Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979
Rœttvið
Á rna Stefánsson
ogAlbert
Eimundsson
áHornafirði
Úr vinnslusal hins myndarlcga hraðfrystihúss KASK á Ilöfn, en það var tekið í notkun fyrir nokkrum
árum.
Bœði kostir og gafíar samfara
hinrú öru fjölguii íbtía á Höfn
skemmtilegasti Kolfvöllur lands-
ins, þó svo að enn sé þar talsvert
starf óunnið. Árni er formaður
Golfklúbbsins á Höfn og einn
snjallasti kylfingurinn á staðnum
og Albert hefur í tæpt ár dundað
sér við að rölta á eftir hvíta
boltanum í góðum félagsskap.
Sumarið 1972 var byrjað að
vinna landið fyrir golfvöll, en
völlurinn er á ræktunarlandi frá
1930, vel gróinn á töngunum fram
í sjó. Frá því að byrjað var að slá
völlinn af áhugamönnum um golf
1972 hefur markvisst verið unnið
að uppbyggingunni, teigar og flat-
ir hafa verið ræktuð og byggð upp,
en í raun er vallarstæðið frá
náttúrunnar hendi mjög hentugt
þó að talsverða hugvitssemi hafi
þurft við fyrirkomulag vallarins.
Að sögn Árna eru um 40 manns
virkir í golfklúbbnum og í þeim
hópi er að finna fólk úr öllum
stéttum. Börn og unglingar á Höfn
hafa sinnt golfinu af áhuga á
síðustu árum og nokkur þeirra
hafa náð góðum árangri. Þrjú
stórmót verða haldin á Silfurnes-
vellinum í sumar, bikarmeistara-
mót, meistaramót klúbbsins og
loks opið mót, sem haldið verður í
haust. Kylfingar alls staðar að af
landinu hafa í auknum mæli sótt
ATVINNA flestra íhúa á Iliifn í Ilornafirði tengist meira eða minna fiski og fiskvinnslu. en langt er þó í
frá að lífið sé hara fiskur á þessum stað þar sem mest fjölgun hefur að meðaltali orðið á landinu á
undanfiirnum árum. Ungt fólk byggir þennan stað að miklu leyti og það liggur ekki á liði sínu í hinu
félagslega starfi þegar stund er á milli stríða í brauðstriti og húsbyggingum. Fegurð er einstök á Ilöfn og
sérstæð á flestan hátt. en mannh'fið er einnig iiðru vísi þarna en annars staðar og sá andi sem þar svífur
yfir viitnum er annar en víða. einhvernveginn jákva'ðari en á svo miirgum stöðum.
h’élagslíf stendur með miklum
blóma á Höfn og þar eru þeir
framarlega í flokki Árni Stefáns-
son, hótelhaldari með meiru og
fyrrum skólastjóri barnaskólans á
staðnum, og Albert Eymundsson
arftaki Árna í skólastjórastöð-
unni. Morgunblaðsmenn heim-
sóttu Höfn á dögunum og var þá
m.a. rætt við þá félaga Árna og
Albert.
Kostir <>k tíallar
iirrar fjöljíunar
Þeir Albert og Árni segja okkur
að hin öra uppbygging á Höfn hafi
bæði kosti og galla í för með sér.
— Þannig fjölgaði hér á staðnum
um 70 manns á síðasta ári eða um
5'/r og meðalfjolgun nemenda á
skólaskyldualdri hefur undanfarin
ár verið 10 á ári, segja þeir.
— Vegna hinnar örru fjölgunar
hér hefst ekki undan við þær
þjónustuframkvæmdir, sem
bæjarfélagið þarf að annast. í
þessu sambandi ber fyrst að nefna
varanlega gatnagerð og vatns-
veitu. Helztu framkvæmdir bæj-
arins í ár, auk þeirra, sem fyrr er
minnst á, eru bygging 2. áfanga
gagnfræðaskóla með serkennslu-
stofum og dagheimilis, sem tekið
verður í notkun í sumar, segir
ALbert.
Strax á næsta ári verður úthlut-
að lóðum á leirunni niilli Lyngeyj-
ar og Fiskhóls, en það hefði
einhvern tímann þótt í frásögur
færandi ef íbúðarhús yrðu byggð á
þessum stað. Landið þarna verður
hækkað verulega með þeim hætti
að fyrst verður leiran fergð með
þykkum malarpúða, en hann síðan
þynntur út þegar sig hefur fengist.
Þessar framkvæmdir eru hugsað-
ar til að þétta byggðina, auk þess
sem þetta svæði er mjög nálægt
öllum þjónustumiðstöðvum og
lagnir verða Iitlar og ekki eins
kostnaðarsamar. Onnur svæði í
landi Hafnarhrepps eru ekki eins
ákjósanleg vegna fjarlægðar.
Nú er unnið að undirbúningi
fjarvarmaveitu fyrir Höfn í
Hornafirði, en hún á fyrst og
fremst að þjóna gamla bænum á
Knattspyrna og aðrar
íþróttir
Albert Eymundsson er formað-
ur Ungmennafélagsins Sindra og
það er allsérstætt að með honum í
stjórn félagsins eru aðeins ung-
lingar, sem liggja ekki á liði sínu í
starfinu. Albert segir okkur að
fyir sumartímann sé lítið um
aðrar íþróttagreinar en knatt-
spyrnuna og í þeirri íþróttagrein
hefur verið unnið markvisst upp-
byggingarstarf síðan 1976. Þá
settust menn niður og ræddu
málin, hvernig væri heppilegast
aÖ byggja upp svo árangur mætti
nást á knattspurnusviðinu. Menn
komust að þeirri niðurstöðu að nú
skyldi byrjað algjörlega upp á
nýtt.
Höfn, eða þeim hluta bæjarins
sem ekki hefur rafhitun. Vonast
er til, að farið verði i framkvæmd-
ir á þessu ári. Hornfirðingar líta
björtum augum á þessa fram-
kvæmd og flestir telja að þarna sé
um mikið framfaraspor að ræða.
Báöir sitja þeir Arni og Albert í
hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, en þegar við spyrjum þá
hvort ekki sé erfitt fyrir Sjálf-
stæðismenn að búa á stað eins og
Höfn, þar sem Framsóknarflokk-
urinn sé eins sterkur og raun ber
vitni verður Árni fyrir svörum:
— Það er langt í frá að það sé
einkaréttur Framsóknarmanna að
vera samvinnumenn og þó að
kaupfélagið sé sterkt hér, þarf það
ekkert að segja um fylgi Fram-
sóknar. Ég tel mig vera samvinnu-
mann og samvinnuhreyfingin er
jákvæð þegar hún er rekin fyrir
byggðarlagið og þjónar hagsmun-
um þess.
— Kaupfélag A-Skaftfellinga á
fiskverkunaraðstöðuna her að
miklu leyti, sömuleiðis mikinn
hlúta verzlunar og sér um þjón-
ustu fyrir landbúnaðinn. Hins
vegar er nær öll útgerð á vegum
einstaklinga. Menn taka sig sam-
an 2—3 og gera út bát, menn
vinna fyrir sjálfa sig og hér hefur
ávallt verið rekin mjög farsæl
útgerð. Stemma er í eigu einstakl-
inga, byggingarverktakarnir hafa
meira en nóg að gera sem og aðrir
iðnaðarmenn, einstaklingar eru
með ýmiss konar þjónustu, t.d.
margar sérverzlanir. Þannig
mætti áfram telja og kaupfélagið
og einstaklingar sinna hvert sínu
Fyrrverandi og núverandi skólastjóri barnaskólans á Höfn, Árni
Stefánsson og Albert Eymundsson ræða málin yfir bolla af kaffi.
hlutverki hér í Hornafirði árekst-
ralítið, segir Árni.
Golfvöllurinn
Golfvöllur þeirra Hornfirðinga,
Silfurnesvöllurinn, hefur á undan-
förnum árum vakið mikla athygli
og verið viðurkenndur sem einn
það mót og í haust má reikna með
fleiri aðkomumönnum en áður.
Þá fór fyrir skömmu fram
bæjarkeppni milli Hornfirðinga
og Eskfirðinga og lauk þeirri
viðureign með öruggum sigri
heimamanna, en Eskfirðingar
byrjuðu síðar á iðkun þessarar
ágætu íþróttar. Þetta mót er vísir
að Austurlandsmóti í golfi, en á
Austfjörðum eru áhugamenn á
fleiri stöðum farnir að huga að
golfvallargerð og slíku.
Ileimsmálin krufin í löndun úr Ilornafjarðarbát.
í stað þess að leggja allt kapp á
elzta flokkinn og leggja mikla
fjármuni í hann var ákveðið að
yngstu flokkarnir hefðu algjöran
forgang. Árangurinn hefur heldur
ekki látið á sér standa, því síðan
1976 hefur Sindri ekki tapað leik
fyrir öðrum Austfjarðaliðum í 5.,
4. og 3. flokki í knattspyrnu. Nú er
meistaraflokkurinn með í keppn-
inni í þriðju deild, og var reyndar