Morgunblaðið - 30.06.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.06.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979 Gaddafi hótar að hætta olíusölu — en enginn tekur hann trúanlegan DamaskuN. 29. júní. AP, Reuter GADDAFI þjóðhöfðingi í Libyu sagði í viðtali scm var birt við hann í dag, að hann hefði ákveðið að stöðva olíuútflutning frá Libyu að minnsta kosti í tvö ár og ef til vill lengur. Hann sagði að svo mjög yrði dregið úr framleiðslu að aðeins dygði til innanlandsþarfa. Gaddafi sagði þetta í viðtali við A1 Mostakb- alm. arabiskt vikurit sem er gefið út í París. Akureyri 6 skýjaó Amsterdam 22 skýjaó Apena 35 bjart Barcelona 25 lóttskýjað Berlín 23 skýjað BrUssel 22 rigning Chicago 29 rigning Denpasar, Bali 28 skýjað Feneyjar 27 léttskýjaö Frankturt 24 skýjað Genf 27 sól Helsinki 18 skýjað Hong Kong 29 rigning Jerúsalem 26 rigning Jóhannesarb. 18 sól Kaupmannah. 19 rigning Las Palmas 22 léttskýjað Lissabon 28 sól London 21 skýjað Los Angeles 33 bjart Madrid 27 bjart Majorka 30 léttskýjað Maiaga 30 skýjað Miamí 29 skýjað Montreal 26 skýjað Moskva 25 bjart Nýja Delhi 41 bjart New York 25 skýjað Ósló 17 léttskýjað París 24 skýjað Reykjavík 8 léttskýjað Rio de Janeiro 24 skýjað Rómaborg 29 bjart San Francisco 15 skýjað Stokkhólmur 18 skýjað Teheran 36 skýjað Tel Aviv 28 sól Tókíó 27 rigning Vancouver 25 skýjað Vínarborg 24 skýjað Gaddafi lét þessa ákvörðun sína í ljós í viðtali á mánudag, en hann tilgreindi ekki nákvæmlega hvenaer hann myndi hætta olíusölunni. Hann sagði að þetta myndi koma Libyu sjálfri bezt, að geyma olíu í iðrum landsins fremur en lenda í útistöðum við Bandaríkin og önnur iðnríki. Gaddafi sagðist vera orðinn löngu leiður á öllu tali og skrifi um olíumál og olíuframleiðsluríkin væru að ósekju látin sæta ábyrgð fyrir verð- bólgu í löndum í heiminum, en þeir ábyrgu væru í rauninni alþjóðleg olíufélög og umfram allt Bandaríkin, og þau bæru ábyrgð á falli dollarans gagnvart öðrum gjaldmiðlum, þar af leiddi að Bandaríkjamenn hefðu valdið olíuframleiðsluríkjum óbæt- anlegu tjóni. Hann sagði einnig að hann myndi hvetja önnur Arabaríki eindregið til þess að taka höndum saman við hann í þeirri viðleitni að stórminnka olíuframleiðsluna. Hann sagði að með þessu vonaðist hann til að viti yrði komið fyrir forystumenn iðn ríkja og að þau hættu að mergsjúga olíuframleiðsluríkin. Fréttir frá Vestur-Þýzkalandi herma að utanríkisráðuneytið þar hafi sagt í kvöld að það hafi ekki fengið neina vitneskju um þetta né neitt verið sagt sem benti til þess að Libyumenn ætluðu að stöðva olíu útflutning alveg á næstunni. Tals maður Continental-olíufélagsins í Bandaríkjunum sagði að mikið vafa mál væri að Gaddafi léti verða af þessum hótunum sínum og myndi stjórn hans án efa rísa mjög öndverð gegn því. Fulltrúadeildin samþykkti bann Washington, 29. júnf, AP, Reuter. FULLTRÚADEILDIN bandaríska samþykkti með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða að halda áfram við- skiptabanni á Zimbabwe, Ródesíu, 350 samþykktu áframhaldandi bann en 37 voru á móti. Niðurstaða fulltrúadeildarinnar er í beinni and- stöðu við atkvæðagreiðslu öldunga- deildarinnar, sem samþykkti með 52 gegn 41 atkvæði að aflétta viðskipta- banni. Jimmy Carter fagnaði í dag úrslitum atkvæðagreiðslunnar í full- trúadeildinni. Hillir undir ad Times komi út Lundúnum. 29. júní — Reuter NÚ virðist hilla undir að hið virta dagblað The Times komi út aftur. Samtök prentara og útgef- endur sögðu i dag, að samninga viðræður hefðu komist á skrið. The Times hefur ekki komið út í sjö mánuði vegna deilu við prent- ara. Útgefendur ætluðu að koma á hagræðingu með offsetprentun og hefði það þýtt að fjölda prentara hefði verið sagt upp. Nú hafa útgefendur og prentarar ákveðið að fresta viðræðum um hina nyju tækni og einbeita sér þess í stað að koma The Times út á ný. Fyrir aðeins tæpri viku sagði Þekktum and- ófsmanni sleppt MoNkvu. 29. júní. AP. ZVIAD Gamaskhurdia, þekktur andófsmaður frá Grúsíu sem var dæmdur til nauðungarvinnubúða vistar fyrir ári, hefur nú fengið sakaruppgjöf og verið látinn laus úr haldi, að því er Tass-fréttastof- an skýrði frá í dag. Gamaskhurd- ia hafði verið dæmdur í þriggja ára fangabúðavist. Hann hélt síðan heim til sín til Tbilisi og Tass-fréttastofan sagði að hann hefði verið vel á sig kominn til líkama og sálar. útgáfustjórnin að möguleikar á því að The Times kæmi aftur út væru hverfandi. Flutningaskipið Emmanuel Delmas og ítalska olíuskipið Vera Berlingeri lentu í árekstri á Miðjarðarhafinu og sökk ítalska skipið skömmu sfðar, eftir að björgunarmönnum hafði tekist að losa skipin. 18 sjómenn, flestir af Emmanuel, fórust, þegar eldar loguðu stafna á milli á skipinu. Hugðust smygla 15000 flóttamönnum fyrir um 820 milljónir króna Singapore, 29. júní AP YFIRVÖLD í Singapore segjast hafa handtekið átta menn, sem ætluðu að flytja 15000 fióttamenn frá Víetnam fyrir um 820 milljónir íslenzkra króna til eyjarinnar Tonan Maru sem tilheyrir Indónesíu og Singapore. Stjórnvöld sögðu að þeir ménn, sem hefðu verið handteknir, hefðu áður staðið fyrir flutningi flóttamanna frá Vfetnam. Það var árið 1978. Þeirra á meðal er finnskur skipstjóri, Olof Ahlqvist. Utanríkisráðherrar þjóða í S-Austur Asíu sem nú funda á Bali, Indónesíu fögnuðu í dag tillögum Bandaríkjamanna um að Bandaríkin tvöfaldi þá tölu flótta- manna er heimilt verður að koma til Bandaríkjanna. Nú er 7000 manns leyft að koma til USA á mánuði en verða 14 þúsund. Þó var einn ráðherranna óánægður, utan- ríkisráðherra Singapore, sem sagði að slík áætlun kallaði einungis á fleiri flóttamenn frá Víetnam. Sérstakur fulltrúi Víetnams ræddi við yfirvöld í Malasíu í dag og sagði hann að „Kínverjar not- uðu ástandið í Víetnam til að senda fólk frá Kína í ýmsum tilgangi," eins og hann orðaði það. Hann sagði að yfirvöld í Víetnam hefðu minnkað flóttamanna- strauminn frá landinu um 50% í júní, stöðvað 27 af 57 bátum, er voru að yfirgefa landið. Þá sagði hann, að flóttamannavandamálið væri ýkt. Hann sagði einnig, að stjórnvöld í Víetnam hefðu komist að samkomulagi við flóttamanna; stofnun Sameinuðu þjóðanna. í þessu samkomulagi kveður á um, að Víetnamar muni takmarka þann fjölda, sem fer úr landi við þá tölu sem þjóðir heims muni taka við. í Hong Kong þustu hundruð flóttamanna frá skipi, sem hafði komið með þá til nýlendunnar. Skipsmenn hjuggu á ankeri skips- ins svo það rak upp. Fólkið komst ekki undan. Franska lögreglan réðst gegn ólöglegu útvarpi sósíalista París, 29. júní - AP FRANSKA lögreglan réðst í gærkvöldi til atlögu gegn ólöglegu útvarpi sósíalista I Frakklandi og notaði lögreglan táragas til að flæma nokkra af leiðtogum sósíalista út úr útvarpshúsinu, þeirra á meðal þrjá þingmenn flokksins. Rfkið hefur einkarétt á útvarpi og sjónvarpi í Frakklandi. Viðureign þessi endurspeglar deilur Giscards d'Estaings Frakklandsfor- seta, og sósíalista í landinu. Árás lögreglunnar hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og slógu frönsku blöðin álinu upp á forsíðum. Þar á meðal myndum af því þegar franska lögreglan hindraði tvo þing- Þetta gerðist 1976 — Myndir bandarísks geimfars sýng að vatn hefur verið á Mars. 1971 — Þrír sovézkir geimfarar finnast látnir við lendingu eftir þriggja vikna geimferð. 1970 — Viðræður um aðild Breta að EBE hefjast. 1968 — Rússar neyða banda- ríska þotu með 214 bandarískum hermönnum að lenda á Kúríleyj- um. 1965 — Vopnahlé milii Indverja og Pakistana. 1964 — Hernaðaraðgerðum SÞ í Kongó lýkur. 1963 - Páll VI krýndur 262. páfi. 1960 — Kongó fær sjálfstæði. 1936 — Franski fasistaflokkur- ínn bældur niður — Haile Selassie keisari biður um hjálp gegn ítölum á fundi Þjóðabanda- lagsins. 1934 — „Nótt hinna löngu hnífa“ markar upphaf hreinsana nazista. 1930 — Bretar viðurkenna sjálf- stæði íraks. 1913 — Síðara Balkanstríðið hefst með árásum Búlgara á Serba og Grikki. 1876 — Serbar segja Tyrkjum stríð á hendur. 1959 — Emile Blondin gengur á línu yfir Níagarafossa. 1852 — Nýja Sjáland fær sjálf- stjórn. 1845 — Ensk-franskur leiðang- ursher sendur til Madagaskar. 1708 — Orrustan um Oudenarde hefst. 1652 — Englendingar segja Hol- lendingum stríð á hendur. Afmæli: Paul Francois Nicolas Barras, franskur stjórnmálaleið- togi (1755-1829) - George Duhamel, franskur rithöfundur (1884-1966) - Harold Laski, brezkur stjórnvísindamaður (1893—1950) — Susan Hayward (1919-1975). Andlát: Elizabeth Barrett Browning, skáld, 1861. Innlent: Kristján Eldjárn kos- inn forseti 1968 — Stóridómur 1564 — Skipadómur 1545 — Isleifur Árnason háyfirdómari handtekinn 1809 — Steinunn Árnadóttir dæmd til lífsláts fyrir að bera út barn sitt 1802 — Jerome Napoleon prins kemur til íslands 1856 — Eldgos í Dyngju- fjöllum 1862 — f. Jón Vigfússon biskup 1690 — d. Jón Guðmunds- son ritstjóri 1875 - Jósef Skaptason læknir 1875 — f. Jón Helgason. prófessor 1899 — Sigurbjörn Einarsson biskup 1911 — Útfærsla í 12 mílur undirrituð 1958 - Sigur stjórn- arflokka í Alþingiskosningum 1946 — Sigur Sjálfstæðisflokks í Alþingiskosningum 1974. Orð dagsins: Eg trúi á þagnar- aga, og ég get talað um hann klukkutímum saman — George Bernard Shaw, írsk-ættaður rit- höfundur (1856-1950). menn sósíalista að komast leiðar sinnar. Leiðtogi sósíalista, Francois Mitterand, var ekki viðstaddur þegar árásin var gerð en skömmu áður en lagt var til atlögu að húsinu hafði Mitterand flutt ávarp af segulbandi. Sósíalistar halda því fram, að þeir hafi ekki sömu tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri í ríkis- reknum fjölmiðlum og stjórnar- flokkarnir. í yfirlýsingu, sem þeir birtu ásamt kommúnistum mót- mæltu þeir árásinni harðlega og meðferð frönsku lögreglunnar á tveimur þingmönnum flokksins. Öll helstu blöð Frakklands birtu leiðara um málið. Þannig dró Le Figaro í efa staðhæfingu sósíalista á einokun stjórnarflokkanna á ríkisreknum fjölmiðlum en gagnrýndi einnig aðgerðir stjórnarinnar. „Herra Mitterand veit að hann og félagar hans geta komið skoðunum sínum á framfæri, en satt er, að það er erfiðara fyrir það en stjórnarflokk- ana,“ sagði blaðið. France-Soir spurði í leiðara á forsíðu: „Til hvaða bragðs eiga stjórnvöld að taka þegar stjórnmálaflokkur brýtur lögin?“. Le Matin, er styður sósíalista, sagði málið „alvarlegt" og reyndi að hrekja staðhæfingu Raymonds Barres, forsætisráðherra, að „allir Frakkar væru jafnir fyrir lögunum". Tveir flóttamenn hurfu sporlaust Eisenstadt, 29. júní, AP. TVEIR ungverskir hermenn, sem flúðu yfir landamærin til Austur- ríkis á föstudag, hafa horfið spor- laust. Þeir skildu vopn sín og ein- kennisbúninga eftir í bíl og fóru síðan áfram á „puttanum". En þeir eru gersamlega horfnir. Álitið var, að þeir hefðu ætlað að biðja austur- rísk stjórnvöld um hæli sem póli- tískir flóttamenn. Svo virðist, sem þeir hafi ætlað til flóttamannabúða í Traiskirchen. Flóttamennirnir eru báðir um tvítugt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.