Morgunblaðið - 29.05.1979, Síða 47

Morgunblaðið - 29.05.1979, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1979 47 Dakar, 28. maí. Reuter. AP Björgunarsveitum hefur mistekizt að finna minnsta snefil af herflugvélinni sem fórst úti fyrir strönd- um Senegal með forsætis- ráðherra Márítaníu og ell- efu aðra menn innanborðs. Hagþróunarráðherra Máritaníu, Ahmed Salem Ould Sidi ofursti, hefur verið útnefndur forsætis- ráðherra til bráðabirgða og fjörutíu daga þjóðar- sorg fyrirskipuð í landinu. Flugvélar og skip leituðu án árangurs í gær eftir að tveggja hreyfla vél af gerðinni de Havilland steyptist í hafið í miklu roki. Tilkynnt var um lát forsætisráðherrans, Ahmed Ould Bouceif, í höfuðborg Máritaníu, Nouakchott, í gærkvöld og var enn fremur greint frá nöfnum hinna fórnarlambanna. Meðal þeirra voru nýskipaður sendiherra landsins í París, yfirmaður í hernum, ráðgjafi og tveir blaðamenn. Bouceif, fjörutíu og fimm ára að aldri, hrifsaði völd af Salek forsætisráðherra hinn sjötta apríl sl. Hann var hlynntur nánum tengslum við Morokkó og var miklu harðhentari en fyrir- rennari hans í viðskiptum skæruliða Polisaríó sem berst fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara. Þetta gerðist 1974 — ísraelsmenn og Sýrlend- ingar samþykkja aðskilnað herja á Golan-hæðum eftir friðarferð Henry Kissingers. 1972 — Nixon og Brezhnev undir- rita yfirlýsingu um friðsamlega sambúð. / 1970 — Aramburu hershöfð- ingja, fv. forseta Argentínu, rænt í Buenos Aires 1966 — Búddanunna brennur sig til bana í Hue, Suður-Víet- nam. 1958 — Charles de Gaulle myndar þjóðaröryggisstjórn í Frakklandi. 1953 — Sir Edmund Hillary og Tensing klífa Mount Everest fyrstir manna. 1943 — Bandarikjamenn sigra Japani í orrustunni um Attu. 1941 — Bretar hörfa frá Krít. 1940 — Brottflutningurinn frá Dunkerque hefst. Samið um EBE— aðild Grikklands Aþenu, 28. maí. Reuter. KONSTANTÍN Kara- manlis forsætisráðherra ritaði formlega undir inn- göngusamning við Efna- hagsbandalagið er leiðir til þess, að Grikkland verður 10. aðildarriki Efnahagsbandalagsins 1981. Karamanlis sagði við undirritunina, að hann væri sannfærður um að framtíð Grikklands væri samofin örlögum Evrópu. „Grikkir koma til liðs við ykkur í baráttunni fyrir mótun nýrrar Evrópu sem mun breyta örlögum heimsálfu okkar og kannski heimsins,“ sagði Karamanlis. Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti undirritaði samninginn fyrir hönd bandalags- ins. Viðstaddir undirritunina voru einnig forsætisráðherrar Belgíu, Eldtungur rfsa upp, hltinn sem myndaðist var gffuriegur og engin von til að nokkur hefði getað komist lffs af. Mörg lfkanna eru svo illa farin að talið er, að aidrei verði hægt að bera kennsl á þau. Enn hafa ekki öll lfk komið f leitirnar. Leidtogi hrapar med f ylgdarlidi Veður Akureyri 5 skýjað Amsterdam 18 skýjað Apena 30 lóttskýjað Barcelona 22 heióskírt Berlín 19 skýjaó Brussel 17 sólskin Chicago 18 léttskýjað Frankfurt 15 rigning Genf 18 mistur Helaínki 17 léttskýjað Jerúsalem 26 sólskin Jóhannesarborg 17 sólskin Kaupmannahöfn 19 rigning Liasabon 19 lóttskýjaó London 15 skýjaó Los Angelea 20 skýjaó Madrid 21 sólskin Malaga 21 alskýjaö Mallorca 24 léttskýjað Miami 27 skýjaó Moskva 26 léttskýjaó New York 21 skýjaó Óaló 13 skýjaó Parfs 18 sólskin Reykjavík 8 skúr Rio De Janeiro 30 skýjaó Rómaborg 30 léttskýjaó Stokkhólmur 16 sólskin Tel Aviv 25 sólskin Tókýó 28 léttskýjað Vancouver 15 léttskýjaó Vinarborg 23 skýjaó. 1765 — Pétur II. sonarsonur Péturs mikla, verður Rússakeis- ari. 1692 — Brezkur floti sigrar franska sjóherinn við La Hogue og kemur í veg fyrir tilraun til innrásar í Englandi. 1660 — Innreið Karls II i Lond- on 1453 — Tyrkir taka Konstantín- ópel: Miðöldum lýkur. Afmæli. Patrick Henry, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1736-1799) - G.K. Chesterton, brezkur rithöfundur (1874— 1936) — Isaac Albeniz, spænskt tónskáld (1860-1909) - John F. Kennedy, bandarískur forseti (1917-1963) - Bob Hope, bandarískur gamanleikari (1903---). Andlát. Bartolomeu Diaz, landkönnuður, 1500 — George Rakoczky, prins af Transylvaníu, 1660 — Sir Humphrey Davy, visindamaður, 1829. Innlent. Réttarbót Hákonar konungs 1306 — Afnám heitdags 1744 — Jón Ólafsson skrifar nýja skammargrein um lands- höfðingja og er stefnt 1873 — Flugvélin „Súlan" kemur 1928 — Auglýsingastofu útvarpsins lok- að með innsigli tollstjóra 1962 — Reistur minnisvarði um Bjarna Benediktsson, eiginkonu og dótt- urson á Þingvöllum J971 — f. dr. Finnur Jónsson 1858 — d. Árni Gíslason á Hlíðarenda 1587 — f. Ólafur Johnson 1881 — d. Gísli Brynjólfsson skáld 1873. Orð dagsins. Varizt reiði þol- inrqóðs manns — John Dryden, enskt skáld (1631—1700). Italíu, Irlands og Luxemborgar og utanríkisráðherrar Bretlands, Danmerkur, Hollands og V estur-Þýzkalands. Tveir helztu andstöðuflokkar stjórnarinnar, Panhellenska sósíalistahreyfingin undir forystu Andreas Papandreou og gríski kommúnistaflokkurinn, sem fylgir Rússum að málum, neituðu að taka þátt í athöfninni. Karamanlis undirritaði einnig samninginn um aukaaðild Grikkja að EBE þegar hann var forsætis- ráðherra 1961 og hann telur nýja samninginn kóróna áralanga bar- áttu fyrir því að sameina Grikkland og Evrópu. Krœsileg eggjahrœra Beasain, Spáni, 28. maí. Reuter. ÍBÚAR í bænum Beasain í Baskahéruðum tóku í dag á leigu krana til að snúa við risaomelettu, sjö hundruð og fimmtíu kíló að þyngd. Tilgang- urinn með eggjahrærunni var að setja heimsmet. Áður höfðu íbúarnir freistað þess að útbúa tonnþunga eggja- hræru, en undirstaðan brast með þeim afleiðingum að tvö hundruð kfló fóru til spillis. Innihald réttarins var steikt á pönnu, tveir metrar að flatar- máli: sjö hundruð og fimmtíu kíló af kartöflum, fimmþúsund og fjörtíu egg, fimmtíu kíló af lauk og tíu kíló af salti. Nú bíða menn þess að einhver gárungurinn setji annað heims- met og sporðrenni eggjahrær- Lík Dóru Bloch fimdið? Lundúnum — 28. maí — AP YFIRVÖLD í Úganda telja að fundið sé í námunda við Kampala lík Doru Bioch. sem hvarf úr sjúkrahúsi í borginni þegar þota frá Air France var á valdi flugræningja á Entebbe—flugv- elli fyrir nærfellt þremur árum. Víst er talið að þý Idi Amins hafi myrt Doru Bloch, en sonur henn- ar er nú á leið til Úganda til að reyna að bera kennsl á líkið. Mágur Doru Bloch. Mendel Bloch, sagði í viðtali við fréttam- enn í dag, að líkur væru taldar á því að líkið væri ekki torkennil- egra en svo að slá mætti föstu, hvort það væri af Doru Bloch eða ekki. Þegar Dora Bloch endaði ævi sína var hún haldin bakveiki, sem ætti að hafa skilið eftir sig merki, sem enn ætti að vera hægt að greina á beinum hennar. S vartur f or- seti í Rhódesíu Saliwbury, 28. maí. AP. JOSIAH Zion Gumede var í dag kosinn forseti Rhódesíu og er fyrsti blökkumaðurinn sem gegn- ir embættinu. Hann vinnur embættiseið á morgun og fyrsta embættisverk hans verður að fela Abel Muzorewa biskupi myndun ríkisstjórnar. Jafnframt höfnuðu í dag tveir minnstu þingflokkarnir, flokkar Ndabaningi Sithole og Kayisa Ndiweni ættarhöfðingja fjórum ráðherraembættum sem þeim ber. Flokkur Sithole sagði ennfremur, að 12 þingmenn hans mundu ekki taka sæti á þingi. Sithole hefur haldið því fram, að misferli hafi átt sér stað í kosningunum í síðasta mánuði og mun reyna að fá dómstóla til að ógilda úrslitin. Fangaskipti Kín- ver ja og Vietnama Tókyo, 28. ma(. AP: KÍNVERJAR og Víetnamar skiptust í dag á föngum í annað sinn síðan Kínverjar réðust inn í Víetnam í febrúar og marz. Víetnamar slepptu 20 veikum og særðum Kínverjum og Kín- verjar slepptu 118 Víetnömum. Fyrir einni viku slepptu Kín- verjar 120 Víetnömum og Víetnamar slepptu 43 Kínverjum. Samningsaðilar urðu ásáttir um að sleppa alls 1,638 Víetnömum og 237 Kínverjum fimm sinnum fyrir 22. júní. Næstu fangaskipti fara fram 5. júní og þá verður sleppt 587 Víetnömum og 53 Kínverjum. Handteknir 6 eftir landtöku flóttafólks Hong Kong, 28. maí. Reuter. LÖGREGLA sem rannsakar land- töku áhafnarlauss flutningaskips með fjórtán hundruð víetnamska flóttamenn í Hong Kong á laugar- dag hefur handtekið sex menn grunaða um að vera viðriðnir atburðinn. Flutningaskipið, átta hundruð tonn og skráð í Panama, sigldi upp ( fjöruna á einni Hong Kong-eyjanna. Skipstjórinn og sjö manna áhöfn skipsins yfirgaf skipið á fleka kvöldið áður. Einn þeirra, sem handteknir voru, er grunaður um að vera úr áhöfn- inni. Lögregla telur, að skipið sé í eigu fyrirtækis í Hong Kong og að áhöfn þess sé kínversk þrátt fyrir að það sé skráð í Panama. Skipið hefur þótt grunsamlegt um skeið og er meðal annars á lista rannsóknar- lögreglu um „flækingsfleytur" sem talið er að komi við sögu í hinum mjög svo arðbæru flóttamanna- viðskiptum. Farþegar skipsins hafa skýrt frá því, að þeir hafi greitt um fjögur þúsund dollara hver til þess að komast frá Víetnam. Fjöldi flóttamanna í Hong Kong nemur nú þrjátíu og sjö þúsundum og náði streymið hámarki í síðustu viku með sjö þúsund flóttamönn- um, sem er það mesta á jafn skömmum tíma síðan Víetnam stríðinu lauk fyrir fjórum árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.