Alþýðublaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. nóv. 1958 Alþý5u!»lað«ð Alþýöublaöið Útgsfandi: Ritstjórar: Fulltrúi ritstjórnar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Albýðuflokkurinn. Gísli J. Ástþórsson og H e 1 g i S æ m u n d s s o n (áþ). S i g v a 1 d i Hiálma;rsson Biörgvin Guðmundsson Pétur Pétursson 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsms Hverfisgötu 8—10 Fáfrœði og illgirni MORGUNBLAÐIÐ spurði þess á dögunum, hvað liði smíði togaranna, sem ríldsstjórnin hefði lofað við valda- töku sína. Og það- þóttist svo sem vita svarið. Allt átti að sitja fast með stóru togarana fimimtán og allt að vera í óvissu um ráðstöfun á togskipunum tólf, sem verið er að smíða í Austur-Þýzkalandi. Þetta er ötrúleg fáfræði. Sigurði Bjarnasyni ætti til dæmis að vera kunnugt um togskipin tólf. Það þeirra, sém fyrst kemur til landsins, verður gert út frá Bolungarvík eða með öðrum orðum úr kjördænt'i þingmannsins og rit- stjórans. Annað skiptið í röðinni er svo alnafni Sigurðar — það heitir hvorki meira né minna en Sigurður Bjárnason. En Sigurður hefur ekki hugmynd um þetta, ef marka skal Morgunblaðið. Málgagn stærsta stjórnmálaflokksins hefur látið það framhjá sér fara, að togskipunum tólf hefur þegar verið ráðstafað út um land. Svona getur Morgunblaðið ein- angrað sig í glerhöllinni við Aðalstræti. Nú hefur rætzt úr í Þessu efni. Upplýsingarnar um tog- skipin voru gerðar heyrinkunnar á alþingi í fyradag að gefnu tilefni. En Morgunblaðið telur það ekki fyrirsagnar virði, að togskipin séu í þann veginn að sigla út hingað. Því er miklu hug’stæðara, að ríksstjórnin hafi enn ekkert lán -fengið tip kaupa á nýju togurunum fimmtán, sem lofað var í málefnasamningi stuðningsflokka hennar. Þau rök verða naumast vefengd, að skynsamlegt hafi verið að láta smíði togskipanna ganga fyrir, þar eð und- irbúningurinn að byggingu togaranna hlaut að taka lcngri tíma. Og togskipin munu vera miklir aufúsu- gestir í héimahöfnum þeirra og þar á meðal í kjördæm- um þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem ekkert vilja af þessu máli vita af Morgunblaðinu að dæma. Hitt er svo annað að lánsútvegun til togarakaupanna er mikið á- hyggjuefni. En ósanngiarnt væri að ásaka ríkisstjórnina í því efni. Og gagnrýni Sjálfstæðisflokksins kemur úr hörðustu átt. Ólai'i Thors og Bjarna Benediktssyni ætti að vera minnisstætt hversu þeim reyndist erfitt að út- vega lán í stjórnartíð sinni. Þau átti raunar ekki að noía til togarakaupa, heldur ýmissa annaiTa framkvæmda. Ríkisstjórn vinstri flokkanna hefui- leyst mörg þau verk- efni, sem Ólafur og Bjarni réðu ekki við af því að erlend lán fengust ekki. Morgunblaðið héfur ekki fyrir því að þakka þann áraxgiu'. En það læzt vera undrandi yfir því, að x'íkisstiórninn veitist örðugt að fá íil viðhótar lán íil kaupa á fimmtán nýjum togurum. Slíkvxr Og því- líkur er Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu sinni. Ríkisstjórnin mun vissulega leggja kapo á að efna lof- orð sitt um kaup á fimmtán nýjum togurum, Gagnrýni Sjálfstæðisflokksins er því alveg út í hött. En liér verður einu sinni enn vart við höfuðeinkenni Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðunni. Honum er ómögulegt að unna ríkis- stjórninni sannmælis í nokkru máli. Þess vegna finnst Morgunblaðinu ekki fyrirsagnar virði, að tólf 250 lesta tog- skip séu að koma til landsins. En Sjálfstæðisflokkurinn gerir mikið úr hvers konar erfiðleikum, sem ríkisstjórnin á við að stríða, og telur þá jafnan stafa af mannvonzku eða framtaksleysi ráðherranna. Þess vegna tiikynnjý það með miklum hávaða, að enn hafi ekker.t lán fengizt til kaupa á hinum fimmtán nýju togurum, og kennir ríkisstjórninni um. Skyldi ekki Morgunblaðið verða fyrir vonbrigðum, þegar íslendingar dæma um þennan málflutning þess? Ætli nokkrum m.anni detti í hug, að ríkisstjórn vinstri flokk- anna sé ekki lánsútvegun sama kappsmál og Ólafi og Bjarna, meðan þeir voru ráðherrar? Og ætli íslendingum komi á óvart, að það, sem reyndist Ólafi og Bjarna ofraun, sé núverandi ríkisstjórn þungt í fangi? Illgirni Morgun- blaðsins skal hér ekki gerð að umræðuefni, en hún er sann- arlega mál út af fyrir sig. S.G.T. Félagsvisfin Ný 5 kvölda keppni. Verið með frá byrjun. Heild- arverðlaun kr. 1000.00 — Góð kvöldverðlaun hverju sinni. Úthlutað verðlaunum fvrir síðustu keppni. Aðgöngumiðar frá kl_ 8. Sími 13-355. Rjómaís fyrir prinsinn, Fyrir nokkru fó'- Elizabet Englandsdlottnin.g í heimsókn á mjólkurafurða sýningu í L-ond- on, og er hún tók á móti giöf til sonar síns, Karl ■> nrins. Giöfin er rjómaís mikill, fagurlega gerður, eins og myndin sýnir. Drottningin dáð ist mjög að listaverkinu. iVýr útflutningsatvinnuvegur ? FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON OG BJÖRN JÓNSSON flytja tillögu til þingsályktunar um niðursuðuverksmiðju á Akureyri. Tillagan hljóðar svo: — „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skina 3 manna nefnd til að gera áætlanir um stofnkostnað og rekstur hæfilegrar niðursuðuverksmiðju á Ak- ureyri, er einkum yrði ætlað að nýta smásíld þá, sem veiðist í EyjafÍTði. Einnig skal nefndin gera athuganir á öðrunx vinnslu- aðferðum, sexx’ íi] greina gætu koii'.ið til nýtingar á þessari veiði. Leiði athuganir nefndarinnar í ljós, að hagkvæmt sé að h.yggja slíka niðursuðuverksmiðju sem að framan greinir, skal hún einnig gera tillögur um þá fyrirgreiðslu, sem hún teldi nauðsynlega af opinberri hálfu, ef í framkvæmdir yrði ráðizt.” I Greinargerð er svohljóðandi: „Akureyringar hafa um lang an aldur stundað síldveiðar á Eyjafirði. Upphaflega voru veiðarfærin landnætur, en síð- ar konru herpinætur til sög- unriar og þar með hin svo- nefnda „nótabrúk”, en þau hafa um áratuga skeið verið fastur þáttur í atvinnulífi kaupstaðarins og hafa aflað nær allrar þeirrar beitu, sem verstöðvarnar við Eyjafjörð hafa þarfnazt, og einnig að nokkru fyrir fjarlægari staði. Vit.neskja manna um árlegar síldargöngur á Eyjafirði er því engan veginn ný. En það er þó ekki fyrr en á allra síðustu árum, að ljóst verður, að um mjög mikið síldarmagn er að ræða, og að því er margir telja óbrigðult mestan hluta árs eða jafnvel árið um kring. Með þeim veiðarfærum, sem bezt þekkjast nú, eru veiðimögu- leikar á þessu síldarmagni orðnir mjög miklir, enda öll aðstaða til veiðanna hin ákjós- anlegasta. 58 milljónir. Allt fram til s. 1. vetrar hef- ur veiði svo til eingöngu verið bundin við öflun hæfilegs beitumagns og lítils háttar til niðursuðu í lítilli vei'ksmiðju, sem framleitt hefur síldar- „sardínur“ fyrir innanlands- markað. Á s. 1. vetri varð hins - vegar sú breyting á, að nokkr- ir hringnótabátar stunduðu síldveiðar á Inn-Eyjafirði og lögðu afla sinn upp til bræðslu í síldarverksmiðjunni í Krossa- nesi, en Htið eitt til frystingar. Varð veiði í bræðslu að saman- lögðu um 40000 mál, og mun útílutningsverðmæti mjöls og lýsis úr þessu magni hafa num ið um 5.5 millj. kr. Þessi nýting á smásíldinni verður þó að teljast algerlega ófullnægjandi, þar sem hér er um að ræða mjög verðmæta vöru til manneldis. Má í því i sambandi benda á, að sam- kvæmt verðtilboðum erlendis frá, sem flm. er kunnugt um að liggja fyrir í niðursoðna smásíld þeii-rar tegundar, sem hér er um að ræða, mundi sölu verðmæti þess magns, er að framan er greint frá, hafa orð- ið um 58 millj. kr., ef það hefði allt verið unnið í niðursuðu- verksmiðju. Vitað er, að Norð- menn. og fleiri þjóðir hafa mikla atvinnu og útflutnings- tekjur af niðursuðu smásíldar, sem þó er miklum mun lakara hráefni en hér er um að ræða. Er Eyjafjarðarsíldin t. d. mun íeitari (allt að 13% fitumagni) en sú síld, sem Norðmenn sjóða niður. Útflutningur? Flnx. virðist harla sennilegt, að nxeð því aö koma upp full- kominni og stórvirkri niður- suðuverksmiðju á Akureyri, sem einkum væri ætlað að hag nýta smásíldina í Eyjafirði, mætti skapa nýja útflutnings- grein, sem gæfi milljónatugi í gjaldeyri og veitti jafnframt milda atvinnu, en á hinn bóg- inn er nauðsynlegt að grund- valla slíka framkvæmd svo vel sem kostur er á, og í því skyni er þingsályktunartillaga þessi fram borin, að svo megi verða. Enn er sú hlið á þessu máli, sem ekki skiptir minnstu máli. Full ástæða er til að ætla, að veruleg hætta geti orðið á of- veiði ungsíldar þeirrar, sem hér er um að ræða, ef áfram- haldandi veiðar verða stund- aðar í bræðslu með sífellt ör- uggari og stórtækari veiðar- færum og vaxandi fjölda báta, en veiðar til bræðslu verða ekki stundaðar með viðunandi á- rangri, nema um mikið' magn sé að ræða. Fiskifræðingar munu nú hafa gert sér þessa hættu ljósa, enda þótt þeir muni telja, að viðlíka veiði- magn og dregið var að landi s. 1. vetur sé óskaðlegt síldar- stofninum. En einsætt virðist, að hætta á ofveiði styðji mjög þá ályktun, að leita beri frem- ur ráða til betri hagnýtingar ungsíldarinnar en verið hefur og auka þannig afrakstur af veiði hennar heldur en að auka að mun veiðarnar og hætta á að skerða þannig afla fullvax- innar síldar. Sovézk Sistsping Framhald af 12. síða. og hr. Orést Verejskíj listmál ara, og allar myndirxiar, sem þau hafa flutt hingað með sér og færi menntamálaráðuneyti Ráðstjórnarríkjanna og sendi ráði þeirra hér þakkir fyrir að hafa átt frumkvæði að þess- ari sýningu, sem mun án efa efla bæði þekkingu og skiln- ing íslendinga á myndlist Ráð stjórnarþjóðanna. Að svo mæltu lýsi ég sýn- inguna opna”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.