Morgunblaðið - 30.06.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979
3
„Ekki fýsilegt fyrir grös
að kíkja upp úr jörðinni”
Iskyggilegar
horf ur með hey-
skap og sprettu
Grímstungu á FJUllum, 29. ]únf
VEÐUR skánaði nokkuð um far-
daga, en enn sem komið er hefur
þó enginn hiti verið og horfur
eru ískyggilegar hvað varðar
sprettu og heyskap. Jörðin hefur
verið blaut og köld, hiti hefur
hæst komizt í 15 stig yfir hádag-
inn í júnímánuði, en gjarnan
verið um frostmark á nóttunni. í
vetur fraus hér í 40—50 ára
gömlum lögnum og hefur það
ekki gerzt áður hér. Klaki var
mikill í jörðu og ég man ekki
eftir að hann hafi áður verið eins
djúpt í jörðu og nú f vor.
Eftir svona harðan vetur og vor
vonaðist maður eftir góðu sumri,
en lítið útlit er fyrir að svo verði.
Holssandur er enn ófær og við
þurftum t.d. að fá áburð frá
Húsavík, en ekki frá Kópaskeri,
sem er okkar helzti verzlunarstað-
ur. Það er allt u.þ.b. mánuði
seinna en í venjulegu ári og okkur
Sárafáir bændur hafa enn byrjað slátt og reikna má með að vfðast þykir það hart ef við komumst
hvar verði heyskapurinn um mánuði seinni en í eðlilegu ári. Eins og ekki í okkar aðalkaupstað nema
viðrað hefur, veitir ekki af að vera vel dúðaður við bústörfin. þrjá mánuði á þessu ári.
Einn byrjaður
slátt undir
Eyjafjöllum
Borgareyri. V-Eyjafjallahreppi. 29. júní.
ÞAÐ ER tæplega hægt að segja
nokkuð gott um tíðarfarið og
ástandið hér um slóðir. Sums
staðar er enn tii í því að kýr séu í
húsum og gripir, sem hafa verið
settir út fyrir tún tolla illa því
úthagi er illa sprottinn. Sláttur
er byrjaður á Þorvaldseyri, en
það er algjör undantekning. Hjá
okkur er mjög kalsamt í þeirri
norðanátt, sem hefur ríkt, en
hins vegar skjólsælla austar og
betur sprottið í sveitinni.
í góðu ári hefur á þessum tíma
oft verið búið að slá talsvert en ég
gæti trúað að sláttur yrði í heild;
ina mánuði seinna en venjulega. í
fyrrinótt fór hitinn niður í 2 stig á
mælum og má því ætla að niður
við jörð hafi hiti verið um frost-
mark. Það er því ekki fýsilegt
fyrir grösin að kíkja upp úr
jörðinni.
— Markús.
Enn snjóar í
íjöll nyrðra
Ba\ nöfúaströnd, 29. júní.
EFTIR síðustu mánaðamót komu
nokkrir dagar, sem lofuðu sumri,
en sú von brást að mestu þvf
sfðan hefur snjóað niður í sjó og
verið kuldatfð. í nótt snjóaði f
fjöll. Spretta er mjög hæg, t.d. í
Austur-Fljótum koma tún undan
snjónum alveg hvft og dauð.
Ástandið er því mjög slæmt á
þessum slóðum, en í innhéraði
Skagafjarðar er það eitthvað
betra. Sprettan er þó 3—4 vikum
síðar á ferðinni en síðastliðið ár.
Ekki er alls staðar búið að láta
niður í kartöflugarða vegna bleytu
og klaka.
Verið er að byggja brú á
Grafará innan við Hofsós og fer
þorpið þá að nokkru leyti úr beinu
vegasambandi vegna þess að
vegurinn liggur þá nokkru fyrir
ofan bæinn. Byrjað er að fullgera
veginn yfir Hegranes á Siglufjarð-
arvegi, sem er nauðsynleg vega-
bót. Lítið er um afla hjá smærri
bátum á Skagafirði, en togarar
afla sæmilega svo atvinna er næg í
frystihúsum.
— Björn
Leó E. Löve, fulltrúi FÍB, afhendir Tómasi Árnasyni fjármálaráðherra mótmælaskjal samstarfsnefnd-
ar bifreiðaeigenda.
„Stærri hluti bensín-
verðsins í vegasjóð”
FULLTRÚAR samstarfsnefnd-
ar bifreiðaeiganda gengu f gær
á fund Tómasar Árnasonar
fjármálaráðherra og afhentu
honum mótmælaskjal. í skjali
þessu segir að hinar miklu
olíuhækkanir hafi leitt nær
óleysanlegan vanda yfir heim-
inn og er þar gagnrýnd sú
stefna sem rfkissjóður virðist
fylgja, að gera sér þetta ástand
að tekjulind með fullri skatt-
lagningu olíuvara. Þó hafi bif
reiðaeigendur fullan skilning á
tekjuöflunarþörf rfkissjóðs, en
telji skattlagningu rfkisins á
bensfn og olfur óeðlilega, svo
sem sjá megi á minnkandi
hlutdeild vegagjalds f bensfn-
verði. Samstarfsnefndin segir
nú svo komið, að vegagjald
nemi aðeins 41,4% allra þeirra
tekna, sem rfkissjóður hefur af
hverjum bensfnlftra, hins vegar
hafi vegagjaldið numið 73,1% af
bensfntekjum rfkissjóðs árið
1972.
Samstarfsnefndin telur að
ráðamönnum sé ekki ljós sá
þjóðhagslegi sparnaður sem sé
af varanlegri vegagerð, bæði
með tilliti til orkusparnaðar og
minna viðhalds vega, að
ógleymdum þeim stuðningi, sem
varanleg vegagerð er við atvinnu
lífið um land allt. Því krefjast
bifreiðaeigendur þess að orku
verð til þeirra hækki ekki að
óþörfu og að vegagjald verði
ákveðið'hlutfall tekna ríkissjóðs
af olíu og bensínverði og nemi
ekki minna en sjötíu hundraðs-
hlutum.
Fyrir hönd samstarfsnefndar-
innar afhenti Leó E. Löve, full-
trúi FÍB., ráðherra mótmæla
skjalið og ræddi þessi mál nokk-
uð. I máli hans kom m.a. fram að
þetta væri í fyrsta skipti sem
hinir ýmsu hagsmunahópar bif
reiðaeigenda sameinuðust og
stæðu einhuga að baki ákveðnu
málefni. Hann sagði ekki óeðli
legt að bensínverð væri hátt, að
því tilskildu að hátt hlutfall
bensínverðs rynni í vegasjóð og
kæmi því bifreiðaeigendum til
góða. Brýna nauðsyn taldi hann
á að leggja varanlegt slitlag á
hina íslensku vegi og sagði að
kostnaður við þá lagningu myndi
borga sig upp fyrir ríkissjóð á
5—6 árum. Hagnaður bifreið-
aeigenda yrði þó mun meiri, eða
4—5 sinnum meiri en ríkissjóðs
og væri þetta því allra hagur.
VEGGJALD SEM HUNDRAOSHLUTI AF
HEILDARTEKJUM RÍKISSJÓOS AF
BENSÍNSÖLU.
1979 er midad vid verd i júni
Tafla þessi . sýnir hlutfall vegagjaids af heildartekjum af
bensínsölu. Eins og sjá má fer hlutur vegagjalds sífellt minnkandi.
að eiga. Ríkissjóður hefði skuld-
að stórfé um síðustu áramót og
væri á heljarþröm. Sagði hann
erfitt að afla meiri tekna, hins
vegar taldi hann fulla þörf á að
endurskoða þá skipan sem væri
á skiptingu tekna ríkissjóðs af
olíuvörum. Sagði hann að þessi
mál yrðu tekin til athugunar, en
lofaði ekki skjótum úrbótum. í
ráði væri að hraða ýmsum þeim
framkvæmdum sem orðið gætu
til þess að spara innflutning á
olíuvörum. Að lokum lofaði
ráðherrann því að reynt yrði að
taka eðlilegt tillit til þessa brýna
hagsmunamáls bifreiðaeigenda.
Einnig gat hann f>ess að vænt-
anlega yrðu seldir 125 milljón
lítrar af bensíni á árinu en sú
sala þýddi 18 milljarða tekjur til
ríkissjóðs. Til vegamála legði
ríkið í heild 13 milljarða, en það
bæri að athuga að ríkið hefði 18
milljarða tekjur einungis af
bensínsölu, þar væru aðrar tekj-
ur af olíusölu ekki meðtaldar.
Því væri óeðlilega litlum hluta
olíuverðs varið til þarfa bifreiða
eigenda og því væri brýnt að
breyting yrði á.
Tómas Árnason fjármálaráð
herra taldi erfitt við þetta mál