Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 5

Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 5 Nefndin mun fara utan til við- ræðna verði það nauðsynlegt sagði Svavar Gestsson á blaðamannafundi í gær ogkvaðsteinnigíhugaað farasjálfur efþaðyrði talið nauðsynlegt —Nýja olíunefndin skipuð í gær að tillögu Geirs Hallgrímssonar Frá blaðamannafundi Svavars Gestssonar við- Ljósm: rax. skiptaráðherra í Arnarhvoli í gær. Með ráðherr- anum á f undinum voru þeir Magnús Torfi ólafsson blaðafulitrúi ríkisstjórnarinnar og Ingi R. Heigason hæstaréttarlögmaður, formað- ur olíunefndarinnar sem skipuð var hinn 19. maí sl. Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra boðaði í gær til bðaða- mannafundar, þar sem hann skýrði frá skipun sérstakrar könnunarnefndar til þess að athuga þegar í stað þá við- skiptakosti sem kunna að standa til boða í olíukaupum erlendis frá. Nefnd þessi er skipuð samkvæmt tillögu sem Geir Hallgrímsson formaður sjálfstæðisflokksins, setti fram í bréfi til Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra, sl. föstudag. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær verður Jóhannes Nordal Seðiabankastjóri formaður nefndarinnar, og er hann skipaður án tilnefningar. Aðrir í nefndinni eru Björgvin Vilmundarson bankastjóri, tilnefndur af Alþýðuflokknum, Ingi R. Helgason hæsta- réttarlögmaður, tilnefndur af Alþýðubandalaginu, Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú., tilnefndur af Sjálfstæðisflokkn- um og Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, tilnefndur af Framsóknarflokknum. í tilkynningu frá ríkisstjórn- inni um nefndarskipunina, sem Svavar Gestsson birti á blaða- mannafundinum, segir að ríkis- stjórnin muni veita nefndinni alla þá aðstoð sem nauðsynleg kann að reynast til þess að verkefninu verði lokið á sem skemmstum tíma, og að þess sé vænst að nefndin skili ríkis- stjórninni fyrsta áliti fyrir 31. ágúst næstkomandi. í fréttatil- kynningunni segir ennfremur, að „í áliti sínu skal nefndin gera sem gleggsta grein fyrir við- skiptakostum þeim sem aðgengi- legastir kunna að vera í þessum efnum með tilliti til a) að þjóðin geti treyst á viðun- andi öryggi við innflutning erlendra orkugjafa á næstu árum og b) að verðlag og öll kjör olíuinn- flutningsins séu sem hag- kvæmust." A blaðamannafundinum kvaðst viðskiptaráðherra vilja leggja á það sérstaka áherslu, að nefndin kannaði alla þá mögu- leika sem fyrir hendi kunna að vera. Ríkisstjórnin myndi veita nefndinni allan nauðsynlegan stuðning, og sagði hann að ef það reyndist að mati nefndarinnar nauðsynlegt að ferðast til olíu- söluríkja til viðræðna, þá myndi nefndin takast slík ferðalög á hendur. Það yrði á valdi nefnd- arinnar og ríkisstjórnarinnar að meta það í sameiningu hvort slík ferðalög yrðu nauðsynleg. Á blaðamannafundinum var ráð- herrann einnig að því spurður, hvort hann myndi taka sér ferð á hendur til Sovétríkjanna eða annarra oliúsöluríkja til við- ræðna um olíukaup Islendinga, ef nefndin teldi það nauðsynlegt. Kvaðst ráðherrann einnig myndu vega það og meta sjálfur, hvort hann færi í slík ferðalög. Ráðherrann sagði, að þær við- ræður sem að undanförnu hafa farið fram á milli viðskiptaráðu- neytisins og sovéska sendiráðs- ins í Reykjavík, hefðu eingöngu verið um að flýta viðræðum, og einnig hefði það verið tekið fram af hálfu ráðuneytisins, að óskir um að viðræðurnar yrðu fyrr, stöfuðu af því að við sem þjóð með langtímaviðskiptasamning, höfum á vissan hátt rétt á því við þessr aðstæður, að óska eftir því að verðviðmiðunin á olíu- kaupum okkar verði endurmetin. Sagði Svavar því að fyrrnefndar viðræður hefðu ekki snúist efnis- lega um breytt kjör íslendingum til handa, heldur númer eitt um breytta dagsetningu nýrra við- ræðna um viðskipti landanna. Sagði hann Sovétmenn hafa tekið mjög dræmt í þær hug- myndir. Um viðræður sínar og norska viðskiptaráðherrans, Hallvard Bakke, sagði Svavar Gestsson: „Hann tók almennt jákvætt í okkar hugmyndir og óskir, en hann lagði hins vegar á það mikla áhersu að Norðmenn væru ekki aflögufærir eins og er, og hefðu heldur ekki verið." Sagði Svavar að sér skildist að mögu- leikar Norðmanna á þessu sviði væru bundnir við þann árangur sem kynni að nást við boranir á Statfjordsvæðinu, og færi hugs- anlega að skila einhverju á síðari hluta næsta árs hið fyrsta. Sagði hann að Norðmenn sjálfir tækju aðeins um 5% af heildar- olíuframleiðslu sinni, en annað færi um hendur alþjóðlegra olíu- félaga. Ef norska ríkisstjórnin vildi bæta við þetta magn, þá yrði hún að fara í gegnum þessi olíufélög, sem aðstoðað hafa við boranirnar á Egofisksvæðinu. Kvaðst hann vilja leggja á það áherslu, að undirtektir norska ráðherrans hefðu verið ákaflega jákvæðar, en vert væri að hafa það í huga, við hvaða aðstæður Norðmenn hefðu ráðist í þessar risavöxnu framkvæmdir, og þá um leið að þeir hafa takmarkaða möguleika til að segja fyrir um oliúusöluna frá Egofisksvæðinu. Sagði Svavar að bæði Svíar og Danir hafi leitað eftir sérstökum kjörum á olíukaupum frá Noregi, en án árangurs. Þar væri ekki um að kenna stirfni norskra yfirvalda, heldur væri um að ræða þá samninga sem þau hefðu gert við þá aðila sem leituðu að olíunni. Að öðru leyti sagðist ráðherrann ekki vilja fjölyrða um viðræður sínar við Bakke, enda hefði verið gefin út sérstök fréttatilkynning um þær viðræður. Svavar sagði einnig, að um leið og hann væri því hlynntur að allir olíukaupamöguleikar yrðu kannaðir, þá væri hann því algjörlega andvígur að rifta þeim samningum sem við núna höfum við Sovétmenn. Það mætti ekki gera án þess að annað væri áður tryggt að minnsta kosti. Það væri stór- háskalegt og vítavert, gripu stjórnvöld til slíkra ráðstafana. Á fundinum sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, að alls ekki hefði verið minnst á Jan Mayen-málið í viðræðum hans við Hallvard Bakke, og slíkt ætti alls ekki að ræða þegar umræður ættu sér stað um olíu- kaup. Ráðherrann var einnig að þvi spurður, hvort hann teldi útflutning okkar til Sovétríkj- anna hættu búna ef við hættum að kaupa olíu af Sovétmönnum. Svavar Gestsson svaraði: „Ég vil ekkert um það mál segja, málið hefur ekki verið rætt, og ég hef ekki eins og þið vitið tekið þátt í viðskiptaviðræðum við Sovét- menn.“ Fram kom á fundinum, að ekki er ætlunin að olíunefndin sem ríkisstjórnin skipaði hinn 19. maí láti af störfum. Henni er ætlað að starfa áfram að rann- sókn á öllum helstu þáttum olíuverslunar og olíunotkunar í landinu, eins og ráð var fyrir gert í skipunarbréfi hennar. Formaður þeirrar nefndar verður eftir sem áður Ingi R. Helgason. Upplýsti hann á fund- inum, að nefndin hefði haldið allmarga fundi, og myndi á næstunni skila ríkisstjórninni skýrslu um störf sín til þessa. Á blaðamannafundinum ræddi viðskiptaráðherra einnig almennt um olíumál í heiminum, og sagði að hin alvarlega olíu- kreppa væri alþjóðleg, og væri horfur þar allt annað en bjartar. Sagði hann að alþjóðlega olíu- ráðið gerði ráð fyrir því, að árið 2000 myndi skorta um 28 milljónir tunna af olíu á dag. Yrði það þrátt fyrir tólfföldun á kjarnorkunýtingu, tvöföldun á kolanotkun og þó að Saudi-Arabar myndu stórauka framleiðslu sína. Sagði hann því hrikalega framtíð blasa við í þessum efnum, og hefðu öll iðnríkin þegar skipulagt orku- sparnað. Minnti ráðherrann í því sambandi á orkusparnaðartil- lögur þær sem ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt. Þá sagði Svavar, að orkukreppa sú sem við íslendingar stæðum nú frammi fyrir, rynni raunveru- lega saman við síðustu kreppu sem snerti okkur. Árið 1974 hefði verið tekið svokallað olíu- lán, að upphæð 10 milljarðar króna, og einmitt nú í ár ætti að greiða fyrstu afborgunina af því. Næmi sú upphæð 3 milljörðum króna, og gerði vandann ekki minni. Sagði ráðherrann að skapa yrði þjóðarsamstöðu til að leysa þessi vandamál, og til þess hefði þessi nefnd með aðild allra stjórnmálaflokkanna verið skip- uð. Kvaðst hann fagna öllum góðum hugmyndum og öllu frumkvæði er kæmi fram til að leysa þann mikla vanda sem nú blasir við í olíumálum. 30 ÁRA ÞJÓNUSTA SENDIBÍLASTÖDIN H.F. B0RGARTÚNI21 1949 1979

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.