Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979
15
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
kvæmu stigi og eru margar skoð-
anir uppi hvað gera skuli svo sem
allir vita. Persónulega finnst mér
húsaröð þessi mjög falleg a.m.k.
sá hluti sem að Lækjargötu snýr,
en þó gæti ég vel fallist á að upp
risi á staðnum ný húsaröð í
nokkuð stærra umfangi en mjög í
stíl við þá gömlu. Yrði það íslenzk
byggingarlist byggð á danskri
hefð. Breikkun Lækjargötunnar
hafði á sínum tíma mjög slæm
áhrif til hins verra á heildarmynd
götunnar og hún bíður þess aldrei
bætur, einkum eftir að væn sneið
var tekin af Stjórnarráðsblettin-
um.
Kannski muna ekki allir eftir
Menntaskólalóðinni eins og hún
var og hét þá er fyrst var farið að
raska Lækjargötu, né eftir ske-
leggri baráttu Boga Ólafssonar
yfirkennara skólans á móti fram-
kvæmdunum. Til voru menn og
þar á meðal var ég, sem báru jafn
mikla virðingu fyrir þessum lóð-
um og menn bera fyrir Austurvelli
og Arnarhólstúni í dag. Þær juku
hvor á sinn hátt stórlega á reisn
húsanna. I dag finnst mér Lækjar-
gatan öll líkust halaklipptum
hundi og húsin við hana fá aldrei
sömu reisn og fyrr í mínum
augum. Þetta álit mitt mátti vel
koma fram hér og þó tel ég mig
með einlægustu húsafriðunar-
mönnum hérlendis.
Það má greinilega sjá það á
myndverkum Magnúsar Tómas-
sonar, að hér var gott efni á ferð
sem fljótlega myndi taka mikl-
um breytingum, spursmálið hef-
ur einungis verið hvers eðlis þær
yrðu og í hvaða átt listamaður
markaði sér stefnu á hæðina.
Hér var um alls konar tilraunir
með efniviðinn að ræða og mað-
ur sér skýrt á vinnubrögðunum
hinn hikandi og óráðna unga
mann.
Myndirnar eru þó merkilega
samstæðar svo að maður freist-
ast jafnvel til að álykta, að
Magnús hafi verið nokkuð inn-
hverfur og feiminn í þann tíma,
— lifað í eigin heimi og verið
hrifinn af einum listamanni í
einu, en síður leitað fanga í allar
áttir eins og margir hrifnæmir
ungir menn gera á þessum aldri.
Pastelmyndirnar á sýningunni
eru öllu aðgengilegri sökum
hinnar fögru áferðar litanna en
hins vegar finnst mér meiri
veigur í hinum betri olíumál-
verkum. Meira af veruleikanum
sjálfum, hráum og köldum, en
minna af dreymni og rómantík
líkt og í pastellitunum.
Magnús mun að sögn hafa
fundið þessar myndir sínar í
gamalli möppu og látið sér detta
í hug að sýna þær í sínu rétta og
upprunalega umhverfi. Það var
vel til fundið og mættu fleiri
myndlistarmenn leita í fórum
sínum að gömlu myndum, þar er
falinn þó nokkur fróðleikur um
viðkomandi og menn kynnast
þeim frá öðrum og upprunalegri
hliðum. Á slíkt upplýsinga-
streymi vel við yngri kynslóðir,
sem eingöngu þekkja myndir frá
síðustu árum og eiga þess lítinn
eða engan kost að kynnast
myndlistarmönnunum frá öðr-
um hliðum.
Gerla
— Það skal fúslega viðurkenn-
ast, að sá er hér ritar var nokkuð
svartsýnn er hann arkaði á sýn-
ingu Guðrúnar Erlu Geirsdóttur
(Gerlu) í matstofunni „Á næstu
grösum". Eftir myndum í blöðun-
um að dæma var ekki heldur
ástæða til bjartsýni, því að hlut-
irnir á myndunum minntu sterk-
lega á það senj t.d. Claes Olden-
burg var að gera fyrir 15 árum og
Kveðja til Jóns Helgasonar
prófessors á áttræðisafmæli hans
meir. Það kom líka á daginn, að
hugmyndirnar eru mjög keimlíkar
margar hverjar en Gerla setur
þær í aðrar umbúðir. Gamalt vín á
nýjum belgjum mætti gjarnan
orða það. En það sem athygli
vekur er að listakonan gerir þetta
vel og af mikilli einlægni og sumar
myndir hennar nálgast það að
vera glettilega fyndnar t.d. mynd-
verkið „Kvöld í París" og
„Aperative". Gerla virðist mjög
hrifgjörn og þannig var umhverf-
isverk hennar á Kvennasýning-
unni í Ásmundarsal að hluta til
mjög í anda E. Kienholz, svo sem
hann vann fyrir 10—15 árum, á
móti komu svo hollenzk áhrif. Það
er auðvitað ekki annað en heil-
brigt er ungt fólk yerður fyrir
áhrifum og sé tekið mið af því, hve
alúðlega listakonan vinnur úr
viðfangsefnum sínum má búast
við sterkari og persónulegri hlut-
um frá hennar hendi í framtíð-
inni.
Sigrún
Eldjárn
í Stúdentakjallaranum stendur
þessa dagana yfir sýning á teikn-
ingum og grafík eftir Sigrúnu
Eldjárn. Sigrún er þegar orðin
allþekkt fyrir mjög snortrar
myndskreytingar í bækur og þátt-
töku á samsýningum. Hún á mjög
auðvelt með að teikna og ná þá
skýrum og einföldum árangri, á
stundum á þann veg að manni
finnst þetta einum of skynsam-
legt, slétt og fellt. Einhvern veg-
inn vantaði baráttuna, slagsmálin
við efniviðinn, sem ósjaldan lýkur
eðlilega með herfilegum mistökum
gerandans. Það virðist liggja í eðli
Sigrúnar að mistakast sjaldan og
ég get hér trútt um talað því að ég
fylgdist vel með vinnubrögðum
hennar í Myndlista- og handíða-
skóla Islands, er hún stundaði
nám þar.
Síðan hefur leið Sigrúnar legið
til Póllands og dvölin þar virðist í
alla staði hafa haft góð áhrif á
hana. Nýjustu myndir hennar
bera .vott um meiri aga og auknar
kröfur til þróttmikillar útfærslu.
Einkum vöktu teikningar hennar
óskipta athygli mína, hvort heldur
í svart-hvítu eða í lit. Ég nefni hér
nokkrar er höfðuðu sterkt til mín,
„Brunahæna" (2), „Rennilás" (3),
sem sennilega er listrænasta
myndin á sýningunni og „Galli"
(5). Mér þykir einsýnt af þessari
sýningu að Sigrún hefði gott af því
að einbeita sér að teikningunni um
stund, jafnvel á kostnað graf-
ík-listarinnar, — eða t.d. vinna í
fleiri tegundum grafík en málm-
grafíkinni.
Bragi Ásgeirsson.
Árið 1946 fór ég til Kaupmanna-
hafnar til framhaldsnáms í verk-
fræði. Á þeim árum var sú borg
ekki svo syndum spillt sem hún er
í dag, enda höfðu Danir ekki
fundið upp pornóið, sem tröllríður
þar húsum nú á tímum.
Engu að síður þótti það nokkur
trygging að magur námsmaður
(þetta með líkamsburðina var
staðreynd þá) hefði eitthvert gott
athvarf, og voru ýmis spjót höfð
úti til að koma slíku athvarfi á, og
þar á meðal íslendinga í borginni.
Frændi minn góður skrapp með
mér í Árnasafn og kynnti mig þar
fyrir stórum manni og góðlegum,
sem reyndi heilmikið til að sýnast
fráhrindandi. Sá skrápur var ekki
þykkari en svo, að alls staðar
skein góðmennskan þar í gegn.
Hann taldi að ég mætti svo sem
koma heim til hans, en ekki væri
víst, að neitt væri þar að borða,
sem bjóða mætti gestum, og
hnussaði við.
Strax um kvöldið fór ég með
frænda mínum heim til hans á
Kjærstrupveg 33 í Valby. Var mér
þar tekið eins og ég hefði verið
alinn upp með fjölskyldunni og
komst þar á mikill vinskapur.
Auk Jóns voru á heimilinu kona
hans Þórunn Björnsdóttir, kona í
aigerum sérflokki, og börnin
Helgi, sem er á líku reki og ég, og
Solveig, sem er nokkuð yngri.
Birni, syni þeirra hjóna, hafði ég
kynnzt sem bekkjarbróður mínum
í menntaskóla, en hann var að vísu
í máladeild, sem við stærðfræði-
deildarstúdentar virtum svona
rétt mátulega mikils.
Leiðir okkar Helga lágu mikið
saman, og mátti stundum heyra
mikinn hávaða úr garðinum á
Kjærstrupvegi, þegar krokket var
leikið þar af mikilli innlifun.
Mátti þá stundum heyra gelt í
hundum nágrannans, og stundum
einnig í honum sjálfum, þótt hann
virtist vera mikið prúðmenni eins
og Dana er yfirleitt siður.
I garði Jóns var man ég stórt
kirsuberjatré, og vorum við Helgi
ólatir að príla upp það. Á vissum
árstímum var þar mikið um ber og
vorum við velkomnir að tína þau
og éta, svo sem okkur lysti, en ekki
nýttust slík ber húsmóðurinni.
Aldrei kom orð um það.
Einn var sá aðili á heimilinu,
sem ekki hefur verið nefndur. Var
það heimiliskötturinn. Jón sýndi
honum ótakmarkaða blíðu og virð-
ingu, og var hvort tveggja ríku-
lega endurgoldið af kattarins
hálfu. Náttúra katta kemur fram í
því, að þeir verða ellidauðir fyrr
en mannskepnan, og dó hann.
Syrgði heimilisfólk allt hann
mjög, og tók enginn gleði sína
aftur fyrr en stúdent og heimilis-
vinur kom með bröndóttan kettl-
ing, sem þegar fékk nafnið Brand-
ur Árnason, en Árni hét gefand-
inn.
Af ferfættum skepnum þykir
Jóni mest koma til kattarins, og
hefur hann ort um hann mörg
kvæði og dýrt kvefin á stundum.
Það hafa mér sagv. fróðir menn,
þar eð ég hef afar lítið vit á
kvæðum, að ekki séu í þeim gallar
á bragarhætti, enda hefur Jóni
ekki áskotnast neitt af þeim miði,
sem myndaðist við flótta Bölverks
til Ásgarðs, en sá mjöður er mikið
nýttur sem stendur af alis kyns
Keflavíkurflugvöllur:
Nýi flugtuminn
opnaður á mánudag
NÝI flugturninn á Keflavíkur-
flugvelli verður formlega opnað-
ur á mánudag af þeim Benedikt
Gröndal utanríkisráðherra og
Richard A. Ericson sendiherra
Bandarikjanna á íslandi. Kostn-
aður við byggingu flugturnsins
nemur um hálfum öðrum mill-
jarði króna.
skáldum, sem ekki kunna að yrkja
rímað, en skáldskapur þeirra er
kenndur við leir.
Heimili Jóns og Þórunnar var
öllum opið og allir voru þar
velkomnir. Þegar námi mínu var
lokið, reyndum við Jón að reikna
út, hve oft ég hefði rekizt þar inn á
námstímanum. Reyndist það hafa
verið um 400 sinnum á 2% ári eða
samkvæmt vísindakenningum
stærðfræðinnar 9 daga af hverjum
20, svo að ekki var óvild húsráð-
enda í minn garð fyrir að fara.
Sagði Þórunn mér mörgum ár-
um seinna, að henni hefði alltaf
fundizt ég vera að koma, þegar
hún heyrði skelli í mótorhjóli úti á
götu, en slíkt eintak hafði ég undir
höndum á lærdómsárunum í
Kaupmannahöfn, og reyndar ekki
af hávaðaminnsta tagi.
Ég þykist geta trútt um taíað,
að alíur var heimilisbragur á
Kjærstrupvegi hinn íslenzkasti.
Öíl var gestrisni í hefðbundnum,
íslenzkum stíl, allt málfar var með
sýnu íslenzkari hætti en hér
heima og umtal um alla menn
einkenndist af góðvild í þeirra
garð. Aldrei var orði hallað til
neinna, og geri ég þó ráð fyrir að
hugsun til manna hafi verið nokk-
uð misjöfn. Oft var gestkvæmt á
heimili þeirra, svo sem sjá má af
mynd, einni af afar mörgum, sem
teknar voru á heimilinu þessi árin.
Mér hefur orðið nokkuð tíðrætt
um heimilisbraginn hjá Þórunni
og Jóni á námsárum mínum, en
Jón hefur einnig gert fleira en
sinna heimili sínu. Hann hefur
verið virtasti meistari í íslenzkum
handritarannsóknum í hartnær
hálfa öld, og er þá mikið sagt. Eitt
sinn sýndi hann mér gömul hand-
rit í Árnasafni, og voru þau
gulnuð mjög. Benti ég honum á, að
unnt mundi að ljósmynda þau með
litsíu og prófaði það með gulum
„filter". Myndin, sem kom út, var
skýrari en handritið, og varð það
til þess að Jón sneri sér til
lögreglunnar í Kaupmannahöfn og
fékk þá til að koma sér til hjálpar
í að lesgreina handritin, sem sum
voru orðin harla bágborin. Árang-
urinn er alkunnur.
Einni hlið Jóns kynntist ég ekki
á námsárum mínum. Þá var ekki
til sjónvarp, en fyrir nokkrum
árum var Jón valinn til að vera
dómari í sjónvarpskeppni einni
mikilli í Stokkhólmi. Vakti hann
þar mikla gleði Skandinava sem
einstök stjarna í sjónvarpinu og
hafa þó nokkrir nefnt þetta við
mig að fyrra bragði og það árum
eftir þann atburð.
Jón vinur minn: Ég þakka þér
og þínum alla velvild í minn garð
allt frá fyrstu tíð og finnst mér, að
líf mitt væri sýnu fátæklegra, ef
ég hefði farið á mis við vináttu
ykkar, sem mér áskotnaðist ger-
samlega óverðskuldað. Ég vil óska
þér og þínu fólki öllu gæfu og
gengis um ókominn tíma.
Sveinn Torfi Sveinsson
útgeröarmenn !
Höfum veriö beönir aö útvega erlendu útgerö-
arfélagi nokkur notuö togveióiskip.
Skipin þurfa aö vora úr stáli i góðu standi,
mesta iengd 20—30,5 m, þ.e. innan við 100
fet og aðalvél ekkt yfir 500 hö.
Upplýsingar í síina 19711,
kvöld- og helgarsími 74156.
Guðmundur Karlsson, Austurstræti 17, 5. h.
Harald Theodorsson frá Svíþjóö flytur
erindi meö litskyggnum, sem nefnist Áret
runt i Gagnef í fyrirlestrasal Norræna
hússins sunnudaginn 1. júlí 1979 kl.
16:00.
Veriö velkomin Norrænahúsið
Sýningin Myndir frá íslandi er opin í sýningarsölum
hússins daglega kl. 14—19. Sýningunni lýkur 8. júlí.
NORRTNA HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HU5
Magnús Tómasson