Morgunblaðið - 30.06.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979
29
Pottasleikir
Gqðir hálsar! (hásir eða heilbrigðir) —
Þakka fyrir síðast. Sendið mér nú mynd af því,
þegar þið eruð að matreiða! (eldhúsið allt í reyk,
gluggarnir upp á gátt, þið hóstandi og stynjandi og
mamma á harðahlaupum að bjarga því, sem bjargað
verður — eða pabbinn, ef hann er heima!!) — Ég vona
sem sagt, að þessar fáu línur hitti ykkur ykkur heil og
hress, svo að þið getið tekið til við næstu uppskrift.
Nú er íslenska grænmetið eins ódýrt og mögulegt er á
þesum árstíma. Það er um að gera að borða þessa
hollu og góðu fæðu ekki síst á þessum tíma, þegar hún
er fersk og ný og auðug af vítamínum, sem gefa ykkur
aukinn kraft og viðnámsþrek. Reynið við grænmetis-
súpuna. — Gefist ekki upp. EF hún heppnast vel, er
hún herramannsmatur (passar einmitt fyrir þig!) —
Verði þér að góðu — og gleymdu ekki að senda okkur
teikningu!
Þinn einlægur
Pottasleikir og allir hinir.
Grænmetissúpa
2 kartöflur
1 gulrót
1 lítill hvítkálsbiti
1 lítil Kulrófa
Vi blaðlaukur
Nukkur strá af graslauk
steinseija
1 1. vatn
2 tsk. salt
1 súputeningur
Svona býrðu til súpuna:
Þvoðu og hreinsaðu grænmetið,
flysjaðu kartöflur og rófur, skafðu
guirótina og þvoðu kálið, laukinn
og steinseljuna.
Skerðu grænmetið í litla bita eða
rífðu það á rifjárni. Best að klippa
graslauk og steinselju.
Láttu suðuna koma upp á vatninu.
Settu salt og súputening út í.
Láttu grænmetið í pottinn, allt
nema graslauk og steinselju.
Sjóddu grænmetið við vægan hita,
þangað til það er meyrt. Hafðu
hlemm á pottinum. Klipptu þá
graslauk og steinselju út í súpuna.
Aths.
Þú mátt bæta örlitlu vatni í
súpuna ef hún verður of þykk eða
sölt — og meira af súputeningi sé
hún of bragðdauf.
Gættu þess að hafa hlemm á
pottinum og að sjóða súp-
una ckki of lcngi, þá eyði-
ieggst C-vítamínið.
Teikning: Ulrika, Kópavogi.
spor-
vagn-
inum
Hershöfðingi einn steig
eitt sinn upp í sporvagn og
settist alveg aftur við dyr.
En svo komu undirforingj-
ar og óbreyttir hermenn og
fylltu smámsaman hin
sætin.
Skömmu seinna steig
gömul kona inn í vagninn.
Þá var ekkert sæti eftir
handa henni, og enginn
stóð upp. Gamla konan
gekk hægt aftur eftir
vagninum og nam staðar
aftur við dyr. Óðar er
hershöfðinginn sá hana,
stóð hann upp og bauð
henni sæti sitt.
Þá varð hermönnunum
skyndilega órótt innan-
brjósts. Þeir stóðu nú upp
hver á fætur öðrum og
buðu hershöfðingjanum
sæti sín. Hershöfðinginn
hristi höfuðið og sagði.
— Nei, þakka yður fyrir.
Fyrst gamla konan gat
ekki fengið sæti, þá er
ekkert sæti heldur til
handa mér.
Hnappa-keppni
Þetta er einfaldur og ódýr
leikur, sem þið getið leikið
ykkur í hvar sem er — hvort
sem þið eruð heima eða á
ferðalagi (þið megið samt
ekki rífa tölurnar af fötun-
um ykkar!). — Fáið ykkur
umbúðapappír og teiknið
hringi á hann eins og mynd-
in sýnir og merkið með
tölustöfum. Leggið síðan
hnapp eða tölu á miðju
hringsins og reynið svo að
hitta þennan hnapp með
öðrum og ýta honum út úr
miðjunni. Hver keppandi
getur reynt þrisvar t.d. og
eru þá stigin hans lögð
saman ef honum hefur tek-
ist að ýta miðju-hnappinum
úr sínu sæti. — Þið getið
einnig merkt hringinn öðru
vísi, með hæstu töluna í
miðjunni og minnstu út við
rendurnar, og reynt síðan að
hitta sem næst miðjunni líkt
og í pílukasti.
Reynið að vera hug-
myndarík og finnið ykkur
verkefni sjálf í sumar — og
gleymið ekki að bjóða hjálp
ykkar og aðstoð!
Spaklega mœlt
Afglapinn smáir aga föður síns, en sá, sem tekur
umvöndun verður hygginn.
Vegur hins óguðlega er Drottni andstyggilegur, en
þann, sem stundar réttlæti, elskar hann.