Morgunblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
17
Árni stendur hér hjá flosmyndinni af œttarmerkinu, er hann útbjó
sjálfur. Ljósm. Mbl. Kristján
Hefur aldrei kennt
sér meins - vinnur
enn fulla vinnu
mjög gaman af — það er mitt
aðaláhugamál. Ég á á milli 40—50
ættfræðibækur og hef skráð nokkr-
ar ættartölur." Hann hefur útbúið
sitt eigið skjaldarmerki og er það
samansett úr gömlum skjaldar-
merkjum ætta hans. „Fálkann í
merkinu tók ég úr Skarðsættar-
skjaldarmerkinu, nema þar er fálk-
inn með útbreidda vængi og högg-
ormur er þar sem ég tók út.
Hesturinn er úr skjaldarmerki
Eggerts Eggertssonar lögm. í Vík-
inni í Noregi, sem ég rek hina ætt
mína til. Mér finnst gaman að eiga
mitt eigið ættarmerki og hef látið
teikna það sérstaklega og flosa."
— En notar þú merkið?
„Ég merki t.d. allar bækur mínar
með því, en mest er þetta mér til
ánægju og tengist ættfræðiáhug-
anum.“
— Nú hefur þú áreiðanlega kom-
ið víða við, Árni, og þú ert kenndur
við Stykkishólm þó svo það séu
liðin mörg ár síðan þú fluttist
þaðan. Hvað er þér minnisstæðast
frá dvöl þinni þar?
„Ég fór ungur með systur minni
til Bandaríkjanna og dvaldi þar í
nokkur ár, reyndi síðan fyrir mér í
tvö ár í bændahlutverki hér heima
en það átti ekki við mig, þannig að
ég fluttist til Stykkishólms 1939 og
hóf störf innanbúðar hjá Sigurði
Ágústssyni alþingismanni. Það var
góður maður og gott að vinna hjá
honum. Síðar setti ég upp mína
eigin verzlun, sem ég rak allt fram
til áramóta 1957—58, en varð þá að
hætta vegna atvinnuleysis og
þrenginga. Seldi ég þá lagerinn og
fluttist til Reykjavíkur.
Ég hóf fljótlega afskipti af
stjórnmálum í Stykkishólmi og
fékk inngöngu í verkalýðsfélagið
vegna þess að ég vann í eitt ár sem
verkamaður, en það stóð nú styr
um þá inngöngu. Það var
spennandi pólitík þar á þessum
árum. Ég átti sæti í hreppsnefnd
Stykkishólms í 15 ár og ég er
svolítið upp með mér af því, að á
meðan ég sat þar komst aldrei
kommúnisti inn. Ég vann mikið að
félagsmálum þarna, stofnaði m.a.
málfundafélagið Þór og var for-
maður þess í áratugi, auk annars
félagsstarfs.
Eftir að ég kom til Reykjavíkur
vann ég um tíma við fasteigna- og
bílasölu á Spítalastíg. Mér bauðst
síðan atvinna á Keflavíkurflugvelli
og hef unnið þar síðan sem birgða-
tæknifræðingur. Þar er gott að
vera og þar er enginn rekinn úr
vinnu, þó hann nái einhverju
ákveðnu aldursmarki."
— Hvað er þér efst í huga á
þessum merkisdegi í lífi þínu?
„Ég fylgist nú enn með stjórn-
málunum þó að ég sé að mestu
hættur afskiptum. Mér er nú efst í
huga hversu landsmálin eru gjör-
samlega úr böndum. Mín ósk er sú,
að núverandi ríkisstjórn fari frá,
og því fyrr því betra. Ég er á því, að
Sjálfstæðisflokkurinn fengi meiri-
hluta ef kosið yrði nú og styð það
þeirri staðreynd að hægri sveifla á
sér nú stað um alla V-Evrópu.
Þetta er mér nú efst í huga.“
Árni bað um í lok viðtalsins að
það kæmi fram, að hann tæki á
móti vinum og vandamönnum á
heimili dóttur sinnar að Köldukinn
29 í Hafnarfirði í dag á milli kl.
14-19.
Áttræður:
Arni Ketilbjarnar
frá Stykkishólmi
Það má ekki minna vera en ég
sendi þessum ágæta og trygga vini
mínum kveðju- og afmælisóskir á
merkum tímamótum í blaðinu
okkar. Á honum sér enginn, að
svona mörg ár séu að baki og þó
hefir hann unnið hörðum höndum,
kynnst erfiðri lífsbaráttu og löng-
um vinnudegi og þurft stundum að
leggja nótt með degi. En það sér
ekki á. Enn vinnur hann hvern
dag og ekur sínum bíl á vinnustað
50 km leið úr Breiðholtinu til
Keflavíkur og í tómstundum legg-
ur hann mikið starf í ættfræði
sem honum er hugleiknari eftir
því sem árin líða. Árni var í
Hólminum þegar ég kom þangað
og við Hólminn kennir hann sig,
það sést þegar gluggað er í síma-
skrána. Það sýnir vissa tryggð.
Árni var hér mikið í félagsmálum
og unnum við bæði saman í stúk-
unni okkar og eins í sjálfstæðisfé-
laginu svo nokkuð sé nefnt. Þau
mál, sem honum fannst ekki mega
bíða, fengu allan huga hans og því
ekki hugsað um annað en að koma
þeim í höfn. Óskiptur var hann.
Það fór líka þannig að mér fannst
mikið hverfa hér úr félagslífi
þegar hann var hér ekki lengur.
Þá var kona hans, frú Lára, ekki
síður virk í félagsmálum hér.
En þótt bil hafi orðið milli
okkar hefir það engin áhrif haft á
vináttuna nema síður sé. Sam-
bandið hefir frekar styrkst en
hitt. Árni er nefnilega þannig, að
hann er hreinn og beinn, aldrei
hikandi og maður veit alltaf hvar
maður hefir hann.
Þessa alls vil ég minnast á
þessum tímamótum. Hluti af hans
sumarleyfum fer líka í átthagana.
Þau eru ekki mörg árin sem hann
kemur ekki vestur í vinahóp og þá
verða margir fagnaðarfundir.
Og enn heldur þessi ungi maður
áfram í vinnunni. Hann þarf ekki
að beygja sig fyrir aldursmarki
ríkisstarfsmanna, því á vellinum
má hann vera á meðan hann
heldur velli og það er vissulega
hans hamingja. Þar er hann met-
inn að verðleikum og þau störf
sem hann vinnur.
I dag fær hann marga góða
kveðjuna að vestan og víðar.
Ég óska honum allrar blessunar
í komandi framtíð um leið og ég
þakka litríka samferð og trausta
vináttu.
Árni Helgason
kenningu sem snjall þýðandi. BHB
nýtur hvarvetna mikils álits. Geta
má þess að Alþingi íslendinga hefur
veitt forlaginu nokkurn fjárhagsleg-
an stuðning og Norræni þýðingar-
sjóðurinn hefur styrkt útgáfu flestra
bóka forlagsins. BHB mun hafa gefið
út bækur sex eða sjö íslenskra
höfunda og þannig unnið ómetanlegt
starf í kynningu ísl. bókmennta
erlendis og þá fyrst og fremst í
Danmörku.
Á síðast liðnu ári dundi reiðar-
slagið yfir er Birgitte Hövring lést,
aðeins 48 ára að aldri. Þorsteinn
hefur síðan einn haldið áfram starf-
semi forlagsins. Á þann hátt finnst
honum eflaust best varðveitt minn-
ing hinnar mikilhæfu konu. En
útgefandanum hefur ekki fundist
það nóg. Söknuðurinn nísti hjartað
og hann verður skáldinu kveikjan að
ljóðunum í „Du, som kom“.
Nýja ljóðabókin er 126 bls. að
stærð og skiptist í 13 kafla. Bókin
hefur þegar hlotið góðar viðtökur í
Danmörku og gagnrýnendur lokið á
hana lofsorði. Freistandi væri að
vitna til ljóðanna, en það bíður
þeirra sem skrifa um bókina. Þessar
fáu línur eru aðeins frétt um útkomu
hinnar nýju ljóðabókar Þorsteins
Stefánssonar „Du, som kom“, og
jafnframt getið hins þýðingarmikla
verkefnis sem Birgitte Hövrings
Biblioteksforlag hefur tekist á hend-
ur í þágu íslenskra bókmennta.
Á.E.
LESTU ÞETTA
Ódýrustu 20 litasjónvörpin
— og þau eru japönsk gæöavara í kaupbæti.
VERÐIÐ ER
sjonvorp
sameina myndgæði,
frábæra liti. Bilana-
tíðni í algjöru
lágmarki.
■ /
sjonvorp
búa yfir bestu kost-
um sjónvarpa.
unnax Sfyzeiióóon h.$.
SudurlitnHftKroiii
498.500-
Takmarkað
magn
Suðurlandsbraut 16.
Sími 35200.