Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 11

Morgunblaðið - 29.09.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 11 ur er svo hrifinn af, að hann talaði naumast um annað svo misserum skipti eða áður en hann uppgötv- aði raunvextina. Svavar er eins og Guðrún Helgadóttir þegar hann kemst í fjölmiðla: Það talar á honum hver tuska! — enda teóretískur öreigi eins og hún, þótt hann vilji ekki fara til Rússlands nema í prívat- erindum og alls ekki til að lækka olíuna. A þessum vinstri degi 19. október sagði Svavar m.a.: „En spurningunni um langlífi stjórn- arinnar er hægt að svara svo frá bæjardyrum Alþýðubandalagsins: Stjórnin verður langlíf, ef allir stjórnarflokkarnir gera sér í dag- legum störfum grein fyrir for- sendum stjórnarsamstarfsins, þ.e. tryggingu kaupmáttar og atvinnu og mótun nýrrar róttækrar efna- hagsstefnu í samvinnu við launa- fólk. Stjórnin verður ianglíf, ef kjaraskerðingaröflunum verður úthýst. Stjórnin verður langlíf, ef hún markar sannfærandi framtíð- arstefnu sem getur leitt þjóðina út úr þeim ógöngum skulda og óða- verðbólgu, sem fráfarandi rikis- stjórn lét eftir sig. Stjórnin verður langlíf, ef hún þorir að leggja byrðarnar á þá, sem hafa rakað saman verðbólgugróða. Stjórnin verður langlíf ef hún í öllum athöfnum sínum verður trú lífs- hagsmunum alþýðunnar og þjóð- frelsi íslendinga. Á þetta verður látið reyna.“ „Kann vera, að þú hjalir helzt til margt...,“ var einu sinni sagt, þegar griðkonan lét „ganga af kappi". Svavar Gestsson hvatti til lögbrota vegna skerðingar kaup- gjaldsvísitölunnar, meðan vonin mændi öll á Alþingishúsið. Eftir að hann hafði setzt í ráðherrastól- inn, rétti hann aldrei upp höndina á Alþingi í sambandi við kaup- gjaldsmál nema til þess að ganga á gerða kjarasamninga og m.a. hafði hann lagt blessun sína yfir hækkun á launum flugmanna, áður en þeim var boðin hún. Ég man ekki betur en laun Svavars Gestssonar hafi hækkað um 118 þús. kr. um siðustu mánaðamót, meðan laun verkamannsins hækk- uðu um 18 þús. kr. Þar munar að vísu ekki nema einum, — en einn Þá sjáum við hann líka oft fara úr jakkanum og bretta upp. er hver einn, þegar tvö núll eru fyrir aftan hann og síðan skamm- stöfunin þús. kr. — Það vakti athygli á sl. hausti, að svartur leigubill, — sérhannaður fyrir diplómata og hefði sómt sér vel á þeim götum Moskvu, sem aðeins eru fyrir meðlimi kommúnista- flokksins í hæsta rank, — beið einlægt fyrir utan Alþingishúsið eftir þingfundi, unz ráðherrann léti svo lítið að ganga út. Þetta var áður en embættismaður, kontór- i'sti í stjörnuráðinu, tók það upp hjá sjálfum sér að panta bíl handa viðskiptaráðherra, velja lit hans og lögun, eins og ráðherrann kvartaði undan í öðru síðdegis- blaðanna, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði gert bílakaup ráðherranna að umtalsefni á Al- þingi. Virðist þó fara bærilega um Svávar í nýja bílnum æ síðan eins og hann hafi pantað hann sjálfur. Meðan Svavar Gestsson var ritstjóri Þjóðviljans, þóttu engar hetjur þjóðfrelsis og sósíalisma nema Pol Pot og hans líkar í því blaði, svo að skilyrði Alþýðu- Ef mér tekst það ekki, — hvað þá? bandalagsins fyrir langlífi stjórn- arinnar varðandi „lífshagsmuni alþýðunnar og þjóðfrelsi Islend- inga“ virðist bærilega fullnægt eftir síðustu atkvæðagreiðslur hjá Sameinuðu þjóðunum, — og skal ekki í efa dregið, að þessi Pol Pot hafi lagt sitt af mörkum til þess að offjölgun mannkynsins ríði því ekki að fullu! En menn hljóta að efast um, að hitt lífsskilyrðið, — að ríkisstjórn- in hafi verið sérstaklega dugleg við að tryggja kaupmáttinn og marka „sannfærandi framtíðar- stefnu sem getur leitt þjóðina út úr ... ógöngum skulda og óðaverð- bólgu" — sé enn fyrir hendi. Við þekkjum það í spítölum, að þar framlengist líf sumra sjúklinga, löngu eftir að þeir eru í rauninni dauðir. Á þeim er súrefnisgríma, næringunni er spýtt í æð og hjartað hnoðað með nýju tungli, — sumir eru meira að segja með gervihjarta, en lifa sjaldnast lengi úr því. I rauninni er engin ástæða til þess að efast um, að hjartað í ríkisstjórninni sé ekta, — það er meira að segja margt sem bendir til þess, að hjartalag ráðherranna yfirleitt sé gott. Mér kæmi ekki á óvart, þótt innst inni vildu þeir þjóðinni vel, eins og ég trúi því, að Svavar Gestsson langi til að skapa innflutningsverzluninni heilbrigð- an grundvöll um leið og hann býr til hvern „töskuheildsalan“ á fæt- ur öðrum, þótt Björgvin hafi brugðið sér frá í vinnutímanum. Hið mórauda hnoða í þjóðsögunum eru mörg ævin- týri um þennan undarlega hnykil, hnoðað, sem rann á undan manni og vísaðí veginn til kóngsdóttur- innar, þar sem hún var í trölla- höndum. Steinn Steinarr talar í Tíman- um og vatninu um hið „rauðgula hnoða", sem „fylgir engri átt“, vatnið rennur upp í móti og „hið hvíta blóm dauðans" vex á þessum slóðum. Þarna er hann að lýsa hinum rammvillta manni, — kunningi minn frá Kópaskeri sagði að vísu, að hnoðað hefði verið mórautt eins og sauður frá Daðastöðum, — og við getum ímyndað okkur, úr hverju þræð- irnir eru ofnir: Samningarnir í gildi; orð og efndir; niðurfærsla á nauðsynjavörum eins og kjöti, smjöri og mjólk fyrir ári og uppfærsla á sömu vörum árið eftir; raunvaxtapólitík þegar vísi- tala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 65—74% á þremur mánuðum eftir því hvernig hún er reiknuð; stöðugt gengissig ofan í 15% gengisfellingu fyrir ári; víxl- hækkun beinna og óbeinna skatta samfara víxllækkun á kaupi vegna þess arna á síðastliðnu ári; fjár- skortur ungs fólks, sem er svo vitlaust að halda að það geti eignast þak yfir höfuðið undir vinstri stjórn; maður sem sækir um skólastjórastöðu og hefur rétt- indi eða maður sem sækir um sömu stöðu án réttinda og er kommúnisti úr Kópavogi; fjár- lagaár upp á 16 til 20 mánuði eftir atvikum og samt halli. Jóhannes úr Kötlum hefur lýst hinum rammvillta manni, þar sem feigðin kallaði hann til sín í logndrífunni, betur en aðrir menn: Hleðst niður himinfiður — iðandi er sviðið allt um kring: geng ég og geng geng beint geng í boga geng í hring. Ég hef verið að lesa um það, að nýr stjórnarsáttmáli sé í burðar- liðnum eins og lamb á haustdegi: Verðbólgan á að detta ofan í 30%, samningarnir eiga að taka gildi og krónan að stækka ögn. Mér skilst, að Vilmundur sé búinn að taka upp hormónasprautuna handa Benedikt, Guðmundur jaki standi í vörinni á Skildinganesi reiðubú- inn að flytja kóngsins mann yfir Skerjafjörð, en Ólafur Jóhannes- son sé að hugsa um að bíða þangað til á gamlárskvöld. Þá sé hann tilbúinn að fara í kapp við Albert og segi við jakann, um leið og hann bendir yfir um: Það er stutt leið til Bessastaða. í Hraunsrétt í Aðaldal urðu þau tíðinrii í haust, að ær Kristjáns í Hólmavaði bar í hríðarveðri. Ekki þótti þvílíkt lamb á vetur setjandi. Um Karl XI. Frakkakonung var líka sagt forðum: Þegar hann vaknaði um morguninn, fannst hann dauður í rúmi sínu. Islendingar geta vel skírt ríkis- stjórn þessa Lífgjarn í höfuðið á vesalingnum fyrir vestan, sem hélt áfram að draga andann leng- ur en nokkur skildi eins og flótta- fólkið, sem hér hefur leitað skjóls, af því að það vildi fremur deyja fljótt en elta hið mórauða hnoða. Svona getur orðið „lífgjarn" farið misjafnlega í munni. Ríkisstjórn- in varð eins árs 1. september, — litli drengurinn frá Viet Nam fjögurra ára nokkrum dögum síð- ar. Naumast er til nokkur íslend- ingur, sem óskar ríkisstjórninni lengra lífs en til áramóta, hvað þá langra lifdaga sem fjögur ár eru. Hins vegar getum við vel hugsað okkur, að litli drengurinn frá Viet Nam verði ekki aðeins fjórum sinnum fjögurra ára, heldur fjöru- tíu sinnum fjögurra ára. Halldór Blöndal. miUjónir króna. í þímnn hóndnm eftir 12 mármfti. Dæmi 'um ix^kkmvalkosti afmörgum sem bjóöast. SPARNAÐAR DÆMIUM SPARNAÐUR IÐNAÐARBANKINN RÁÐSTÖFUNAR- MÁNAÐARLEG ENDURGR. TÍMABIL INNBORGUN í LOK TÍMABILS lAnar þér FÉ MEÐ VÖXTUM ENDURGREIÐSLA TÍMABIL 30.000 90.000 90.000 182.650 31.515 70.000 210.000 210.000 425.850 73.536 maii. 100.000 300.000 300.000 609.000 105.051 man. 40.000 240.000 240.000 495.000 43.579 B 70.000 420.000 420.000 866.375 76.264 ^ / man. 100.000 600.000 600.000 1.238.350 108.948 lllfcLLl. 12 50.000 600.000 600.000 1.272.750 58.510 12. 70.000 840.000 840.000 1.781.950 81.914 man. 100.000 1.200.000 1.200.000 2.545.500 117.020 man. Gerum ekki einfalt dæmi flókið: Það býður enginn annar IB-lán. Bankiþeiim sem hyggja aó framtiöinoi lónaöaitankinn Aöalbaiíki og utíbú

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.