Alþýðublaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 4
Alþýðublaðið Föstudagur 7. nóv. 1958 & NÝJU ÖKUREGLURNAR við Mikiatorg og víðar í bænura, sem gera ráð fyrir tvöfaklri bif- i eiðaröð, eru í raun og veru tii mikilla bóta. I>ær auðvelda um- íérðiiia, auka umferðarhæfnina og létta aksturinn fyrir bifreiða stjórana. EN EINS OG raunar má segja um allar aðrar umferðarreglur, veltur allt á því að bifreiöa- ■ djórarnir kunnf reglurnar til fulls —• og fari nákvæmlega eft- ir þeim. Ef þeir læra þær ekki -— og ef þeir fara ekki nákvæm- iega eftir þeim, þá er farið úr Uskunni í eldinn — og nýju reg! urnar verða til þess -eins að valda árekstrum og auknu öng- Þveiti. UPPHAFLEGA létu umferðar .yfirvöldin mála merki á göturn- «r — og var sérstök áherzla lögð á það, að gera akbrautirnar við Miklatorg sem bezt úr garði. »>árna stóðu bg lögregluþjónar <>g leiðbeindu fólki til að byrja með á kurteislegan og alúðlegan ihátt meðan það var að læra þær. En í rigningunum leið ekki á löngu áður en málningarlínurn- ar hurfu — og um leið hurfu iögreglumennirnir. VITANLEGA er hvorki hægt að krefjast þess, að sett séu j.nerki á göturnar, sem' standist öll veður eða að lögreglumenn standi þarna alltaf á verðj til ieiðbeiningar, enda á fólk að í?eta lært reglurnar til fulls svo •ið hvorki þurfi merki né leið- beinendur. En því miður virðist xaunin vera önnur. UNÐANFARIÐ hefur mjög borið á því, að ýmsir ökumenn Nýju umferðarreglurn- ar gát'ust vel til að byrja með. En kæruleysi sumra vegfarenda valda vand- ræðum. Nauðsynlegt að hafa miklu strangara eftirlit. Myrkur við Langagerði svipti ökutæki sínu snögglega af þexrri braut, sem þeir hafa tekið og yfir á aðra, sem þeir eiga ekki að taka. Og þao sem verst er er það, að svo viröist sem þetta stafi ekki af kunnáttuleysi eða vanþekkingu, heldur sé hér urn annað og verra að ræða. Hér er nefnilega aðallega um stærri ökutækj að ræða, sem oft níðast í umferð — og óttast minna skemmöir af völdum árekstra en minni öktuæki. j ÞETTA ER MJÖG VÍTA- VERT og sýnir þegnskaparleysi. Ég legg eindregið til að við og við verði lögreglumenn látnir taka sér stöðu á helztu brautun- um til þess að koma lögum yfir þá, sem brjóta reglurnar. Ef til vill myndi það nægja, en í þessu efni sem víðar virðist nauðsyn- legt að beita hörðu til þess að kenna fólki. VEGFARANDI skrifar mér fyrir nokkru: ,, Snernma sumars komu menn, að ég hygg frá raf- veitunni og tóku þá ljósastaura burtu, sem stóðu við afleggjar- ann nr. 50—70 við Laugagerði. Það var hald manna þá, að það ætti að endurnýja þessa ljósa- staura, en það virðist ekki hafa verið svo, því að það hafa engir staurar eða Ijós komið í þeirra staö, og verðum við því, sem bú- um á þessu svæði, að paufast það í myrlirinu. VIÐ HINA afleggjarana eru 3 og 4 ljósastaurar og hefur það sennilega verið talin hæfileg upplýsing. Við, sem búum við þennan afleggjara, teljum okkur því illa afskipta í þessu efni og munum una því illa, ef þetta á að vera svo lengi ennþá. Þá má og geta þess að aðalgatan er illa uppiýst, vantar sennilega Ijcsa- kúlur á nokkra staura þar.‘; SÍÐAN ÞETTA BRÉF var skrifað munu einhverjar um- bætur hafa verið gerðar þarna, en alls ekki fullnægjandi. Ilannes á horninu. LEIKRIT Archibalds Mc Leish, ,,J. B.“, verður frumsýnt á Broadway í nóvember næst- komandi með Pat Hingle í að- alhlutverkinu. Leikur . þessi fjallar um Job okkar daga, og honum er síjórnað af Elia Ka- zan. „J. B.“ var sýnt í fyrsta sinn á Salzborgarhátíðinni í Austurríki og hlaut þar ein- róma lof gagnrýnenda. ÞÆR þykja furðu líkar vin- konurnar fyrrverandi Birgitte Bardot og Anette Ströyberg, sem er dönsk. Og þær eiga fleira sameiginle.gt en útlitið, því Anette er nú gift fyrrver- andi eiginmanni. BB, franska leikstjóranum Roger Vadim, en þessi þrenning var óaðskiljan- lég hér áður fyrr, þar til Roger skildi við BB og giftist Anette. Og nú langar hana til að reyna við kvikmyndirnar. Ætti það að reynast henni auðvelt, því Roger var ekki í neinum vand- ræðum með að gera BB fræga, og því þá ekki Anette, sem er alveg eins? ALLIR kannast við Hawaii, þótt ekki. sé nema af gíturun- um, sem gert hafa eyjarnar frægar um allan heim. í Am- eríku er Hawaii kölluð „Para dís Kyrrahafsins". Þetta er •allstór eyjaklasi úti í miðju hinu mesta úthafi jarðarinn- ar. Eyjarnar eru orðlagðar fyrir fegurð, fagrar konur, Ijúfa söngva, í einu orði: ró- mantík, þótt aðrar eyjar hins suðlæga Kyrrahafs séu ef til víll enn meira sveipaðar ljóma ævintýranna. Þungar úthafsbárurnar gnauða óaflátanlega við strendur eyjanng og miðar nckkuð við niðurrifsstarf sitt, en þar í mót kemur það afl, sem reist hefur þær úr djúpi hafsins, jarðelduinn, sem enn vakir og sendir hraunstrauma niður hlíðarnar. Alls eru eyjarnar 24, þar af níu byggðar, þegar sleppt er öllum þeim smæstu. Stærsta eyjan er Hawaii. All ar stóru eyjarnar eru eldfjöll, og á sjálfri Hawaii eru tveir miklir gígtindar, Mauna Loa og Mauna Kea, báðir yfir 4000 rnetrar á hæð yfir sjó, sá síð- arnefndi hærri. Til þess að gera sér nokkra hugmynd um myndun og form eyjanna er gott að minnast þess, að hafdýpið er víða 5000 metra!- eða meira skammt frá þeim. Hæðurmun urinn er því allmikill frá hafsbotni og upp á týid á Mauna Kea. Mauna Loa gýs enn og stundum hleypur hraunið allt í sjó fram. En eldfjallið Ki- lauea gýs stöðugt. Þetta er 150 m. djúp skál tæplega km á lengd en rúmdr 600 metrar á breidd. . Loftslag eyjanna er orðlagt fyrir það, hve það. er heilnæmt °g Þægilegt. Eyjarnar liggja um hvarfbauginn nyrðri, en rakir norðaustan vinöar valda þar svaia og mikilli úrkomu. Háfjöll eru stundum snævi- krýnd, en biíða niðri í bvggð um. Vitað er um samfellda byggð manna á eyjunum frá því um 500 e. K. og stundum voru samgöngur við fjarlæg- ar eyjabyggðir í Kyrrahafi furðulega tíðar, en þess á milli voru langir tímar fullkominn- ar einangrunar. Frumbyggj- arnir eru Polynesar eða skyldir þeim. Fyrstur Evrópu manna kom J. Cook, land- könnuðurinn heimskunni, til eyjanna 1778. • Hawaiieyjar eru nú orðið kunnur ferðamannastaður, og eyjaskeggjar, sem eru blanda úr fjölda þjóða og kynþátta, gera sitt til að halda við hátt- um frum'byggjanna í flestu því, er viðvíkur ferðamönnum og dvöl þeirra. Lengra nær rómantíkin varla nú orðið, en þrátt fyrir það er Hawaii einhver viðkunnanlegasti og Ijúfasti staður á jörðinni. -i! Blómarósir dansa húla-dansa fyrir erlenda ferðamenn Anette til vinstri, Brigitte til hægri. Þýzk bókasýning í Reykjavík í marz. í LOK febrúarmánaoar 1959 verður þýzk bókasýning opnuð í Bogasal Þjóðminja- .■safnsins. Undanfarin ár hafa verið sýndar þar með góðum árangri bækur frá Noregi, Ðan mörku, Svíþjóð og Englandi og fyrir skömmu lauk í Reykja- vík bandarískri sýningu. Hefur lengi verið unnið að því, að koma hér upp þýzkri bókasýn- ingu, að tilhlutan íslenzkra bók sala, Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráðherra, og þýzka sendiráðsins í Reykjavík. Frá þessu segir í einu Hamíborgar blaðanna nýlega. London, fimmtudag. HÁTÍÐAHÖLDIN vcgna 41 árs afmælis októberbyltingar- innar í Rússlandi hófust í dag með miklum fjöldafundi á Len inleikvanginum í Moskva. Voru helztu leiðtog'ar kommjúnista- fl(íkl5SÍr;S, ríkistsjórnarinnar, hersins og ýmissa félagssam- taka viðstaddir fundinn. Aðal- rseðuna flutíi Anastas Mikojan, fyrsti vara-forsætisráðherra, sem hélt því fram, að á meöan. Sovétríkin sæktu fram á öllum sviðum, versnaði efnahagsá- standið í Bretlandi, og öðrum kapítalistískum ríkjmn/ stöðugt. Jaínvel fjandmenn vorir geta- ekki borið á m.óti þeim fram- förum, sem orðið hafa í Sovét- ríkjunum á þeim 41 ári, sem lið in eru frá byltingunni, sagði Mikojan. En hann bætti við, að Framhald á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.