Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 37

Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI1979 37 Marteinn Olafsson —Minningarorð í dag verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni Marteinn Olafsson frá Garðbæ í Höfnum er lést að morgni 21. maí í Landspítalanum. Hann var fæddur 22. júlí 1896 í Garðbæ og var sonur hjónanna Gróu Þorkelsdóttur og Ólafs Ein- arssonar er þar bjuggu og var næst yngstur sjö systkina, sem öll eru látin að undantekinni einni systur sem nú dvelst á Sólvangi í Hafnarfirði. Marteinn ólst upp í þessum stóra systkinahópi þar sem leikur og glaðværð ríktu samhliða vinnu. Snemma fóru þeir bræður að stunda sjóróðra með föður sínum, sem gerði út áraskip úr Höfnum samhliða búskapnum og var þá fremur spurt um dugnað en aldur. Gera má ráð fyrir því að Marteinn hafi ekki verið gamall þegar hann fór fyrst í róður og sjóinn stundaði hann allt fram til um 1930, að hann hóf að vinna ýmis verslun- arstörf og var meðal annars lengi hjá Verslun 0. Ellingsen í Reykja- vík. í kringum 1950 réðst hann til starfa hjá Landssímanum og vann ýmist við viðgerðarvinnu á síma- lögnum út um land eða við störf hér í bænum, en síðustu árin vann hann við birgðageymslu Bæjar- símans, allt fram til þess að heilsan brást og mat hann það mikils að fá að starfa meðan kraftar og heilsa entust. Marteinn kvæntist 25. septem- ber 1926 Guðbjörgu Kristjánsdótt- ur frá stóra Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd en hún lést 31. ágúst síðastliðinn og var það honum mikill söknuður eftir tæplega fimmtíu og tveggja ára hjóna- band. Þau hófu búskap í Hafnar- firði en fluttust að tveim árum liðnum til Reykjavíkur og bjuggu þar upp frá því. Þeim varð tveggja barna auðið, Kristjáns Grétars bifreiðastjóra, fæddur 1928, og Katrínar, hús- móður, fædd 1930, auk þeirra ólu þau upp fósturson, Stefán flugvél- stjóra, fæddan 1937. Þegar minnast skal í örfáum orðum manns eins og Marteins er erfitt að gera upp við sig á hvað skal minnst og hverju sleppt svo margir kostir prýddu hann og það væri honum síst að skapi að um hann væri ritað langt mál svo hógvær og lítillátur sem hann var. Hann var gæddur mjög miklu jafnaðargeði en hafði þó létta lund og gat brugðið á spaugsemi og glens ef svo bar undir. Hann kastaði þá jafnvel fram vísu því hagmæltur var hann með ágætum þótt hann flíkaði þeim hæfileika sínum ekki fremur en öðrum. Hann var góður söngmaður og hafði gaman af söng og er mér sagt að mikið hafi verið sungið á Óli Þór Ólafsson prentari Hinn 20. maí s.l. lést Óli Þór Ólafsson prentari, Hátúni 10A, Reykjavík, eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Óli var fæddur í Reykjavík 15. júní 1917, elstur fjögurra bræðra. Foreldrar Óla voru hjónin Arnbjörg Stefáns- dóttir og Ólafur S.H. Jóhannsson verkamaður. Þau hjón slitu sam- vistum. Seinna giftist Arnbjörg hinum mikla mannkosta manni Jóni Hafliðasyni er reyndist reyndist Óla eins og bezti faðir, svo og þeim bræðrum öllum. Óli hóf prentnám í Prentsmiðj- unni Eddu árið 1934 og lauk því 1939, ennfremur sveinsprófi í setningu sama ár. Að loknu prent- námi vann Óli hjá Prentsmiðjunni Gutenberg, Víkingsprenti og Prentsmiðju Þjóðviljans. Hann hafði stundað bifreiðaakstur á Bifreiðastöðinni Bifröst með sínu prentnámi, því lærlingskaupið var ekki hátt á þeim árum. Árið 1947 verður Óli fyrir veik- indum er urðu til þess að hann varð að snúa sér að bifreiðaakstri eingöngu, hann ók hjá Bifreiða- stöðinni Bifröst þar til hann flutt- ist yfir á Hreyfil sem og hans félagar er Bifröst lagðist niður. Á Hreyfli ók hann þar til fyrir 5 árum eða þar um bil en þá fékk hann annan sjúkdóm er var þess valdandi að hann varð að leggja niður aksturinn. Hinn 12. maí 1945 giftist Óli Ingibjörgu Skarphéðinsdóttur frá Hróastöðum í Axarfirði, dóttur Gerðar Jónsdóttur og Skarphéðins Sigvaldasonar bónda á Hróastöð- um. Eina dóttur áttu þau, Arnbjörgu, fædda 17. okt. 1945, nú húsfrú í Reykjavík, gift Sveinbirni Kristjánssyni húsasmiðameistara. Ingibjörg lést 28. október 1971, en þau höfðu slitið samvistum árið 1963. -Minning Barnabörnin voru orðin fjögur, Ingibjörg Linda fædd 25. apríl 1971, Unnur Erla fædd 3. júlí 1973, Anna Þórey fædd 8. nóvember 1974 og Elín Ríta fædd 28. febrúar 1978. Það er mikill missir fyrir litlu telpurnar að sjá á bak afa sínum sem hélt svo mikið upp á þær, en Óli var óvenju barngóður maður. Hún litla dóttir mín sem leit á Óla eins og nokkurskonar afa, því Óli var alla tíð eins og einn af fjölskyldunni okkar, hefur ekki fyrirgefið Guði ennþá fyrir að taka hann Óla hennar frá henni. Það myndast geysilegt tómarúm, þegar maður sér á bak sínum tryggasta og bezta vini, það er eins og maður skilji það ekki strax og sé lengi að venjast því. — Að maður fái ekki að heyra hlátra- sköllin glymja um íbúðina. Að maður sjái ekki þetta hlýlega bros sem kom svo innilega fram í augnkrókunum, því enginn hló innilegra en Óli. Engan var þægi- legra að umgangast en hann, skapið var svo ljúft að hann haggaðist aldrei, og hann gat gert grín að öllum hlutum. Hann sóttist aldrei eftir auð- sæld, var nægjusamur og var hamingjusamur þannig. Þrekið, sem hann bjó yfir í sínum veikind- um, var einstakt eins og hann var orðinn illa farinn líkamlega, and- inn var alltaf jafn frjór, hann var alltaf tilbúinn að brosa og sló upp í grín sínum veikindum og hafði ferskan hugsunarhátt fram á síð- ustu stundu. Ég held að enginn hafi kynnst eins vel og ég hvað bjó í hugar- fylgsnum Öla, skoðunum hans á lífinu og tilverunni og mannfólk- inu í þeirri margbreytilegu mynd sem það er, því Óli vann hjá mér um árabil, þannig að við eyddum ekki einungis kvöldunum og helg- unum saman heldur dögunum æskuheimili hans og síðar þegar fjölskyldan kom samán. Góðsemi og gjafmildi var hon- um ríkulega í blóð borin og veraldarauður skipti hann harla litlu máli og gat hann gefið frá sér allt ef það gat orðið öðrum til velfarnaðar. Hann var mjög vel hagur og hafði fallega rithönd og var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, öllu skilaði hann jafn vel frá sér af samviskusemi og snyrti- mennsku og bar heimili þeirra hjóna því glöggt vitni. Um velferð fjölskyldunnar og heimilisins voru þau hjónin mjög samhent. Hjálpsemi Marteins er mér sérstaklega ofarlega í huga og naut ég hennar ekki síður en aðrir og gott var að leita ráða hans og hjálpar eftir að ég tengdist fjöl- skyldunni ungur og óreyndur og fór ég aldrei bónleiður til búðar. Að eðlisfari var hann dulur maður um sína hagi og bar ekki tilfinningar sínar á torg og lítið gefinn fyrir að rætt væri um hans hagi og líðan, allt átti að snúast um aðra. Fyrir fimm árum veiktist Mart- einn alvarlega og var að mestu bundinn við hjólastól og hjálpsemi fjölskyldu hans og. hjúkrunarfólks upp frá því. Aldrei heyrðist frá honum æðruorð þó þetta ylli miklum breytingum á högum hans. Hann var ætíð mjög þakk- látur öllum þeim sem gerðu eitthvað fyrir hann og veit ég að mér er óhætt fyrir hans hönd að færa þeim læknum og hjúkrunar- fólki er stunduðu hann bæði í Landspítalanum og í Hátúni 10B, þar sem hann dvaldi um lengri og skemmri tíma, nú síðustu árin, hans innilegustu þakkir. Nú þegar leiðir skilja og hann fer til endurfunda við eiginkonu sína skilur hann eftir drjúgan sjóð ljúfra endurminninga um elsku- legan föður, tengdaföður og afa. Guð blessi hann og okkur minn- inguna um þennan látna heiðurs- mann. Jón óskarsson. líka. Hann fitjaði oft upp á því hversu mikið hann hlakkaði til að flytja í nýja húsið hjá dóttur sinni og tengdasyni sem þau eru að byggja í Bláskógum en þar var honum ætlaður hluti af neðri hæðinni. Þá væri hann hjá dótturinni, eina barninu hans, og litlu telpunum fjórum. Engir stig- ar til að príla upp, engar lyftur til að hossast í, einungis að ganga út í garðinn og njóta sólarinnar og náttúrunnar og allra þeirra dás- emda sem lífið í sínum ferskleika hafði upp á að bjóða. Við viljum stundum gleyma því í hraða nú- tímans að njóta líðandi stundar, við skiljum þar fyrst er við miss- um einhvern sem við elskum, því lífið og náttúran í kring um okkur er það dásamlegasta sem við eigum í samvinnu með ástinni á mannfólkinu og með síðfræðinni í okkar lifnaðarháttum sem trúin kennir okkur. Að lokum vottum við hjónin, móður Óla , Arnbjörgu, og manni hennar, Jóni, dótturinni Arnbjörgu og manni hennar Sveinbirni, og dætrum þeirra, bræðrum Óla, Gunnari og Erni, sem nú standa eftir tveir af bræðrunum fjórum, svo og öllum vinum og vandamönnum okkar dýpstu og innilegustu samúð. Jón Rúnar Oddgeirsson. Róbert Sigurðsson, lengst til hægri. syóir gestum eitt svefnherbergið á cldri deild. Ljósm. Mbl. R.A.X. Upptökuheimili sameinuð í uppeldisstofnun; Sex þroskaheftum böm- um gefinn kostur á vistun Upptökuheimilið við Dyngjuveg (Vöggustofa Thorvaldsenfélagsins) og Upptökuheimilið við Dalbraut hafa verið samcinuð f citt heimili, sem ber heitið Uppeldisstofnunin við Dalbraut. Sú nýbreytni cr fyrirhug- uð. að á heimilinu geti dvalist 6 þroskaheft börn og er markmiðið að létta á heimilum þessara barna og gefa aðstandendum þeirra mögul- eika á frfi og hvfld. f tilcfni af þcssari brcytingu var boðað til kynningarfundar á heimil- inu þar sem endurbætt húsakynni þess voru sýnd blaðamönnum og áhugafólki um þessi málefni. Breytingarnar teiknaði Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt. Þær miða fyrst og fermst að því að auka fjölda barna með því að nýta betur sal (matsal, sem ætlaður er fyrir 40 manns), ganga og innréttingu nýrra herbergja fyrir yngri deild. Gerður Steinþórsdóttir formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkuborgar kynnti starfsemina og sagði m.a., að nýting heimilanna hefði verið misjöfn og lítil og því verið tekin sú ákvörðun að endurskipuleggja starfsemina. Heimilið skiptist í tvær deildir, yngri deild fyrir tíu böm á aldrinum 0—4 ára, og eldri deild fyrir 16 börn á aldrinum 4—12 ára. Þroskaheftu börnin skiptast á deildir eftir aldri. Landssamtökin Þroskahjálp aðstoð- uðu við undirbúning þessarar nýju starfsemi. Margrét Margeirsdóttir fulltrúi samtakanna kvaddi sér hljóðs á fundinum og sagði, að hér væri verið að fara út á nýja braut, sem áreiðan- lega ætti eftir að hjálpa til við þroska og uppeldi þroskaheftra. Hún óskaði forstöðumanni og starfsliði heimilis- ins velfarnaðar og sagði þeim óskum fylgja sú fullvissa, að á heimilinu fengi hið bezta í mannlegu eðli notið sín. Forstöðumaður heimilisins, Róbert Sigurðsson, gekk með gestum um heimilið og sýndi þær breytingar sem gerðar hafa verið. Á eldri deild eru sex svefnherbergi, sem hvert er ætlað 1—4 börnum. Auk j>ess er leikherbergi og setustofa. Börnin hafa einnig aðgang að leikherbergjum. Á yngri deild eru tvö svefnherbergi, hvert ætlað fimm börnum. Þau hafa einnig leikherbergi og leikskólaaðstöðu. Að sögn Róberts var aðaláherzlan lögð á að gera húsnæðið sem heimilislegast og val húsgagna og búnaðar miðað við það. Auk Róberts starfar við heimilið Aðalbjörg Valberg sem aðstoðarmað- ur, fóstrur eru í 4Vz starfi, þroska- þjálfar í 4Vz starfi og níu Sóknar- stúlkur, auk starfsfólks í eldhúsi, þvottahúsi og við ræstingar. SHAKESPEARE sportveiðarfæri eru löngu orðin lands- þekkt á islandi. Urvalið gerir sportveiðimönnum kleift að nota SHAKE- SPEARE frá unga aldri fram á hátind veiði- mennskunnar. Gæðin eru óumdeilanleg, hvort sem um hjól, stengur línur eða annað er að ræða. SHAKESPEARE fæst í næstu sportvöruverslun — viðgerða og varahlutaþjónusta. Taktu SHAKESPEARE með í næstu veiðiferð og njöttu ánægjunnar. þeir eru að fá 'ann á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.