Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 19 hagsmálum, að á því megi tæp- ast hafa skoðun, en gera í öllu falli ekki uppiskátt um hana. Þetta er kjarni málsins en ekki hvernig einstök ummæli voru orðuð og hafa síðar verið túlkuð. Ég læt því nægja að staðhæfa, án þess að rekja það nánar, að ályktanir um ögranir eða geip eru langt umfram það sem ummæli mín gáfu tilefni til. En aftur að kjarnanum. Er verkfall einkamál fárra, sem öðrum kemur ekki við? Á ég þá að sjálfsögðu ekki við verkfalls réttinn sem slíkan heldur beit- ingu hans. Þannig kann þetta að vera stöku sinnum. En miklu oftar snertir beiting verkfallsréttarins aðra og víð- tækari hagsmuni, misjafnlega víðtæka þó, eftir því hvaða aðstæður ríkja í þjóðfélaginu hverju sinni. Verkfallsbeiting getur ógnað og jafnvel brotið niður áform í verðlags- og efnahagsmálum, sem meirihluti þjóðarinnar hef- ur greitt um atkvæði í almenn- um þingkosningum og falið til- teknum stjórnmálamönnum að framkvæma. Verkfallsbeiting getur ógnað stefnumótun stjórnvalda og launþegahreyfingarinnar í kaup- lagsmálum svo sem um aukinn launajöfnuð. Hún getur knúið fram skiptingu fjármuna, sem ekki eru tiltækir í þjóðfélaginu. Er þó alkunna að slíkt leiðir umsvifalaust til vaxandi verð- bólgu með aukinni eignatil færslu frá sparifjáreigendum til skuldara og annarri efnahags legri rangsleitni. Verkfallsbeit- ing getur beinlínis höggvið að rótum þess, sem sjálfstæði og tilvera þjóðarinnar grundvallast á, þeirri megin nauðsyn að efnahagskerfi hennar liðist ekki sundur. Þegar einhverjar slíkar afleið- ingar verkfalls eru nærtækar, og þess mátti sjá merki í farmannh deilunni, er verkfallið ekki leng- ur einkamál fárra. Það er meiri háttar efnahagslegt vandamál sem þjóðin á óskert tilkall til að fá vitneskju um, ekki síður en olíukreppu, harðindi eða afla brest. Vitneskju sem einnig nær til þess, hvert sé viðhorf þeirra manna til vandans, sem þjóðin og Alþingi hafa kjörið til að -framkvæma og bera ábyrgð á ákveðinni stefnu í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Manna sem er beinlínis skylt að fjalla um og hafa skoðun á þeim málaflokki, sem vinnumál og kjaradeilur heyra til, og sem þjóðin á að verja eða hafna í næstu kosningum. Frjálsir kjarasamningar Ég er sammála því áliti margra flokksbræðra minna, að kjarasamningar þurfi að geta orðið frjálsir. En jafnframt er það sannfæring mín, að slíkri skipan verði ekki komið á í einni svipan og undirbúningslaust. Til þess hafa aðild og inngrip stjórnvalda verið of margvísleg um of langan tíma. Það tekur tíma að venja sig af slíku. Jafnframt þarf að skýra og endurskoða ýmsar leikreglur. Slíkt er sannarlega vandaverk, sem ekki má flana að. Menn verða að skilja og viðurkenna að í þessu efni er við ákveðinn vanda að etja og fallast á að ráða á honum bót af varfærni en með opnum huga og gagnkvæmum trúnaði. Þetta kanna að vera eitt ábyrgðarmesta og mikilvægasta verkefnið, sem nú bíður úrlausn- ar stjórnmálamanna og fulltrúa hagsmunasamtaka. Hraunhitaveita Athugasemd vid frétt í fréttatíma útvarps, 11. þ.m., var gerð nokkur grein fyrir hita- veitu í Vestmannaeyjum, hraun-hitaveitu. Hitinn úr nýja hrauninu er nýttur í vaxandi mæli sem hitagjafi fyrir Vestmanneyja- kaupstað. Nafngreindir voru menn, sem talið var að væru upphafsmenn þessarar nýtingar hitans. Eigi var þar nefnt nafn Sveinbjarnar Jónssonar byggingarmeistara, fyrrverandi forstjóra Ofnasmiðjunnar h.f. Ég tel mér skylt að bæta hér um. Áður en nokkur hafði minnst á möguleika af þessu tagi, að því er ég bezt veit, eða gert könnun á þeim möguleikum, sem í þessari notkun kynni að felast, hafði Sveinbjörn rætt þessi mál nokkr- um sinnum við undirritaðan og hann var þá þegar byrjaður til- raunir, sem nú hafa leitt til farsællar notkunar þessa orku- gjafa. Hönnun hitakerfis og út- færsla á þeirri hugmynd að hér væri til nokkurs að vinna var í sínum tíma falin Raunvísinda- stofnun Háskólans til úrvinnslu. Þeirra þáttur er í engu vanmetinn þó upphaf mannsins sé að réttu getið. Jóhann Jakobsson efnaverkfr. Opinberri heimsókn Hans Blix lokið: Dvelur fram á miðviku- dag á Skriðuklaustri OPINBERRI heimsókn Hans Blix, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, til íslands lauk í Reykjavík í gær. Hans tílix. í gærmorgun heimsótti sænski utanríkisráðherrann handritastofnunina, ræddi við Ólaf Jóhannesson for- sætisráðherra í ráðherra- bústaðnum og heimsótti for- seta Islands Kristján Eld- járn á Bessastöðum. Um hádegisbilið hélt hann flug- leiðis austur á land, en Hans Blix mun dveljast ásamt Evu konu sinni og tveimur sonum þeirra nokkra daga á Skriðu- klaustri í húsi því sem Gunn- ar Gunnarsson rithöfundur bjó í. Utan heldur Hans Blix síðan á miðvikudag í næstu viku. Birgir ísl. Gunnarsson: Brosað í laumi í þessari viku tilkynnti ríkis- stjórnin með pomp og pragt, að hún hefði að tillögu iðnaðarráð-. herra samþykkt sérstaka áætlun um orkusparnað, hagkvæmri orkunýtingu og hraðari fram- kvæmdir í orkumálum. Allt er það góðra gjalda vert, enda vafalaust allir sammála um, að í sem ríkustum mæli beri að stefna að notkun innlendra orkugjafa, þ.e. rafmagn úr ís- lenzkum fallvötnum og hitaorku frá hinum mörgu jarðhitasvæð- um landsins. Olíuverð hefur verið á uppleið undanfarin ár, þó að keyrt hafi um þverbak nú síðustu mánuði og því sjálfsagt að reyna að draga úr olíunotkun. Ósk um frestun Hrauneyjar- fossvirkjunar I þessu sambandi er vert að rifja upp, að það eru ekki margir mánuðir síðan sami iðnaðarráð- herra gekk hart að Landsvirkjun til að reyna að fá fyrirtækið til að draga úr framkvæmdahraða við Hrauneyjarfossvirkjun og seinka því um eitt ár, að virkjun- in yrði tilbúin. Þann 14. septem- ber s.l. ritaði iðnaðarráðherra bréf til Landsvirkjunar, þar sem segir m.a.: „... óskar ráðuneytið eftir því, að Landsvirkjun endurskoði framkvæmdaáætlun um Hraun- eyjarfoss með það í huga, að fyrri vélasamstæðan yrði tekin í rekstur ári síðar en áformað hefur verið, þ.e. reist á árinu 1982 og síðari vélasamstæðan ekki fyrr en markaðsaðstæður hefjast miðað við landskerfið í heild e.t.v. 1984—85.“ Stjórn Landsvirkj- unar neitaði Bréf ráðherra var tekið fyrir í stjórn Landsvirkjunar og var stjórnin sammála um, að ekki kæmi til mála að verða við þessari ósk ráðherra. Var ráð- herra send ítarleg greinargerð af þessu tilefni, þar sem m.a. kem- ur fram, að hætta yrði á raf- magnsskorti veturinn 1981/82, ef gangsetningu fyrri vélasam- stæðu væri frestað um ár. Skorti yrði að mæta með vinnslu elds- neytisstöðva (með olíu) eða skömmtun. Gæti þetta leitt til mikilla erfiðleika á Vestfjörðum og Norður- og Austurlandi. Taldi stjórnin því, að undir öllum kringumstæðum yrði að haga framkvæmdum í ár á þann veg, að fyrsti hluti virkjunarinnar yrði tilbúinn til framleiðslu haustið 1981. Hvalfjarðarlínu frestað? Vegna mikils þrýstings frá ráðherra um að draga úr fram- kvæmdahraða, taldi stjórnin koma til greina að fresta lagn- ingu háspennulínu frá Sigöldu og Hrauneyjarfossi í Hvalfjörð, þannig að hún yrði tengd haustið 1982 í stað haustsins 1981, eins og áður hafði verið ákveðið. Ráðherra ritaði þá enn bréf með ósk um, að framkvæmdir yrðu enn minnkaðar á þessu sumri, en þó ekki það mikið að hætta væri á, að ekki mætti hefja framleiðslu haustið 1981. Eftir atvikum féllst stjórn Landsvirkjunar á það. Stefna ráðherra hefði leitt til vandræða Af þessu er ljóst, að hefði stefna iðnaðarráðherra orðið ofan á s.l. haust hefði Hrauneyj- arfossvirkjun ekki getað hafið framleiðslu rafmagns fyrr en haustið 1982 og það getað leitt til mikilla vandræða, m.a. stórauk- innar olíunotkunar veturinn 1981/82. Hefði stjórn Landsvirkjunar ekki verið svona föst fyrir og hefði hún ekki hafnað upphaf- legri ósk ráðherra, þá væru menn núna búnir að missa af því tækifæri að fá virkjunina í gang haustið 1981, þar sem fram- kvæmir í sumar skera úr um að gangsetning verði möguleg haustið 1981. Þessi saga er hér rifjuð upp til að skýra, hversvegna sumir brosa nú í laumi, þegar blý- sperrtir ráðherrar kynna með miklu yfirlæti sérstakar aðgerð- ir til að hraða framkvæmdum í orkumálum. Með greininni birt- ist mynd af framkvæmdum við Hrauneyjarfoss með þessum taxta: Á s.l. hausti vildi iðnaðarráð- herra fresta Hrauneyjarfoss- virkjun um eitt ár. Stjórn Landsvirkjunar neitaði. Nú stærir ráðherrann sig af sér- stökum aðgerðum til að flýta framkvæmdum í orkumálum. Þrastarungi á miðstödvarofni Ólaísfirði 29. júní rúman vikutíma varð hann var Á DÖGUNUM fann ungur við hreyfingu á ofninum. Skurn- drengur hér á Ólafsfirði, Fylkir in var að brotna og ungi að Þór Guðmundsson, egg í yfir- skríða í heiminn. Unginn lifir gefnu þrastarhreiðri. Fylkir tók enn, er orðinn þriggja daga eggið með sér heim og setti það í gamall þegar þetta er skrifað og bómull á miðstöðvarofn. Eftir dafnar vel. - Jakob. Þrastarunginn teygir sig eftir einhverju matarkyns úr bómullar- hreiðri sfnu._____________________________(ljósm. Jakob) Hver fékk glæsibif- reið í happ- drætti S VFÍ DREGIÐ hefur verið í Ilappdrætti Slysavarna- félags íslands 1979 og komu vinningar á eftirtal- in númer. 19351 Chevrolet Malibu Classic Station Wagon 1979. 26893 Veturgamall hestur. 2881 Binatone sjónvarpsspil. 26899 Binatone sjónvarpsspil. 36993 Binatone sjónvarpsspil. Vinninganna sé vitjað á skrif- stofu SVFÍ á Grandagarði. Upplýsingar í síma 27123 (sím- svari) utan skrifstofutíma. Slysa- varnafélag íslands færir öllum beztu þakkir fyrir veittan stuðn- ing. (Fréttatilkynning frá SVFÍ.). M'OI.YSIM. XSIMINX KR: £' 22480 Jtlot0unbl«í>it> 0)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.