Morgunblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 „slátraraþjóð- félag vitfirrts manns.. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Isumum fréttskýringum er- lendra blaöa um framvindu mála í íran nú er tekið svo djúpt í árinni aö segja, aö gagnbyltingin sé hafin. Kannski er of snemmt aö fullyröa þaö. En víöa kraumar og sterkar líkur hníga aö því, aö aöeins sé spurning um mánuöi hvenær upp úr sýöur. Og hversu dýru veröi íranir veröa aö gjaida glópsku, haröræöis og ofstækis Khomeinis, sem vonir svo margra landa hans voru bundnar viö fyrir fáeinum mánuöum. í London hitti ég á dögunum roskinn, íranskan mann, Ihdi Am- raie, sem ég haföi átt tal viö í heimalandi hans í nóvember í fyrra. Amraie starfaöi sem verka- maöur í olíuiönaöinum í mörg ár, en er nu setztur í helgan stein vegna aldurs. Hann og kona hans eiga litla íbúö í Teheran og þó aö þau lifi engu ríkisbubbalífi hefur afkoma þeirra veriö góö. í fyrra haföi Amraie látiö í Ijós víö mig, aö hann byndi vonir viö þá framtíö sem fran væri búin, ef tækist aö koma keisaranum frá. En nú er flest meö öörum brag en hann og margir vonglaöir landa hans trúöu einlægast þá. — Ég og konan mín fögnuðum byltingunni í íran í febrúar. Viö sáum hversu rotið og spillt keis- araþjóöfélagið var. Viö bundum vonir viö heimkomu Khomeinis og væntum þess, aö hann myndi Bakhtiar — nú er horft til hans i von. veröa írönsku þjóöinni trúarleg leiösögn og skipa stjórn sem ynni aö því aö byggja upp heilbrigöara þjóölíf. Nú eru jaessir draumar okkar aö engu orðnir ... íran er slátraraþjóöfélag brjálaös manns, sem ber ekki minnsta skynbragö á stjórnmál, hugsar um þaö eitt aö koma fram blóöhefndum, myröir, Bazargan — halaklipptur forsæt- isráðherra frá fyrstu tíð. drepur, rífur niöur, molar sjálfs- virðingu þjóðarinnar ... Konan mín sem fór alltaf til bænagjörðar hefur ekki fariö í moskuna í margar vikur ... hún grætur af angist yfir því aö geta ekki tilbeöið guö, en hún segist ekki geta leitaö til þess sem Khomeini boöar að sé okkar guð — ekki nú. Sjálfur er ég Frá Teheran. Gðngur með og á móti Khomeini eru þar daglegt brauð og enda venjulega með blóðsúthellingum og hörmungum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.