Alþýðublaðið - 28.11.1958, Side 11

Alþýðublaðið - 28.11.1958, Side 11
FÍMgvéiariiar; Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl, 8.30 í dag. Væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 22.35 í kvöld. Flugvélin fer til Os- lóar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 8.30 í fyrra- málið. Innanlandsflug: t dag er áætlað að fijúga tii Akur- eyrar (2 ferðir), Fagurhóls- mýrar, llólmavikur, Horna- fjarðar, ísafjarðar, Kirkju- bæ j arklaus turs Vestmanna- eyja og Þórsha úiar. Á morg- un er áætlað fljúga lil Ak ureyrar, ^ B.': Aduóss, Egijs- staða, ísafjr i ar, Sauðár- króks og Vesirv ; nnaeyja. Loftleiðir. Hekla er væntanleg tii Reykjavíkur á laugardags- morgun kl. 7 frá New York, fer síðan til Osló, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 8.30. Ríkisskip. Hekla fer írá Reykjavík á mánudag vestur um land í hringferð. Esja fer frá Rvík a á hádegi í dag austur um land í hringferð. Herðubreið fór frá Reykjavík í gær- kvöldi ausíur um land til Fá- skrúðsfjar.ðar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á mánudag vestur um land til Akureyrar. Þyrill er væntanlegur til Reykjavíkur i kvöld frá Aust fjörðum. Skaftfellinguf fer frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. Skipadeild SSS Hvassafell er í Flekke- fjord, fer þaðan á morgun á- leiðis til Faxaflóahafna. Arn- arfell átti að fara í gær frá Ventspils áleiðis til Reyðar- fjarðar. Jökulfell átti að fara í gær frá Rostock áleiðis til Fáskrúðsfjarðar. Dísarfell er væntanlegt á morguri til Hels ingfors. Litlafell kemur til Hvalfjarð’ar í dag frá Vest- fjörðum. Helgafell er á Ak- ureyri. Hamrafell fór 25. þ. m. frá Eatum áleiðis til Rvík- ur. Hestia er væntanlegt til Reykjavíkur 30. þ. m. Mar- cella er væntanlegt til Rvik- ur 30. þ. m. Trudvang lestar í New York til Reykjavíkur. Eimskip. Dettifoss fór frá Hafnar- firði 25/11 til New York. Fjallfoss kom til Reykjavík- ur 25/11 frá Hull. Goðafoss kom til Reykjavíkur í gær- morgun frá New York. Gull- foss fór frá Hamborg 26/H til Helsinborg og Kaupmanna hafnar. Lagarfoss fór frá Len ingrad í gær til Hamina, Haugesund og Reylcjavíkur. Reykjafoss fór frá Vest- mannaeyjum 23/11 til Ham- 1 borgar. Selfoss fór frá Hels- | ingör 24/11, var væntanleg- | ur til Réykjavíkur í morgun. 1 Tröllafoss fór frá Hamina 1 25/11 til Reykjavíkur. Tungu | foss fór frá Raufarhöfn 26/11 | til Gautaborgar, Alaborgar i og Kaupmannahafnar, Frá GuðspekiféJaginu. Fundur verður í stúkunni Mörk í kvöld kl. 8.30 í Ingólfs- strætj 22. Gretar Fells talar um öriög og forlög. Kvikmyndasýn ing verður (myndin Duft eða almætti). Hljóðfæraleikur og kaffiveitingar. Utanfélagsmenn eru velkomnir. Framhald af 12. síðu. Fulltrúar á flokksþing voru kosnir: Ásgeir Einarsson. Ól- afur Björnsson, Ragnar Guð- leifsson. Varamenn: Benedikt Jónsson,^ Guðm. Guðjónsson, Óskar Jósefsson. Hún tæmdi glasið og horfði í daufan, marglitan rafljósa- bjarmann. —- Það er gott, mælti hann eftir skamma þögn, ef mað- ur unir sér vel, þar sem mað- ur er. ■— Ekki er það samt gott að það fari út í öfgar. Ég óttast það mest að ég kunni að verða jafn sjálfumglöð og foreldrar mínir; að sjálfsögðu eru þau beztu manrueskjur, en þau hafa gengið með rósrauð gler augu alla sína ævi. Ég tala ekki um hve ég hlakka til að sleppa í haust. Það fór uih hann kitlandi ánægjufiðr'ngur, þegar hún sagði „sleppa”, — eins og hún hefði snert þan/nn streng í hjarta hans., —- Og hvar býrð þú, spurði hún. — Ég . . . hvergi . . . ekki eins og stendur . . . ekki enn. —- Býrðu hvergi? — Ég á eftir að finna mér samastað. Hann sagði þetta stuttara- lega, eins og hann vildi úti- loka frekari umræður hvað það mál snerti. Hún horfði í tæmt glasið. — Ertu ekki orðinn nokkuð seinn fyrir méð það, spurði hún. — Og ég kemst einhvers staðar.iiin. Hann var þess fullviss að hana furðaði á því að hann skyldi ekki enn hafa orðið sér úti um , eitthvert húsaskjól. En þögnin var þó ekki rof- in, og hann var henni þakk- látur fyrir. L-oks sagði hann eins og við sjálfan sig. — Ég hef notið s.tundar- innar allt of viel til þess að ég færi að telja mig á svo hversdagslegan hátt . . . En hún greip fram í fyrir honum. — Þetta er mál, sem mér kemur ekki við . . . Hún leit framan í ha’nn og brosti. Ef illa fer getur þú þó alltaf feng ið ból í teinhverjum fiskibátn um hérna niður við sjóinn. Og svo kem ég til þín í morgun- sárið, ríðandi á höfrungi og færi þér sjóheitt te. Hann hló. Snart arm henn ar létt, tók við glas] hennar og sagði: -— Ég skil það vel að þér skuli finnast það einkenni- legt að ég hef ekki fundið mér neinn vissan samastað. — Nei, svaraði hún fljótt. Ég ier ekki- minnstu vitund forvitin um þína hagi. Þú 'þarft ekki að skrifta fyrir mér . . . við erum í sumar- leyfi, og megum haga okkur sem okkur sjálfum sýnist. Hann hleypti brúnum ó- sjálfrátt. — Það e-r ein-mitt það, sem ég kýs helzt af öllu. -v- Það ér það, sem við kjós um bæði helzt af öllu, mælti hún. Hann síetti frá sér bæði glös in á borð við hliðið. Þar voru þegar mörg glös fyrir. Hún hafði staðið hreyfing arlaus og virti hann -fyrm sér. Og hún stóð eins, þegar hann kom aftu-r. — Ef til vill danr i'u nú betur en áður, RicharJ. r.rælti hún. • — Það held ég varri. svar- aði hann og hugðist halda á- fram, inn um hliðið. — Nei, •— hérna úti á flöt inni ... Hönd hans var hlýrri nú, er húh lá við lófa hennar. Hann hafði slakað betur á hreyfingum sínum, og þau stigu dansinn, barm við barm, yfir mjúka grasflötina eft:r hrynjandi hljómlistarinnar, siem barst út til þeirra, yfir múrinn. Hún leit lítið eitt til hliðar svo hár hennar snart vanga hans. Hann starði á leik ljóss og skugga um mjúkar axlir henar, fann líkama henn ar þrýstast að sér, öran og á- leitin. Og hann varð gripinn aftur þessari óumræðilegu fagnarhrifningu yfir því, að hafa fundið hana, þótt hann vissi að hann hrósaði happi of fljptt. Og ljóst var hon- um, að ef hann sæi hana ekki aftur að morgni mundi hann verða fyrir vonbrigðum og telja sig einmana. CAESAH SMITH : — Ertu ein í herbergi . . . — Nei, við búum tvær saman. Hún tók sjálf þá örðugu á- kvörðun þe.rra beggja vegna að kveðja. Hún leit á hann og angurvært bros lék um var ir henni. — Þakka þér fyrir þetta yndislega kvöld, sagði hún, og henni tókst að segja það án þess nokkuð bæri á t’lgerð eða hversdagsleika í röddinni. ---- Sjáumst við í fyrra- málið? Honum hafði lengi verið ljóst, að hann mundi spyrja hana þess. — Já, það vil ég fengin. Nr.7 HITA YLCa J •— Richard, hvíslaði hún lágt og blítt. Þú verður að finna þér einhvern nætur- stað. — Hvað áttu við? — Þú verður að finna þér einhvern stað til að sofa af nóttina. Það er senn lágnætti, og ef þú verður að sofa úti, færðu kannski gikt eða ein- hvern enn lakari sjúkdóm. . . — Ég sofna ekki. Hugsun- in um þig og höfrunginn mun halda fyrir mér vöku. — Nei, ég er að tala í al- vöru. Þú verður að finna þér næturstað áður en alls staðar verður lokað. — É.g hef áreiðanlega ein- hver ráð með það . . . Hann leit brosandi í á- riyggjuþrungin augu henni. -—Já . . . jæa .. . Hún yppti öxlum. Þú vterður að ráða fram úr því sjálfur eins og þú vilt. — Ég þakka þér umhyggj- una ... — Ég er bara raunsæ, ann- að ekki. En svo ég víki að öðru, — við ættum að fara að hugsa okkur til brottferð- ar. Hljómsveitin hættir leik sínum um lágnættið, og ég vildi gjarna heyra hana þeg- ar við förum. — Ágæt uppástunga, varð honuip að orði. Margi-r gestanna voru þeg- ar farnir, og nú var nóg af lausum borðum. — Ertu lekki með frakka, eða -einhverja yfirhöfn, spurði hún. Hann hristi höfuðið. — Má ég fylgja þér heim? -—■ Já, gerðu það, svaraði hún. Gistist-aður skólafólksins var í hárri. og mikilli bygg- ingu. Það var ljós í svo að segja hverjum glugga. Bjart- ar raddir og hlátra lagði 1 fang manni, og einhversstað ar var leikin hljómplata. — Þetta ér glæsilegasta gistihús, varð honum að orði, þegar þau vöfðu hvort annað örmum í skugga trjá- nna við gangstíginn. — Þetta var líka gistihús, og til allrar hamingju var því llftið )br|eytt þegar það var — Líttu þá undir netahrúg una í yzta fiskibátnum. En hann gat ekki sagt það sem gamanyrði, því í raun- inni vakti tilhugsunin ein kvíða með honurn. Raunar mátti honum á sama standa hvar hann svæfi, þegar allt kom til alls. Hún snart arm hans. — Þú verður að hafa hrað an á, a'onars verðurðu of seint á ferð til að fá náttstað. — Já, svaraði hann. í bjarmanum frá götuljós- kerinu voru augu hennar björt og tær, þegar hún starði spyrjandi í andlit honum. En þótt hún -hefði áreiðanlega margs að spyrja, sagði hún ekki neitt. — Góða nótt, Jane. Hún lagði aðra höndina á öxl honum og hún lokaði aug unum á meðan hann kyssti, blíðlega en ástríðulaust. Svo gekk hann sbref frá henni. — Hvar og hvenær? Rödd hennar var lág. Á morgun, á ég við . , . — Hérna, ief þér er það ekki óþægilegt. — Ágætt. Eigurxi við þá að segja um tíuleytið? Mig lang- ar tii að sofa yfir mig í fyrra málið . . . Hún brosti nú aftur, og spurnarsvipurinn var horfinn af andliti hennar, án þess þó, að hún hefði orðið nokkurs vísari. Og enn varð hann gripinn þessari óumræðilegu hrlfn- ingu, þegar hann gekk á brott. Hann var aleinn, en fann ekki til neinnar ein- manakenndax, því að á morg un beið stúlka fundar við hann, ung stúlka með heið og skær augu og næman skiln- ing á hvað sem var. Ung stúlka með heitar, einlægar varir. Og með hrifningunni vöknuðu ástríðurnar, ien það var of seint að fá þeim útrás nú, þau höfðu kvaðst, og hún var horfin á brott. Einhvers staðar var leikin hljómplata. Kiukka sló tólf á miðnætti nokkuð í burtu. Hann .gekk niður að sjónum og hugsaði um stúlkuna. Æ FJÓRÐI KAFLL Hún lá lengi vakandi. Það var orðið hljótt i hinni miklu byggingu. Allar dví lokáðar. Báruniðinn gat hún ekki heyrt, enda þót-í skammt væri til strandar. En hún reyndi að mana það fram fyr ir hugskotsjónir sínar, vitt, kyrrt og blátt undir heiðum himni. Það var hlýtt og mollu legt inni í hierbergi hennar; hún lá alsnakin, en hafði breitt þunnt lakið yfir sig. Það var eins og loftið legð.st að henni í þungum bylgjum, en í raun og veru var alls ekki um neina breyfingu að ræða, ekkert nema kyrrð og þögn. Hún fann leitthvað titra í höfuð sér eins og þaninn streng . . . fiðlustreng, sem hljómaði án snertingar. Rödd hans hafði verið lág og róleg, og yfir honum hafði hvílt einhver óskiljanleg gleðí allt kvöldið; einmitt það hafði hrifið hana meir en nokkuð annað í f-ari hans. En svo hafði ýmislégt það borið við, sem olli henni undrun. Það hafði komið vandræða svipur á andlit honum, hann hafði allt í einu numið stað'ar í dansinum og farið að tala um að hann þyrfti í skyndi að gera eitthvað, sem hann hefði steingleymt, Og þá hafði allt í einu sett að henni ótta, öldungis eins og gleði hans hafði vakið hrifningu og gleði með henni sjálfri. Þegar hún skrápp hingað eftir töskunni sinni, hafði hún verið komin á fremsta hlunn með að vera hér kyrir. Hann var ekki ^ðeins hvers- dagslegur maður í sumar- leyfi; það var eitthvað óum- gert fólks. að gistiheimilj skóla- Grannarnir „Gættu þín, Jón, ég bónaði for- stofugólfið í morgun”. 11 Alþýðublaðið — 28. nóv. 1958

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.