Tíminn - 22.06.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1965, Blaðsíða 8
8 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 1965 sem annars staðar frelsi í sér ábyrgð Ræða Sigríðar Thorlacius flutt á þjóðhátíð í Borgarnesi 17. júní síðastliðinn Heill, tegmsdagur, heill frelsis- hagur! Heill, íslenzka ættargrund. Heill, norræn tunga með tign- arþunga,' hér töluð frá landnásmsstund. Heill, öldin forna með höfð- ingja horfna og heilir, þér góðu menn, er harmaldir báruð. sem svanir í sárum og sunguð, svo hljómar enn. í dag er líðið tuttugu og eitt ár síðan það ljóð var flutt 'yrsta sinni, sem hefst á þessu erindi. Tuttugu og eitt ár er liðið síðan endurreist var hið íslenzka lýðveldi á Þingvöllum við Öxará. Af því tilefni er i dag hátíð haldin um land allt. Menn minnast þess, að þjóðin. sem um aldir laut erlendum yfirráðum, heimti aftur frelsi sitt ,og menn minnast þess á fæðingardegi þess manns, sem lengst og ókvikulast barðist fyr ir endurheimt sjálfstæðisins. Öllum, sem staddir voru ó Þingvöllum 17. júní 1944, verð ur sá dagur ógleymanlegur. Hegnið fossaði yfir mannfjölrl ann, en það var eins og eng- inn gæfi því gaum. Menn voru gagnteknir af þeim hughrifum, sem mikilvægi stundarinnar skapaði, gleymdu sjálfum sér. fundu hugann loga og fögn- uðu því, að mega taka þátt í þessum •'sögulega atburði. Hamraveggirnir grúfðu ekki svartir og illilegir við auganu. Nei, þeir voru skjól og vöm. Klöppin var ekki hörð og köld að standa á, heldur hin traust asta brú, er tengdi fortíð og nútíð. Menn mundu ekki Brennugjá, Höggstokkseyri og Drekkingarhyl, aðeins Lögberg, Súlur og Bláskógaheiði. Hvar sem við förum um land okkar, erum við sjaldnast ein á ferð. Með okkur er í för sag an, forn og ný — og gerist stundum svo áleitin, að -hún allt að Því skyggir á nútímann. Við hlustum kannski meir eft- ir „ómi af lögum og broti úr bögum“, en á dagsins klið, en þetta er góð samfylgd. Hver fer svo um þetta hérað, að hann sjái ekki svipi fomald ar. eða þyki sem golan hvísli ljóði hans, sem dvelur fjærri æskustöðvunum. Enn ég um Fellaflóann geng, finn eins og titring í gömlum streng, hugann grunar við grassins rót, gamalt spor eftir lítinn fót. Hverju myndum við ekki glata, ef við hættum að sjá þessar sýnir og heyra þessar raddir? Hversu lengi myndum við þá heldur muna hvers- landsins? Og hvers mun verða minnzt fyrst og fremst, þegar annáll þessa árs verður skráð ur? Myndí Það ekki verða fyrir heitið um að fluttur verði á ný heim til fslands, okkar dýri menningararfur, handritin, sem verið hafa í vörzlu Dana, hand ritin að gullaldarbókmenntun- um, sem fslendingar sköpuðu og einir þjóða kunna að lesa og skilja? Ekki alls fyrir löngu var ég þar stödd, sem rætt var um harðindi hafísáranna fyrr á öldinni og þar áður, og 'hvern ig menn myndu nú bregðast við þrengingum eins og þeim, sem landsmenn urðu þá að þola. f hópnum var einn ungur maður og hann sagði strax: Fólkið myndí flytjast burt af landinu. Mér fannst leggja kulda inn að hjartarótum mínum, þegar ég heyrði þessi orð, en áttaði mig fljótt á því, að allt.af hafa þeir verið til, sem vildu flýja erfiðleikana, en Þeir hafa æv- inlega verið í minnihluta hjá þessari þjóð og verða það vegna við komum saman a • .Þingvelli rlVwjúní 1944? íÞað en-x'<.^rei8ai$ega lengi enn. ekki nóg að hfeilsá eÍ*\im'-fÉéihs:'“t En því minntist ég fyrr á ■ degi i'O&HbleöSa OíVorad.frelsis-ópraddir hins liðng, að lífsham- hag. Við tókum á okkur ábyrgð, ingja okkar fólks myndi skerð þegar við fullheimtum frelsi okkar. þá ábyrgð, að vernda þjóðerni okkar og tungu og fjárhagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði landsins. Og alltaf ber nýjan og nýjan vanda að höndum, þjóðin verður að vera sífelldlega viðbúin að sameina krafta sína og sanna tilverurétt sinn. Hver væri og yrði hagur okkar, ef ekki hefði tekizt að verja rétt okkar til fiskimiðanna við strendur ast stórlega, ef ekki færi saman ástín á landinu, þekking á sög unni og nautn af þeirri feg- urð. sem fólgin er í orðsins list, þeirri list, sem lengst og mest hefur verið iðkuð með þjóðinni. Samantvinnaðir tengja þessir þræðir okkur svo fast landinu, þjóðerninu og tungunni. að okkur verður Það ekkf kvöð, heldur Ijúf skylda, að fórna einhverju verði þess krafizt, til þess að við megum halda áfram að vera frjáls og einráð í landi okkar, „svo aldrei framar íslands- byggð sé öðrum þjóðum háð“. Þið vitið öll að það var kona, Unnur Benediktsdóttir, sem tók sér skáldanafnið Hulda —, sem orti annað ljóðið, sem verðlaunað var á lýðveldishátíð inni og sem ég vitnaði til í upphafi. máls míns og þið sung uð úr áðan. Þó að framlag kvenna til íslenzkrar ljóðlist ar sé smærra að vöxtum en hlutur karla, hafa þær þó spunnið margan góðan þráð í fleiri strengi, ef þjóðfélagið hefði fyrr veitt þeim meira svig rúm á fleiri sviðum. Ekki þar fyrir, áhrifa kvenna hefur ætíð víða gætt, þó misjafnlega hafi þau verið augljós almenningi. Sem sjálfsagt og eðlilegt er, mlnnumst við jafnan Jón Sig urðssonar, er við fögnum frelsi okkar. En hve oft er minnzt á konuna, sem stóð við hlið hans á fjórða áratug og unni hon- um svo mjög, að fas hennar allt breyttist þegar hann var fjærri, konunnar, sem lagðist orðlaus í hvílu þegar hann var andaður og reis ekki upp fram ar, en skildi við níu dögum síðar? Kynni ekki hennar þátt ur að hafa verið nokkur í því hverju hann fékk afkastað og Íive hiklaust hann barðist fyrir relsi þjóðar sinnar? Það geymast ekki margar frá sagnir jafn snilldarlegar og þar sem segir í Egilssögu frá því, hvernig Þorgerður Egilsdótir dreifði harmi föður síns, svo hann fékk þrek til að bera son- armissinn. Þar er fram dreg- Sigríður Thorlacius inn djúpstæður skilningur á stórbrotnu eðli, jafnhliða lýs- ingu á konu, sem mikils var metin þegar í föðurgarði, konu, sem svo var vel mennt að hún kunní að rista rúnir, auk al- gengari verkkunnáttu. Að tveim dögum liðnum verð ur þess minnzt, að liðin eru fimmtíu ár síðan íslenzkar kon ur fengu kosningarrétt og kjör gengi til Alþingis. Þar var stig ið eítt stærsta skrefið á þeirri braut, sem eðlileg og sjálfsögð er í frjálsu samfélagi, að allir njóti sömu réttinda af þjóðfé- lagsins hálfu. Þessar miklu réttarbætur kostuðu líka sína baráttu. Þó finnst mér alltaf, að þann arf muni íslenzka kon an hafa þegið frá formóður sinni á söguöld, að þola aldrei jafn almenna níðurlægingu og konur í öðrum löndum. Eg minnist ekki að hafa heyrt til færð ummæli í hennar garð, sem komist til jafns við þau, sem kunnur danskur lögfræðing ur viðhafði, árið, 1848. Hann sagði: Hvernig sem menn ann ars skilja hugtakið almennur kosningaréttur, þá skulu börn, ómyndugir, konur og glæpa- menn, aldrei njóta hans. En hér sem annars staðar ber frelsið í sér ábyrgð. Hin íslenzka kona fær ekki lengur skorazt undan því, að taka á sig alla þá ábyrgð, sem full- valda ríki kann að leggja henni á herðar. Hún hefur skyld um að gegna. hvar sem hæfi leika hennar er þörf. f hennar höndum, ekki síður en karl- Framhald á 14 síðu ~amm Vigdís Elíasdóttir í dag fer fram frá Laugames kirkju jarðarför Vigdísar Elías dóttur, kennara, Laugateig 39 í Reykjavík. Hún lézt 12. júní s. 1 á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn af völdum nýrnasjúkdóms, sem hún hafði þjáðst af um langt árabil. Með Vigdísi Elíasdóttur er til moldar hnigin eftirminnileg og glæsileg kona, sérstæður persónu- leiki og frábær kennari. Hún var komin af merkum ætt- um, sem hér Skulu lítillega raktar samkvæmt góðum heimildum. Vigdís A iðbjörg Elíasdóttir var fædd 31. ;anúar árið 1914 að Arnartungi; í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Foreldrar hennar voru Elías bóndi Kristjánsson og kona hans. Sigríður Guðrún Jóhannes- dóttir. Foreldrar Elíasar: Kristján bóndi Elíasson, Ytra-Lágafelli, og kona hans, Vigdís Jónsdóttir frá Hól- koti. Foreldrar Kristjáns: Elías bóndi Sigurðsson í Straumfjarðartungu og kona hans, Halldóra Björnsdótt ír. — Foreldrar Sigríðar Guðrúnar: Jó hannes bóndi Magnússon frá Skarfanesi á Landi og kona hans, Þorbjörg Jóhannesdóttir frá Skriðufelli. Foreldrar Jóhannesar: Magnús bóndi Jónsson frá Litla-Kollabæ í Fljótshlíð og kona hans, Sigríð ur Bjarnadóttir Thorarensen. Foreldrar Þorbjargar: Jöhannes Jónsson á Skriðufelli og Gjaflaug Þórðardóttír. föðursystir Eyjólfs bónda Guðmundssonar í Hvammi á Landi. — Ættir Vigdísar, ömmu og nöfnu Vigdísar Elíasdóttur, voru mikið úr Staðarsveit. Margt skyldfólk hennar hafði búið á Elliða langt á aðra öld. Föðurætt Kristjáns, afa Vigdís ar Elíasdóttur, lá mikið til Breiða fjarðar. Afi hans var Sigurður stúdent í Geitareyjum af Brokeyj arætt, og lágu greinar m. a. til biskupanna Guðbrandar Þorláks- sonar og Jóns Arasonar, en móður ættin lá meira um Hnappadalssýslu og Mýrar. En Halldóra, móðir Kristjáns, var komin í beinan karl legg af Guðmundi ríka á Reybhól- um. Ættir Þorbjargar, ömmu Vig- dísar Elíasdóttur, voru mest úr Árnes- og Rangárvallasýslu, — Stokkseyrarætt frá Torfa í Klofa. en greinar lágu austur undir Eyja fjöll og á Síðu. Vigdís Elíasdóttir var 10. liður frá Guðbrandi Þor lákssyni, 13. liður frá Jóni Ara syni, 11. liður frá Staðar-Hóls Páli, 12. íiður frá Grími á Ökrum í Skagafirði. 7. liður frá Skúla fó- geta. Þegar Vigdís Elíasdóttir er 7 ára gömul, flyzt hún að Elliða í Staðarsveit og elst þar upp í for- eldrahúsum. 16. ökt. 1928, ferming arár Vigdísar, lézt móðir hennar af barnsförum. Var það 9. barn foreldra hennar. en hið 3., sem þau misstu. Sex komust því á legg, og þau fimm, sem et’tir lifa eru: Kristján yfirfiskimatsmaður kvæntur og búsettur í Rvk, Jó- hanna Halldóra búsett og gift í Hafnarfirði. Hulda Svava gift og búsett i Kópavogí, Matthildur Val dís gift og búsett á Seltjarnamesi og Unnur búsett í Reykjav., ógift. Stjúpmóðir Vigdísar var Sara Magnúsdóttir. nú búsett í Hafnar- firði. Börn hennar og Elísar. föður Vigdísar, voru fjögur, og eru þau þessi: Erla gift og búsett á Seltjarn arnesi, Magnús kvæntur og búsett ur í Hafnarfirði, Sigríður Guðrún og Elías Fells bæði gift og búsett í Reykjavík, Veturinn 1930—31 stundaði Vig dís nám í Staðarfellsskóla og næsta vetur, þá aðeins 17 ára göm ul, var hún farkennari í heima byggð sinni, Staðarsveit. Kom þá fljótt í ljós að hún bjó yfir míkt um kennarahæfileikum. Má því segja, að hér hafi ten- ingnum verið kastað og stefnan mörkuð um framtíðaráformin. Vet urinn 1933—34 dvelur hún í Reyk holttskóla til undirbúnings kenn aranámi, tekur svo próf inn i 2. bekk Kennaraskóia íslands og út skrifast úr honugi vorið 1936 1. des. s. á. giftist hún skóh>- bróður sinum úr Kennaraskólan- um, Þórarni Hallgrímssyni frá Hringveri í Viðvíkurhreppi sKaga firði. Bjuggu þau allan sinn bú skap í Reykjavík að undanskUdnm tveím árum er þau störfuðu við Barna- og unglingaskója Drangs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.