Morgunblaðið - 30.06.1979, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979
á hættu að persónuleg viðhorf
hans séu túlkuð sem stefna
ríkisstjórnar. Hann tekur því í
ríkara mæli en ella þá áhættu að
verða að segja af sér embætti, ef
sjónarmið hans verða undir.
Breyttir tímar
Tilgerð og tvískinnungur hef-
ur verið býsna þrálátt einkenni
stjórnmálalífs hér á landi. Meðal
aðildarflokka að ríkisstjórn hef-
ur ágreiningur lengst af verið
„tabu“. Honum skyldi ráðið til
lykta fyrir læátum dyrum. Til
almennings mátti helst ekki
berrast annað en samhljómur
radda, vitnisburður samstöðunn-
ar, sem oft var þó reyndar alls
ekki fyrir hendi. Síðustu vikurn-
ar fyrir kosningar hófst loks
um raupsemi ráðherra
Magnús
H. Magnússon
félagsmálaráðherra:
Nokkur orð
í grein eftir Vilmund Gylfa
son, sem birtist í Dagblaðinu í
síðustu viku um farmannadeil-
una og gerðardómslögin
svonefndu segir hann m.a. að
„kjánalegir ráðherrar hafi stór-
spillt fyrir í þessari vinnudeilu"
og að „sífellt verið að gjamma á
lagasetningu".
Við Vilmundur áskiljum okkur
að sjálfsögðu báðir fullan rétt til
að hafa andstæðar skoðanir á
einstökum málum og lýsa þeim
skoðanamun. Eg tel þó betur
fara á því að þau skoðanaskipti
séu málefnaleg og skattyrðalaus,
a.m.k. þegar vettvangur /þeirra
eru síður dagblaðanna. Við eig-
um annan umræðuvettvang þar
sem skárra er að brúka köpur-
yrðin. Ákveðin efnisatriði máls-
ins verðskulda hins vegar um-
fjöllun og þá ekki síst fyrir það,
að þau virðast orðin einhvers
konar tugga, sem hver tekur upp
eftir Öðrum, allt frafleikmönnum
að vestan, sem stunda lögskýr-
ingu í frístundum, til alvarleg-
ustu flokksformanna.
Viðhorf til
fjölmiðlunar
Eitt þeirra mála sem nýskip-
aður ráðherra hlýtur að íhuga og
taka afstöðu til eru væntanleg
samskipti við fjölmiðla. Þótt
mikill fjöldi mála, sem koma til
umfjöllunar í ríkisstjórn og ráðu
neytum, sé eðli mals samkvæmt
trúnaðarmál eru þó hin málin
einnig fjölmörg þar sem ráð
herra hefur um það nokkurt val,
hvort og hvernig hann tjáir sig
um þau opinberlega. Það val er
alfarið einstaklingsbundið. Sé
horft um öxl má ljóst vera, að í
þessu efni hafa einstakir menn
markað sér ólíka stefnu. Fjöldi
ráðherra hafa valið þann kost-
inn að tjá sig helst ekki opinber-
lega um neitt dægurmál nema
þá helst á þann veg, sem hver og
einn gat skilið að eigin vild. Það
er öruggast og vandaminnst.
Aðrir ráðherrar hafa verið til-
tölulega opinskáir og hreinskipt-
ir við fjölmiðla.
Þann kostinn valdi ég þótt
hann sé vandasamari en jafn
framt áhættusamari. Hann er
vandasamastur vegna þess að
mörk nauðsynlegs trúnaðar eru
oft óljós og matskennd. En hann
er jafnframt áhættusamur því
ráðherra, sem lýsir opinberlega
viðhorfi sínu til mikilsverðra
pólitískra ágreiningsmála á það
upprifjun ágreiningsefna, síð-
búin og ruglingsleg. Af þessu
leiddi oftast það, að mat kjós-
andans varð handahófskennt og
réðist meira af áróðursmætti
stjórnmálaflokkanna en réttri
vitneskju um málefnin og við-
horf einstakra flokka og manna.
Sömu lögmál giltu að mestu um
ágreiningsmál innan
stjórnmála- eða þingflokka.
Á þessu varð mikil breyting
fyrir síðustu kosningar. Þjóð
málaumræðan varð opnari og
opinskárri. Hér kunna að hafa
komið til áhrif hinnar svonefndu
rannsóknarblaðamennsku en
öllu fremur þó sókn margra
ungra manna fram í víglínu
stjórnmálanna, manna sem
höfnuðu alfarið gamla laumu
pokahættinum.
Fyrir þann hóp er Vilmundur
vissulega röggsamur fulltrúi.
Þetta breytti stjórnmála
starfseminni og bætti hana
raunar á ýmsan hátt. Nú eru
bókanir ráðherra á ríkisstjórn-
arfundum birtar í fjölmiðlum.
Áður hefði slíku sennilega verið
jafnað við landráð. Ágreiningur
stjórnarflokkanna er rakinn og
tíundaður í hverju máli. Fólk
kynnist ekki aðeins viðhorfum
ríkisstjórnar og einstakra aðild-
arflokka hennar. Það fær ítar-
lega frásögn af viðhorfum ein
stakra sotfnana, jafnvel ein
stakra manna innan hvers
flokks. Það lætur t.d. stundum
nærri að segja megi að Alþýðu
flokkurinn haldi nú sína þing-
flokksfundi á síðum dagblað-
anna.
Þótt þessi nýja stefna þurfi að
slípast, og verða til muna mál-
efnalegri, er það mín skoðun að
hún geti með tímanum orðið til
bóta.
Að blindingsleikur stjórnmála
manna við kjósendur hafi gengið
sér til húðar. Litaskiptin
margfrægu fratsvörtu til hvíts
og hvítu til svarts við hverja
nýja stjórnarmyndun séu ó
samboðin kjósendum, og beinlín-
is skaðleg allri stjórnmálastarf
semi. Afstaða mín til fjölmiðla
tekur að sjálfsögðu mið af þess-
um almennu viðhorfum.
Er verkíall
einkamál?
I umræðu um afskipti mín og
annarra af verkfalli farmanna
er grundvallaratriðið það, hvort
verkfall sé, a.m.k. á ákveðnum
stigum þess, einkamál deiluað-
ila.
Einskonar feimnismál, sem
lúti tilfinningalegum lögmálum
fremur en rökrænum. hafi slíka
sérstöðu meðal annarra við-
fangsefna þjóðarinnar í efna
Amnesty International:
Öflugt starf ís-
landsdeildar í
4 starfshópum
íslandsdeild Amnesty International var á ferðinni í Austurstræti í
gær og dreifði þar félagsriti deildarinnar ásamt með bæklingnum:
„Týndu börnin í ArgentínuÞar í landi kemur það sem sagt fyrir
að kornabörnin eru líka handtekin þegar foreldrarnir eru settir
undir lás og slá vegna stjórnmálaskoðana sinna. (Ljósm. Ól.K.M.).
AÐALFUNDUR íslandsdeildar
Amnesty International fyrir árið
1979 var haldinn 12. júní sl.
Á vegum deildarinnar starfa
nú fjórir starfshópar. Tveir hóp-
ar beita sér fyrst og fremst fyrir
frelsi svonefndra samvizkufanga,
þ.e. manna, sem fangelsaðir hafa
verið fyrir stjórnmála- eða trúar-
skoðanir sfnar, eða vegna kyn-
þáttar, kynferðis, þjóðernis eða
tungu sinnar. Hafa hóparnir á
iiðnu starfsári unnið fyrir slfka
fanga í Sovétríkjunum, Taiwan,
Rhodesfu, Argentínu, Júgóslavfu
og Malasfu. Þrír þeirra voru
látnir lausir á árinu, einn f
Sovétríkjunum og tveir í
Rhodesfu, en annar þeirra hefur
nú verið handtekinn á ný. Þriðji
hópurinn hefur unnið að svo-
nefndum skyndiaðgerðum, þ.e.
þátttöku f samræmdum alþjóð-
legum bréfaskriftum vegna 130
fanga í ýmsum löndum. Fjórði
hópurinn hefur unnið að bréfa-
skriftum og öðrum aðgerðum
vegna mannréttindabrota f til-
teknum löndum, Rúmenfu,
Eþíópfu, Argentfnu og Taiwan.
I tilefni 30 ára afmælis mann-
réttindayfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna var af hálfu íslands-
deildar Amnesty International
sent bréf til utanríkisráðherra
íslands og hvatt til þess, að
íslendingar staðfestu og lögfestu
hið fyrsta allar þær alþjóðasam-
þykktir, sem gerðar hafa verið á
grundvelli mannréttindayfirlýs-
ingarinnar á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna.
Deildin tók þátt í alþjóðlegum
mótmælaaðgerðum vegna lífláts-
dóma byltingardómstóla í íran og
tilraunum til að fá þyrmt lífi
Zulfikars Aii Bhuttos, fyrrum
forsætisráðherra Pakistans og
manna þeirra, sem með honum
voru dæmdir, — ennfremur að-
gerðum vegna fangelsana og of-
sókna á hendur forystumönnum
verkalýðsfélaga í Túnis og vegna
fanga í Uruguay.
Mjög ítarlegar breytingar voru
gerðar á lögum deildarinnar á
þessum fundi, margar þeirra með
hliðsjón af samræmingu á lögum
allra landsdeilda Amnesty Inter-
national.
Samkvæmt tilmælum fram-
kvæmdastjórnar alþjóðasamtak-
anna hefur stjórn íslandsdeildar-
innar auglýst meðal félagsmanna
starf framkvæmdastjóra aðal-
bækistöðva samtakanna í Lundún-
um, en núverandi framkvæmda-
stjóri, Martin Ennals, lætur af
störfum á miðju næsta ári. Starfið
hefur verið auglýst í öllum lands-
deildum og nokkrum útbreiddustu
dagblöðum heimsins, en gert er
ráð fyrir að umsóknum sé skilað
til aðalskrifstofu Amnesty Inter-
nationai í Lundúnum fyrir 1. júlí.
Framkvæmdastjóri aðalstöðvanna
er helzti fulltrúi Amnesty Inter-
national í samskiptum við ríkis-
stjórnir og alþjóðasamtök og
vegna eðlis samtakanna og þeirrar
áherzlu, sem þau leggja' pólitískt
hlutleysi og jafnvægi, koma um-
sækjendur frá smáþjóðum ekkert
síður til greina í starfið en um-
sækjendur frá hinum stærri þjóð-
um.
Stjórn íslandsdeildar Amnesty
International skipa nú: Margrét R.
Bjarnason, formaður, Sigurður
Magnússon, varaformaður, Erika
Urbancic, ritari, Friðrik Páll Jóns-
son, gjaldkeri og Anna Atladóttir,
skjalavörður. Formenn starfshópa
eru: Bergljót Guðmundsdóttir,
Linda Jóhannesson og Þórir Ibsen.
(Fréttatilkynning)
Martin Ennals framkvæmdarstjóri Amnesty International, en
hann lætur af því starfi á miðju næsta ári og hefur starf
framkvæmdastjórans verið auglýst laust til umsóknar um allan
heim. Myndin er tekin á fundi með fréttamönnum eftir að Amnesty
International hafði verið veitt friðarverðlaun Nóbels 1977.