Morgunblaðið - 29.05.1979, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.05.1979, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI1979 Flugslysid í Chicago „Fjárinn,, hrópaði flugstjórinn — síðan rofnaði sambandið Aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak. DC-10 þotan hefur misst hreyfilinn og er tekin að snúast. Sekúndubrotum sfðar féll hún til jarðar og gffurlegar eldtungur risu upp. Áhugaljósmyndari náði myndum af hinum örlagarfku sekúndum. að geta flogið á tveimur hreyfl- um,“ sögðu talsmenn McDonnell Douglas verksmiðjanna. Ekki flugstjóra að kenna „Enn er ekkert sem bendir til að orsakir siyssins megi rekja tii mistaka flugstjóra," sagði Bob Buckborn, talsmaður rannsóknar- nefndarinnar, sem rannsakar slysið. í flugtaki var allt með eðlilegum hætti. Vélin fór út á brautarenda. Fékk leyfi flugturns til að hefja flugtak. Hún fór af stað með eðlilegum hætti og náði eðlilegum hraða til flugtaks. „Fjárinn" hrópaði flugstjórinn skyndiiega, og allt samband rofn- aði við vélina. Flugturninn kallaði til véiarinnar þar eð flugumsjón- armaður tók eftir að eitthvað var að. En ekkert svar barst frá vélinni. Hún hóf sig til flugs, hreyfillinn losnaði, vélin snerist og hrapaði stjórnlaus til jarðar. Hún hafði þá náð 70 metra hæð. Allt samband rofnaði Björgunarmenn fundu svörtu kassana fljótlega. Það hefur vakið athygli, að allt tal dó út eftir að flugstjórinn hafði hrópað upp yfir sig. Rafmagn til kassans með talinu rofnaði af ástæðum sem enn eru ókunnar. Bandaríska flug- málaeftirlitið tilkynnti í gær, að eftir klukkan sjö í fyrramálið yrði engri DC-10 þotu leyft að fara í loftið fyrr en eftir rannsókn. Lík hroða- lega leikin Sérfræðingar víða að úr Banda- ríkjunum eru nú komin til Chicago til að bera kennsl á líkin en sum þeirra eru svo illa leikin eftir hitann, sem myndaðist, að svo kann að fara að aldrei verði hægt að bera kennsl á þau. „Venjulega er í svona tilvikum hægt að bera kennsl á líkin með því að kanna fingraför, tennur eða fatnað. En það er bara stundum ekkert eftir," sagði einn lækn- anna. I sumum tilvikum var ekki urmull eftir af tönnunum í fórnar- lömbum þessa hræðilega flug- slyss. Líkamshlutar lágu á víð og dreif og læknar áttu í miklum erfiðleikum með að átta sig á af hvaða líki hver þeirra var. í dag hafði ekki enn verið búið að finna alla þá er fórust. Páll páfi sendi samúðarskeyti í dag, og ættingjar hinna látnu voru farnir að streyma til Chicago. Þá er óttast að tala látinna kunni að hækka. Elwood Driver, varaformaður rannsóknarnefndar flugmála- stjórnarinnar, sagði að barnaföt hefðu fundist innan um brakið. „Svo kann að vera að kornabörn hafi verið meðal farþega þó að við vitum það ekki með vissu og að ekki hafi verið vitað um þau í véiinni," sagði hann. Vélin í klössun i marz DC-10 þotan sem fórst við Chicago fór í vikuskoðun í marz í Tulsa í Oklahoma. Nú eru um 275 DC-10 þotur í notkun í heiminum í dag. Þar af eiga Flugleiðir eina þotu. Alls á 41 flugfélag þoturnar. Hlíf á aftur- hreyfli SAS- þotu datt af SAS-flugfélagið tilkynnti í dag, að 17. apríl síðastliðinn hefði hlíf fyrir afturhreyfli DC-10 þotu fall- ið af. Um borð í þotunni voru um 200 manns. Olíuþrýstingur féll og þotunni var skipað að lenda en þá var hún komin yfir A-Þýzkaland. SAS-flugfélagið sem á fimm DC-10 þotur tók fram, að ekki hefði verið bráð hætta á ferðum. Talsmaður félagsins tilkynnti, að allar fimm vélar félagsins færu þegar í stað í skoðun. Hið sama tilkynnti belgíska flugfélagið Sabena og brezku flugfélögin Caledonian Airways og Laker Airways. Niðurstöður ekki að vænta strax Svörtu kassarnir í DC-þotunni sem fórst í Chicago voru þegar í stað sendir til Washington til rannsóknar. Ekki er búist við að endanlegar niðurstöður liggi fyrir strax. „Við verðum að komast að raun um af hverju þotan hrapaði til jarðar. Þó svo að hreyfill þotunnar hafi fallið er ekki þar með sagt að þotan hafi hrapað þess vegna," sagði Elwood Driver. ChicaKu. 28. maí. — AP. Reuter. „FJÁRINN“ hrópaði flugstjóri DC-10 þotunnar frá American Airlines upp yfir sig. Síðan rofnaði allt samhand við þotuna. Einn af þremur hreyflum þotunn- ar losnaði frá vængnum, þotan snerist í loftinu og féll til jarðar. Skall niður á akri, um hálfa mflu frá flugbrautinni. Gífurlegar eldtungur risu upp. Versta flugslys í sögu Bandaríkjanna var staðreynd. Alls létust 273 manns, þar af tveir á jörðu niðri þegar þeir urðu fyrir hlutum úr þotunni sem þeyttust um stórt svæði. Flug 191 frá Chicago til Los Ángeles hafði endað í harmleik. dauða fólks sem flest var á leið í frí til hinnar sólríku Kaliforníu. Rannsókn á slysinu við O’Hare- flugvöll í Chicago er þegar í fullum gangi. Skömmu eftir flug- tak þotunnar féll einn af hreyflum hennar til jarðar. Hún tók að snúast stjórnlaust út á þá hlið, sem hreyfiliinn hafði verið, og féll síðan til jarðar. Einn af fimm þriggja tommu boltum, sem halda hreyflinum við vænginn, fannst síðar á flugbrautinni. Málmþreyta hafði komið fram í honum og þetta varð nóg til þess að hreyfill- inn féll af þotunni. „Skil ekki af hverju hún hrapaði...“ „Ég skil ekki af herju þotan hrapaði. Þó hún hafi misst einn hreyfil sinn þá hefði það ekki átt að koma að sök, hún hefði ekki átt að hrapa til jarðar. í raun hefði átt að vera auðveldara að stjórna þotunni þegar hreyfillinn fór af en ef hann hefði bara bilað, drepið á sér. Því að hreyfillinn íþyngdi ekki vængnum," sagði Edward Biel- inski, flugstjóri hjá American Airlines. Hann var áður aðstoðar- flugmaður flugstjórans sem stjórnaði þotunni í flugtakinu afdrifaríka. Og sérfræðingar segja, að þó að þotan hafi misst einn hreyfil þá hefði það ekki átt að koma að sök. Raunar er ráð fyrir því gert, að falli hreyfill af þá falli hann yfir væng þotunnar og eigi ekki að snerta hana. Og það gerðist einmitt í Chicago. Hreyf- illinn féll af, síðan upp fyrir vænginn. Tilgátur eru uppi um, að þegar hreyfillinn hafi fallið af og yfir vænginn þá hafi hann slegist utan í viðkvæma stýrishluta á vængnum. Því hafi vélin tekið að snúast og flugstjórinn misst vald á vélinni. Þotan var í aðeins 70 metra hæð þegar hún tók að hallast og féll til jarðar. „Vélin á Hreyfillinn úr DC-10 flugvélinni sem fórst í Chicago.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.