Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 35

Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 35 Kjarkleysi og þröngsýni í vegamálum: „Stefnt í meiri ófæru en víða er á íslenzkum vegum um vetur og vor” Lárus Jónsson alþintfismaður. Slík verðsprenginK á benzíni úr 205 kr. eða 63% á nokkrum vikum myndi óumflýjanlega ekki valda einvörðungu auknu pípi bílstjóra í F.I.B. heldur verulegum sam- drætti á benzínsölu og um leið lækkun á tekjum vegasjóðs þar sem benzíngjaldið er föst krónu- tala á líter. Hér er stefnt í jafnvel ennþá meiri ófæru en víða eru á íslenzk- um þjóðvegum um vetur og vor, þótt langt sé þá til jafnað. Auðvit- að verður að taka á þessu máli og bregðast við því á annan hátt en þann að hugsa sí og æ um óslökkvandi skattahungur ríkis- sjóðs. Þrýstihópar stjórnarliðsins Núverandi hæstv. ríkisstjórn og stuðningslíð hennar er að vísu iðin Fyrri hluti þingræðu Lárusar Jónssonar um vega- áætlun Hér fer á eftir fyrri hluti þingræðu Lárusar Jónssonar, talsmanns minnihluta fjárveitinganefndar, sjálfstæðismanna, í umræðu um vegaáætlun á Alþingi skömmu ræðunnar birtist f vikunni. Forkastanleg vinnubrögð sam- gönguráðherra Fjárveitinganefnd hefur haft tillögu til þingsályktunar um vegaáætlun 1979—82 til umfjöllunar í örfáa daga nú í þinglok. Þetta stafar af þeim óþinglegu og forkastanlegu vinnu- brögðum hæstv. samgönguráð- herra að leggja tillöguna fram til umræðu svo seint sem raun ber vitni. Ég þykist vita að flestir háttv. þingmenn séu mér sammála um að þessi vinnubrögð eru óhæf og raunar vítaverð. Ég vona því að til þessa fordæmis verði ekki vitnað til afsökunar í framtíðinni við afgreiðslu Alþingis á svo mikilvægu máli sem vegaáætlun til fjögurra ára vissulega er. Eftir að tillagan kom til fjár- veitinganefndar hefur nefndin reynt að hraða störfum eftir föngum. Fyrir hönd okkar stjórnarandstæðinganna í nefnd- inni vil ég þakka háttv. þingmanni Geir Gunnarssyni, formanni nefndarinnar, fyrir góða sam- vinnu og lipurð við verkstjórn í nefndinni. Við fulltrúar stjórnar- andstöðunnar höfum átt þess kost að fá allar upplýsingar og gögn til jafns við fulltrúa stjórnarflokk- anna og unnið að afgreiðslu málsins á öllum stigum þess. Mér er því ljúft að þakka formanni og nefndarmönnum öllum fyrir það samstarf. Þá vil ég þakka vegamálastjóra og starfsmönnum hans fyrir sam- starf við okkur fjárv.m. og ég vil leyfa mér að fullyrða að starf vegag. ríkisins sé til fyrirmyndar við vegaáætlunargerð og mættu ýmsir hjá ríkinu taka sér það til fordæmis. Við sjálfstæðismenn í fjárveit- inganefnd stöndum að tillögu sem nefndin flytur á þingskjali nr. 833 en skrifum undir nefndarálit með fyrirvara. Sá fyrirvari er fyrst og fremst fólgin í því að þessi vega- áætlun er með sama marki brennd og mikilvægustu þingmál sem hæstv. núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir hér á hinu háa Alþingi. Svo sem fjárlög og lánsfjáráætlun. Gífurleg skatta- aukning á umferðina í vegaáætluninni fyrir 1979 er gert ráð fyrir gífurlega auknum skattaálögum á umferðina. í krónutölu er gert ráð fyrir að benzíngjaldið hækki nálægt því um 70% eða um það bil 20% á föstu verðlagi en niðurskurður verði á sama tíma í vegafram- kvæmdum um a.m.k. 15% að magni til. Beina ríkisframlagið er á þessu ári lækkað um 1000 m. kr., sem ásamt öðru þýðir að í ríkis- sjóð renna í stórauknum mæli skattar af umferðinni. Þetta er alveg þveröfugt við það sem for- ráðamenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks sögðu að þeir vildu gera þegar þeir voru í stjórnar- ALÞIMjI fyrir þinglausnir. Síðari hluti andstöðu. Þetta er þó síður en svo einsdæmi því segja má að á Alþingi í vetur hafi í hverju stórmálinu á eftir öðru þeissi saga endurtekið sig. Þessir fyrrv. stjórnarandstöðuflokkar hafa sporðrennt í misjafnlega stórum skömmtum í senn — öllum gífur- yrðunum á síðasta kjörtímabili og fyrir kosningar í fyrra og gert oft á tíðum þveröfugt við það sem þeir áður sögðust vilja. Þessi gífurlega aukna skattheimta á umferðina á yfirstandandi ári og niðurskurður nýframkvæmda vega er einungis enn eitt dæmið um þetta mikla ofaníát. Því miður er það svo að ennþá eru ekki komin öll kurl til grafar i skattaálögum ríkisstjórnarinnar á umferðina á yfirstandandi niður- af bifreiðum, sem renna beint í ríkissjóð er meira en tvöföld upphæð benzíngjaldsins sem rennur í vegasjóð. Það er einkar athyglisvert að tollar og söluskattur af benzíni er áætlaður skv. nýrri endurskoðaðri áætlun þjóðhagsstofnunar tveimur milljörðum hærri nú eh fjárlög gerðu ráð fyrir . Aftur á móti er benzíngjaldið áætlað lægra nú en í fjárlögum vegna minni sölu. Ríissjóður á því samkv. þessu að hagnast um 2 miiljarða króna í auknum skatta- álögum sem leggjast á hækkað innkaupsverð á benzíni, en vega- sjóður á að tapa 330 millj. kr. á sama tíma og af sömu ástæðu. Þetta gerist ■ þrátt fyrir svardaga ráðherra fjármála og viðskiptamála aðeins fyrir nokkr- um vikum um að óréttlátt sé og óeðlilegt að ríkissjóður notfæri sér hækkun á innkaupsverði á olíu og Frá mótmælaaðgerðum FÍB — flautan þeytt við þlnghúsið. skurðarári framkvæmda. Sú mikla benzínhækkun sem nýlega er orðin úr 205 kr. lítrinn í 256 kr. eða nál. 25% — af henni fer ekki ein króna í vegasjóð eða til vega- framkvæmda. Hér er að nokkru leyti um að ræða hækkun vegna hækkandi eldsneytisverðs í heiminum, en auk þess vegna sjálfvirkra skattalaga ríkissjóðs. Þessi mikla hækkun dregur á hinn bóginn úr benzínsölu svo sem eðlilegt er. Tekjuauki ríkissjóðs -tekjutap vegasjóðs Þjóðhagsstofnun áætlar að tekjutap vegasjóðs verði 330 m. kr. vegna þessa samdráttar í sölu. Því þarf að hækka benzínverð um 12 til 13 krónur 1. júlí n.k. til þess að áætlun um tekjur vegasjóðs skv. þessari tillögu að vegaáætlun standist, og bætist það við þann vanda semdaf frekari hækkun benzínverðs erlendis leiðir. Eins og kunnugt er fær vega- sjóður (drýgstar) tekjur af benzín- gjaldi en þetta gjald er einungis lítill hluti af álögum ríkisins á benzín. Skv. nýrri endurskoðaðri áætlun frá þjóðhagsstofnun nemur benzíngjald á árinu 1979 kr. 7.360 m. kr. en tollur og söluskattur er áætlaður 9.500 m. kr. vegna benzínsölu eða talsvert hærri upphæð en benzíngjaldið auk þess sem innflutningsgjald á bíla rennur í ríkissjóð sem eru áætlað skv. fjárl. 4.300 m. kr., þannig að tollar og söluskattur af benzínverði og innflutningsgjöld benzíni til aukinnar tekjuöflunar. 2 milljarðar skulu teknir samt á þessum óréttlátu forsendum einungis í hækkuðum tollum og sköttum af benzíni og ekkert fer af þessu fé til vegamála — þvert á móti skerða þessar ráðstafanir beinlínis tekjur vegasjóðs. Verðsprenging á benzíni Mér er stórlega til efs að þing- heimur og jafnvel hæstvirt ríkis- stjórn geri sér sjálf grein fyrir því í hvers konar ógöngur er flanað með þessum álögum á benzín. Verðjöfunarsjóður olíu og benzíns skuldar nú 2000 millj. króna vegna þess að ekki hefur verið horfst í augu við hækkanir á innkaups- verðinu. Þessa skuld verður að greiða með hækkuðu verði síðar. Skv. upplýsingum frá olíufélögunum þyrfti benzínlítrinn úr farmi sem er á leið til landsins að kosta 296 kr. í útsölu að óbreyttu kerfi skatta og verðlagningar á benzíni. Slík er hækkunin orðin á verðlagi erlendis til viðbótar fyrri hækkun. Ef greiða ætti skuld verðjöfnunar- sjóðs á þessu ári bættust við a.m.k. 25 kr. á lítra og þörf á hækkun benzínverðs til þess að tekjur vegasjóðs haldist að krónu- tölu eins og tillaga að vegaáætlun gerir ráð fyrir er 12—13 kr. í næsta mánuði þyrfti því að hækka benzín um 75—80 kr. lítrann og þá yrði hann seldur á nálega 335 krónur m.v. framangreindar forsendur. við að hlaða nýjum og nýjum pinklum á ríkissjóð svo jafnvel skiptir milljörðum á dag — síð- ustu daga. Einn þrýstihópurinn innan stjórnarliðsins heimtar fjárfúlgu í eitt verkefni og annar ennþá hærri fjárhæð í hitt án alis samhengis við fjárhagsgetu ríkis- sjóðs eða mats á brýnustu verk- efnum. Sum þessara verkefna eru ákaflega þörf og brýn, en þetta skæklatog þrýstihópa stjórnar- liðsins veldur því að eyðsla ríkis- sjóðs vex — ríkisbaknið stækkar stjórnlaust. Við þessar aðstæður er þrauta- lending hæstv. fjármálaráðherra gegndarlausar skattaálögur á al- menning og atvinnurekstur — að taka fé í ríkissjóð sem áður gekk til þess að lána húsbyggjendum eða fóru til uppbyggingar á landsbyggðinni í formi lána frá Byggðasjóði, lækkun á raungildi framlaga til nýbygginga vega skóla og hafna út um ailt land o.s.frv. Þ.e.a.s. algerlega þveröfug stefna á þessum sviðum við það sem hann — flokkur hans Fram- sóknarflokkurinn og sigurvegarar kosninganna Abl. og Alþfl. hafa boðað fólki í orði og talið sér einkum til gildis. Ein blekkingin enn sömu tegundar Þá er rétt að víkja að áformum skv. áætluninni ársins 1980—82. Hæstv. samgönguráðherra og hæstv. ríkisstjórn sýnast þegar litið er á framkvæmdaliði þessara ára vilja bæta um betur og auka vegaframkvæmdir, enda vildi hæstv. samgönguráðherra einung- is tala um þessi ár í sjónvarps- þætti fyrir skemmstu. Þegar betur er að gáð sést að hér er um sams konar blekkingar að ræða eins og hæstvirt ríkis- stjórn hefur haft í frammi frá því hún komst til valda í öllum ráðstöfunum sínum í efnahags- og fjármálum ríkisins. Þessi ár vegaáætlunar er ósköp einfaldlega gengið út frá þeirri forsendu að öll framkvæmda- aukningin verði greidd með svon. „annarri fjáröflun" — er ríkis- framlagið er með öllu fellt niður. A verðlagi ársins 1978 hafa fram- lög ríkissjóðs til vegamála auk afborgana af lánum vegasjóðs numið frá 1300—1700 m.kr. á ári, nema 1979 en þá var það skorið niður um einn milljarð af hæstv. ríkisstjórn. I tillögu þeirri til vegaáætlunar sem hér er til um- ræðu er dæmið látið ganga upp með því að bæta liðnum: „Önnur fjáröflun“ við markaðar tekjur vegasjóðs. Engin svör hafa fengist um hvort hér sé einungis átt við auknar lántökur eða einhverja aðra fjáröflun, né heldur hvort ætlunin er að ríkissjóður felli með öllu beint framlag sitt til vega mála niður á sama tíma sem skattheimta á ferðina hækkar svo gegndarlaust sem raun ber vitni. Hér er því um blekkingarfelu- leik að ræða — hér er á ferðinni hluti af því neðanjarðarhagkerfi sem núverandi stuðningsflokkar hæstvirtrar ríkisstjórnar hafa unnið svo ötullega að koma á laggir hér á landi. Það kemur í hlut þeirra sem fara með- ríkis- fjármál 1980 til 1982 að útvega það fjármagn sem þarf til þess að standa við þá vegaáætlun sem hér er til umræðu. það er athyglisvert í þessu sambandi að sú upphæð sem afla þarf á næsta ári til þess að standa Við aætlunina umfram markaðar tekjur vegasjóðs er meira en tvöföld m.v. ríkisframlag og lántökur á yfirstandandi ári og sú upphæð fer síðan hækkandi m.v. fast verðlag 1981 og 1982.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.