Morgunblaðið - 30.06.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ1979
39
i
THþrlfalítill
lelkur á Akureyrl
KA~ 1—1
Fram
KA OG Fram gerftu jafntefli í
jöfnum leik liðanna sem fram fór
á Akureyri í gærkvöldi. Þetta var
fyrsti leikurinn á grasvellinum
fyrir norðan, og fór hann fram
vift hinar ákjósanlegustu aðstæft-
ur. Fyrri hálfleikur var heldur
tíðindalítill, fyrir utan mark KA
manna, sem kom á 10. mínútu
leiksins.
KA-menn léku vel saman og
gaf Njáll boltann inn í teiginn til
öskars Ingimundarsonar sem
gat skorað úr þröngu færi, óverj-
andi fyrir Guðmund markvörft.
Þetta mark verður að skrifast á
vörn Frammara, en hún var
svifasein og fékk óskar nægan
tíma til að athafna sig.
Fyrstu 20 mínútur leiksins var
jafnræði með liðunum en það sem
eftir lifði hálfleiksins voru
Frammarar öllu betri. Án þess þó
að skapa sér umtalsverð mark-
tækifæri.
Utan einu sinni er Ásgeir Elías-
son skallaði framhjá stönginni.
Strax á 8. mínútu síðari hálf-
leiks tókst Fram að jafna leikinn,
og var þar Ásgeir Elíasson að
verki. Pétur Ormslev skaut á
mark KA, Aðalsteinn markvörður
varði skotið en missti boltann
klaufalega frá sér og Ásgeir fylgdi
vel á eftir og potaði boltanum í
netið.
Margir vildu meina að Aðal-
steinn hefði komið hönd á boltann
er Ásgeir skaut, en góður dómari
leiksins, Arnþór'Óskarsson, var á
öðru máli.
Eftir markið varð leikurinn sem
spegilmynd af fyrri hálfleiknum.
En þó voru færin fleiri. Besta færi
Frammara átti Pétur Ormslev er
hann komst einn innfyrir vörn
KA, lék á markvörðinn en varnar-
menn KA bægðu hættunni frá á
elleftu stundu.
Litlu síðar komst Elmar innfyr-
ir vörn Fram, en Guðmundur
markvörður bjargaði með út-
hlaupi. Einnig varði Guðmundur
vel skot frá Eyjólfi Ágústssyni
sem var skyndilega einn á auðum
sjó, eftir varnarmistök Framm-
ara. Eyjólfur kom inn á sem
varamaður, en hann hefur átt við
þrálát meiðsli að stríða og ekki
geta leikið með fyrr en nú.
Ekki voru Frammarar sannfær-
andi í þessum leik, eftir góða leiki
að undanförnu. Ásgeir var bestur
þeirra, og dreifði hann spilinu
mjög vel.
Lið KA virkaði mjög jafnt, í
þessum leik og skar sig þar enginn
sérstaklega úr. Leikinn dæmdi
Arnþór Óskarsson og gerði hann
honum góð skil.
Ásgeir Elíasson skoraði mark
Fram og var bezti maður liðsins.
í stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild Akureyr-
arvöllur. KA-Fram 1—1 (1—0).
Mark KA. Óskar Ingimundarson á
8. mínútu. Mark Fram: Ásgeir
Elíasson á 53. mínútu. Áminning:
Engin Áhorfendur 1053.
Isiandsmðllð 1. delld
— Reynir
„KR-ingar áttu refsingu
skilið—þeirvoru orðnir
of roggnir með sig“
Fylkir sigraði
á Selfossi
Selfoss
— Fylkir
FYLKIR gerði góða ferð á Sel
foss í gærkvöldi, þeir komu, sáu
og sigruðu heimanenn 2—0. Var
það mjög sanngjarn sigur eftir
gangi leiksins. Fylkismenn léku
mun betur allan tímann og voru
fljótari á boltann og ákveðnaðir í
öllum sóknaraðgerðum sfnum.
Lið Selfoss lék ekki vel, og
baráttuvilja vantaði f leikmenn.
Voru þeir flestir sem léku undir
getu.
Fyrsta mark leiksins kom á 35.
mínútu, og var þar bakvörðurinn
Kristinn Guðmundsson að verki.
Gott skot hans hafnaði í netinu án
þess að markvörður Selfoss ætti
möguleika á að verja. Á síðustu
mínútu fyrri hálfleiksins skoraði
svo Hilmar Sighvatsson annað
mark Fylkis. Staðan í hálfleik var
því 2—0. Og ekki voru fleiri mörk
skoruð í ieiknum. Bestu menn
Fylkis voru Grettir og Hilmar.
Hjá Selfyssingum var það einna
helst Sumarliði sem eitthvað
sýndi.
kp/þr.
I ísiandsmðBB 2. delid I
Knattspyrnan
um helgina
ÞAÐ kennir margra grasa í knattspyrnunni um helgina að venju og
leikir í fullum gangi í 1., 2. og 3. deild. Leikir helgarinnar eru
eftirfarandi.
LAUGARDAGUR
1. deild Laugardalsvöllur KR — ÍBK kl. 14.00. Dómari: Rafn
Hjaltalfn.
1. deild Vestmannaeyjar ÍBV — ÍA kl. 15.00. Dómari: Magnús V.
Pétursson.
2. deild Grenivík Magni — Reynir kl. 14.00.
3. deild B-riðiIl Þór — óðinn kl. 16.00 í Þorlákshöfn.
3. deild B-riðill Leiknir - Katla kl. 16.00 á Fellavelli.
3. deild C-riftill Stefnir — Bolungarvík kl. 16.00 á Suðureyri.
3. deild C-riðill Skallagrfmur — Snæfell kl. 14.00 í Borgarnesi.
3. deild D-riðill Höfðstr. - Tindastóll kl. 16.00 á Sauðárkróki.
3. deild D-riðill Svarfdælir — KS kl. 16.00 á Dalvík.
SUNNUDAGUR:
1. deild Laugardalsvöllur Valur — Þróttur kl. 20.00. Dómari: Arnþór
óskarsson.
1. deild Hvaleyrarvöllur Haukar — Víkingur kl. 16.00. Dómari:
Þorvarður Björnsson.
- ÚRSLITIN á móti KR voru
sanngjörn. Og fyrir mig var það
stórkostleg reynsla að skora þrjú
mörk f sama leiknum. Það er ofsa
tilfinning sem fylgir því. Mér
fannst þetta vera góð refsing
fyrir KR-inga að tapa svona stórt
— þeir voru nefnilega orðnir svo
roggnir með sig.
Svo mælti Halldór Arason
Þrótti er blm. Mbl. ræddi við
hann um íslandsmótið f knatt-
spyrnu og bað hann að spá um
leiki vikunnar sem framundan
er. Halldór átti mjög góðan leik
með liði sfnu Þrótti er það vann
stórsigur á KR á dögunum. Og
náði þá Halldór að skora „Hat
trick“, það sem alla knattspyrnu-
menn dreymir um á ferli sfnum.
Þróttarar mæta Val á morgun,
sunnudag, og við skulum sjá hvað
Halldór hefur um þann leik að
segja.
— Valsmenn hafa alltaf átt
erfitt með Þrótt. Og við komum til
með að standa í þeim og meir en
það, við skulum segja að við
sigrum 2—1. Ég hef fulla trú á að
þetta fari nú allt að koma hjá
okkur. Liðið hefur átt við meiðsli
að stríða, og það hefur dregið úr
okkur mátt. Það eina sem ég er
hræddur við er að oft hefur okkur
gengið illa eftir stórleiki. Vonandi
snýst dæmið nú við. Ég vona að
mér takist að skora á móti Val, nú
verða gerðar meiri kröfur til mín
en áður, ég geri mér það ljóst.
Hvað með liðin í deildinni, hvert
þeirra er best að þinum dómi?
Það er ekkert lið áberandi best.
Mótið er þar af leiðandi mik’u
skemmtilegra en áður og áhorf-
endur streyma á völlinn, enda fá
þeir að sjá spennandi og vel leikna
leiki.
Mér finnst verst að leika á móti '
Fram. Þeir leika svo sterka vörn.
Leika stíft maður á mann. Þá er
liðFramara jafnast.
IBK hefur verið mjög heppið í
mótinu til þessa, þeim hlýtur að
fara að fatast flugið. En mark-
vörður þeirra, Þorsteinn Ólafsson,
er frábær. Hann er bókstaflega
hálft liðið.
Lið ÍA er skemmtilegt, en of
misjafnt. Það er ekki nógu gott
hversu þeir fá marga útileiki
fyrst. Og svo í lokin alla heima-
leikina, það gæti nefnilega komið
þeim til góða.
Að mínum dómi verða liðin í
þessari röð þegar mótinu lýkur:
Fram, Valur, IBK, Þróttur, ÍA,
ÍBV, Víkingur, KR, KA, Haukar.
Eigið þið dygga stuðningsmenn
í Þrótti sem fylgja ykkur á völl-
inn?
Já, það er kjarni sem fylgir
okkur vel eftir, en því miður vilja
margir hverfa ef illa gengur. Nú
svo bregður alltaf fyrir nýjum
andlitum þegar velgengnin er
mikil.
- Þr.
Spá Halldórs Arasonar:
1. deild
KR - ÍBK 1:1
ÍBV - ÍA 2:1
Valur — Þróttur 1:2
Haukar — Víkingur 1:1
2. deild
Magni — Reynir 1:3
Bikarkeppni KSÍ
Víkingur — Valur 0:2
UBK - Fylkir 3:0
ÍA — Austri 5:0
Haukar — Þróttur 1:3
KR - KS 3:1
Þór - ÍBV 1:1
ÍBK - ÍBÍ 2:0
Ljósmynd Kristján.
• Halldór Arason Þrótti skoraði þrennu á móti KR í fyrrakvöld. Hér sést kappinn brjótast í gegn um vörn
KR og skora sitt þriðja mark í leiknum. Það eru KR-ingarnir Sigurður Indriðason til vinstri og örn
Guðmundsson til hægri sem þjarma að Halldóri.