Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 29

Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979 61 2 U VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI í sumarbúðunum í Vatnaskógi eru reykskynjarar í húsum, þar sem sofið er, og einnig eru víðs- vegar slökkvitæki. Það er föst regla að tæki þessu eru reglulega yfirfarin og athugað hvort þau eru í lagi. Þá hefur einnig eftir beiðni Brunamálastofnunar ríkisins ver- ið sett upp sérstök brunaslanga á kefli, á stað, sem þeir ákváðu. A þessu vori er verið að skipta um hitunartæki sumarbúðanna. Hingað til hafa verið notaðar 3 olíukyndingar, sem slökkt hefur verið á yfir nóttina. Nú þegar hefur verið fækkað um 2 og settir upp rafmagnsofnar, og sú sem eftir er verður tekin úr notkun síðar í sumar, þegar rafhitabúnað- ur, sem pantaður hefur verið, berst okkur. Þegar uppsetningu hans verður lokið mun Oryggiseft- irlit ríkisins að sjálfsögðu verða beðið um að taka hann út. Þegar þessu er lokið teljum við mikið áunnið, hvað öryggi dval- argesta viðkemur, og það tryggt á þann hátt, sem í mannlegu valdi er. Eftirlitsmenn frá Brunamála- stofnun ríkisins og Rafmagnseft- irliti ríkisins hafa heimsótt stað- inn og yfirfarið hann hvor á sínu sviði. Þeir hafa gert ýmsar ábend- ingar, sem farið hefur verið eftir. Við viljum nota þetta tækifræi til að færa þeim þakkir fyrir ábend- ingar og góða samvinnu. Þá þökkum við þessa sjálfsögðu fyrirspurn og vonum að svar okkar sé fullnægjandi. Stjórn Skógarmanna K.F.U.M. F.A. Tilbúið undir tréverk Til sölu 3ja til 4ra og 4ra—5 herb. íbúöir viö Kambasel í Breiöholti. 3ja hæða stigahús. íbúöunum veröur skilaö tilbúnum undir tréverk og málningu. Sér þvottaherb. og búr fylgir hverri íbúö. Öll sameign veröur frágengin: Stigahús málaö aö innan, teppi á stigum, dyrasími, huröir inn í íbúöir, geymsluhuröir o.fl. Húsin máluð aö utan. Lóö verður frágengin meö grasi, steyptum stéttum og malbikuðum bíiastæðum. Fast verö. Svavar Örn Höskuldsson, múrarameistari, skrifstofa Gnoöarvogi 44 (Vogaver). Sími 86854. Þessir hringdu . . . • .. .og skálum F.í. Hringt var frá Ferðafélagi Islands vegna greinar um eldvarn- ir í sumarhúsum. Vildu þeir hjá félaginu taka það fram, að eld- varnir í sæluhúsum þeirra eru eins og best verður á kosið. Þar eru slökkvitæki, brunaboðar, brunastigar og asbestteppi í eld- húsum. • Hvað áttu þeir að gera? H.K. hringdi: „Dag nokkurn var ég staddur við hliðargötu á Laugaveginum. Þetta var á miklum umferðar- tíma, í hádeginu, og bílaröðin náði upp og niður allan Laugaveginn. í þeirri hliðargötu sem ég stóð við var einnig röð bíla, sem biðu eftir að komast inn á Laugaveginn, en ekkert gekk eins og gefur að skilja. Allir voru að flýta sér og enginn gaf sér tíma til að gefa bílunum „sjens". Á meðan ég beið þarna, á að giska 5 mínútur, bættist alltaf við bílaröðina í hliðargötunni. Tveir lögregluþjónar gengu þarnar framhjá en gerðu ekkert til að leysa úr þessu umferðarvanda- máli. Að vísu hikaði annar þeirra við hornið eins og hann væri að SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á svæðamótinu í Luzern um daginn kom þetta endatafl upp í B riðli í viðureign þeirra Dilcksteins, Austurríki, og Grunfelds, ísrael, sem hafði svart og átti leik. 36 . . . c3+! og hvítur gafst upp. Hann á aðeins um tvo leiki að velja: a) 37. Kxc3 — Kf3, 38. Rh4+ — Ke2, 39. b4+ og vinnur mann, b) 37. Kcl — b4! og hvítur er í algjörri leikþröng, t.d. 38. a3 — a5, 39. Rh4 - Ke3, 40. Rg2 - Ke2 og hvítur tapar óumflýjanlega manni. hugsa sig um, hvort hann ætti að skerast þarna í leikinn eður ei. Það var ekki fyrr en lögreglubíll kom þarna að að hann gaf bílaröð- inni í hliðargötunni „sjens" og stöðvaði um leið umferðina i Laugaveginum. Síðan fór ég og sá ekki áframhaldið. Nú veit ég ekki með vissu hvort það var í verkahring lögregluþjón- anna tveggja að bregða sér út á götuna og stjórna umferðinni þar til hnúturinn leystist. Alla vega finnst mér það hefði verið eðlilegt eins og á stóð og vildi ég því vekja máls á því. Vildi ég gjarnan fá svar frá yfirvöldum lögreglunnar hvað lögregluþjónarnir tveir hefðu átt að gera í þessu tilfelli og hvort lögreglubíllinn hafi farið rétt að.“ ílfrji Flymo LOFTPUÐA SLÁTTUVÉLIN. nRO>jnL V, ’í % Slf A Eigum nú til þessar g§ysivinsælu sláttuvélar, bensiri og rafmagnsmótor. Fisléttar-auóveidar i meóförum. NÝTTÚTLIT. Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.