Morgunblaðið - 29.05.1979, Side 23

Morgunblaðið - 29.05.1979, Side 23
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 23 j.deild í kvöld: Nýr grasvöllur í gagnið FJÓRIR leikir fara í kvöld fram í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og ber þar helst að geta Ieiks ÍBV og ÍBK, en hann fer fram á nýjum grasvelli í Heigafellsdal. Leikir kvöldsins eru: Laugardalsvöllur: Víkingur—Þróttur kl. 20. Dómari: Guðm Haraldss. Helgafellsvöliur: ÍBV—ÍBK kl.20.00. Dómari: Þorvarður Björnss. Akranesvöllur: ÍA —KA kl. 20.00. Dómari: Kjartan ólafsson. Hvaleyrarholtsv.: Ilaukar—KR kl. 20.00. Dómari: Hreiðar Jónsson. Englendingar sigruðu ENGLENDINGAR sigruðu í keppni bresku landsliðanna í knattspyrnu með því að vinna sigur á Skotum á Wembley-leikvang- inum í Lundúnum um helgina. Skotum hefur vegnað mjög illa upp á sfðkastið og þeim nægði ekki að ná forystu f leiknum, Englendingar svöruðu með 3 mörkum og unnu 3—1. Skotar byrjuðu mun betur og það var ekki ósanngjarnt þegar John Wark skoraði eftir undirbúning Jordan Dalghlish. Nokkru sfðar jafnaði Peter Barnes með fyrsta marki sfnu f landsleik. í sfðari hálfleik náðu Englendingar betri tökum á leiknum og þá bættu þeir Steve Coppell og Kevin Keegan mörkum við. Kom mark Coppels eftir gróf mistök markvarðarins George Woods, sem þarna lék sinn fyrsta landsleik. Um helgina léku einnig Wales og Norður írland. Jafntefli varð 1 — 1, Robbie James skoraði mark Wales, en Derek Spence skoraði fyrir íra. Engiendiiu;ar hlutu 5 stig í keppninni, Wales 4 stig, Skotar 2 og Norður Irar 1 stig. Naumt hjá Schekter MONTE Carlo kappaksturinn frægi varð sögulegur þetta árið, þar sem 16 af 20 keppendum luku ekki kepni vegna slysa eða bilana á ökutækjum. Meðal þeirra sem urðu að hætta keppni voru Nicki Lauda sem varð að hætta eftir 21 hring af 76, og James Hunt sem skreiddist aðeins 4 hringi. Það var Jody Schekter sem sigraði naumlega að þessu sinni, aðeins fáeinum metrum á undan hinum Iftt þekkta Clay Regazonni frá Sviss. Um tfma á sfðasta hringnum var aðeins örfárra sentimetra bil milli ökutækja þeirra Rcgazonni og Schekter. Tími Schekter var 1:55:22,48 klukkustundir, tími Regazonni var 1:55:22,92. í þriðja sætinu hafnaði Carlos Reuteman frá Argentínu og John Watson varð fjórði og sfðasti örkuþórinn til að ijúka ferðalaginu. Uppgjörinu lauk sem jafntefli ÍTALIR og Argentfnumenn léku sýnlngarleik f Rómarborg um helgina. Á sfðustu HM keppni sem fram fór f Argentínu sfðasta sumar léku þessar þjóðir og þá sigruðu ítalir óvænt. Reiknuðu þá margir með þvf að ftalir myndu gera stóra hluti f keppninni, en svo fór ekki og kenndu þeir gjarnan dómurunum um. Leikurinn f Róm þótti frábær og honum lauk með sanngjörnu jafntefli, 2—2. Fyrsta markið var skorað á 7. mfnútu og var þar útherjinn Valencia að verki. ítalir jöfnuðu á 26. mfnútu með þrumuskoti Franco Causio. Á 53. mfnútu náðu ítalir síðan forystu með marki Paolo Rossi, en aðeins mfnútu sfðar var dæmd furðuleg vftaspyrna á ítali sem Passarella jafnaði úr af öryggi. Eftir það var það snilldarmarkvarsla sem einkum varð til þess að staðan breyttist ekkert. Þrjú mót í röö og hola í höggi GOLFMÓT fara nú fram um hverja helgi, stór og smá, víðs vegar um landið. Ekki er ætlunin að telja upp úrslit í þeim öllum. en okkur þykir það í frásögur færandi, að í Nesklúbbnum hefur sami maður unnið þrjú sfðustu mót, sem hann hefur tekið þátt í. Sá er Friðþjófur Helgason. hann vann veitingabikarinn sfðastiiðið haust og byrjaði sfðan sumarið á að vinna Krfukeppnina á Nesinu. Á fimmtudag var hann enn á ferðinni og vann þá örugglega forkeppni Bubnov-keppninnar á undan þeim efnilega Magnúsi Stefánssyni. Þá bar það til tföinda á Nesvellinum á fimmtudaginn, að Jón Sigurðsson bakari með meiru fór holu í höggi á þriðju braut. Eftir nokkra leit utan brautar fannst boltinn í holunni og eðlilega kaliaði það á tilheyrandi fagnaðarlæti. _ xí: Sigurvegararnir f þotukeppninni f golfi, sem fram fór á Hvaleyrarholtsvelli um helgina. Frá vinstri: Jón Friðriksson GK, Friðþjófur Helgason NK, Gunnlaugur Jóhannesson NK, Guðmundur W. Vilhjálmsson, sem afhenti verðlaunin fyrir hönd Flugleiða, Sigurjón Gfslason GK, Hannes Eyvindsson, Jón H. Guðlaugsson NK. Sigurjón sigraði í þotukeppninni SIGURJÓN R. Gfslason golf- klúbbnum Keili sigraði f fyrsta golfmóti sumarsins sem gaf stig til landsliðs þotukeppni Flug- leiða sem fram fór á golfvelli Keilis á Hvaleyrarholti. Lék Sigurjón holurnar 36 á 154 höggum. Það var góður sfðari dagur sem gerði útslagið hjá Sigurjóni en þá lék hann 36 holur á 73 höggum (36—37). Annar varð íslandsmeistarinn Hannes Eyvindsson á 156 högg- um og þriðji Jón Guðlaugsson á 157 höggum. Reyndar þurfti bráðabana til þess að skera út um úrslit í 3. til 4. sæti milli þeirra Jóns og óskars Sæmundssonar og sigr- aði Jón. í keppni með forgjöf sigraði Gunnlaugur II. Jóhann- esson NK, lék á 142 höggum nettó, annar varð Friðþjófur Helgason á 142 höggum og þriðji Jón Friðþjófsson á 144 höggum. Stig til landsliðs hlutu 12 efstu menn. Sigurjón hlaut 28,5 stig, Hannes 25,5 stig og Jón og Óskar hlutu 21 hvor. Keppnin tókst mjög vel, rúm- lega 100 þátttakendur mættu til leiks, og fór keppnin fram í blíðskaparveðri. Röð efstu manna í mótinu varð þessi: 1. Sigurjón GÍHlawon, GK 81:73=154 2. Ilannes Eyvindsson. GR 79:77=156 3. -4. Jón H. Guðlauifsson, NK 80:77=157 3.—4. óskar Sæmundsson. GR 77:80=157 5. Sveinn SÍRurberKsson. GK 81:78=159 6. -7. Gunnl. Jóhannesson. NK 79:81=160 6.-7. Óli Laxdal. GR 79:81=160 8. Júlíus R. Júlíusson. GK 77:85=162 9. —12. ómar örn Ra^nars.. GL 83:80=163 9.—12. Einar Þórisson. GR 81:82=163 9.-12. Gísli Siifurósson. GK 82:81=163 9. —12. Jón Gunnarsson. GA 82:81=163 13.—14. Sijf. Ilafsteinsson. GR 84:81=165 13.—14. Eiríkur Jónsson, GR 84:81=165 15.-17. Hálfdón Karlsson. GK 82:84=166 15.-17. ólafur Skúlason, GR 81:85=166 15.-17. Páll Ketilsson. GS 81:85=166 18.—19. Hilmar Björjcvinss.. GS 86:81=167 18.-19. Sveinbj. Björnsson, GK 82:85=167 20. Sigurður Sijcurósson. GS 85:83=168 -þr. Öruggt hjá UBK Elías meistari ELÍAS Sveinsson FH varö ís- landsmeistari í tugþraut Meistara- móts íslands sem fram fór á Laugardalsvellinum á sunnudag og mánudag. Árangur Elíasar var all- góöur. Fyrri daginn náöi hann 3,677 stigum, og var árangur hans sem hór segir: 100 m 11,0 sek., langstökk 6,43 m, kúla 14,06 m, hástökk 1,88 m, 400 m 52,7 sek. Seinni dagur: 110 grind 15,6 sek., kringla 43,02 m, stangarstökk 4,00 m, spjótkast 59,58 m og 1500 m hlaup 4,43,00 mín., samanlagöur stigafjöldi Elíasar var 7177 stig. Annar í tugþrautinni var Þorsteinn Þórsson og setti hann nýtt unglingamet, 6,775 stig, sem er mjög góður árangur. Náöi Þorsteinn lágmarki fyrir Evrópumót unglinga sem fram fer í Póllandi í haust. Þriöji varö svo Óskar Thorarensen með 6,139 stig. í fimmtarþraut kvenna sigraöi Helga Halldórsdóttir KR, hlaut 3,336 stig, sem er nýtt meyjamet. þr. BREIÐABLIK yfirsteig erfiða hindrun á leið sinni f 1. deild á ný er liðið lagði FH að velli á Kaplakrikavellinum í gær- kvöldi. Sigur UBK, 3—2, var mjög sanngjarn, liðið lék betri knattspyrnu og átti hættulegri færi en heimaliðið, sem var um of í háloftunum með spyrnur sfnar, hvort heldur um var að ræða sendingar á samherja eða markskot. Staðan f hálfleik var 2-2. Leikurinn hófst mjög undar- lega, Blikarnir léku knettinum á milli sín og leituðu að smugum, en tvívegis á fyrsta korterinu komust FH-ingar fram yfir miðju og í bæði skiptin komu þeir knettinum allar götur inn í mark UBK. Fyrst var það Óttar Sveinsson, sem skoraði af stuttu færi, eftir að Sveinn markvörður hafði misst frá sér fasta fyrir- gjöf Janusar Guðlaugssonar. Síðan skoraði Þórir Jónsson gullfallegt mark með hörkuskoti utan úr vítateig á 14. mínútu. Blikarnir létu ekki merkið falla þrátt fyrir mótlætið og þeim tókst að jafna fyrir hlé, Ingólfur Ingólfsson skoraði fyrsta mark UBK á 34. mínútu. Kom markið eftir snjalla sókn- arlotu. Vignir Baldursson, sem jafnframt var besti maður UBK, skoraði jöfnunarmarkið síðan á 42. mínútu með góðu skoti. UBK-menn voru síðan óheppnir að ná ekki forystu þegar Sigurð- ur Grétarsson skaut naumlega yfir úr aukaspyrnu. Þriðja og sigurmark UBK skoraði Ingólfur á 48. mínútu af stuttu færi eftir snjallan samleik Sigurðar og Hákonar. FH-ingar komu nokkuð inn í myndina eftir markið og í einni rimmu var bjargað af línu UBK fjórum sinnum í röð. Ekki bætti úr skák, að Sveinn virtist óör- uggur í markinu, var hættan jafnan mest við mark FH, þegar Blikarnir óðu fram í hraðaupp- hlaupum. Áður en yfir lauk, hefðu þeir Vignir, Hákön og Sigurjón allir getað bætt mörk- um við. Rangers tók bikar- inn Glasgow Rangers varð skoskur bikarmeistari eftir þriðju viðureign sína við Hibernian í gærkvöldi. Fyrri leikjunum tveim lauk án þess að mark væri skorað. Nú vann Rangers 3—2 eftir framlengdan leik. Það var sjálfsmark Arthur Graham sem færði Rangers sigurinn á 16 mfnútu framlengingarinnar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2—2. Tony Higgs kom Hibs í 1—0 á 16 mínútu, en Derek Johnstone kom Rangers yfir með mörkum á 42. og 61. mfnútu. Allisdair McCleod jafnaði síðan úr víti rétt fyrir leikslok og var þá framlengt með fyrrgreindum endi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.