Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 23

Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JUNI1979 55 félk í fréttum + DÖNSK BLÖÐ skýra írá því að landkynningarkvik- mynd, sem ferðamálaráðið þar hefur látið gera, — með hinum heimskunna danska grínista Victor Borge í aðal- hlutverki, sé nú fullgerð. Fyrst verður myndin sýnd leikaranum, er hann kemur í heimsókn nú í sumar. Síðan mun hún sýnd yfirvöldum ýmsum. — í myndinni er efnisþráðurinn sá að Borge, sem er danskur ameríkani heimsækir „gamla landið" ásamt dóttur sinni og þau ferðast um það. Myndin kost- ar alls milli 60 og 65 milljónir króna. — Um hana hefur staðið nokkur styr, segja dönsku blöðin, en myndin var tekin sumarið 1976. + ÍTALSKA leikkonan Claudia Cardinale heldur á nýfæddri dótt- ur sinni, sem heitir Claudia eins og mamman. Sú litla fæddist í lok aprílmánaðar, sögð ljós yfirlitum og með blá augu. + í tilefni af „Ári barnsins“ verður mikil barnahátíð í Bretlandi innan skamms. — Þegar hefur kjötmiðstöð ein skammt frá London búið til risa-sperðil sem á að bera á borð á þessari barnahátíð. — Litli skátinn er vafinn inn í sperðilinn sem verður steiktur á risastórri pönnu á þessari hátfð, sem mun verða sótt af miklum fjölda barna. + HÚN var í eina tíð kölluð „Kærasta Ameríku". — Nú er hún látin 86 ára að aldri, kvikmyndaleikkonan Mary Pickford. Hún dó í borg kvikmyndanna, Hollywood, fyrir nokkru. Hún var samtímakona hinnar heimsfrægu kvikmyndadísa Grétu Garbo og Gloríu Swanson. — En hún mun af ýmsum ástæðum hafa náð jafnvel enn meiri vinsældum en þessar stöllur hennar tvær. Hún var fyrsta kvikmyiidaleikkonan, sem hafði svo miklar tekjur að þær skiptu þúsundum dollara á viku. — Mary Pickford gekk að eiga kvikmyndaleikarann og hjartaknosarann Douglas Fairbanks (eldri) árið 1920. — Myndin hér að ofan er af þeim er þau léku aðalhlutverkin í kvikmyndinni „Taming of the Shrew“. Þau slitu samvistum eftir 15 ára hjúskap. Þær bárust mikið á og í stórátveizlum á heimili þeirra var maturinn borinn fram á gulldiskum. Veiðileyfi í Korpu veröa afgreidd frá og með mánudeginum 18. þ.m. FJALLABÍLL TIL SÖLU Hafnarstræti 5, Tryggvagötumegin, síma 16760. ^^mmmmmmmmmK^^mmmmmrn DODGE Power Wagon W-200 1967 pickup, 6 manna hús, blæja á palli 6 cylindra bensínvél. Spil með aflúttaki, vökvastýri, Gang-verk allt í góðu lagi. Góð dekk, 900x16, felgur með hringjum. Sæti nýklædd. Útvarp, klukka. Skoðaður 1979. Komið ryð í hús. Framdrifslokur, 2 miöstöðvar, útihitamælir o.fl. Verð kr. 1.950.000 (eða tilboð). Upplýsingar í síma 73562 og 35200. Fyrri tíma fatnaður Kjólar, dragtir, blússur, hattar. Úlpur — frakkar — barnaföt. Gjafavörur — Keramik — Grafik — o.fl. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.