Tíminn - 22.06.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1965, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 22. Júní 1965 TÍMINN MÁNUDAGUR 21. júní . NTB—Lundúnum, Moskvu og Washington. — Seint í kvöld staðfesti brezka utanríkisráðuneytið fvrri upp- lýsingar um, að brezka stjórn- in hefði viðurkennt hina nýju stjórn í Alsír. Fréttir frá Mosk vu herma, að sovézka stjórnin muni ekki strax taka afstöðu til hinnar nýju stjórnar, og sama er að segja um Banda- ríkjastjórn. NTB—Varsjá. — Af hálfu stjórnarinnar í Varsjá var neit að I dag að segja nokkuð við- víkjandi þeim orðrómi, að kommúnistaleiðtoginn Gom- lílka hefði v«rið Iagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegra veik inda. NTB—Moskvu. — Aðstoðar- fiskimálaráðherra Sovétríkj- anna sagði í dag, að nú v«ri nauðsynlegt að gera róttækar ráðstafanir tii að bjarga hvala- stofninum í Suðurhöfum frá al- gerri útrýmingu. Takmarkan- irnar, sem samþykkt var að gera á hvalveiðum á þessum slóðum á alþjóðlegu hvalveiði- ráðstefnunni í maí í fyrra hefðu verið spor í rétta átt, en nú þyrfti enn að takmarka veið- ina. NTB—Lundúnum. — Stjórnir 14 samveldislanda Breta skor- uðu í dag á hina nýju valdhafa í Alsír að þyrma lífi Ben Bella fyrrvcrandi forsætisrá'ðherra, og séð yrði um, að ráðstefna Asíu- og Afríkuríkja, sem hefj ast á um næstu helgi í Alsír, fari fram samkvæmt upphaf- legri áætlun. NTB—Stokkhólmi. — 90 sænsk ir rithöfundar og listamenn mótmæltu í dag harðlega hörku legum aðferðum sænsku lögregl unnar, er hún bældi niður mót mælaaðgerðir stúdenta í Stokk- hólmi, gegn stefnu Bandaríkj- anna í Vietinam. NTB—Hong Kong. — Útvarps- stöðjn Nvja Kína skýrði frá því í dag. nð forsætisráðherra Bret lards. Harold Wilson, yrði ekki levf að koma til Kína með frið a-uefndinni. sem samþykkt var að skipa til að revna lausn á deilnnni í Víetnam. Eins og kunnugt er, var nefnd þessi skinnð eftir samkomulagi á Samveldisráðstefnunni í Lund únum nú fyrir nokkrum dögum. NTB—Haag. — Á föstudaginn kemur verður haldinn sérstak itr fundur hollenzku stjórnar- innar, þar sem tekin verður endanleg afstaða til trúlofunar Beatrix krónprinsessu, en eins og kunnugt er, vill prinsessan giftast vestur-þýzka diplómat- inum Claus von Amsberg. Fái prinsessan ekki «amþvkki þings og stjórnar, verður hún annað hvort að hætta við þessar hjú- skaparhugleiðingar sínar eða afsala sér ríkiserfðum. Grindavíkurdrengirnfr um borð í Óðni. (Ljósm.: J.E. Heildaraflinn tæpiega 300 mákm meirí en í fyrra FB-Reykjavík, mánudag. Aðeins var vitað um eitt skip, sem fengið hafði síld frá því í morgun og fram til klukkan 19 í kvöld. Það var Sigurður Bjarna- son, sem fékk 1200 mál á miðun- um um 100 mílur út af Langanesi. Bræla var komin á miðin og skip- in á leið í land. Hér fer á eftir yfirlit frá Fiskifélaginu yfir veið- ina eins og hún hefur verið til þessa: Fyrsta síld sumarsins barst á land 25. maí s. 1. Vs. Þorsteinn frá Reykjavík fékk síldina 100 mílur 72° réttvísandi út af Glettingar- nesi. Fyrsta síldin,.j'fýrra yeidijist 31. maí. Fá skip voru á miounpni Síldarfréttir sunnudaginn 20. júní og mánudaginn 21. júní 1965. Hagstætt veður hefur verið á sildarmiðunum s. 1. 2 sólarhringa, en veiði fremur treg. Skipin hafa einkum verið að veiðum 80-—120 mílur AAN og ANA frá Langanesi. Sunnudagur 20. júní. S. 1. sólarhring tilkynntu 19 skip um afla samtals 12.100 mál og tn. Raufarhöfn: Héðinn ÞH 300 mál. Bjarmi II EA 400 mál. Árni Magnússon GK 1600 mál. Guðrún Jónsdóttir IS 700 tn. Sæhrímnir KE 300. Stein- unn SH 600 mál. Guðbjörg OF 500 mál. Akuréy RE T500. Guðbjörg IS 500. Grótta RE 1400 tn, Berg- víkKE 700. Dalatangi: Jörundur II RE 600 mál. Manni KE 50. Siglfirðingur SI 200. Guð- mundur Péturs IS 750 .tn. Vigri GK 400 mál. Sigfús Bergmann GK 200. Einir SU 450 tn. Elliði GK 900. Mánudagur 21. júní. S. 1. sólarhring tilkynntu 21 skip um afla samtals 12.700 mál og tn. Raufarhöfn: Þórsnes SH 200 tn. Náttfari ÞIl 1400. Ásbjörn RE 900. Þorsteinn RE 1100. Barði NK 800 mál. Fróða klettur GK 600 Bjarmi EA 200 tn. Sigrún AK 900. Helga RE 300 Súlan EA 700 mál. Gjafar VE 800 Mummi GK 350 tn. Dalatangi: Straumnes IS 450 mál Ingvar Guð jónsson SK 400. Jón Eiríksson SF 400. Keflvíkingur KE 500. Gull- berg NS 400 Pétur Sigurðsson RE 800 mál. Gullver NS 500 Jón á Stapa SH 600. Dofri BA 200. fyrstu dagana, en flotinn er nú almennt byrjaður veiðar og munu milli 220—30 skip stunda síldveið ar í sumar, en voru þegar mest var í fyrra 233. Veiðisvæðið hefur aðallega verið 100—160 sjóm. aust ur frá Langanesi, en hefur síðustu daga færzt lengra út allt að 75— 90 sjóm. suður af Jan Mayen. Engr ar síldar hefur enn orðið vart norðan Langaness. Veður hefur verið hagstætt til veiða það sem af er vertíðinni, en síldin verið mjög stygg og erfið viðureignar. Heildarmagn á land komið frá vertíðarbyrjun til miðnættis síð- agtá iaugardags var orðið 578.186 mál og tn., sem skiptist þannig eft ir verkunaraðferðum: í bræðslu 577.188 mál. í frystingu 998 uppm. tn. eða samtals 578.186. Á sama tíma í fyrra var heildarmagn á land komið 301.337 mál og tunnur. Aflinn skiptist þannig á löndun arstaði: Siglufjörður 101.228 mál og tunnur. Ólafsfjörður 14.832. Hjalteyri 40.501. Krossanes 52.812. Húsavík 16.058. Raufarhöfn 64.450. Þórshöfn 447. Vopnafjörður 56. 384. Borgarfjörður eystri 10.909. Seyðisfjörður 34.398. Neskaupstað- ur 43.149. Eskifjörður 54.386. Reyðarfjörður 35.025. Fáskrúðs- fjörður 40.051. Breiðdalsvík 13.557. 32 DRENGIR SIGLDU MEÐ DÐNIÚT AÐ SURTSEY FB-Reykjavík, föstudag. Varðskipið Óðinn sigldi á miðvikudaginn út að gosstöðv unum við Surtsey, en með varðskipinu í þessari ferð voru 32 ungir drengir frá Grinda- vík. Lagt var af stað frá Grinda vík klukkan átta um morgun- inn og komið aftur klukkan rúmlega 8 um kvöldið. Guðsteinn Einarsson frétta- ritari Tímans í Grindavík sagði okkur í dag, að þessi ferð með Óðni hefði verið mjög vel heppnuð, og hefðu allir þótzt forframaðir eftir að hafa siglt með flaggskipínu í þessari ferð. Upphaf þessarar ferðar var eiginlega það, að er vora tek- ur grípur sjómannsandinn strákana í Grindavík, eins og reyndar víðast annars staðar. Þeir tóku upp á því að byggja sér báta, sem ekki voru annað en timburgrind með striga á. Reyndu hinir ungu sjógarpar að sigla Þessum farkostum sín- um um höfnína í Grindavík, í og stundum meira að segja út fyrir hana. Þótti það heldur | óráðlegt, svo til að byrja með j veitti Lyonsklúbburinn í Grindavík þeim leyfi til þess Framhald á 15. síðu SkófagarSur ú Blönduósi JS-Blönduósi, mánudag. Samband austurhúnvetnskra kvenna beitti sér fyrir því, að nú er í fyrsta sinn gerð tilraun með starfrækslu skólagarða á Blöndu- ósi. 14 börn á aldrinum níu til tólf ára taka þátt í þessu undir stjórn frú Huldu Stefánsdóttur for stöðukonu Kvennaskólans og frú Sólveigar Benediktsdóttur, kenn- ara við sama skóla. Börnin fá útmælda reíti, sem Bát hwoldií Fossvogi — fimm féru / sjéinn KJ-Reykyjavík, mánudag. Fimm karlmenn fóru í sjóinn í HÖMLUR Framhald at- l. siðu og fundarritarar Ingi Tryggvason, Kárhóli og Einar Halldórsson, Setbergi. Gunnar Guðbjartsson, formaður sambandsins, flutti skýrslu um starfsemi sambandsins á s.l. ári, landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, flutti ávarp, og framkvæmdastjóri Stéttarsam- bandsins, Sæmundur Friðnksson, lagði fram reikninga Stéttarsam- bandsins og Bændahallarinnar og skýrði þá. Kl. 2 hófust umræður um skýrsiu formanns og reikning- ana, og stóðu þær fram til kvölds. en þá var skipað í nefndir. Eftir kvöldmat var framkomnum til- lögum, 50 talsins. frá kjörmanna- fundum, öðrum bændafundum og einstaklingum, vísað til nefnda, sem voru sex talsins, Hófust síð- an nefndarstörf en á sunpudag- inn hófust umræður um nefndar- álit, og lauk fundinum kl. 4 í nótt. Fossvogi í nótt, eir litlum bát hvolfdi undir þeim. Atburður þessi skeði um klukk- an hálf eitt, og voru menninnir á leið út í hina nýju skútu Storm- svöluna, sem liggur i Fossvogin- um. Munu mennirnir hafa verið komnir miðja vegu á milli lands og skútunmar, er bátnum hvolfdi. Syntu tvcir þeirra út að skútunni og tókst að komast um borð, einn synti í land, en tveir héngu á bátnum sem flaut á hvolfi. Nær- staddir menn komu hinum tveim, sem héngu á bátnum, til hjálpar, en Iögreglan i Kópavogi fór á bát út í Stormsvöluna og bjargaði mönnunum tveim þaðan. Veður var gott þarna um nóttina, og varð mönnunum ekki meint af volkimu. LÖGFRÆÐINGAR Frainhald al a siðu fengi' allar nánari upplýsingar hjá þeim Ágústi Fjeldsted hrl. og Agli igurgeirssyni hrl. svo og umsóknarevðublöð undir þálttöku i í þinginu. þau annast og var þeim séð fyrir kartöfluútsæði, kálplöntum og öllum öðrum algengustu matjurta tegundum. Börnin sýna mikinn áhuga á þessu starfi og aðstandend ur þeirra eru Sambandi austur- húnverskra kvenna mjög þakklátir fyrir þetta framtak og fórnfýsi. Sambandið mun hafa hug á því, að starfseminni verði framhaldið, ef vel tekst til í sumar. Hreppurinn lét i té land, full- unnið. undir garðana. 3,5 mil! ióna stvrktar r framlag Islands til S.þ. KÍTB-New York, 21. júní. Danmörk, ísland, Noregur og Svíþjóð hafa gefið Sameinuðu þjóð unum 3.780.000 dollara eða tæpar 163 milljónir íslenzkra króna til aðstoðar samtökunum um að vinna bug á fjárhagsvandræðum þeim, er þau eiga stöðugt við að striða. Hlutur íslands í þessari upphæð er 80.000 dollarar eða tæplega 3,5 milljónir íslenzkra króna. Það var utanríkisráðherra Ivloregs Halvard Lange. sem hafði for- göngu í þessu máli og hafa Bret ar þegar bætt víð 10 milljónum dollara og búizt er við framlögum frá fleiri ríkjum svo sem Ástralíu. Kanada og Hollandi. Stofnframlag ið skiptist að öðru leyti þannig mjlli Norðurlandanna: Svíþjóð, tvær milljónir dollara. Danmörk. ein milljón dollarar og Noregur 700.000 dollarar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.