Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979
13
um. En skömmu síðar stytti upp og
brátt var komið glaða sólskin. Veiði-
menn voru að vonum ekki allskostar
ánægðir með þessi veðrabrigði því
veiðivonin minnkaði að sama skapi.
Fyrir utan veiðihúsið hitti Mbl.
Magnús Valdimarsson veiðivörð oog
spurði hann um veiðina að undan-
förnu og framtíðarhorfur.
„Veiðin hefur verið í algeru lág-
marki frá byrjun og er mjög lítill lax
genginn í ána. Veiði hófst sem
kunnugt er þann 10. júní og hefur
verið mjög treg það sem af er. Um 30
laxar hafa veiðst hingað til en á
sama tíma í fyrra höfðu 72 laxar
komið á land. Nú eru komnir 20
fiskar upp fyrir teljarann en voru
200 fyrir ári og má því segja að hann
sé mjög seint á ferðinni núna. Erfitt
er að nefna eina ákveðna ástæðu
fyrir þessu, menn telja að annað
hvort áin eða sjórinn sé kaldari en
vanalega og laxinn sé því seinna á
ferðinni nú en endranær."
— Hvar í ánni hafa þessir fiskar
veiðst?
„Aðallega neðarlega í ánni, þó
hafa tveir fiskar komið upp úr
þrepunum, sem eru veiðistaðir ofan
við félagsheimili rafveitunnar. Einn
og einn fiskur hefur sést ofarlega í
ánni en ekki svo neinu nemi, hann er
aðallega hér niður frá.“
í þann mund bar að þaulkunnugan
mann og annálaða aflakló. Færði
hann þær fregnir, að mikil ganga
væri í ánni og fullt af fiski á
breiðunni neðan við brúna. Taldi
hann horfurnar með glæsilegasta
móti og merkilegt væri ef ekki
veiddist vel á næstunni. Taldi hann
sig hafa séð stórlaxa innan um, en
þeir eru sem kunnugt er fremur
sjaldséðir í Elliðaánum. Við þessar
óvæntu fréttir hýrnaði yfir veiði-
verði og blaðamanni og brugðu þeir
við hart og héldu niður að brú. Var
þá rýnt í hylinn, en vegna glampans
á vatninu gekk þeim illa að sjá alla
laxamergðina, enda illa búnir til
augnanna. Var þá haldið upp að fossi
og spjallað við menn sem þar voru að
veiðum, en þar voru þeir feðgar
Þorkell Þórðarson og Þorður Þör-
kelsson sem veitt hafa í Elliðaánum
árum saman. Mbl. spurði Þórð að því
hvernig gengið hefði þá um daginn.
„Það hefur gengið vel hjá okkur,
við höfum fengið tvo fiska núna eftir
hádegið. Annar tók í fossinum sjálf-
um en hinn á breiðunni fyrir neðan
hann og báðir tóku þeir maðk. Þeir
eru af þessari venjulegu Elliðaáa-
stærð, 5 — 6 pund, en feitir og
fallegir fiskar. Við höfum orðið varir
við töluvert af fiski á breiðunni og
hann er örugglega að ganga í ána
nú.“
— Hvernig gekk veiðin í morgun?
„Það var dræmt, aðeins einn fisk-
ur kom upp fyrir hádegið, hins vegar
hafa fjórir veiðst nú seinnipartinn.
Annars er ekki að undra þó illa
gangi, því óvenju lítið er af fiski í
ánni. Við feðgarnir megum hins
vegar vel við una, við höfum þó
allavega orðið varir, því deginum er
bjargað, fái maður fisk,“ sagði Þórð-
ur Þorkelsson og hélt til veiða á ný.
— ój.
Agnid borid á borð íyrir spegiifagran lónbúann — að veiðum í Laxá í Kjós.
Ljósm. Mbl. RAX.
gjöful svo og Lækjarbreiðan að
ógleymdum Kvíslarfossi sem er einn
besti veiðistaðurinn og sá helsti um
þessar mundir. Besta veiðisvæðið
núna nær frá Lækjarbreiðu að Foss-
breiðu, þar hefur allur fiskurinn
veiðst. Þó ber að geta þess að einn
lax í Pokafossi lét ginnast af girni-
legri beitu, en Pokafoss er veiðistað-
ur ofarlega í ánni. Þetta er eini
laxinn sem veiðst hefur svo ofarlega
en hann náðist þann 13. júní.“
— Hvaða beita hefur mest verið
notuð?
„Maðkurinn hefur verið vinsælast-
ur að undanförnu, þó hefur lítið eitt
veiðst á flugu. Hins vegar verður
brátt breyting þar á því útlending-
arnir koma um mánaðamótin, en
þeim er aðeins heimilað að veiða á
flugu. Þó að þeir noti einungis
fluguna veiða þeir síst minna en
íslendingarnir, sem margir hverjir
eru hrifnastir af maðkinum."
— Hvernig hefur viðrað til veiða
síðustu daga?
„Það hefur verið nokkuð gott
veiðiveður, skýjað og gengið á með
rigningu, en því skammrifi fyrlgir þó
sá böggull að áin vex töluvert og
gerir því veiðina örðugri. Einnig
hefur áin verið nokkuð köld og tel ég
Ánægðir veiðimenn, þeir Guðjón
Ó. Jónsson og Bjarni Kristófers-
son. með afla morgunsins.
það aðalástæðuna fyrir því að ekki
er meira gengið af laxi en raun ber
vitni. Hins vegar hefur áin hlýnað
síðustu daga og útlitið vænlegt."
Elliðaárnar:
„Veiðin í algeru lág-
marki“
Er að Elliðaánum kom var skýjað
og dumbungur og gekk á með skúr-
'jippiM
Ha. er óklárt?
Guðjón ó. Jónsson að veiðum í Miðfelisfljóti í Laxá í Leirársveit í „góðu veðri". dumhungi og
rigningarsudda.