Alþýðublaðið - 28.11.1958, Síða 2

Alþýðublaðið - 28.11.1958, Síða 2
'VEÐRIÐ: SuSvestan kaldi, skúrir. SLYSAVARÐSTOFA Reykja víkur í Slysavarðstofunni er opin allan sólarhringinn. Lseknavörður L.R. (JByrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 8—18. Sími 1-50-30. ÍLYFJABÚÐIN Iðunn, Reykja víkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja lokunartíma sölu- búða. Garðs apótek, Holts apótek, Austurbæjar apó- iek og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega, iiema á laugardögum til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek eru opin á sunnu- dögum milli kl. 1—4. e. h. ÍHAFNARFJARÐAR apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9i— 16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. KÓPAVOGS apótek, Álfhóls- vegi 9, er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13— 16. Sími 23100. ★ ÍJAGSKRÁ efri deildar al- bingis: 1. AtvinnuLeysis- iryggingar, frv. 2, Skipu- íagslög, frv. Neðri deild: 1. Tollskrá o. fl., frv. 2. Bis-k- upskosning, frv. 3. Verð- jöfnun á olíu og benzíni, |rv. 'A' PÓLSKA sendiráðið hefur flutt úr húsakynnum sínum að Túngötu 12. Aðsetur þess verður framvegis í Templarasundi 5 (þ. e. a. s. Þórshamri). 'Á' VTVARPIÐ í dag: 13.15 Les- in, dagskrá næstu viku. 15 —16.30 Miðdegisútvarp. • 18.30 Barnatími: Merkar ! uppfinningar. 18.55 Fram- : burðarkennsla í spænsku. ! 19.05 Þingfréttir. Tónleik- I ar. 20.30 Daglegt mál. 20.35 ; Kvöldvaka: a) Erindi': Með ! vesturflokk á Eyvindar- ’ .staðaheiði (Hallgrímur Jón ' ásson kennari). b) íslenzk ! tónlist: íslenzkir kvartettar ; syngja (plötur). c) Rímna- ■ þáttur í umsjá Kjartans : Hj.álmarssonar og Valdi- ; mars Lárussonar. d) Upp- ! lestur: „Við, sem byggðum 1 þessa borg“, bókarkafli ' (Vilhjálmur S. Vilhjálms- ’ ^on rithöfundur). 22.10 Er- índi frá Arabalöndum, I: • Sýrland (Guðni Þórðarson ' blaðamaður). 22.35 Dægur- i lög frá Ítalíu (plötur). * FERÐAMANNAGENGIÐ: 1 'sterlingspund . . kr. 91.86 1 USA-dollar .... - 32.80 1 Kanada-dollar .. - 34.09 100 danskar kr. . . - 474.96 löð norskar kr. . . - 459.29 100 sænskar kr. .. - 634.16 100 finnsk mörk . . - 10.25 1000 frans. frankar - 78.11 1,00 belg. frankar - 66.13 100 svissn. frankar - 755.76 1Ö0 tékkn. kr - 455.61 100 V.-þýzk niörk - 786.51 lð00 lírur - 52.30 gyllini ...... - 866.51 4 '• Sölugengi , 1 Serlingspund kr. 45,70 í 1 Bandar.dollar — 16,32 j 1 Kanadadollar — 16,96 1 )i00 danskar kr. —- 236,30 1 )10O norskar kr. — 228,50 ! 1100 sænskar kr. — 315,50 100 finnsk mörk — 5,10 f.ÓOO franskir fr. — 38,86 lOObelg. frankar — 32,90 ! £90 svissn. fr. — 376,00 ! JiOO tékkn. kr. — 226,67 ! 100 v-þýzk mörk — 391,30 f-000 Lírur —■ 26,02 3100 Gyllini — 431,10 u Isafold sendir frá sér 3 nýjar bækur eftir sslenzka höfunda TJT ERU komnar þrjár nýj-l ar ísafoldarbækur, allar frum- samdar af íslenzkum rithöfund um. Eru þær skáldsögurnar Hrafnhetta eftir Guðmund Daníelsson og Hinumegin við heiminn eftir Guðmuhd L. Friðfinnsson og sjóferðabókin Sjö skip og sín ögnin af hverju eftir Sigurð Haralz. Hrafj.hetta eftir Guðmund Daníelssan er skáldsaga frá 18. öld og fjallar um ástir Appo- loníu Schwarzkopf og Níelsar. Fuhrmanns arntmanns. Gerist hún í tveimur aðalköflum, öðr- um í útlöndum, en hinum á íslandi., Hefur mikið verð rit- að um Schwarzkopfmálið svo- kallaða, en Guðmundur Daní- eisson gerir það að uppistöðu í skáldverki sínu. Er þetta fyrsta skáldsaga Guðmundar, sem byggð er á sagnfræðilegum grunni, og mun mörgum leika hugur á að kynnast, hverjum tökum hann tekur þetta sér- kennilega og athygiisverða yrk isefni. Hrafnhetta er 302 blað- síður að stærð. Hefst hún í Kaupmannahöfn 1710, en end- ar á Bessastöðum 1724 skömmu eftir andlát Appoloníu Sehwarzkopf. Hinumegin við heiminn er þriðja skáldsagan, sem Guð-. mundur L. Friðfinnsson skáld Hannes á horninu. Þeir fuiltrúar, sem þetta gera eru að fjariægja verkalýSsfélög- in frá verkafólkinu, sem mynd- ar þau. Þeir eru að setja óaf- máanlegan blett á samtök fólks- ins. EF NAUÐSYNLECT er fyrir verkalýðsfélögin að efla menn- ingarsjóði sína til þess meðal annars að koma upp félagsheim ilum fyrir sig — og það er nauð- synlegt, þá eiga þau að hafa allt aðra aðferð en þessa. Þau eiga að heimta til fulls þann rétt, sem verkalýðurinn á. Eftir að úrslit eru fengin í því efni, eiga stjórn ir þeirra að ræða við félagsmenn ina, sýna þeim fram á að nauð- syn krefji, að menningarsjóð- ir séu efldir, og það verði ekki gert með öðru móti en því að hækka árstillögin. Tillögur um það efni á svo að bera undir fundi félaganna sem samþykkja síðan eða hafna. ÖNNUR AÐFERÐ er ósæmi- leg með öllu. —■ Ef til vill er búið að ráða þessu máli til lykta þegar þessi orð mín birtast. Ef til vill hefur ekki reynst unnt að forða slysi. En ég get ekki orða bundizt. Verkafólkið mót- mælir eindregið þessari aðferð. Það vill fórna og það vill stöðv- un á hinni geigvænlegu skrúíu. Það skilur, að engin björgun verður ef það gengur ekk) fyrst fram í björunarstarfinu og hefst handa. En það vill',ekki að sam- tök þess gerist mútuþegar. Það vill ekki afsala sér þeim rétti, sem alþýðan á — fyrir múíur. ÉG BIÐ góða verkalýðssinna hvar í flokki, sem þeir standa, að forða verkalýðssamtökunum frá þeirri smán, sem misvitnr virðast vera að búa þeim. Gang- ið hreint til verks. Bjargið því sem bjargað verður. Fórnið fyr- ir alla þjóðina og um leið sjálfa ykkur, en framar öllu öðru: — hyggið þið ekki mútur. Þið haf- ið engan rétt til að taka við þeim. Það er siðleysi að nefna slíkt. Ef þið gerið það, fremjið þið glæp gagnvart þeim samtök- um ,sem fólkið hefur trúað ykk- ur fyrir um sinn. Guðmundur Daníelsson og bóndi á Egilsá í Skagafirði ritar fyrir fullorðna lesendur, en hann varð upphaflega kunn ur fyrir tvær bækur handa börnum og unglingum. Sagan er 275 blaðsíður að stærð. Sjóferðabók Sigurðar Haralz, Sjö skip og sín ögnin af hverju, er 210 blaðsíður að stærð í stóru broti og fjallar um ferða- lög og ævintýri höfundarins, sem hefur víða farið og í marg’t ratað um dagana. Sigurður Haralz er áður kunnur fyrir bækur sínar lazzaróna, Emi- granta og Nú er tréfótur dauð- ur. Þær komu út á árunum 1934—1943, en síðan hefur ekk ert frá Sigurði Haralz heyrzt þangað til nú, að hann kemur með stærstu bók sína og rifjar upp kynnin við gamla lesend- ur. —. .. ~ ------ Víð, sem byggðum þessa borg ... Framhald af 5. síSti. maður á vettvangi samtaka, til bættra kjara. Þau unnu börnum sínum stöðu meðal barna þeirra, sem ríkari voru, þau menntuðust og urðu þar sómi stéttar sinnar. Vilhjálmi tekst mjög vel í stuttu máli að rekja lífsbaráttu hennar, for- ustuhlutverki hennar og fórn- arlund fyrir alþýðusamtökin. Grettistök Jóhönnu munu verða minnisstæð á ókomnum árum, þegar fólk les um fyrstu ár- og fyrstu baráttu alþýðu- samtakanna. Vilhjálmur tekur fulltrúa frá sem allra flestum stéttum borgarinnar. Honum tekst ekki síður að lýsa lífsbaráttu sveita- drengsins, sem flytur sárfátæk- ur til borgarinnar og gerist þar kaupmaður. Þættirnir af Guð- jóni á Hverfisgötunni og Garð- ari Gíslasyni er glögg dæmi þess. Þáttur Guðjóns er mjög ágætur. Ég var frá því ég var barn kunnugur Guðjóni, vegna vináttu hans og föður míns. Myndin, sem brugðið er upp af þessum ágæta manni í þætt- inum Sólskin alla daga er bæði rétt og sönn. Kjarkur hans til framtaks og athafna kemur þar skýrt fram. Glaðværð hans og starfsgleði er lýst af sönn- um hug. Bókin er mjög smekklega gefin út. Hún er prentuð í Odda. Nokkrar teiknimyndir eru í henni af sögumönnunum. Eru þær teiknaðar af Halldóri Péturssyni. Er mikil prýði að þeim og mjög vel til fallið að hafa teiknimyndir í slíku riti en ekki ljósmyndir. Jón Gíslason. ALÞYÐUBLAÐíu_________________________________________ Crtgefandi: AlDíðuíiuKUUrnni. ititstjörar: Gísli j. Ástþörsson og Helgi Sæmundsson (-á’ó > . ulltrai ritstjftrnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Préttastjóri: Bjór^ iu Guömundsson. Aug-lysíng-astjóri: Pét- ur Pétursson. Ritstjóritai símar: 14901 og 149.0.2'. Auglýsingasími: 14906. AfgreitSslusími 1900. Aðsetur: Alþýöunúsiö. Prentsmiðja AlþýíSublii Gsins Hverfisgötu 8—10 Þrœtt fyrir staðreyndir HANNIBAL VALDiMARiSSON hefur reynt á Alþýðu- sambandsþingi að verja athæfi kommúnista fyrir tveimur arum, þegar þeir notuöu 6—-11 atkvæða meirihluca til þess. að einoka stjórn heildarsanitakanna. Þjóðviljinn hefur j gær orðrétt eftir Hanni'bal í Þessu samibandi: „Cg hvaða svívirðing var það, sem Aiþýðuflokknum var boðin á síð- asta þingi? spurði Hannibal. Honum var boðið að kjósa þrjá Alþýðuflokksmenn, þrjá frá Sósíal istaflc-kknum og þrjá vinstri ALþýðuf.okksmenn, samtais 6 Alþýðuflokks- menn af 9. Þetta viidi Alþýðuflokkurinn ekki!“ Hannibal Valdimarsson er ágætur ræðumaður, þegar allt er með felldu, orðfimur, baráttuglaður og rökvís, begar hann ræður við skapsmuni sína og hefur sæmilegt mái að sækja eða verja. En hér talar hann eins og bam í áheym Alþýðusambandsþings. Skýringin er auðvitað sú, að mál- staður hans er vonlaus með Óllu. Hverjir voru þessir þrír vinstri Alþýðaflokksmenn, sem Hannibal talar um í ræðu sinni? Þeir voru liann sjálfur og tveir aðrir af frambjóðendum Alþýðubanda- Iagsiins í síðustu alþingiskosnmgum. Hannibal er ekki of gott að vegsama þetta fólk og lýsa völdum þess og áhrifum í verkalýðshreyfinunni, þó að enginn þessara „vinstri AlþýSuflokksmanna“ væri kjörinn fulltréi á yfirstandandi Alþýðusamhandsþing. En hann gerir sig að viðundri með því að misskilja þá afstöðu jafnaðar- manna í verkalýðshreyfingunni að losa Alþýðuflokkinn við stóran eða lítinn eignarhluta í þessu fólki. I*að er Alþýðufiokknum óviðkomandi rrteð öllu. Hannibal Valdi- marsson er þingmaSur c-g ráðherra annars flokks. Hann er að sjálfsögðu frjáls að þeirri ákvörðun. Eu hann er ekki tij skipíanna. Og það er barnaskapur að halda því fram, að þingmaður o-g ráðherra Alþýðuhandalagsins í Alþingishúsiinu og stjórnarráðinu sé vinstri Alþýðu- flokksmaður í Alþýðusamfeandi íslands. Hanasifeal sann- ar einmiít það, sem hann þóttist ætla að afsanna: Jafn- aðarmönnum var boðið að fá þrjá stjórnarfuHtrúa af níu á síðasta Alþýðusamlbandsþingi, enda Þótt fylgismun- urinn þar væri aðeins 6—11 atkvæði. Það er út af fyrir sig ágæt röksemd hjá Hannibal Valdi- irjarssyni, að vinstri menn þurfj að sameinast um málefni. Slíkt stóð til boða á síðasta Alþýðusambandsþingi. En það var ekki nóg. Ofríki kommúnista hindraði þá samvinnu um stjórn Alþýðusambandsins, sem nauðsynleg var. Og aíleiðingar þessa hafa sannarlega komið á daginn. Verka- lýðshreyfingin fordæmir þetta athæfi, og henni má ekki verða til þess hugsað, að sagan frá síðasta Alþýðusamibands- þingi endurtaki sig nú. Sterk stjórn í heildarsamtökunum er lífsnauðsyn íslenzkrar verkalýðshreyfingar í dag. Og það er sannarlega málefni, Hvað vill Hanr.ibal Valdimarsson í þessu efni? Ber að skoða ræðu hans sem yfirlýsingu um, að hann vilji endurtaka ofríkið á síðasta Alþýðusamihands- þingi nú, ef hann á þess kost? Vilji hann heiðarlegt og mál- efnalegt samstarf, þá ætti hann að haga orðum sínum öðru- vísi en þræta fyrir staðreyndir með þeim árangri að sanna það, sem hann hyggst afsanna. Og fulltrúunum á Alþýðusambandsþinginu, sem nú sít- ur á rökstólum, er hollt að glöggva sig á þessu máli nú þegar. Þeim ber skylda til að hafa vit fyrir hverjum þeim, sem ætlar að veikja verkalýðshreyfinguna til að þjóna ann- arlegum hvötum. Framtíð og velferð heildarsamtakanna er í þeirra höndum. Verkalýðshreyfingin um land allt væntir þess, að Þeir geri þá skyidu sína, sem þeir voru til kosnii'. Vantar ungling til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum : LAUGAVEGI KLEPPSHOLTI. Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. Alþýðublaðið j? 28. nóv. 1958 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.