Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979
Háskóli f slands:
256kandídatar
brautskráðir
ÞRÍTUGASTA og fjórða starfs-
ári Tónlistarskólans á Akureyri
lauk með skólaslitum f Akureyr-
arkirkju 19. mai síðastliðinn. Við
það tækifæri léku blásarasveit og
strengjasveit skólans.
Alls stunduðu 430 nemendur
nám í skólanum nú í vetur og voru
kennarar 21. Reglulegir tónleikar
voru haldnir á hverjum laugardegi
auk jóla- og vortónleika.
Hljómsveit skólans tók þátt í
flutningi á Gloria eftir Vivaldi
ásamt Passíukórnum fyrir jól,
einnig í flutningi Te Deum eftir
Charpentier með Samkór Dalvík-
ur, og síðast stóð hljómsveitin
ásamt Sinfóníuhljómsveit Reykja-
víkur að tónleikum áhugamanna-
sveitarinnar í Reykjavík og á
Akureyri í byrjun júní. Efnt var
til píanónámskeiðs fyrir kennara
og nemendur í febrúar, en
leiðbeinandi var Martin
Berkofsky.
Á árinu voru þreytt 551 próf,
þar af 262 tón- og hljómfræðipróf
og 289 hljóðfæra- og söngpróf.
Fyrstu stúdentarnir á tónlistar-
kjörsviði útskrifuðust að þessu
sinni, en þeir hafa numið tónlist-
argreinarnar við Tónlistarskól-
ann, og heita: Gyða Þ. Halldórs-
dóttir með aðalhljóðfæri orgel,
Hulda Fjóla Hilmarsdóttir með
aðalhljóðfæri fiðlu og Magna
Guðmundsdóttir með aðalhljóð-
færi fiðlu. Áttunda stigi í píanó-
leik luku, Örn Magnússon og
Sólveig Jónsdóttir, en sem liður í
því prófi þurftu þau að leika á
sjálfstæðum tónleikum. Gyða Þ.
Halldórsdóttir og Örn Magnússon
hlutu fjárstyrk úr Minningarsjóði
Þorgerðar S. Eiríksdóttur, sam-
tals að upphæð kr. 400.000. Þess-
um sjóði er ætlað það hlutverk að
styrkja álitlega nemendur frá
skólanum til framhaldsnáms, og
byggist tekjuöflun sjóðsins á sölu
minningarkorta og á framlögum á
minningartónleikum.
Mikil þrengsli há nú starfi
skólans, þ.s. nemendum hefur
fjölgað um helming á 8 árum, án
þess að skólinn eignaðist viðbótar-
húsnæði.
Engin bráða-
birgðalög á
næsta leiti
ÓLAFUR Jóhannesson forsætis-
ráðherra kvaðst ekki vita til þess
að neinar efnahagsráðstafanir
yrðu gefnar út fyrir mánaðamót-
in, en ráðherrar hafa áður skýrt
frá því að brýnt væri að gefa út
bráðabirgðalög, er miðuðu að því
að afla fjár fyrir ríkissjóð vegna
olíuvandans.
Þá hafði Morgunblaðið af því
spurnir að ríkisstjórnin myndi að
öllum líkindum ekki samþykkja
neinar nýjar álögur, fyrr en í
fyrsta lagi í ágúst.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAOERÐ
AÐALSTRÆTI S SlMAR: 17IS2-17355
AFHENDING prófskírteina til
kandídata frá Háskóla íslands
fer fram í dag, laugardag klukk-
an 14.00. Athöfnin þefst með því
að Sigurður Snorrason, Manuela
Wiesler og Hafsteinn Guðmunds-
son flytja tónlist eftir Mozart.
Rektor háskólans, Guðlaugur
borvaldsson, flytur ávarp og
deildarforsetar afhenda prófskír-
teini. Háskólakórinn syngur
nokkur lög, stjórnandi frú Rut
Magnússon.
Að þessu sinni verða braut-
skráðir 256 kandídatar og skiptast
þeir þannig: Embættispróf í guð-
fræði 6, B.A.-próf í kristnum
fræðum 1, embættispróf í læknis-
fræði 45, aðstoðarlyfjafræðings-
próf 5 , B.S.-próf í hjúkrunarfræði
13, embættispróf í lögfræði 26,
kandídatspróf í viðskiptafræði 27,
kandídatspróf í íslenskum bók-
menntum 1, B.A.-próf í heimspeki-
deild 37, próf í íslensku fyrir
erlenda stúdenta 4, lokapróf í
byggingarverkfræði 22, lokapróf í
vélaverkfræði 7, lokapróf í raf-
magnsverkfræði 7, fyrrihlutapróf
í efnaverkfræði 1, B.S.-próf í
raungreinum 37, kandídatspróf í
tannlækningum 4, B.óf í félagsvís-
indadeild 9.
Ljónm. Eðv. SÍKurudrsson.
Stúdentar á tónlistarkjörsviði frá M.A. sem numu tónlistargreinarnar
við Tóniistarskóla Akureyrar. Talið írá vinstri: Sólveig Jónsdóttir,
Magna Guðmundsdóttir. Örn Magnússon, Gyða Þ. Halldórsdóttir og
Hulda Fjóla Ililmarsdóttir.
GtlÐSPJALL DAGSINS:
Lúk. 15.: Hinn týndi sauð-
ur.
LITUR DAGSINS:
Grænn. Litur vaxtar og
þroska.
DOMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr.
Þórir Stephensen.
ÁRBAE JARPREST AK ALL:
Guðsþjónusta í satnaðarheimili Ár-
bæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Breiöholtsskóla kl.
11. Sr. Jón Bjarman.
BUSTADAKIRKJA: Messa kl. 11.
Organleikari Guðni Þ. Guðmunds-
son. Sr. Ólafur Skúlason.
HALLGRÍMSKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson. Þriöjudagur: Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta
kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Norski unglingakórinn Young
Spiration syngur við messuna.
Organisti dr. Orthulf Prunner. Sr.
Arngrímur Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11 árd., (altaris-
ganga). Fermdur veröur Björn Fjal-
ar Sigurðsson. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSPREST AKALL:
Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Jón
Stefánsson. Sr. Árelíus Níelsson.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Ingólfur Guðmundsson
messar. Þriðjudagur 3. júlí: Bæna-
guðsþjónusta kl. 18.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.
Orgel og kórstjórn Reynir Jónas-
son. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs-
son.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa
kl. 2. Organisti Sigurður ísólfsson.
Prestur sr. Kristján Róbertsson.
GRUND, elli- og hjúkrunarheimili:
Messa kl. 10 árd. Séra Jón Kr.
ísfeld messar.
ÚTVARPSMESSAN á sunnudagsmorguninn er frá ísafjarðar-
kirkju, tekin upp s.l. þriðjudag við upphaf prestastefnunnar.
Sér Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup prédikar. en Vestfjarða-
klerkar: Séra Jakob Hjálmarsson fsafirði, séra Valdimar
Hreiðarsson á Reykhólum, séra Lárus Þ. Guðmundsson
prófastur í Holti Önundarfirði og Séra Gunnar Björnsson
Bolungarvík, þjóna fyrir altari. Kirkjukór ísafjarðarkirkju
leiðir söng, organleikari Kjartan Sigurjónsson. Sungin verður
Hátíðarsöngur séra Bjarna Þorsteinssonar, felldur að röðun
sfgildrar messu. — Þessir sálmar verða sungnir:
í nýju sálma- ( gj. Sálmabókinni:
bókinni: 243
335 21
225
288
240
26
ekki til
602
26
DOMKIRKJA KRISTS KONUNGS
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síðd. Alla virka daga er
lágmessa kl. 6 síðd., nema á
laugardögum, þá kl. 2 síöd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl.
11 árd.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæn kl. 20
og almenn samkoma kl. 20.30. —
Ræöumaöur Ingfrid de Jager.
KAPELLA ST. Jósefssystra í
Garðabaa: Hámessa kl. 2 síöd.
KAPELLAN í St. Jósefsspítala í
Hafnarfiröi: Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR Hafnarfirði:
Hámessa kl. 8.30 árd. Virka daga
er messa kl. 8 árd.
KEFLAVÍKURPREST AK ALL:
Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra
Þorvaldur Karl Helgason messar.
— Organisti Helgi Bragason. Kór
Innri Njarövíkurkirkju syngur. Ein-
söngvari Guömundur Sigurösson.
Sóknarprestur.
NJ ARÐVÍ KURPREST AK ALL:
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. í
Innri-Njarövíkurkirkju. Eínsöngur
Guðm. Sigurösson. — Organisti
Helgi Bragason. Sóknarprestur.
GRINDARVÍKURKIRKJA: Messa
kl. 11 árd. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJÁ: Messa kl.
10.30 árd. Messa dvalarheimilinu
að Höfða kl. 2 síðd. Séra Björn
Jónsson.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Kirkju-
dagur safnaöarins. Guösþjónusta
kl. 2 e.h. Biskup íslands, herra
Sigurbjörn Einarsson, prédikar.
Kór Kálfatjarnarkirkju syngur. Ein-
söngur Ragnheiður Guðmunds-
dóttir. Organisti Jón Guönason.
Sóknarnefnd.
Skólaslit Tónlist-
arskóla Akureyrar
,, V atnsliturinn
er eftirlæti mitt”
Jakob Hafstein sýnir í Casa N ova
„VATNSLITURINN er eftirlæti mitt. Á þessari sýningu eru 60
myndir og þær eru allar unnar með vatnslitum," sagði Jakob
Hafstein sem opnar málverkasýningu í Casa Nova laugardaginn
30. júní.
„Vatnsliturinn er ákaflega lyriskur — hann er svo tær og
léttur, jafnvel þó ,að maður reyni að mála sem sterkast.
Fallegustu myndir Ásgríms heitins Jónssonar eru málaðar með
vatnslitum, enda var hann meistari með þá. SenniLega var hann
einn mesti og besti vatnslitamálari í heimi. Eg var svo
gæfusamur að komast í kennslu hjá Ásgrími með vatnsliti og það
voru miklar gleðistundir. Færni á myndlistarsviðinu þroskast og
fram í andlátið og þá ekki hvað síst meðferð vatnslita.
Eg hef áður haldið sýningar kostur. Ég er Guðna Guð
með eintómum vatnslitamynd-
um og fengið hrós — jafnvel frá
hinum vandlátu gagnrýnendum
fjölmiðlanna, sem yfirleitt hafa
látið umsagnir um sýningar
mínar liggja í láginni. En sú
þögn hefur ekki dregið úr mér
kjarkinn, — heldur þvert á móti.
Ætli sýningar mínar fari ekki
er
mundssyni rektor ákaflega
þakklátur fyrir að lána mér
þessa sýningaraðstöðu.
Kjarvalsstaði hef ég ekki beðið
um sem sýningarstað síðan has
arinn varð í febrúar 1975. Þá
komu 7800 manns á sýningu
mína og 68 myndir seldust.
Andstæðingar mínir á myndlist-
Jakob Hafstein með eina af myndum sínum, sem hann sýnir í
Casa Nova.
(Ljósm. Mbl. ól.K.M.)
að nálgast 20, bæði hér í Reykja
vík og víða úti um land. Það felst
mikil uppörvun í því þegar ég
finn að fólk vill skoða og eiga
myndir eftir mig. Nú er ég að
vinna að olíumálverkum, pastel-
og tússmyndum. Hvernig það
gengur er ráðgáta í dag. Ef
sumarið verður gott þá gengur
þetta — annars verður erfitt að
ná árangri.
Ég er fyrst og fremst lands
lagsmálari. Ég elska náttúruna
og þrái að ganga á vit hennar.
Þess vegna eru veiðiferðirnar oft
á tíðum einnig málaraferðir.
Þetta tvennt fer ákaflega vel
saman.
Casa Nova er skemmtilegur
sýningarstaður þar sem fólk
getur skoðað myndirnar eins og
heima í stofu, — það er mikill
arsviðinu reklameruðu mig svo
hressilega upp þá og síðan hefi
ég verið þeim ákaflega þakklát-
ur.
Ég vildi óska að menn tileink-
uðu sér að reyna að kunna að
meta myndlist — á hvaða sviði
sem er. Umfram allt eiga mynd
listarmenn ekki að reyna að hafa
vit fyrir fólki eða reyna að kenna
því að meta list og segja við það:
Þetta er gott og þetta er lélegt.
Hver og einn verður að ráða sér
sjálfur í þeim efnum. Þessi eru
mín viðhorf og þau breytast
ekki.“
Sýning Jakobs er í Casa Nova í
húsakynnum Menntaskólans í
Reykjavík og verður opin dag
lega frá kl. 14 til 22 til 8. júlí.
Myndirnar eru málaðar á síð-
ustu 2 árum og eru allar til sölu.