Morgunblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 20
Samkvæmt nýbirtri skýrslu
frá bandarisku tryggingafélög-
unum slasast fleiri menn i
Honda Civics, Toyota Corolla og
Celica, Datsun B-210 og Ford
Mustang heldur en nokkrum
öðrum bilum af árgerðinni 1978
í Bandaríkjunum.
Fæstir slasast er þeir aka
bílum frá General Motors, GM,
þ.e. Oldsmobile Delta 88, Buick
Lesabre og Chervrolet Caprice,
Impala og Nova.
Að sögn Williams Haddons,
forseta Samtaka bandarískra
tryggingafélaga, sýna niðurstöð-
ur könnunarinnar svo að ekki
verður um villst, að öryggi öku-
manna er mjög mismunandi vel
tryggt í hinum ýmsu bifreiðateg-
undum.
Framleiðendur framan-
greindra bíla vildu ekkert tjá sig
um málið eftir birtingu skýrsl-
unnar.
Robert McElwaine, formaður
bandarískra bifreiðainnflytj-
enda, sagði að hann hefði ýmis-
legt við skýrsluna að athuga, en
Bílar
Umsjón: JÓHANNES
TÓMASSON OG SIG-
HVATUR BLÖNDAHL
hinu væri auðvitað ekki að neita,
að lentu lítill bíll og stór í
árekstri, færi sá litli miklu verr.
Honda Civic, sem er með
hæstu slysatíðni á hverja eitt
þúsund bíla, sem tryggðir eru,
eða 147, vegur aðeins 754 kíló en
Delta 88 vegur 1644 kíló.
Toyota Corolla kemur næstur
Hondu Civic með 142 slasaða á
hverja þúsund bíla tryggða,
Datsun B-210 kemur þar á eftir
með 140, Ford Mustang II með
133 og Toyota Celica með 131.
Rafbíll frá
GM 1985
General Motors, GM,
stærsti bílaframleiðandi í
heimi, tilkynnti fyrir
skömmu, að verkfræðing-
um fyrirtækisins hefði
tekist að hanna nýjan
rafgeymi í rafdrifna bíla,
sem gerði það að verkum
að fyrirtækið gæti sett
rafdrifna bíla á markað
1985.
Rafgeymirinn mun end-
ast 20—30 þúsund mílur,
en það verður að hlaða
hann á 100 mílna fresti.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
Milljarða lítra
benzínsparnaður
Bandariskir ökumenn hafa eftir að hraðamörkin voru lækk-
sparað milljónir lítra af benzíni
og mun færri hafa farizt i
bilslysum vestra eftir að tekin
var upp minni hámarkshraði,
55 mílur eða 89 km á klst., enda
þótt margir ökumenn virði ekki
hin nýju hraðatakmörk, var
haft eftir þjóðvegaeftirlits-
manni nýlega.
Talið er að á árinu 1975, árið
uð, hafi 3,4 milljarðar gallóna af
benzíni sparast og færri dauða-
slys í umferðihni megi óyggjandi
rekja til minni hraða á þjóðveg-
unum. Því er haldið fram, að
væri enn betur fylgt hraðamörk-
unum myndu sparast um 8 millj-
ónir gallona af benzíni á dag.
Um það bil 30% ökumanna aka
yfir 60 mílna hraða og margir á
bilinu 55—60 mílna hraða.
„Akið í öryggisbeltum”
—Tíu sinnum meiri hætta á alvar-
legum slysum án öryggisbelta
„Akið i öryggisbeltum.“ —
Þetta eru einkunnarorð Félags
þýzkra bifreiðaeigenda, ADAC.
Talsmaður félagsins sagði í
vikunni, að þeir ökumenn sem
notuðu öryggisbelti við akstur-
inn hefðu tíu sinnum meiri
möguleika á að komast hjá
alvarlegum slysum.
Þessar fullyrðingar sínar
byggir félagið á nýgerðri könnun
sem það vann í samvinnu við
læknadeild Munchenarháskóla.
Þar kemur einnig fram, að hætt-
an á að týna lífinu er 4,5 sinnum
meiri noti menn ekki öryggis-
belti.
Könnunin tók til slysa þar sem
2400 manns slösuðust alvarlega
og 220 fórust. Ef allt þetta fólk
hefði notað öryggisbelti, segir
félagið, að 2000 hinna slösuðu
hefðu sloppið með minni háttar
meiðsli og aðeins 70 hinna 22o
látnu hefðu beðið bana.
Rafbíll f rá Fiat
Á væntanlegri iðnsýningu i Herning i Danmörku munu
Fiat-verksmiðjurnar sýna rafbíi, sem þær eru að undirbúa
framleiðslu á og hefur hann hlotið nafnið XI/23. Fiat hefur áður
sýnt rafbila, i Torino árið 1974, i Washington 1977 og i Hamborg i
júni s.l.
Bíll þessi er tveggja manna, framdrifinn og er talinn líkjast
flestum smábílum í akstri hvort sem er á malbiki eða möl.
Fiat-verksmiðjurnar hafa nokkuð lengi hugað að framleiðslu rafbíla
og gert ýmsar tilraunir.
Þótt tími sumarleyfa og ferðalaga sé kannski að verða búinn
birtum við mynd af þessum ferðabíl VW-verksmiðjanna, sem
kynntur var nýlega í Frankfurt. Er útsýni úr honum sagt hið
bezta, öllu vel fyrir komið að innan og sagt, að hér geti verið um að
ræða hálfgerða íbúð á hjólum.
Ford-bíll niunda áratugarins — Þessi lögulegi bíll er framleiddur af Ford-bílaverksmiðjunum
bandarísku og nefnist PROBE-I. Sérfræðingar verksmiðjanna segja, að þetta lag verði allsráðandi í
bílaframleiðslunni á næsta áratug. Til þess að gera sér einhverja hugmynd um stærð bílsins má geta
þess, að hann er álíka stór og Ford Mustang-bíllinn, sem er á markaðinum og hefur sæti fyrir fjóra.
Bíllinn verður knúinn áfram með fjögurra strokka turbovél, en hönnun hennar er á lokastigi. Vélin mun
verða mjög sparneytin að sögn sérfræðinga verksmiðjunnar.
Flestir slasast í smá-
bOum í Bandaríkjunum
Mercedes Benz framtíðarinnar — Sérfræðingar Mercedes Benz-bílaverksmiðjanna vestur-þýzku eru
greinilega á sama máli og kollegar þeirra hjá Ford, sem sagt er frá hér á síðunni. Breytinga er þörf. Eins
og sjá má er línan gjörbreytt hjá Benz, bíllinn er straumlínulagaðri en áður til að minnka mótstöðuna.
Hann verður knúinn gastúrbínuvél sem mun eyða mun minna en þær vélar sem nú eru í framleiðslu.
Talsmenn verksmiðjanna segja reyndar, að hann muni eyða vel undir tíu lítrum, þó svo að hann vegi 1600
kíló eins og þeir bílar sem í framleiðslu eru. Þá er gert ráð fyrir því, að hann geti ekið með 200 kílómetra
hraða á klukkustund eins og fyrirrennarar hans. Það sem vekur hvað mesta athygli undirritaðs er hversu
mjög bíllinn líkist stóra Citroén-bílnum sem er á markaðnum i dag, hefur reyndar verið síðan 1975.