Tíminn - 22.06.1965, Qupperneq 5

Tíminn - 22.06.1965, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. j'úní 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Krlstján BenedDctsson. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tadriöi G. Þorsteinsson. PnIltnU ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Stetagrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ) Eddu- húsinu, slmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiOslusimi 12323. Auglýstagasfml 19523. ACrar skrLfstofur, síml 18300. Askriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 etnt — Prentsmiðjan EDDA h.f. Kröfur verkamanna Seinasta hefti HagtiSinda, sem Hagstofa íslands gef- i-r út, birtir tölur, sem skýra mjög ljóst tildrög þeirra k ieilna, sem nú standa yfir milli verkamanna annars Vt0ar og atvinnurekenda hins vegar.. í þessu hefti Hagtíðindanna birtist yfirlit yfir tíma- kaup í ahnennri verkamannavinnu í Reykjavík síðan 1939. Til grundvallar tölum sínum leggur Hagstofan ekki aðems taxta Dagsbrúnar í fyrsta flokki, heldur bæt- ir við orlofsfé og styrktarsjóðsgjaldi. Þar sem þetta tvennt hefur aðallega komið til seinustu árin, verður tímakaupið tiltölulega hærra í útreikningi Hagstofunnar hvað snertir seinustu árin, en útborgað kaup til verka- manna. Samkvæmt þessum útreikningi Hagstofunnar nam tíma kaup í almennri verkamannavinnu í Reykjavík 22,19 kr. árið 1959, en á síðastliðnu ári (1964) nam það 35.48 kr. Það hefur því hækkað á þessum tíma um tæp 60%. í þessu sama hefti Hagtíðinda er birt yfirlit um vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík í maímánuði síðastl. Vísitalan er miðuð við vöruverð 1. marz 1959. Sam- kvæmt því er vísitala vöru og þjónustu nú 193 stig, eða m.ö.o. verð vöru og þjónustu hefur hækkað um 93% síðan í marzbyrjun 1959. Verðlag vöru og þjón- ustu hefur þannig hækkað um 93% síðan 1959, en tíma- kaupið í verkamannavinnu hefur á sama tíma hækkað um tæp 60%. Ef lögð er til grundvallar vísitala framfærslukostn- aðar, þ.e. þegar búið er að draga frá fjölskyldubætumar, sem aðeins nokkur hluti verkamanna nýtur, verður nið- urstaðan þessi: Þessi vísitala var í maí-byrjun síðastl. 171 stig og hefur framfærslukostnaður samkv. þvi hækk- að um 71% síðan í marzbyrjun 1959 ,en á sama tíma hef- ur tímakaupið í verkamannavinnu aðeins hækkað um tæp 60%. Sé tillit tekið til þess, að þjóðartekjur hafa aukizt mjög mikið á þessum tíma, eða sennilega milli 30—40% hefði tímakaupið átt að hækka miklu meira en verð- lagið, ef heilbrigð stjórn hefði ríkt í fjármálum lands- ins. Sú hefur líka orðið raunin á í öllum nágrannalönd- um okkar. Þegar litið er á þær tölur, sem tilgreindar eru úr Hagtíðindunum hér að framan, mun enginn sanngjarn maður geta kallað það óbilgirni eða heimtufrekju, þótt verkamenn krefjist nú talsverðra kauphækkana, því að bi-flir umsömdu kauptaxtar þeirra eru orðnir langt á eftir 1 verðlagsþróuninni og verkamennirnir því óneitan- lega sú stétt, ásamt bændum og vissum launþegahópum, sem dregizt hefur mest aftur úr í hinu mikla allsherjar- kapphlaupi, sem er afleiðing stjórnarstefnunnar. Marg- ir atvinnurekendur hafa þegar viðurkennt þetta 1 reynd með því að borga hærra kaup en umsamið er, og sýnt það þannig, að stór hluti atvinnuveganna getur borgað hærra kaup en umsamið er. Þeim atvinnugreinum, sem hall- ari fótum standa, getur ríkissjóður veitt næga fyrir- greiðslu með hagstæðari lánum og lækkun ýmissa á- iaga, t.d. útflutningsgjalda. Þegar á þetta allt er litið, virðist það ekki þurfa að vera vandasamt að ’ leysa þessi mál á þann hátt, að verkamenn fái sanngjarna lausn. Til þess þarf ríkis- stjórnin þó að gera ráðstafanir atvinnuvegunum til hags- bóta. Sú ríkisstjórn er sannarlega orðin meira en lítið uppgefin og ráðþrota, sem kýs heldur að láta glundroða aukast í kaupgjaldsmálunum en að gera slíkar ráðstaf- anir. TÍMINN JÓN SKAFTASON, alþm. Heildarstefnu í launa aálum ftarf að móta Endurteknar vlnnnstöðvanir og framleiðslutafir hafa skaðað þjóðarbúskap okkar verulega á undanförnum árum og fátt bendir til, að breytinga til bóta sé að vænta í næstu framtíð. Ennþá hefur engin megin- stefna verið mótuð í launamál- um, sem bægt væri að vinna eftir, er til samninga dregur um kaup og kjör og torveldar þetta öll samskipti milli vinnu- seijenda og vinnukanpenda. Eðlilegt væri, að ríkisstjórnin hefði forgöngu um að koma á samningum á milli launþega- samtakanna »g vinnuveitenda- samtakanna um slíka stefnu, en ekkert bólar á því og virðist skilningsleysi ríkja um þessi mál meira en góðu hófi gegnir. Á Norðurlöndum hefur um langt árabil ríkt sú stefna, að heildarsamtök launþega semjj fyrir hin einstöku félög til lengri tíma í senn og fé- lögin lúta forystu heildarsam- takanna í launabaráttunni. Þetta hefur verið auðveldara þar en hér, þar sem tekizt hef- ur gott samstarf á milli rikis- stjórna þessara landa og for- ystu launþegasamtakanna og gagnkvæmt trúnaðartraust, en á hvert tveggja hefur skort hér. Kaupgjaldssamningar þar hafa haldið gildi sínu, en hér hafa verðbólga og skattaálög- ur gert þá að engu á örskömm- um tíma. Fljótlega eftir að jafnaðar- menn höfðu náð völdum í Bretlandi á s.I. ári, beitti Ge- orge Brown, efnahagsmálaráð- herra, sér kröftuglega að því, að koma á víðtækum samning- um á milli samtaka lannþega og atvinnurekenda um heildar. stefnU) í launa- og verðlagsmál- um og samkomulagi um hvern- ig í höfuðdráttum skipta skyldi vaxandi þjóðartekjum. Sam- komulag tókst um þessi stór- mál og þétti mikið afrek. Engar sögur fara hins vegar af því, að ráðherrar á íslandi beiti sér fyrir svipuðum samn- ingum. f upphafi voru þeir meira að segja svo fjarri veru- leikanum, að þeir lýstu því yfir. að ríkisstjórnin myndi ekki hafa afskipti af launamál- um frekar en þau kæmu henni ekkert við, þótt reynslan hafi nú kennt þeim annað. Sem fyrr er að vikið, skortir JÓN SKAFTASON hér mjög á, að viðtekin regla um vinnubrögð gildi í sam- skiptum launþegasamtakanna og vinnuveitendasamtakanna. Þar gildir eitt í ár og annað að ári, eins og reynslan nú sannai*-Vel. Þetta Vérður að breytast og þar á ríkisstjórnin að hafa frumkvæðið að sam- komulagi um vinnubrögð og steftiu, alveg eins og gert var í Bretlandi og vikið hefur verið að. Eitt af þeim skilyrðum, sem uppfylla þarf, ef sæmilegir sambúðarhættir eiga að takast um launamálin, er að efla mjö.g gagnasöfnun og upplýsinga. starfsemi um efnahagsstarf- semina, svo sem um heildar- afkomu þjóðarbúsins, afkomu höfuðatvinnuveganna og stétt- amna o.s.frv. Á þetta skortir nú mjög. Bæði er, að upplýs- ingar um þessi efni eru oft- ast of síðbúnar og ekki eins ítarlegar og þyrfti. Þetta gefur því tilefni til hvers kyns hár- togana og ágizkana. Þess vegna gerist það, ár eftir ár, að hnakkrifizt er um veigamikil atriði, sem tiltölulega auðvelt ætti að vera að sannreyna. Þetta leiðir svo til þess, að al- metnningur vantreystir tölum, sem vonlegt er. Ég nefni sem dæmi þessa deiluna um, hver kaupmáttur tímakaupsins sé nú í samanburði við það sem áður var. Allt er rifrildi þetta ónauð- synlegt, því að staðreyndirnar liggja á borðinu. Svipaða sögu má segja um deilueftnið sígilda, hvort hlutur launþega hafi farið stækkandi eða minnkandi miðað við þjóðartekjur undan- farandi ár. Hið opinbera verður að efla upplýsingastofnun um hagmál- efni og má þar hvorki til spara fé né mannafla, svo að hún geti gegnt því hlutverki, sem liún á að rækja, SEM ER AÐ GEFA ALMENNINGI ÖRUGG- AR OG GLÖGGAR UPPLÝS- INGAR UM HAGMÁLEFNI, SEM VERÐA EKKI VE- FENGDAR. Launþegasamtökin og sam- tök atvinnuveganna ættu einn- ig að koma upp á sínum veg- um hagstofnunum, til þess að fjalla sérstaklega um sérmál- efni þeirra. Deilur um skiptingu þjóðar- teknanna vcrða alltaf einhverj- ar í þjóðfélögum, þar sem tján. ingarfrelsi ríkir og það alveg eins, þótt allur atvinnurekstur væri í höndum hins opinbera. En mikil framför væri það hér, ef takast mætti að draga úr deilum um grundvallarstað- reyndir, sem upplýsa má og skipta meginmáli, þegar samið er um kaup og kjör. íslendingar hafa búið við hagstæð skilyrði frá náttúrunn- ar hendi undanfarandi ár, enda Iífskjör almennt verið góð. Þó ber þar stóran skugga á, þar sem er hinn langi vinnudagur margra, sem stytta verður allra hluta vegna. Ef halda á góðum lífskjörum áfram, verður m.a. að finna færar og sanngjarnar leiðir til að setja niður vinnudeilur. Enginn einn aðili getur þar meir um ráðið, hvort slíkt tekst eða ekki, en sú rikis- stjórn og sá þingmeirihluti, sem ræður hverju sinni. ÞRIÐJUDAGSGREININ Annað heimsmót iögfræðinga Stofnunin The World Peace Through Law Center, sem aðset- ur hefur í Washington, býður lög- fræðingum um allan heim að taka þátt í heimsmóf lögfræðinga, sem haldið verður í Hilton-hótelinu í Washington dagana 12.—18. sept- ember í haust. Þá er og laganem- um boðið að taka þátt í mótinu. Er þetta annað heimsþing lögfræð inga, um frið með lögum, en hið fyrra var haldið í Aþenu sumarið 1963. Sérstakir f 3ið'-rsgestir þingsins í Washington verða forsetar æðstu dómstóla í hverju landi, og ýmsir aðrir kunnir vísindamenn og fræði menn i lögfræði, þ.á.m. dómarar úr alþjóðadómstólnum og lögfræð- ingar frá ýmsum öðrum alþjóða- stofnunum. Heiðursforseti þings- ins verður Earl Warren, dómsfor- seti Hæstaréttar Bandaríkjanna. Á þessu þingi, eins og áður, verða eingöngu rædd alþjóðleg n.álefni, sem snerta lögskipti þjóða innþyrðis, svo sem endurmat á alþjóðadómstólum og uppástungur um nýja alþjóðadómstóla; endur- mat á alþjóðagerðardómum, og til lögur um nýja aiþjóðagerðardóma. dómstóla einstakra ríkja og al- þjóðlegar aðfararreglur, samninga, rannsóknir og gerðardóma til lausnar alþjóðlegra ágreinings- efna o.fl. Þing þessi fjalla þannig ein- göngu um alþjóðleg lögfræðileg r-.álefni, en hafa engin afskipti af stjórnarformi hinna einstöku rikja. Samkvæmt því er lögfræðingum frá lillum löndum boðin þátttaka, 0o e gert ráð fyrir, að lögfræðing ar og þátttakendur í mótinu verði frá a.m.k. 120 þjóðum. Lögfræðingar og laganemar, sem áhuga hafa á þingi þessu, geta Framh. á bls. 2.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.