Morgunblaðið - 29.05.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979
11
„Umönnun barnanna sé sem
mest í höndum sama fólksins
María Finnsdóttir hjúkrunar-
fræðingur flutti erindi á ráð-
stefnunni um „Barnið á sjúkra-
húsi“. María vann um margra
ára skeið á barnasjúkrahúsi og
hefur lokið B.A.-prófi í barnasál-
fræði. Hún vinnur nú við að
skrifa rittcerð um þetta efni.
María sagði megináherzlu verða
að leggja á fræðandi starf í þessu
sambandi. Það væri nauðsynlegt
að foreldrum væri gerð grein fyrir
ábyrgð sinni í þessum efnum eins
og öðru er viðvíkur uppeldis-
málum. „Þetta er þáttur sem
koma ætti inn í skyldunám í
framhaldsskólum," sagði hún.
„Það má skipta börnum á
sjúkrahúsum í tvo hópa. Börn
innan við 6 mánaða aldur hafa
ekki náð nægilega persónulegu og
öruggu sambandi við sína nánustu
og ef sambandið rofnar algjörlega
— segir María
Finnsdóttir
hjúkr.fræðingur
við þann aðila, er staðið hefur því
næst, þá getur þroski þess beðið
skaða. Eftir 6—8 mánaða aldurinn
hafa myndast tilfinningaleg
tengsl og tíminn rá þessum aldri
allt fram til 3 ára aldurs getur
verið mjög viðkvæmur. Börn geta
orðið fyrir sálrænum truflunum,
en þetta er mjög einstaklings-
bundið. Þess vegna er áríðandi að
gott samband sé milli hjúkrunar-
fólks á sjúkrahúsum og aðstand-
enda barnanna, þannig að hægt sé
að gera sér grein fyrir þörfum
barnsins og hver viðbrögð þess
geta orðið."
María sagði einnig, að mjög
Þessi mynd fylgdi sérprentun á fyrir-
lestri Grétars Marinóssonar sálfræð-
ings. Myndin er teiknuð af barni og
sýnir hugmynd þess af sjúkrahúsdvöl.
nauðsynlegt væri að áfram yrði
haldið þeirri stefnu að leyfa
aðstandendum að vera sem mest
hjá börnum sínum á sjúkrahúsum.
En ekki væri það einhlítt, að
foreldri gæti setið hjá barni allan
vistunartíma þess á sjúkrahúsi.
Það væri því ekki síður áríðandi í
skipulagi á barnadeildum að sjá
til þess að umönnun barnanna
væri sem mest i höndum sama
fólksins. „Þó hjúkrunarfólk geti
aldrei komið í staðinn fyrir for-
eldri þá getur það haft alvarleg
áhrif á sálarlíf barnsins, að aldrei
sé sá sami við hlið þess nema
stutta stund, — að það geti aldrei
sett traust sitt' á neinn. Brezk
heilbrigðisyfirvöld gáfu út reglu-
gerð árið 1969 þar sem kveðið er
skýrt á um að starf á barnadeild-
um skuli skipulagt með þetta að
markmiði."
/
María Finnsdóttir
María sagði miklar breytingar
hafa orðið á viðhorfi fólks til
sjúkradvalar barna á undanförn-
um árum. Heimsóknartímar á
barnadeildum hefðu fyrst verið
tvisvar á dag, en var síðar breytt í
tvisvar í viku. Nú væri yfirleitt
talið sjálfsagt að foreldri fengi að
dvelja hjá barni sínu eins lengi og
unnt væri. En taka þyrfti til
endurskoðunar byggingar sjúkra-
húsa með tilliti til þessa.
María sagði að lokum: „Það er
margt viðvíkjandi sjúkrahúsdvöl
barna sem litið er nú öðrum
augum en áður. Það sem efst er á
baugi nú er aö fylgja þeirri þróun
að auka heimilisþjónustu þannig
að ekki þurfi að leggja börn inn á
sjúkrahús nema í ítrustu neyð.
Börnum er hollast að fá að dvelja í
sínu eðlilega og kunnuglega um-
hverfi."
Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður:
„Hver ber í raun ábyrgð
á tilfinninga-
og félagslega þættinum?”
Sigríður Björnsdóttir
myndlistarmaður fjallaði um
efnið „Gildi skapandi starfs
fyrir sjúka barnið“. Sigríður
starfaði í 16 úr við Barnaspit-
ala Ilringsins scm forstiiðu-
kona svoncfndrar sjúkraiðju-
deildar. Hún cr á förum til
Los Angeles á alþjóðaþing
starfsfólks á barnasjúkrahús-
um. er fjalla mun um efnið
„Umönnun harna á sjúkra-
húsum.“
Hún sagðist álíta, að
skapandi starf (creative
therapy) á barnasjúkrahúsum
hefði mikilvægt gildi sem fyr-
•rbyggjandi þáttur í meðferð
barns, — sem endurhæfing,
sem uppeldi og menntun og
sem þerapía. „Þetta byggist á
því, að hver einstaklingur hef-
ur meðfætt skapandi afl, sem
undirstöðuatriði er að virkja,
svo betur megi takast á við
hina líkamlegu lækningu.
Barn, sem lagt er inn á
sjúkrahú hættir ekki að vera
barn. Börn eru mjög misjafn-
lega á vegi stödd til að takast á
við þann sársauka og þau
tilfinningalegu átök, sem
sjúkrahúsdvöl hefur oft á tíð-
um í för með sér. Þess vegna
þarf jafnt að gera sér grein
fyrir tilfinningalífi þess sem
og líkamsástandi. 011 börn,
sem lögð eru inn á sjúkrahús,
Sigríður Björnsdóttir
hafa sömu undirstöðuþarfir og
sömu vandamál og börn sem
heima eru. En þau börn, sem
dvelja á sjúkrahúsum, hafa
viðbótarþarfir, sem koma upp
við veikindi, viðskilnað, slys,
fötlun og það að dvelja á
sjúkrahúsi. Þá reynir oft mikið
á, að umönnun barnsins til-
finningalega séð bregðist ekki.
Eg hef oft velt því fyrir mér,
hver beri í raun ábyrgð á
tilfinninga- og félagslega
þættinum í umönnun barna á
sjúkrahúsi. Er það læknirinn
eða eru það foreldrarnir?"
Sigríður sagðist hafa gefist
upp á að vinna við þetta starf,
þar sem ekki hefði fengist
viðurkenning á starfssviðinu
og harla lítilla úrbóta að
vænta, að hennar dómi. „Það
er mikilvægt að þessum þætti í
hjúkrunarferlinum sé gefinn
meiri gaumur. Ég tel ráðstefn-
una hafa verið lofsvert fram-
tak til að vekja athygli á
málefninu, en sakna þess, að
aðeins skuli hafa verið þar
viðstaddur einn barnalæknir."
I!
geta verið bæði jákvæð og neikvæð”
sérfræðinga. Þar kemur fram, að
sjúkrahúsdvöl sem varir skemur en
eina viku veldur ekki langtíma-
erfiðleikum. Endurteknar sjúkra-
húsdvalir barna innan við fimm
ára aldur, en einkum á aldrinum 6
mánaða til 4 ára, yllu aukinni
hættu á hegðunarerfiðleikum og
lestrarerfiðleikum síðar. Áhrifin
koma skýrast fram hjá börnum
sem búa við erfiðleika á heimili.
Þótt erfitt sé að yfirfæra niður-
stöðurnar á íslenzkar aðstæður
vegna þess að ekki er vitað um
gæði umönnunar barnanna á
brezkun\ sjúkrahúsum, þá gefa
gæði rannsóknanna fullt tilefni til
að vara forráðamenn og starfs-
menn sjúkrahús á íslandi við
slæmum afleiðingum endurtekinna
innlagna ungra barna, einkum
þeirra sem viðkvæm eru fyrir.
Grétar rakti síðan nauðsyn þess
að börn séu vel undirbúin fyrir
sjúkrahúsvist og þeim gerð grein
fyrir hvað sjúkrahúsvist felur í sér.
Hann sagði síðan: „Viðbrögð for-
eldra eru mikilvæg. Ef þeim hefur
verið leyft að vera hjá barni sínu á
sjúkrahúsi er líklegt á tengslin hafi
styrkst. Viðbrögð skólans eru
einnig mikilvæg. Bekkjarkennari
þarf að fá upplýsingar um sjúkra-
húsdvölina, orsakir hennar, hvað er
gert og batahorfur. Eðlilegast er að
þessar upplýsingar komi frá for-
eldrum með nánari útskýringum
frá hjúkrunarfræðingi eða lækni
skó'ans ef þörf krefur. Því miður er
mikill misbrestur á þessu í dag.“
Grétar benti á nokkur atriði í lok
fyrirlesturs síns um hvað gera
megi til varnar neikvæðum áhrif-
um af sjúkrahúsdvöl:
Grétar Marinósson
Fyrir innlögn
1. Reglubundin fræðsla með
bókum og í fjölmiðlum (vegna
þeirra sem eru lagðir inn skyndi-
lega).
2. Bæklingar frá sjúkrahúsi með
upplýsingum handa barni og
foreldrum.
3. Viðtal læknis við foreldra og
barn.
4. Upplýsingaröflun um t.d. fyrri
fjarveru barns frá foreldrum,
tilfinningalegt ástand barns, sam-
komulag við systkini, húsnæðis-
aðstæður fjölskyldu, hjúskapar-
aðstöðu foreldra og starf.
Eftir innlögn
1. Vistun eins skammvinn og hægt
er (helst ekki meira en ein vika,
aukið varnaðarstarf og
snemmgreining utan sjúkrahúss).
2. Foreldrar fái að vera með berni
eins mikið og það þarf.
3. Heimsóknir félaga.
4. Eins fáir starfsmenn með hvert
barn og hægt er.
5. Leikur og útivist.
6. Nám (Fræðsluskrifstofa skal
skv. grunnskólalögum greiða fyrir
kennsluna. Sjúkrahús eða skóli
tilkynni um innlögn. Kennari er
helst bekkjarkennari barnsins.
Sjúkrakennsla haldi áfram eftir að
vist líkur ef þörf krefur).
Eftir útskrift
1. Viðtal læknis við foreldra og
barn (batahorfur, möguleg við-
brögð barns, er út er komið. Hvað
foereldrar geta gert).
2. Upplýsingar (læknabréf) til
hjúkrunarfræðings skólans."