Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 1

Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 1
Sunnudagur 17. júní 1979 Bls. 33-64 y •;■ * ' ■ *• •• * lÍMI ill m ' I 1 >'4 4 I 1 l'f 4 í: í m - 4 ,i i m ■% m ^ % % t\ % i % m m m %%***': * * ii enginn nútíma stjórnmálaleiðtogi hefur megnað að gera. Brottför páfa frá Póllandi var lokin á dýrðlegri krossferð, en fyrir Jóhannes Pál páfa yfir- skyggði þó blær dapurleika. Hann veit hversu ólíklegt það er, að hann muni nokkurn tíma koma heim til föðurlands síns aftur, nema hann yrði þá fyrsti páfinn sem segði af frjálsum vilja af sér þegar elli mæðir. Hann fór í kirkjugarðinn, þar sem faðir hans, móðir og bróðir eru grafin, sér vel meðvit- andi um að þar muni hann ekki hviia sjálfur, í þessum grænu undirhlíðum Karpatafjallanna og í Tatra, sem honum þótti svo vænt um, heldur yrði hvílustaður hans hráslagalegar grafhvelfingar St. Péturskirkjunnar í Vatikaninu. Á níu dögum gerði páfinn öflun mannréttinda meira gagn í Aust- ur-Evrópu en bæði Helsinki- og Belgrad-ráðstefnúrnar samanlagð- ar. Hann hefur fengið fólkið til að trúa á vonina um að það muni í fyrirsjáanlegri framtíð fá frelsi til að segja hug sinn, til að gefa út á prenti það sem það vill og gagn- rýna leiðtoga sína. Með þá von gróðursetta í hjört- unum mun fólkið nú hafa hugrekki til að taka saman höndum í þeim tilgangi að brjótast út úr þessari Pílagrímsferð Jóhann- esar Páls páfa II til föðurlands síns, Pól- lands, lauk án tíðinda. Samt hefur þar með orðið í Austur-Evrópu einhver breyting, sem á eftir að hafa mikil áhrif í framtíðinni. Síðasta heimsóknardag páfa flutti hann messu í geysistórum skemmtigarði á mörkum gömlu Krakár-borgar, að viðstöddum fjórum milljónum áheyrenda, að, því er ætlað var. Tök þau er Jóhannes Páll páfi hefur á messunni eru mjög áhrifa- rík. Ógnarsterk. Með einni Iítilli bendingu getur hann vakið fólkið upp í móðursýkiskennt klapp og með annarri náð steinhljóði. Hann er fyrsti maður af þessari kynslóð, sem býr yfir slíku valdi. Kærleiks- vald hans nær langt út yfir alla pólitík. Hvern dag í Póllandi flutti páf- inn milljónum áheyrenda æ ljósari boðskap um að þeir skyldu halda persónulegri reisn sinni og sið- gæðisvitund. Mannréttindin, þar með málfrelsi, yrði að virða, sagði hann. Páfinn hitti fjölmarga leiðandi pólska andófsmenn, sem flestir tilheyra hópi kaþólskra mennta- manna. Fundirnir voru aldrei til- kynntir fyrr en daginn eftir. Pólsk yfirvöld sem höfðu neitað mörgum þessara manna um vegabréf til að vera við vígslu páfa, gátu ekkert gert til að koma í veg fyrir að þeir hittu hann nú. En hvað gerist nú, þegar páf- inn er farinn? Pólverjar vita það — eins og líka aðrar Aust- ur-Evrópuþjóðir svo sem Tékkó- slóvakía, Austur-Þýzkaland og hlutar af Sovétríkjunum — að þeir geta veitt stjórnvöldum mótstöðu með því að nota afl trúar sinnar. Þetta hlýtur að leiða til harðari afstöðu milli ríkis og kirkju, og þar sem Sovétríkin eiga í hlut, hugsan- lega til árekstra. „Manneskjan er frjáls og skynsöm mannvera. Hann eða hún eru ábyrgar vitsmunaver- ur. Hann eða hún geta og verða, fyrir kraft persónulegrar íhugun- ar, að læra að þekkja sannleikann. Hann eða hún geta og verða að velja og taka sína ákvörðun." Þetta var- boðskapurinn, sem páfinn veitti fólki sínu á síðasta degi heimsóknarinnar. Hann tæpti ekki á neinu, sem mátti túlka sem hvatningu til Hann predikaði ekki flóknar guðfræðilegar kenningar. Hann hallaði sér að einföldum grundvelli trúar, vonar og kærleika. Með þeim boðskap aflaði hann stuðnings milljónanna á þann hátt sem gráu og oft dapurlegu tilveru sem það býr nú við. Vonandi munu þessar byltingakenndu breytingar á viðhorfi, sem fylgja í kjölfarið, verða að veruleika án blóðsúthell- inga eða pólitísks píslarvættis. (Observer, 11. júní Krakow, Sue Masterman og Anton Koene). Boðskapur pafa Krem fólksins um að gera uppreisn gegn stjórnvöldum, sem það hlýtur að starfa undir og búa við. í stað þess vó hann, dag eftir dag, að grund- vellinum sem kerfi þeirra byggist á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.