Morgunblaðið - 30.06.1979, Síða 11

Morgunblaðið - 30.06.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979 11 „Sjálfsagt að setja síðasta söludag á kayíardósirnar,, — segir Þorsteinn Jónsson hjá Arctic hf. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Nemendur verða 300 fleiri næsta vetur en var í vor „ÉG VEIT því miður ekki ná- kvæmlega í hver ju þessar athuga- semdir Neytendasamtakanna og Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins felast, því fulltrúar þessara aðila hafa ekki séð ástæðu til að hafa samband við fyrirtæki okk- ar og kannski ekki ástæða til. Þær fréttir, sem ég hef haft af þessu eru því af afspurn,“ sagði Þorsteinn Jónsson, verksmiðju- stjóri hjá Fiskiðjunni Arctic h.f. á Akranesi. „Hitt er annað mál að mér skilst að þetta sé út af merkingum á kavíarglösunum og þar á ég við dagsetningu á framleiðsludegi og síðasta sölu- degi. Framleiðsludagurinn er á öllum glösunum hjá okkur en síðasti söludagur ekki og það er réttmæt athugasemd að sjálfsagt FÍ á Baulu ogumKrísu- víkurbjarg Á sunnudag verða tvær göngu- ferðir á vegum Ferðafélags íslands. í þá fyrri verður lagt af stað kl. 09.00 og gengið á Baulu í Borgarfirði. Baula er 934 m á hæð og blasir við sjónum þeirra, sem aka veginn um Norðurárdal eða yfir Bröttubrekku. Af Baulu er mikið og gott útsýni yfir meg- inhluta Borgarfjarðarhéraðs, til jökla og allt norður yfir byggðir Dalasýslu, svo eitthvað sé nefnt. Bergið í fjallinu er líparít og er Baula gott dæmi um lögun fjalla úr þeirri bergtegund. Sú þjóðsag'a er um fjallið að uppi á tindinum sé tjörn og í henni óskasteinn. Steinninn flýtur upp einu sinni á ári, og heppnist manni að ná haldi á steininum, fær hann ósk sína uppfyllta. Ekki er kunnugt um neinn, sem hefur séð tjörnina, eða hreppt óskasteininn. Gangan á fjallið tekur um 5 klst. fram og aftur. Síðari ferðin hefst kl. 13.00 og verður gengið um Krísuvík- urbjarg, en það er þekkt fyrir fjölbreytt fuglalíf. Þar m.a. margt annað að skoða, s.s. Ögmundarhraun, en það mun hafa runnið um 1340 í miklu gosi, sem þá varð og getið er um í samtímaheimildum. Þetta er róleg gönguferð og við hæfi allrar fjölskyldunnar. (Fréttatilk. frá FÍ) ætti sú dagsetning einnig að vera á dósunum.“ „Varðandi þetta glas frá 1977 þá veit ég ekki af hverju það er á markaðnum í dag, því við fram- leiðum aldrei kavíar nema eftir pöntunum, geymsluþolið er það lítið. Og er þá yfirleitt miðað við 6 til 8 mánaða geymsluþol varðandi ógerilsneyddan kavíar. Þegar við höfum framleitt kavíarinn þá er hann sendur til Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins og þar tekur það 21 dag að fá niðurstöðu úr sýnum og fyrr getum við ekki sett kavíarinn á markað. Þessi 21 dagur og framleiðslutíminn er því eini tíminn sem kavíarinn stoppar í verksmiðjunni. Eg geri fastlega ráð fyrir að ástæðu þess að fyrrnefnd dós frá 1977 er á markaði nú megi rekja til þess að hún og kannski fleiri dósir frá sama tíma hafi verið lengur í sölumeðferð eftir að hún fór frá okkur heldur en geymslu- þol hennar leyfði. Þessi kavíardós hefði átt að vera seld fyrir löngu eins og framleiðsludagsetningin gefur til kynna," sagði Þorsteinn að lokum. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara MorKunblaÖHÍna í Ósló. FYRIRTÆKJASAMSTEYPAN Nork Hydro var snemma árs 1975 í sambandi við íslendinga til könnunar á möguleikum á olíusölu. Áhugi Norðmanna á því að seija olfu til íslands dofnaði þó og kom aldrei til samningavið- ræðna vegna olíuviðskipta, að því er Morgunblaðinu er tjáð. Á árinu 1975 átti Norsk Hydro 60% eignaraðild að olíuhreinsun- arstöðinni miklu við Mongstad í námunda við Bergen, en stöðin tók til starfa sumarið 1975. Þá átti Norsk Hydro 2,5 milljónir tonna þeirra 4 milljóna tonna, sem hreinsaðar voru í Mongstad. Um þetta leyti hafði Norsk Hydro umráð yfir umframmagni á olíu- vörum og leitaði markaðs fyrir þær. — Ég get staðfest, að árið 1975 áttum við viðræður við mörg önnur ríki til að kanna hvar til greina kæmi að selja olíu okkar. Eg legg áherzlu á að aldrei kom til AFHENDING prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í Háskólabíói á laugardaginn. Athöfnin hefst með því, að Sigurð- ur Snorrason, Manuela Wiesler og Hafsteinn Guðmundsson flytja tónlist eftir Mozart. Rektor há- skólans, prófessor Guðlaugur Þorvaldsson flytur ávarp, og Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti verða væntanlega 300 fleiri næsta vetur en þeir voru á síðastliðnu námsári, að því er Guðmundur Sveinsson skóla- meistari tjáði Morgunblaðinu í gær. í fyrra voru nemendur skólans um 1050, en verða senni- lega milli 13 og 14 hundruð næsta vetur. Að sögn Guðmundar er nægi- legt húsrými fyrir hendi fyrir beinna samningaviðræðna við ís- lendinga, segir blaðafulltrúi Norsk Hydro, Jon Storækre, í samtali við Morgunblaðið. Blaðið hefur það eftir heimild- armönnum sínum, að ástæðan fyrir því að Norsk Hydro hafi ekki tekið þann kost að selja olíuna til íslands sé sú, að olíuþörf íslend- inga hafi verið of lítil til þess að fyrirtækinu, sem á þessum tíma var að hasla sér völl sem nokkurs konar olíuveldi, þætti taka því að veðja á ísland í því sambandi. Lítil ástæða var til að ætla að sala þangað mundi aukast á næstu árum, og þannig hafi íslenzki markaðurinn ekki verið nógu álit- legur. Síðar sneri Norsk Hydro sér að danska og sænska markaðnum. Hydro hefur nú komið sér upp eigin sölukerfi í Danmörku og rekur þar meðal annars bensín- stöðvar, sem bera nafnið Vik- ing-olje. Þá selur Hydro verulegt magn olíu til húsahitunar í Dan- mörku. í Svíþjóð selur fyrirtækið hinsvegar tiltölulega lítið af ben- deildarforsetar afhenda prófskír- teini. Háskólakórinn syngur nokk- ur lög, stjórnandi frú Rut Magn- ússon. Að þessu sinni verða braut- skráðir 256 kandídatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf í guð- fræði 6, B.A.-próf í kristnum fræðum 1, embættispróf í læknis- fræði 45, aðstoðarlyfjafræðings- próf 5, B.S.-próf í hjúkrunarfræði 13, embættispróf í lögfræði 26, kandídatspróf í viðskiptafræði 27, kandídatspróf í íslenskum bók- menntum 1, kandídatspróf í sagn- fræði 3, kandídatspróf í ensku 1, B.A.-próf í heimspekideild 37, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 4, lokapróf í byggingarverkfræði 22, lokapróf í vélaverkfræði 7, loka- próf í rafmagnsverkfræði 7, fyrri- hlutapróf í efnaverkfræði 1, B.S.- próf í raungreinum 37, kandídats- próf í tannlækningum 4, B.A.-próf í félagsvísindadeild 9. kennsluna, og eru í skólanum milli 50 og 60 skólastofur. Til að mæta hinni miklu fjölgun-nemenda sem verða mun næsta vetur koma í gagnið sex kennslustofur, en þær voru í fyrra lánaðar Hólabrekku- skóla. Skólinn á hins vegar við nokkur vandræði að glíma í hús- næðismálum, þar sem enn er ekki byrjað á framkvæmdum við E-álmu skólans, stjórnunarálm- una. Þar verða til húsa lestrarsal- síni, en þeim mun meira af olíu til húsahitunar. Þannig hafa Dan- mörk og Síþjóð verið mun álitlegri markaðssvæði en ísland og því hefur Norsk Hydro ekki haft áhuga á að selja olíu til íslands. í dag, 28. júní, birtast í Morgun- blaðinu viðtöl við tvo framleiðend- ur lagmetis, þá Kristján Jónsson og Sverri Matthíasson. Tilefnið var blaðamannafundur Neytenda- samtakanna, þar sem var m.a. fjallað um skýrslu Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins um þrjú sýni af innlendu lagmeti. Eftirfarandi athugasemdir við viðtölin óskast birt í Morgunblað- inu eins fljótt og kostur er: Kristján Jónsson heldur því fram, að í reglugerð frá árinu 1976 sé kveðið á um eftirlit með fram- leiðslu lagmetisverksmiðja og sé þetta eftirlit í höndum Heil- brigðiseftirlitsins og Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Hafi blaðamaður Morgunblaðsins haft ummælin rétt eftir Kristjáni er ástæða til að ætla, að Kristján hafi ruglað saman tveimur reglu- gerðum frá árinu 1976. Önnur fjallar um „tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara" en hin um „fram- leiðslu, eftirlit og útflutning á lagmeti". I þeirri fyrri er Heil- brigðiseftirlit ríkisins helsti fram- kvæmdaraðili, en á þeirri síðari eiga Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Framleiðslueftirlit sjávarafurða að sjá um fram- kvæmd. Fyrri reglugerðin fjallar eingöngu um matvæli og neyslu- vörur innanlands en sú síðari eingöngu um lagmeti úr sjávaraf- urðum, sem er flutt út. Rannsóknastofnunin tekur því engan þátt í eftirliti á matvælum á innlendum markaði, en rannsak- ar auðvitað einstök sýni sem send eru til hennar. Þetta hlýtur Kristjáni Jónssyni að vera ljóst ir, bókasafn, vinnuaðstaða fyrir kennara, skrifstofur, þjónustu- aðstaða og fleira, og sagði Guð- mundur Sveinsson að lögð væri talsverð áhersla á að fá þessa álmu í gagnið. Kvaðst hann raun- ar ekki vera úrkula vonar um að byrjað yrði á framkvæmdum á þessu ári, jafnvel að grafið yrði fyrir álmunni og steypt botnplata. Sagði hann fjármagn hins vegar vera af skornum skammti, en kostnaður við byggingu þessarar E-álmu mun vera áætlaður einn milljaður króna. Stjórnunarálman verður all stór, eða 11 hundruð fermetrar, á þremur hæðum, sam- tals 3300 fermetrar að stærð. Jafnhliða stjórnunarálmunni á að rísa skólasmiðja, en það er skáli, 1050 fermetrar að stærð. Þegar er ein slík skólasmiðja fyrir hendi, en þær eiga að verða þrjár þegar allt verður komið í kring. í skólasmiðjunum eru ýmis verk- stæði og aðstaða fyrir nemendur skólans á verknámsbrautum. því hann tók þátt í gerð reglugerð- ar um framleiðslu, eftirlit og útflutning á lagmeti. Kristján segir ennfremur, að hann hafi ekki séð umsögn Rann- sóknarstofnunarinnar um gaffal- bitadósina. Neytendasamtökin sendu sýnin í rannsókn. Þau greiða kostnað af henni skv. gjald- skrá og eiga því niðurstöðurnar. Kristján á hins vegar niðurstöður athugana, sem stofnunin gerði í janúar síðastliðnum, þar sem m.a. voru skoðaðar 25 dósir af fram- leiðslu 26. október 1978. Sverrir Matthíasson, forstjóri Eldeyjarrækjunnar s.f. harmar að ekki va: haft samband við hann, og gat áann af þeim sökum ekki hagað framleiðslu sinni eftir ströngustu kröfum. Hann kveðst ekki hafa fengið nein svör vegna sýna, sem hann sendi Rannsókna- stofnuninni í febrúar s.l. því er til að svara, að hann hlýtur að vera búinn að gléyma samtali okkar í mars, þar sem honum var bent á að alltof mikið natríum benSóat (rotvarnarefni) hefði mælst í sjó- laxi frá fyrirtæki hans. Honum var einnig bent á, að merking dósanna var röng að ýmsu leyti og í trássi við reglugerð nr. 250 frá 1976. Honum var síðar send skýrsla um saltmælingu, gerla- talningu og vigt á þeim dósum, sem stofnunin fékk. Fyrirtæki, sem vill framleiða eftir ströngustu kröfum þarf þó varla bréf frá ríkisstofnun til þess að sjá þegar fiskmagn í dósum þess er aðeins þriðjungur af rúmmáli þeirra. Jón Ögmundsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. / GALLERÍ Háhól á Akureyri verður ( dag, laugardag, klukk- an 15 opnuð málverkasýning, þar sem sýndar verða myndir eftir Jónas Guðmundsson. Að sögn Jónasar er meginuppistað- an í þessari sýningu þau verk, sem voru á sýningunni í Nor- ræna húsinu fyrir um mánuði síðan. AIIs verða um 40 myndir á sýningunni í Háhól. Sýningin verður opin 20—22 á virkum dögum, en 15—22 á laugardög- um og sunnudögum. Islandsmarkaðurinn of lítill fy rir N orsk Hy dro 256 kandídatar braut- skráðir frá Háskólanum Eftirlit með innlendu lagmeti: Athugasemd — frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.