Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1979 23 Tólfta þing L.Í.F. Frímerki 79 Ungir sem gamlir virða barmmerkin fyrir sér. Sunnudaginn 10. júní var þing Landssambands íslenzkra frí- merkjasafnara haldið í Álfta- mýrarskóla, og hófst það kl. 9. Setti formaður þess, Sigurður P. Gestsson, það og bauð þingfull- trúa velkomna, en þeir voru samtals 25, aðalmenn og vara- menn. Minntist formaður í upp- hafi nýlátins ágæts félaga og stjórnarmanns um árabil, Sig- urðar Ágústssonar, en hann var einmitt jarðsunginn sama dag og frímerkjasýningin FRI- MERKI 79 var opnuð 7. júní. Þótti mörgum það merkileg til- viljun, þar sem hinn látni hafði ævinlega verið einn hinna ötul- ustu félagsmanna við undirbún- ing frímerkjasýninga hér á landi frá upphafi þeirra árið 1958. Fundarstjóri var kjörinn Sig- urður H. Þorsteinsson og fund- arritari Hartvig Ingólfsson. Fyr- ir þinginu lágu allmörg mál, og verður minnzt á hin helztu hér á eftir. Fráfarandi formaður gerði grein fyrir störfum stjórnarinn- ar á liðnu starfsári í stuttu máli, enda má segja, að fátt hafi gerzt frásagnarvert nema undirbún- ingur að nýjum lögum. Var þetta í reynd aðalmál landsþingsins að þessu sinni. Reifaði Jón Aðal- steinn Jónsson það fyrir hönd stjórnarinnar grein fyrir grein. Lagafrumvarp þetta hlaut góðar undirtektir þingfulltrúa og var samþykkt samhljóða með nokkr- um breytingum, sem ég hygg, að hafi flestar verið til bóta. Gjaldkeri L.Í.F., Páll Ásgeirs- son, gerði grein fyrir reikningum sambandsins. Örlítill halli varð á rekstrarreikningi, en ekki um- talsverður, enda tekjur aðildar- félaga af árgjöldum félags- manna auðsæilega allt of lágar í okkar verðbólguþjóðfélagi. Var því einróma samþykkt að hækka árgjaldið upp í 300 kr. Að mínum dómi þyrfti það að vera til muna hærra, ef nokkuð á að vera hægt að framkvæma innan sambands- ins. Sigurður R. Pétursson hafði annazt rekstur tímaritsins Grúsks síðastliðið ár, og komu út þrjú tölublöð. Gerði hann grein fyrir rekstri þess, en hann hafði gengið til muna betur en áður hafði verið. Þrátt fyrir það stóð allt í járnum. Var því ákveðið að framvegis yrði gjald hvers fé- laga L.Í.F. fyrir hvert hefði miðað við söluverð Vikunnar, en það er nú 850 kr. Tillaga kom fram á þinginu eða áskorun til væntanlegrar stjórnar að hún ynni að því að L.Í.F. fengi tvo menn í frí- merkjaútgáfunefnd Póstmála- stofnunarinnar, þegar hún verð- ur endurskipuð á næsta ári. Er enginn efi á, að seta safnara í þeirri nefnd getur ekki síður orðið Póstmálastofnuninni til góðs en söfnurum sjálfum. Ekki tel ég nokkurn vafa geta leikið á því, að þessu máli verði vel tekið af hálfu póstyfirvalda, jafngóð samvinna og hefur ríkt milli þeirra og frímerkjasafnara síð- ustu áratugi. Er þessi þróun mála einnig í fullu samræmi við það, sem tíðkazt hefur í ná- grannalöndum okkar. Þá var einróma samþykkt tillaga um það, að nú verði þess enn freistað að fá söluskatt af frímerkjum felldan niður. Eins og ég og ýmsir aðrir hafa oft bent á, er innheimta hans af sölu notaðra frímerkja ósanngjörn og framkvæmdin fáránleg að mín- um dómi. Má þar enn minna á, að útlendingar, sem hér kaupa frímerki, sleppa við að greiða hann. Getur hér því orðið um verulega mismunun milli inn- lendra og erlendra safnara að ræða — og það svo, að heima- menn treysti sér ekki til að etja kappi við erlenda „kollega" sína. Fyrir bragðið er hætta á, að margt gott frímerkjaefni fari út úr landinu. Nokkrar breytingar urðu á stjórn L.Í.F. að þessu sinni og stjórnarmönnum fjölgað upp í níu. Formaður var kjörinn Sig- urður R. Pétursson og varafor- maður Sigurður P. Gestsson, báðir til eins árs, sem og aðrir stjórnarmenn. Ritari var endur- kjörinn Hálfdan Helgason, en gjaldkeri er nýr, Gunnar Rafn Einarsson. Þá var Jón Aðal- steinn Jónsson kosinn blaðafull- trúi sambandsins, en því emb- ætti hefur enginn gengt um hríð. Má í rauninni segja, að það sé nýtt embætti innan stjórnar- innar. Meðstjórnendur voru kjörnir fjórir, þeir Hartvig Ing- ólfsson og Páll Ásgeirsson, sem áttu báðir sæti í fráfarandi stjórn, Sveinn Jónsson, sem áður sat í varastjórn, og Sverrir Einarsson, sem er nýr í stjórn- inni. Varamenn voru kjörnir Þórður Reykdal (endurkjörinn) og Finnur Kolbeinsson. Þá var gerð sú breyting á lögum L.Í.F., að fulltrúi Islands á alþjóðasýn- ingum hefði seturétt í stjórn, en því embætti gegnir Sigurður H. Þorsteinsson til ársloka 1981. Þá tekur við því embætti Sigurður R. Pétursson samkv. ákvörðun síðasta landsþings. Loks voru Guðmundur Ingimundarson og Óskar Jónatansson kosnir end- urskoðendur reikninga Lands- sambandsins. Frímerki 79 Ég hef áður minnzt á það, að sú stefna er ríkjandi innan L.Í.F. að halda frímerkjasýningar í sambandi við þing þess, og var vikið nokkuð að væntanlegri sýningu, FRÍMERKI 79, í síð- asta þætti, sem kom einmitt út sama dag og hún var opnuð 7. júní. Frlmerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Vissulega var þessi frímerkja- sýning ekki stór í sniðum eða samtals 88 rammar. Af þeim voru 58 í svonefndri samkeppn- isdeild, en 30 í kynningardeild. Ekki var sýningunni samt skipt í tvær deildir, svo sem oft er venja, heldur var römmum raðað upp í einni deild í töluröð. Um þá niðurskipan má vitaskuld deila, en einhvern veginn kann ég betur við að hafa hvora deild sér. Þá geta skoðendur safnanna auðveldlega áttað sig á, hvaða efni er sýnt til þess að hljóta dóm dómnefndar og hvaða efni er einkum sýnt til að kynna sýningargestum, hverju má safna og hvernig. Er þá oft brotið upp á nýjungum, sem eru utan við alfaraleið, ef svo má segja. Auk frímerkjaefnis sýndi Jón Halldórsson hluta af póstkorta- safni sínu og safni af gömlum myndum úr vindlingapökkum (sígarettumyndir), en þær voru algengar hér á landi fyrir og eftir 1930, svo sem margur man. Þá sýndi Ólafur Jónsson hluta af barmmerkjasafni sínu, en ég hygg, að það sé einstætt í sinni röð hér á landi a.m.k. Var og vel ljóst af þeim fjölda gesta, sem stanzaði við sýningarborð hans, að menn kunnu vel að meta þetta sérstæða safn. Það var líka sett upp á skemmtilegan og smekklegan hátt, svo sem vel má sjá á mynd þeirri, sem fylgir þessum þætti. Þar sem segja má, að frí- merkjasýning þessi hafi verið lítil, varð ekkert því til trafala, að hægt væri að skoða hana nákvæmlega. En í sannleika sagt er það svo, að á stórum sýning- um vill margt sýningarefni verða útundan, því að ógerlegt er að grandskoða allt, þar sem rammafjöldi skiptir þúsundum. Litlar sýningar verða þess vegna um margt bæði viðráðanlegri og notadrýgri en stórsýningar. Þá var sérstakt pósthús opið á sýningunni, og virtist þó nokkuð að gera, einkum fyrstu dagana, enda var notaður sérstimpiU, sem menn sóttust eftir að fá á póstsendingar. Sýningarnefnd hafði látið útbúa sérstök umslög með merki sýningarinnar, bæði tölusett og ótölusétt. Eins var prentuð sýningarblokk. Þetta hvort tveggja mun hafa selzt mjög vel og jafnvel alveg upp. Þar sem of langt mál er að segja nú frá Frímerki 79 og því efni, sem þar var að sjá, verður geymt að minnast á það og niðurstöður dómnefndar þar til í næsta þætti, en hann verður jafnframt hinn síðasti að sinni. Ný frímerki 3. júlí Loksins verða frímerki þau úr flokknum Merkir íslendingar, sem út áttu að koma í marz síðastliðnum, sett í umferð næstkomandi þriðjudag. Verður ekki annað sagt en það sé bæði eftir dúk og disk, því að mánað- argömul hækkun póstburðar- gjalda gerir það að verkum, að nafnverð þeirra hentar ekki neinum töxtum. Því miður er þetta svo sem ekki í fyrsta skipti, sem þannig tekst til, en ekki verður unnt að skella þar allri skuld á póststjórnina, þótt ekki verði annað sagt en hún sé oft ærið svifasein í útgáfumálum sínum. Lægra verðgildið, 80 kr., er rauðbrúnt að lit, og er á því mynd af Ingibjörgu H. Bjarna- son (1867—1941). Hún var skóla- stjóri Kvennaskólans í Reykja- vík frá 1906 til dauðadags 1941 og alþingismaður 1923—1930. Varð hún fyrsta íslenzka konan til að taka sæti á Alþingi. Auk þess gegndi hún mörgum öðrum trúnaðarstörfum og varð m.a. formaður Landspítalasjóðs- nefndar frá upphafi 1915 til æviloka. Hærra verðgildið er 170 kr. og dökkrautt að lit. Hefur skáld- konan Torfhildur Þorsteinsdótt- ir Hólm verið valin á það merki. Var hún fædd 1845 og lézt 1918. Er hún fyrsta íslenzka konan, sem hafði ritstörf að atvinnu og gaf út sögulegar skáldsögur. Eins gaf hún út bæði ársrit, Draupni, og mánaðarblað, Dvöl, svo að eitthvað sé nefnt. Bæði þessi frímerki eru prent- uð í Frímerkjaprentsmiðju frönsku póstþjónustunnar með svonefndri djúpprentun, en svo hefur verið með öll frímerki í þessum flokki, ef ég man rétt. Enginn vafi leikur á því, að báðar þessar konur hafa með ævistarfi sínu unnið til þess að komast í þennan frímerkjaflokk íslenzku póststjórnarinnar. Hins vegar hlýtur að vera nokkur vandi fyrir útgáfunefnd Póst- og símamálastofnunarinnar að ákveða, hvaða menn og í hvaða röð þeir skuli fylla þennan flokk. Ég er örugglega ekki einn um þá skoðun, að óhæfilega lengi hafi dregizt að velja í þennan flokk. Jón Guðmundsson, ritstjóra Þjóðólfs og alþingismann, en hann var sem kurinugt er einn helzti stuðningsmaður Jóns Sig- urðssonar hér á landi. Ef miðað er við fæðingaár og áhrif hans í sjálfstæðismálum íslendinga, hefði hann fyrir löngu átt að vera kominn á íslenzkt frímerki, því að hann var uppi frá 1807 til 1875. Vil ég vænta þess, að póststjórnin og nefnd hennar bæti hér úr, áður en langt um líður. Sumarspila- mennska TBK Spilað var í tveimur riðlum sl. fimmtudag, 16 og 10 para. Úrslit í A-riðli: Sigtryggur — Gunnlaugur 270 Guðmundur A. — Jóhann J. 232 Karl — Haukur 230 Baldur B. — Gunnar B. 230 Meðalárangur 210. Úrslit í B-riðli: Eiríkur — Valur 137 Ólafur Á. — Sigurður E. 124 Stefán — Ægir 119 Gissur — Óskar 114 Meðalárangur: 108. Staðan í hcildarstigakeppn- inni: Valur Sigurðsson 14 Guðmundur Hermannsson 9 Gísli Tryggvason 9 Guðlaugur Nielsen 9 Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélagið Ásarnir Kópavogi Tuttugu pör spiluðu sl. mánudag og urðu úrslit þessi: N-S-riðill: Árni Alexandersson — Ragnar Magnússon 277 Guðmundur P. Arnarsson — Sverrir Ármannsson 262 Haukur Ingason — Hjörleifur Jakobsson 250 Sigríður Pálsdóttir — Sigrún Ólafsdóttir 236 A-V-riðill: Hrólfur Hjaltason — Skafti Jónsson 271 Sveinn Helgason — Guðríður Guðmundsdóttir 245 Ármann J. Lárusson — Sævin Bjarnason 232 Albert Þorsteinsson — Kristófer Magnússon 221 ^leðalárangur 216. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiöar, Jeppabifreið, sendibifreið og Pick-up bifreiö með framhjóladrifi og húsi. Ennfremur nokkrar ógangfærar bifreiðar er veröa sýndar að Grensás- vegi 9 þriöjudaginn 3. júlí kl. 12—3. Tilboðin verða opnuö í Bifreiöasal aö Grensásvegi 9 kl. 5. Sala Varnaliðseigna. Lokun Verkstæöi okkar er lokaö vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 7. ágúst. RÆSIR HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.