Tíminn - 22.06.1965, Qupperneq 11

Tíminn - 22.06.1965, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 1965 Ég var örmagna vf viðbjóði og æsingi og langaði mest tíl að snúa baki við þessu öllu og hlaupa bara á burt. Ég leit á hina. Buddy hafði enn kíkinn fyrir augunum g þetta virtist ekki hafa meiri áhrif á hann en spennandi rugby- keppni. Gösta lá þögull og fölur við hlið mína. Hnefarnir voru krepptir og augu hans full af ósegjanlega djúpri sorg. Hann tók eftir að ég leit á hann og reyndi að brosa, en tókst það ekki og ég elskaði hann fyrir það. —Hey, sagði Buddy. — Nú byrja þeir. í fjarlægð eins og frá öðrum heimi heyrðust öskur gegnum dyninn. Það voru þúsund raddir, sem æptu af hræðslu og hatri, æptu til að safna kjarki. í fyrsta skipti rétti ég höndina eftir kík- inum og Buddy lét mig fá hann. Langt inni á fjallinu, gegnt varðstöðu skæruliðanna komu Þjóðverjarnir. Ótölulegur fjöldi af gráklæddum mönnum hlupu fram og eldurinn frá hlíðinni varð ofsa legri og örvæntinggarfyllri. And- lit sá ég ekki, en það var eins og æðisleg hrópin yrðu greinilegri, þegar ég sá mennina svona ná- lægt. Margir féllu, en nýir hópar birtust í brjálæðislegu kapphlaupi að byssum skæruliðanna. — Hei, æpti Buddy. — Gagn- árás. Ásjaðarinn varð lifandi. Skæru- liðarnir þutu úr fylgsnum sínum og stormuðu fram á móti Þjóð- verjunum. Það heyrðust ekki fleiri skot. en bessi ömurlegu hróp urðu hærri og tryllingslegri. Ég rétti Buddy kíkinn. — Þú mátt hafa hann, sagði Buddy. — Ég orka ekki að horfa leng- ur. Hann setti kíkinn fyrir augun aftur. Liðin mættust. Ég stakk fingrum í eyrun og lagði ennið að köldu fjallinu og lokaði aug- unum. XVlf. Því var lokið. Dalurinn lá í djúpum friði fyrir neðan okkur, baðaður í sólskini, skothvellir heyrðust ekki lengur: Hátt uppi á himninum hnitaði þýzk könn- unarvél yfir valnum, mótorhljóð- ið heyrðist vart til okkar. Buddy lá á maganum 'eins og fyrr og hafði kíkinn fyrir augun- um og starði í gagnstæða átt, hinum megin við fjallahlíðina, gegnt okkur. Þjóðverjarnir fóru að læðast niður í dalinn, gætilega og varfærnir eins og þeir byggj- ust við skyndilegri gagnárás. Bryndrekar skriðu niður með byssurnar tilbúnar. Þeir leituðu skjóls bak við klettanybbur, stönz uðu oft og horfðu rannsakandi yfir dauðakyrran dalbotninn. Það tók langan tíma, en að lokum voru þeir sannfærðir um, að dal- urinn vaéri dauður. En hvar voru hinir föllnu? Hvar voru Tító og hans fimm þúsund manna lið? Gösta hugsaði greinilega hið sama, því að hann sagði: — Þeir eru ekki svo vitlausir, að þeir skilji ekki að þeir hafa verið blekktir. — Auðvitað, sagði Buddy. — En nú er það um seinan. Nú koma þeir aldrei til baka. Þeir hafa vogað sér inn á fjallið og í þessu fara skæruliðamir að draga net sitt um þá. Hópur manna kom niður fjalls- hlíðina. Fangar. Um það bil þrjá- tíu skæruliðar gengu hrasandi nið ur eftir með hendur á iofti og allt í kringum þá voru þýzkir hermenn með byssur sínar. — Æ, sagði Buddy. — Vesa- lings mannakornin: Ég fann til kynlegs óróa, hug- . boð um að eitthvað voðalegt færi að gerast, sem ég mundi ekki af- bera að horfa á. — Getum við ekki haldið áfram núna? sagði ég. — Þegar njósnavélin þarna ! uppi er farin, sagði Buddy. — í Það er brjálæði að hreyfa sig enn. Fangarnir voru komnir niður í dalbotninn. Þeim var stillt upp á opna svæðið við hliðina á flug- vélarflakinu. Ég vissi hvað þeir áttu í vændum. Eg sneri mér á bak- ið og starði upp í himininn og hét því með sjálfri mér, að ég skýídi ■ ’:■ ■' i f&'lftV' Sll/qftU ekki líta þangað niður í dalinn framar. Buddy sagði: — Majorinn hefur verið tekinn höndum. Skömmu síðar lagði har.n frá ser kíkinn og sagði: — Nei. Ég get ekki horft á þetta. Röddin var hás og mér fannst hann vera gráti næst. Ég leit á Gösta. Hann studdi sig á oinboga og starði alvörugefinn niður í dal- inn. Buddy sagði: — Þér megið fá kíkinn, ef þér viljið. Ég get ekki meira. Rödd Gösta var fullkomlega ró- leg: — Þökk. — Horfðu ekki á það, sagði ég. — Jú. Ég vil horfa á það. Það er undarlegt, en mér finnst skyld- an bjóða mér að horfa á. Svo sagði enginn fleira. Buddy lá á maganum og fól andlitið í höndum sér. Ég get ekki almennj- lega útskýrú hvernig mér var inn an brjósts. Ég fann til sektar. Ég fann að ég var huglaus. Ég lá hér og vildi engan þátt taka í þýí, sem gerðist fyrir framan aug- un á mér. Ég reyndi að segja við sjálfa mig, að ég gæti reyndar ekkert gert, þetta kæmi mér ekki við, en ég fann að það var ekki satt. Ég fór að skilja, hvað Gösta hafði átt við. Löng stund leið. Svo lagði Gösta sjónaukann varlega frá sér. Hann var fölur 'sem nár óg sagði’ e.kkert og ég vissi, að ég mátti ekki yrða á hann. Buddy lyfti höfði og leit rann- sakandi upp í loftið. Rödd hans var hás og eymdarleg. þegar hann sagoi: — Vélin er horfin. Við skulum halda áfram. Við skreiddumst gætileg^ yfir fjallatindinn. Þjóðverjarnir voru á hverju strái hinum megin í hiíð- inni og þeir gátu komið auga á okkur á hverri stundu. Ég he'-"1 það hafi tekið okí ur um klukku- tíma að komast á öruggan stað hinum megin í fjallinu. Loks vor- um við komin. Við renndum okk- ur niður í kjarrið og ég sá niðiar í annan Jal, dýpri 'og stærn og ■skógi vaxnar hlíðar umhverfis. — Allt í lagi, sagði Buddy. Nú getum við gengið upprétt og það er ósennilegt að við rek- umst á varðmenn. En tölum þó lágt og sýnum gætni. Við gengum lengi, en það lá ekki eins mikið á núna og Buddy hélt jöfnum og góðum hraða, svo að ég átti ekki í neinum erfiðleik- urn með að fylgjast með. Það var gott að ganga hér í skóginum. Mér tókst að várpa frá mér öm- urlegum hugsunum. í stað þess hugsaði ég um frelsið og fram- tíðina. Nú var allt um garð geng- ið, eftir fáeina klukkutíma vær- um við komin á óhultan stað. — Þarna sjáum við fuglinn, sagði Buddy. Ég sá ekkert sem líktist flug- vél. Fyrir neðan okkur var slétt- ur völlur, en ég átti erfitt með að ímynda mér að nokkur gæti lent flugvél þarna hvað þá heldur flogið henni upp, og að minnsta kosti sá ég engin merki um vél þarna. Hún stendur í flugskýlinu sínu, sagði Buddy. f skógarholtinu þarna. Enn sá ég ekkert fyrr en við vorum komin að kjarrinu. Trén voru höggvin til svo að þar var opið svæði rétt nógu stórt fyrir ---------?------------------------- ÚTBOÐ Tilboð óskast í að leggja holræsi í Grensásveg og Miklubraut hér í borg. (Jtboðsgagna má vitja í skrifstofu vora, Vonarstræti 8, gegn 2000,— króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 30. júní n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.