla allt slíkt bara „brælu.“ Þannig var það lfka með Bergsvein, þrátt fyrir öll árin „á ströndinni." Ein slík bræla geym- ist þó á filmum. Víða á heimilum eru myndir til frá þeim atburði. I bókinni Vestmannaeyjar byggð og eldgos stendur þetta: „Arið 1963 gerði aftaka suðaustan veður með stórstraumsflóði og sáu menn þá fossa vestur af Yzta- kletti. Strandferðaskipið Hekla slitnaði frá Básaskersbryggju og komst fyrir snarræði og dirfsku út úr höfninni. Mátti vart þar tæpara standa.“ Hópur manna var á Skansinum og fylgdist með þess- um hildarleik með öndina í háls- inum, þegar sára litlu munaði að brotsjórinn kastaði skipinu utaní bergið. í brúnni var þá Guðmund- ur Guðjónsson skipstjóri en Berg- sveinn í vélarrúmi. Þarna mátti ekki tæpara standa. Þannig liðu árin við störfin — í blíðu og stríðu. Bergsveinn var meðalmaður á hæð, myndarlegur á velli. Hann var laglegur maður. En hann var líka vel gefinn, fróður og víðles- inn. Hann hugsaði mikið um þjóð- mál almennt. A Isafjarðarárunum tók hann mikinn þátt í félagsmál- um. Var t.d. kjörinn varabæjar- fulltrúi 11. jan. 1930. Þá var hann í Karlakór Isafjarðar, en Berg- sveinn hafði djúpa, mjúka og fall- ega bassarödd og var tónviss. Hann naut Ifka þess að taka lagið í vinahóp. Strandferðirnar buðu uppá að hitta marga og kynnast iífi fólks- ins vftt um landið. Hann þekkti því fjölmarga og varð mjög vin- sæll maður. Strandamaðurinn í Bergsveini var oftlega ekki í sátt við fram- ferði fólksins. Fannst það ekki kunna að meta velgengni og hag- sæld. Erfiðleikar og allt að því skortur væri nauðsyn til þess að fólk áttaði sig, þannig væri land- inn. Bergsveinn bjó alltaf að fyrstu gerð. Virðing fyrir verð- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 95 mætum og sannkölluð auðmýkt í meðlæti voru sterkir þættir í skapgerð hans. Hann var afburða góður sögu- maóur, orðsnjall i besta lagi, og gletnin oft ofarlega. Þá átti hann oft til að leika með frásögninni, þá var hlegið og mikið hlegið. Þá þótti Bergsveini gaman að vera til, þannig verður hann mér minn- isstæður þegar fram líða stundir. Um þetta leyti árs fyrir jól var það oft að Bergsveinn lét úr höfn með vörur og glaðning til fólksins út á landsbyggðinni. Að þessu Sinni var honum fyrirhugað ann- að ferðalag. Það ferðalag óttaðist hann ekki, þeirri umbreytingu kveið hann ekki. Sjómennirnir eiga sitt trúartraust ög þurfa á því að halda á móti hamförum náttúr- unnar. — Vinirnir allir þakka Bergsveini samfylgdina. Utför hans fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánudag. Blessuð sé minning hans. Frú Valgerði, börnum þeirra og skylduliði öllu, sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður Sigurgeirsson. Kiwanismenn gáfu vél í bátinn Sunnudaginn 11. des. afhenti kiwanis- klúbburinn Boði f Grindavík björgunar- sveitinni Þorbirni 28 hestafla utanborðsmót- or af Yamha-gerð að gjöf. Mótor þessi er ætlaður til notkunar á Zodiac-bát, sem sveitin fékk að gjöf um síðustu áramót. Nu fram að jólum verður kiwanisklúbbur- inn Boði með jólatrés- sölu í nýju kirkjubygg- ingunni, og eru þar jafnframt á boðstólum margs konar jólaskreyt- ingar, greni, o.m.fl. og aka félagarnir trjánum heim ef þess er óskað. Á myndinni sést Eyjólfur Guðmundsson, forseti kiwanisklúbbsins Boða, af- henda Gunnari Tómassyni, formanni björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, utan- borðsmótorinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.