Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 10

Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JtJNÍ 1979 Hin nýja Piper Tomahawk flugvél og flugskýli Flugfélags Sauðárkróks. Ljósm.Tómas Helgason Mikil] flugáhugi á Sauðárkróki Skagfirðingar hafa á undan- förnum árum sýnt flugfþrótt- inni geysimikinn áhuga og hafa félagssamtök þar að lútandi starfað um árabil. Má þar nefna Svifflugfélag Sauðár- króks, sem stofnað var árið 1952 og á reyndar ennþá tvær svifflugur, er geymdar eru á Akureyri. Árið 1978 var stofn- aður Flugklúbbur Sauðárkróks en hann gekkst fyrir myndar- legum flugdegi á Sauðárkróki ásamt Flugmálafélagi íslands s.l. sumar og er áformað að halda annan slíkan í júlí f sumar. Á Sauðárkróki er 2014 m löng malarflugbraut og aöll aðstaða til flugiðkana hin ákjósanleg- asta. Nú síðast var stofnað hlutafélagið Flugfélag Sauðar- króks og hittum við að máli Hauk Stefánsson sem er formað- ur félagsins og inntum hann frétta: Hvenær var Flugfélag Sauð- árkróks stofnað og af hverjum? Það var hinn 22. apríl 1978 og að því stóðu 37 einstaklingar flestir frá Sauðárkróki en auk þessa á Flugklúbbur Sauðar- króks þátt í því. Hver er tilgangur félagsins og hvað hafið þið gert til þess að stuðla að framgangi þess? Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins er að kaupa og reka flugvélar til kennslu og síðar e.t.v. leiguflugs. Fljótlega eftir TF-SKA á flugi yfir Sauðár- króki. Ljósm.Tómas Hclgason stofnun þess voru fest kaup á nýrri kennsluflugvél frá Banda- ríkjunum og kom hún í septem- berbyrjun 1978. Var þá þegar hafist handa um flugkennslu, en kennari var ráðinn Haraldur Baldursson frá Reykjavík. Síðla í september hófst síðan bókleg kennsla í samvinnu við Náms- flokka Sauðárkróks til undir- búnings fyrir einkaflugmanns- próf, en námskeið þetta sátu 18 nemendur. Því lauk um miðjan desember með tveggja daga prófum sem tekin voru samtímis flugskólanum í Reykjavík. í vet- ur hefur síðan verið kennt á flugvélina, eftir því sem hægt hefur verið, en slæmt veðurfar hefur hamlað kennslunni nokk- uð. S.l. sumar var hafist handa um að reisa 200 m2 flugskýli og tókst það fyrir veturinn og gjör- breytti aðstöðu okkar hér og innan skamms verður settur niður 12.000 lítra geymir við flugvélastæðið fyrir flugvélaben- sín, og leysir það stórt vandamál hjá okkur. Umsjón: JÓN GRÍMSSON Er grundvöllur fyrir flug- rekstri í atvinnuskyni á Sauðár- króki, t.d. leiguflugi? Þetta er erfið spurning að svara, en þó tel ég að grundvöll- ur fyrir slíkum rekstri sé fyrir hendi þó í smáum stíl sé. Við höfum fengið þó nokkuð af fyrir- spurnum um leiguflug héðan og alltaf er nokkuð um sjúkraflug svo líklegt er að hægt væri að byrja í smáum stíl og auka þá reksturinn ef með þarf. Hver eru framtíðaráform fé- lagsins? Eins og sakir standa er helsta verkefnið áframhaldandi kennsla og geri ég ráð fyrir að félagið þurfi að eignast aðra flugvél mjög fljótlega, sem yrði þá frekar notuð til sólóflugs, og þá ef til vill fjögurra sæta. Árangurinn af flugkennslunni er þegar farinn að koma í ljós, og þessa dagana er að koma til Sauðárkróks fjögurra sæta vél sem þrír nemendur hafa fest kaup á í Svíþjóð og má þ.a.l. búast við að fjórar flugvélar verði á Króknum í sumar. Allt þetta hefði ekki verið mögulegt ef félagið hefði ekki notið sér- staks velvilja og skilnings, jafnt á Sauðárkróki sem annars stað- ar. Kennslu- flugvélar Ný Cessna 152 á Broma flugvelli í Stokkhólmi. Ljósm. J. Gr. Snemma á dögum fluglistar- innar tóku menn að smíða flug- vélar er svo til eingöngu voru ætlaðar til kennslu- og æfinga- flugs. Þessar vélar höfðu það flestallar sameiginlegt, að þær voru auðveldar í meðförum fyrir byrjendur svo og ódýrar í rekstri. Það þýddi að þær yrðu að vera búnar litlum og spar- neytnum hreyfli jafnfram því að hafa tiltölulega stóran væng og stjórnfleti, til þess að þær létu betur að stjórn í höndum óreyndra manna. Eftir því sem árin liðu og flugið varð almenn- ingseign jókst þörfin fyrir kennsluflugvélar mjög og eru þær í dag algengustu gerðir flugvéla nær hvert sem augum er litið. Margir hafa haldið á lofti þeirri skoðun að flugnám sé hættuspil vegna þess að slys á kennsluflugvélum séu tiltölulega algeng, en staðreyndin er sú að kennsluflugvélar eru það margar að slysatíðnin í flugkennslu er hverfandi lág. Algengasta kennsluflugvél í heiminum í dag er Cessna 150/152 sem jafnframt er al- gengasta kennsluflugvél á ís- landi. Byrjað var að framleiða þessar vélar í lok sjötta áratugs- ins og hafa. þær haldist nær óbreyttar til dagsins í dag. Ár- gerð 1977 kom með fyrstu um- talsverðu breytingunum, þar eð skipt var um hreyfil í vélinni og settur Avco Lycoming 0—235 112 hö. í stað hins gamla Tele- dyne Continental 0—200 100 hö. Breyting þessi var fyrst og fremst gerð vegna þess að nýtt flugvélabensín hafði rutt sér til rúms, en gamli hreyfillinn þoldi einfaldlega ekki nýja drykkinn. Piper verksmiðjurnar í Bandaríkjunum gerðu garðinn frægan með framleiðslu sinni á Piper Cub kennsluvélum á árun- um frá 1940—50. Cubinn var og er ein vinsælasta smáflugvél í heimi ásamt Piper Super Cub sem enn er framleidd við góðan orðstír. Eftir að hætt var fram- leiðslu á Piper Cub fóru Piper út í gerð Piper Colt en sú vél naut ekki nærri eins mikilla vinsælda og hin fyrri. Framleiðsla á kennsluflugvélum hjá Piper hef- ur æ síðan legið að mestu í láginni þar til framleiðsla á Piper Tomahawk hófst í fyrra- vetur. Við smíði þessarar vélar er tekið tillit til þeirra höfuð- kosta kennsluflugvéla er getið er um í upphafi þessa spjalls, en auk þess er tekið mið af sjónar- miðum flugkennaranna sjálfra, að sögn talsmanna Piper fyrir- tækisins. Má þar aðallega marka aukið rými í stjórnklefa og betra útsýni. Þessi tvö atriði í saman- burði við Cessna 150/152 slá hinni síðarnefndu algerlega við. Annar samanburður orkar tví- mælis og verður ekki lagður dómur á það á þessum vettvangi en ýmsir aðilar hafa bent á yfirburði Cessna 150/152 í ýms- um flugraunum. Þegar hafa verið framleiddar yfir 1000 Piper Tomahawk vélar. Tvær hafa verið keyptar til íslands, til Sauðarkróks og Ak- ureyrar. Nokkrar Cessna 150/152 eru í pöntun til íslands og má segja að samkeppni þess- ara tveggja flugvélategunda aukist hröðum skrefum jafnt hér á landi sem annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.